Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 - 17 Xfc^ur ERLENDAR FRÉTTIR Al Gore á kosningafundi. Engin rannsókn á fj áröflun Gores Dómsmálaráðherra Bandaríkjaima ákvað að láta ekki rannsaka fj ár öflunar aðferðir varaforsetans, sem nii er í forsetaframboði. Þann 18. apríl síðastliðinn var A1 Gore, varaforseti Bendaríkjanna, spurður í viðtali við saksóknara dómsmálaráðuneytisins út í samkomu á vegum Demókrata- flokksins í Kaliforníu, sem hann sótti árið 1996, en þá stóð yfir kosningabarátta hans og Bills Clintons forseta. í viðtalinu sagðist hann ekki hafa vitað að um fjáröflunarsamkomu hafi verið að ræða. Engu að síður við- urkenndi hann í sama viðtali að hafa fengið tölvupóst frá aðstoð- armanni sínum sama dag og samkoman fór fram, þar sem staðfest var að um fjáröflunar- samkomu yrði að ræða. Þessi ummæli Gores í viðtal- inu, ásamt fleiri ummælum hans í sama viðtali, urðu til þess að saksóknari dómsmálaráðuneytis- ins mælti með því að þetta mál yrði rannsakað frekar og mikill þrýstingur upphófst um að hlut- deild Gores í ólöglegri fjáröflun fyrir Demókrataflokkinn yrði rannsökuð. Viðtalið var birt op- inberlega í júní síðastliðnum. Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur hins vegar ákveðið að setja ekki óháð- an lögmann til þess að rannsaka málið. Fyrst var skýrt frá þessari ákvörðun opinberlega í dagblað- inu New York Times í gær. A blaðamannafundi sagðist Reno ekki telja að frekari rannsóknir væru líklegar til þess að leiða í Ijós að um ólöglegt athæfi væri að ræða. Þetta er í þriðja sinn sem Reno hafnar því að skipa sérstakan rannsóknarmann til þess að fara yfir málefni Gores. Tímasetningin á ákvörðun kom sér hins vegar vel fyrir Gore, en ákvörðunin var tekinn sama daginn og landsþing Demókrataflokksins staðfesti út- nefningu Gores sem forsetaefni flokksins í forsetakosningunum, sem fara fram þann 7. nóvember næstkomandi. Þann sama dag láku einnig út upplýsingar um að sérskipaður lögmaður í málefn- um Bills Clintons, forseta, hafi skipað kviðdóm til þess að skera úr um það hvort kæra eigi Clint- on í tengslum við framhjáhald hans með Monicu Lewinsky, eft- ir að Clinton lætur af embætti á næsta ári. Þessi ákvörðun þýðir það að Gore fær frið, a.m.k. um stund- arsakir, fyrir rannsóknum á mál- efnum sem gætu komið honum illa í kosningabaráttunni, enda þótt rannsóknin á málefnum Clintons eigi væntanlega eftir að þvælast eitthvað fyrir Gore. A1 Gore hefur ítrekað lýst því yfir að hann hafi ekki vitað að um Ijáröflunarsamkomu var að ræða, þegar hann mætti á sam- komu á vegum Demókrata- flokksins í kapellu í Kaliforníu vorið 1996. Á þessari samkomu var safnað saman með ólögleg- um hætti 60.000 dollurum sem fóru til kosningabaráttu Clint- ons og Gores. I fyrrgreindu viðtali var Gore einnig spurður um kaffiboð í Hvíta húsinu, sem íjársterkum stuðningsaðilum flokksins var boðið í. I svari sínu fór hann út í skilgreiningaflækjur á því hvort um fjáröflunarfundi hafi verið að ræða, og hefur sagt að ekki sé selt inn á kaffiboð í Hvíta hús- inu. Debbie ekki mjög kröftug DÓMINIKANSKA LÝÐVELDIÐ - Hvirfilbylurinn Debbie ruddist yfir Dóminíkanska Iýðveldið í gær og stefndi hraðbyri að Bahamaeyjum. Miðað við stefnu bylsins núna var búist við að hann gæti orðið í Flór- ída um helgina. Debbie er rétt á mörkum þess að vera nægjanlega kröftug til að flokkast sem fellibylur, og þó loka þurfi skólum, flugvöll- um og ýmsum almenningssamgöngum þá hefur hún enn ekki valdið miklu eignatjóni á eyjunum í Karabíska hafinu. Kafbátmim lyft næsta sumar? OSLO - Norska fyrirtækið sem sá um að koma köfurum niður að rússneska kafbátnum Kursk sagði í gær að tæplega yrði um það að ræða að bátnum yrði lyft úr djúp- unum fyrr einhvern tíma næsta sumar. „Utreikningar á þvf hvort og hvernig beri að lyfta bátnum upp munu taka marga mánuði," sagði Julian Thompson talsmaður Stolt Offshore í gær. Hann bætti því við að ef hann ætti að vera raunsær þá væri sumarið 2001 sú tímasetn- ing sem hugsanlegt væri að setja í þessum efnum, en það væri þó í fyrra lagi. Fram kom hjá honum að trúíega yrði auðveldara að lyfta bátnum upp í heilu lagi en að reyna að opna hann og ná líkum mannanna út. Miðað við þessar hugmyndir yrði áhöfnin að hvíla í votri gröf í vetur en ljóst er að slíkt er mjög erfitt fyrir Rússa að sætta sig við. Lewinsky enn umdeild WASHINGTON - Ný pólitísk hreyfing sem hefur það að sínu meginmarkmiði að koma konu til valda í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum, annað hvort sem forseta eða sem varaforseta buðu Monicu Lewinsky Iaunað starf sem aðstoðar framkvæmdastjóra hreyfingarinnar. Tilboðið var þó snarlega dregið til baka þegar fréttist af því og allt varð vitlaust vegna þess. Samtökin sem hér um ræðir heita American Woman Presidents og er framkvæmdastjóri þeirra kona að nafni Mos- emarie Boyd tilkynnti með viðhöfn um tilboðið til Lewínsky og sagði að „eftir tveggja og hálfs árs yf- irheyrslur og niðurlægingu er kominn tími til að Ameríka fyrirgefi Monicu Lewinsky." En fyrirgefningin er ekki meiri en það að Ijölmörg samtök kvenna vítt og breytt um Bandaríkin brugð- ust ókvæða við og töldu þetta fráleitan leik fyrir þessi nýju samtök. Nið- urstaðan varð því sú að tilboðið var dregið til baka. Apar erfa 4,8 miUjónir KAUPMANNAHÖFN - Sex simpansar í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn hafa erft jafnvirði um 4,8 milljóna íslenskra króna eftir gamia ekkju að því er fram kemur í Extrablaðinu í gær. Aparnir, sem heita Jim- my, Trunte, Fifi, Trine, Grinni og Gigi, voru nefndir sem einkaerfingj- ar í erfðaskrá sem 83 ára gömul ekkja skildi eftir sig, en gamla konan átti enga eftirlifandi ættingja. Lögmæti þessa arfs var staðfestur af Christian Notlevsen og þegar han las upp úrskurð sinn að öpunum við- stöddum og lét dómarinn þau orð falla að þeir hefðu hegðað sér betur en margur maðurinn hefur gert þegar þeir hlýða á upplestur erfða- skráa. Talsmaður dýragarðsins segir að féð verði notað til að betrum- bæta svæðið þar sem aparnir eru. Moninca Lewinsky er enn komin í sviðsljósið. —- t* •* I í I ! í í i i I I i 1 I I i 1111 H i i i I Hvílir áhöfn Kursk í votri gröfí vetur? FRÁ DEGI TIL DAGS FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 237. dagur ársins, 129 dagar eftir. Sólris kl. 5.47, sólarlag kl. 21.11. Þau fæddust 24. ágúst • 1750 Letizia Buonaparte, móðir Napól- eons keisara. •1891 Árni Jónsson alþingismaður frá Múla. • 1894 Rudolf Oskar Robert Williams Geiger, þýskur veðurfræðingur. • 1896 Jón Kaldal ljósmyndari. • 1899 Jorge Luis Borges, argentínskur rithöfundur. • 1902 Fernand Braudel, franskur sagn- fræðingur. • 1918 Jenna Jensdóttir rithöfundur. • 1929 Jasser Arafat, forseti sjálfstjórnar- svæða Palsestínumanna. • 1938 Halldór Blöndal ráðherra. • 1947 Ólafur Haukur Símonarson rit- höfundur. Þetta geröist 24. ágúst • 1572 Iét Karl IX., konungur Frakklands, myrða leiðtoga húgenotta í París, og hófst þar með mikið morðæði sem lauk ekki fyrr en 70.000 húgenottar höfðu verið myrtir. •1814 náðu Bretar Washington-borg á sitt vald og brenndu þar margar helstu byggingarnar til grunna. • 1906 var símskeytasamband við útlönd opnað. • 1932 flaug Amelia Erhart þvert yfir Bandaríkin án millilendingar, og varð fyrst kvenna til þess að vinna það afrek. • 1949 gekk Norður-Atlantshafssamning- urinn í gildi. • 1968 sprengdu Frakkar vetnissprengju í Suður-Kyrrahafi og urðu þar með fimm- ta kjarnorkuveldið. • 1968 var Norræna húsið f Reykjavík vígt. Vísa dagsins Gleði vor er hin rauða rós er rjóðar veikan og bleikan, og það er hún, sem að leiðir í Ijós lífið og ódauðleikann. Afmælisbam dagsins „Allt er byggt á sandi,“ sagði argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges ein- hvern tíma. „En við verðum að byggja eins og það bæri byggt á bjargi,“ bætti hann við. Borges var fæddur í Buenos Aires þann 24. ágúst árið 1898, og hefði því orðið 102 ára í dag. Ljóð hans, smásögur og ritgerðir eru nú orðnar klassískar heimsbókmenntir, en það var engu að síður ekki fyrr en upp úr 1960 sem hann varð þekktur. Þessi skemmti- legi og sérstæði rithöfundur lést í Sviss þann 14. júní árið 1986. Ekkert hefur í raun gerst fyrr en það hef- ur verið skráð. Virginia Woolf (1882-1941) Heilabrot Hvers vegna er ekki leyfilegt að jarða fólk sem býr á efstu hæð f blokkum? Lausn á síðustu gátu: Eldri börn eru venjulega með stærri fætur en þau sem yngri eru, og þvf er vart að undra að þeim gangi betur í reikningi. Veffang dagsins Sýning á málverkum eftir Helga Hálfdán- arson er á www.gallery.is Jón Þorsteinsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.