Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 70B0 Netföng augiýsingadeiidar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Slmbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjav(k) Skólana í fremstu roð í fyrsta lagi Erfiðir samningar um kaup og kjör kennara éru á næsta leyti. Samtök kennara stefna hátt í kaupkröfum, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Sérstaka athygli vekur að deilur um ráðningar kennara hafa verið óvenju háværar nú í ágúst, sérstaklega í Reykjavík. Erfiðleikar sumra skóla við að ráða til sín starfsmenn sem hafa aflað sér formlegra kennsluréttinda, hafa verið nýttir til hins ítrasta til að koma á framfæri óánægju kennara með launa- kjör sín. Það hefur á stundum leitt til ósanngjamar gagnrýni á svo- nefnda leiðbeinendur sem eru í mörgum tilvikum síst lakari kenn- arar. 1 öðru lagi Nokkur undanfarin ár hefur ríkt á því almennur skilningur að bæta þyrfti kjör kennara, enda Ieiddi það til þess að þeir fengu meiri kjarabætur en margar aðrar starfsstéttir, en þó misjafnlega mildar eftir sveitarfélögum sem nú fara með málefni grunnskól- ans. Samt telja kennarar sig enn þurfa miklar launahækkanir og vísa þar meðal annars til samanburðar við þá stjómlausu launa- sprengingu sem varð hjá sumum heilbrigðisstéttum. Það virðist því stefna í mjög vandasamar samningaviðræður á komandi vetri og hugsanlega í verkfallsátök sem gætu raskað skólastarfi vem- lega. Íþríðjalagi Þótt vissulega sé enn almennur vilji fyrir því í þjóðfélaginu að gera vel við kennara launalega séð, er rétt að minna á að foreldrar og aðrir þegnar þjóðfélagsins vilja að bætt kjör skili sér í markvissara og árangursríkara skólastarfi, eða með öðmm orðum í betri menntun bamanna. Góð launakjör em vafalaust eitt af því sem þarf til að tryggja að íslenskir skólar verði í fremstu röð, en þar þarf fleira til að koma. Athyglisverð er sú ábending borgarstjóra að skipulag skólastarfsins sé svo njörfað niður í samningum kennara að erfitt reynist að koma á breyttum vinnubrögðum. Brýnt er að stjómmálamenn og kennarar taki höndum saman til að tryggja unga fólkinu þá menntun sem er forsenda árangurs á nýrri öld. Eltas Snæland Jónsson. Þéttbýlisbandalag Garri sá það í Degi í gær að Al- freð Þorsteinsson er kominn á fulla ferð með að undirbúa Flokksþingið í vor. Hann bendir á að bráðnauðsynlegt sé að fá varaformann af höfuðborgar- svæðinu því flokkurinn þurfi að styrkja sig á því svæði. Þetta er auðvitað laukrétt hjá Alfreð, og augljóst að betra er fyrir framsókn að stíla upp á þéttbýlisatkvæði í framtíðinni en Iands- byggðaratkvæði, ein- faldlega vegna þess að d rei Ibýl i satkvæð u 11 u m fækkar svo skart á meðan höfuðborgarat- kvæðunum fjölgar að sama skapi. En útspil Alfreðs má líka skoða í öðru Ijósi, semsé því, að því er spilað út þegar framundan er varafomannsslagur í framsókn þar sem Iíklegt er að ekki verði einvörðungu kosinn varafor- maður Halldórs Asgrímssonar, heldur mun þessi varaformaður líka verða einn af valdamestu mönnum flokksins og jafnvel arftaki núverandi formanns í fyllingu tímans. Siv og Alfreð Það gæti því verið talsvert í húfi að ná góðu sambandi við hinn nýja varaformann fyrir þá sem ætla sjálfir að styrkja stöðu sína í flokknum til lengri tíma. Og svo heppilega vill til að ummæli Alfreðs, sem eflaust eiga tals- verðan hljómgrunn meðal mar- gra framsóknarmanna í Reykja- vfk, beina athyglinni einkum að einum þeirra einstaklinga sem einkum hafa verið orðaðir við varaformannsstólinn. Það er Siv Friðleifsdóttir. Hún og Alfreð eiga þegar betur er að gáð ýmis- legt sameiginlegt, sem gerir stuðning Alfreðs við hana skilj- anlegan. Bæði hafa þau risið til pólitískra áhrifa í sveitarstjórn í Alfreð Þorsteinsson. gegnum sameiginlega lista með vinstrimönnum, Sivá Nesinu en Alfreð í borginni. Bæði hafa bakland sitt fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu og hafa því hag af því að gera veg þéttbýlis- ins í flokknum sem mestan. Og síðast en ekki síst hafa þau bæði tekist á við Finn Ingólfsson í op- inberum kosningum innan flokksins - og tapað. Höfuðborgararmur Það ætti því ekki að koma á óvart þótt Al- freð veðji á Siv í vara- formennskunni um leið og hann undir- strikar mikilvægi þess að halda uppi höfuð- borgararmi flokksins og gera veg hans sem mestan. Taki Siv í út- rétta hönd Alfreðs er Ijóst að þar gæti myndast öflugt bandalag sem kæmi kröftugt inn í endur- skoðunina og umræðuna sem nú fer fram innan flokksins und- ir formerkjum endurmats. Garra sýnist einsýnt að slíkt þéttbýlisbandalag myndi byrja strax á að láta vita af sér á út- víkkuðum þingflokksfundi fram- sóknar sem boðaður hefur verið á Hrafnagili í dag, fimmtudag. Hvort þéttbýlisbandalagið hefur árangur sem erfiði þegar upp verður staðið myndi hins vegar ráðast verulega af viðbrögðum dreifbýlinganna - þ.e. hinna sem sækjast eftir varafor- mennsku. Ef þeir hins vegar koma sér ekki fljótlega saman um einn kandídat, eða finna a.m.k. einn annan þéttbýl- iskandídat, er hætt við að þeir muni spilla hver fyrir öðrum á meðan möndulveldið á höfuð- borgarsvæðinu gætj keyrt vel smurða vél sína í endamarkið. - GARRI V. BIRGIR GIJÐMIJNDS SON SKRIFAR Mál Rúmena sem nú situr í haldi lögreglu fyrir umfangsmikinn skartgripaþjófnað hefur vakið verðskuldaða athygli. Maðurinn kom hingað til lands íjúlí síðast- Iiðnum og sótti um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hann var ekki með neitt vegabréf eða skil- ríki sem gátu staðfest hver hann væri, en vegna alþjóðlegra reglna sem virtar eru hér á landi fór mál hans í alveg ákveðinn farveg. Þessi farvegur er ákvarð- aður í alþjóðasamningi sem er afrakstur baráttu mannréttinda- og lýðræðissinna víða um heim innan og utan ríkisstjórna. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil- vægir slíkir samningar eru og að farið skuli eftir þeím. Hér á Is- landi finnst okkur þetta e.t.v. ekki stórmál vegna þess enginn trúir því í alvöru að hér verði framin alvarleg mannréttinda- brot, en hvort sem það er barna- leg bjartsýni eða ekki þá er í það Misnotkun mannréttmda minnsta víst að það sama gildir ekki alls staðar. Og gildi samn- ingsins felst einmitt ekki síst í því að hann er alþjóðlegur og sömu réttindi og sama málsmeð- ferð á að gilda alls staðar. Rauði krossinn Hluti af því að fara eftir þess- um reglum um pólitíska fiótta- menn er að Rauði krossinn ann- ast flóttafólkið og sér til þess að aðbúnaður þess og framkoma við það sé í lagi. Þannig útvegar Rauði krossinn þessum manni ekki einvörðungu mat og hús- næði heldur hefur fulltrúa við- staddan yfirheyrslur yfir honum. Sigrún Arnadóttir framkvæmda- stjóri Rauða krossins segir í frétt í Degi í gæ: „Auðvitað er nijög slænit að menn séu að leika á kerfið með þessum hætti og ég er mjög vonsvikin. Það er hins vegar erfitt að koma algjörlega í veg fyrir þetta." Það að misnota þetta skjól, sem menn hafa byggt af manngæsku og virðingu fyrir grundvallar- mannréttinum, er því eins og að vinna skemmd- arverk á slysa- varnarskýlum. Það er ekki ein- vörðungu verið að skemma eign- ir og brjóta lög, heldur er líka hugsanlega verið að spilla fyrir möguleikum þeirra sem á eftir koma. Lærdómuriim Lærdómurinn sem við getum dregið af máli Rúmenans er þvá ekki sá að við ættum að kippa að okkur hendinni varðandi með- ferð og mótttöku pólitískra flóttamanna. Við hættum ekki að halda úti björgunarskýlum þótt einhverjir skemmdarvargar fari þar hamförum. Þvert á móti eyk- ur misnotkunin hættuna á því að réttur verði brotinn á raunveru- legum flóttamönnum ef ekki eru fyrir hendi skýrar reglur um hvernig fara á með svona mál. Lærdóniurinn sem við getum hins vegar dregið af Rúmena- málinu felst í þeirri áminningu að við erum orðin hluti af al- þjóðakerfinu með nýjum og nán- ari hætti en áður. Við eru ekki einvörðungu komin inn á landa- kort fióttamanna sem Ienda í hrakningum, heldur eru við líka komnir inn á Iandakortiö hjá al- þjóðlegum glæpasamtökum og glæpamönnum sem beita öllum ráðum til að skara eld að sinni köku. Eitt af því sem fylgir slíku er að misnotkun af þessu tagi getur alltaf komið upp. Rúmenamálið mildl vonbrigði NíimiI vnnljiwt n nA ’ V í' ■ - Niuut vonlanxt rr að mrta hvort sakamenn el£» i hlut Jtfjar vrjja brf íilanair ulirndinj ar ðaka rftir péll tiaicn harli. Baaðl kroarino Hefurþú oióiðvarvið að undanskot húsaleigu- tekna séu að aukast? SigurikirH. Guðjónsson fomiaðwHúseigendafélagsitis. „Ég hélt að þetta væri nánast úr sögunni. I dag er leiga einungis skattlögð með 10% fjármagns- tekjur, eins og aðr- ar slíkar tekjur. A síðustu árum hafa húsaleiguviðskipti verið að koma upp á yfirborðið meira en var og meiri formfesta er orðin í samningum og slíku - og skilyrði fyririr húsaleigubótum leigjand- ans er að samningur sé gerður og honum þinglýst. Möguleikarnir til undanskota hafa þrengst og ávinningurinn af slíku er orðinn minni.“ Bjðrgvin Björgvinsson, löggilturfasteignasali ogframkv.stj. Ársala ■ fasteignamiðliinar. „Við verðum alls ekki vör við þetta hérna. Ævinlega mælum við með því að gerðir séu löggiltir Ieigu- samningar þar sem raunupphæð er færð inn og gefin upp til skattayfirvalda. Svona er gengið frá öllum Ieigu- samningum sem fara um okkar hendur og við höfum bent leigu- sölum jafnt sem leigjendum að þeir geti verið alveg í vindinum - ef eitthvað kemur uppá á Ieigu- tímanum ef samningur er ekki til staðar. Hluti af skýringunni á því að minni leigutekjur eru gefnar upp kann að vera sú að margar íbúðir sem lengi voru í leigu hafi verið seldar í þeirri miklu upp- sveiflu sem verið hefur á fast- eignamarkaði að undanförnu." Stefán Hallgrímsson htísnæðisdeild Akureyrafbæjar. ,Að mínum dómi hefur staða þess- ara mála ekki versnað frá því sem var, endaþarf að þinglýsa öllum húsaleigusamn- ingurn eigi húsaleigubætur að fást. Að vísuheyrir maður dæmi þess að uppgefið leiguverð íbúða sé lægra en raunin sé -og það ger- ir fólk m.a. til að borga lægri skat- ta, en það er 10% fjármagstekju- skattur af leigutekjum. Húsa- leigusamningur á milli aðila er ákveðin trygging fyrir bæði leigu- sala og Ieigjanda og því er það hagur allra að hann sé gerður." Sigfús Kristinsson byggingameistari og leigusali á Selfossi. „Já, ég held að þetta sér raunin - og við þetta hef ég orðið var. Og nú heyrir maður dæmi líka um að verið sé að bjóða í menn og fá þá til vinnu annars staðar, þar sem allt er greitt svart og undir borð. Allt kemur þetta til vegna greiðs aðgangs að fjármagni og þess góðæris sem nú ríkir í landinu. Siðferðisvitundin hefur minnkað og menn misst sjónar af því hvað sé rétt og hvað rangt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.