Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 14
14- FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
Sæmi sirkusslanga
Sirkusstjórinn - Sigríður Ellidadóttir, í kistunni er Sæmi - Sveinn Arnar Sæmundsson, sterki maðurinn - Jóhann Smári
Sævarsson, fyrir miðju trúðurinn - Elín Halldórsdóttir, og litlu trúðarnir: Rósa TrujiHo og Sævar Helgi Jóhannsson. mynd brink
Frumsýnd verðurí
Samkomuhúsinu áAk-
ureyri í kvöld hama-
óperan Sæmi sirkus-
slanga eftirMalcolm
Fox sem segirfráferða-
lagiSæma íleitað
rödd sinni, en hann er
orðin leiðurá hlykkja-
dansi í sirkusnum.
Stífar æfingar hafa staðið yfir
síðasta hálfa mánuðinn á barna-
óperunni Sæma sirkusslöngu
sem frumsýnt verður í Sam-
komuhúsinu á Akureyri í kvöld.
Óperan er skrifuð fyrir fjóra
söngvara, píanó og slagverk. Pí-
anóleikur er í höndum Helgu
Laufeyjar Finnbogadóttur, slag-
verkið hefur Karl Petersen samið
sjálfur jafnóðum, þar sem gefið
er upp að slagverkið skuli vera
frjálst í hverri uppfærslu. Söngv-
ararnir fjórir eru Jóhann Smári
Sævarsson, bassi, Elfn Halldórs-
dóttir, sópran, Sigríður Elliða-
dóttir, mezzosópran og Sveinn
Arnar Sæmundsson, tenór. Auk
fyrrnefndra koma fram í sýning-
unni tveir kornungir trúðar sem
leiknir eru af þeim Sævari Helga
Jóhannssyni og Rósu TrujiIIo og
þegar blaðamann bar að á æfingu
voru litlu krílin orðin ansi þreytt
og lúin eftir strangar æfingar
dagsins. Leikstjóri er auk Jó-
hanns Smára, Jón Páll Eyjólfsson
nýútskrifaður leikstjóri, eftir að
hafa verið við nokkurra ára nám
við East 15 Acting School f Essex
og er þetta frumraun hans. Að-
spurður sagði Jón Páll að það
væri búið að vera mjög gaman að
vinna með þessu hæfileikafólki,
það hafi tekið svolítinn tíma fyrir
þau að hrista sig saman, en
óneitanlega sé þetta skemmtileg-
astu æfingar sem hann hafi
nokkurn tíma setið.
Létt og skemmtileg
Jóhann Smári er frumkvöðull að
þessari sýningu, en hann tók
þátt í að setja upp óperuna um
Sæma í Kölnaróperunni, þar
sem hann starfaði í þrjú ár og
áttu sýningarnar upphaflega að
vera átta, en endaði með því að
þær urðu alls fjörutfu fyrir fullu
húsi. Jóhann Smári segir að
stykkið hafi slegið svo rækilega í
gegn að flytjendur hafi verið
komnir á stall með Spicegirls
meðal ungra aðdáenda. Hann
segir að upphaflega hafi Sæmi
sirkusslanga verið samin fyrir
Menntamálaráðuneytið í Ástral-
íu sem kennsluefni til að kynna
listformið óperu fyrir börnum. í
textanum er komið víða við í
flóru tónlistarheita, sagt frá
hverjar eru fjórar aðalraddirnar,
sópran, alt, tenór og bassi og
sýnt fram á hvernig þessar fjór-
ar raddir mynda hljóm og syng-
ja saman í kór. Einnig er sagt
frá algengustu tónlistarheitum
eins og allegró sem þýðir hratt,
lento sem þýðir hægt og svo
framvegis. Tónlistin er létt og
skemmtileg og úr öllum áttum,
allt frá barbershop, til háklass-
ískrar Tunglskinssónetu Beet-
hovens.
Hlykkj adansiirinn söngelski
Sagan segir frá hlykkjadansar-
anum Sæma sem orðinn hund-
leiður á að dansa í Sirkus Tribu-
ne og langar mest af öllu til að
læra að syngja og segir við vini
sína í sirkusnum: „Ef enginn vill
heyra sönginn minn, þá yfirgef
ég sirkusinn". Vandamálið er
bara að aumingja Sæmi er vita-
laglaus, en sirkusstjórinn, sterki
maðurinn og trúðurinn deyja
ekki ráðalausir og senda Sæma í
söngnám til Rómar. Og er það
bara byrjunin á löngu ferðalagi
Sæma í kringum langt hlaðborð
tónlistarinnar þar sem hann
ferðast vítt og breytt um heim-
inn og fær að smakka á og kynn-
ast hinum ýmsu röddum og
hljóðfærum. Vinirnir í sirkusn-
um fá að fylgjast með heims-
hornaflakki Sæma í gegnum
póstkort sem hann sendir reglu-
lega frá hverjum stað sem hann
heimsækir og fá áheyrendur í
sal að taka þátt í þeirri senu
sem er grípandi og auðveld fyrir
börnin. Operan tekur aðeins
fjörutíuogfimm mínútur í flutn-
ingi og því hæfileg lengd fyrir
börn, og er góður grunnur fyrir
unga sem aldna til að kynna sér
tónlistarflóruna.
Óperiunennmg
fr amtí ð arinnar
Norðuróp er vinnuheiti á sam-
starfshóp sem hefur áhuga á að
koma á fót óperustarfi á Akurer-
yri og flytja árlega óperur. Upp-
færsla Sæma er því einungis
byrjunin á þeirri óperumenn-
ingu á Akureyri sem hópurinn
stefnir að. Jóhann Smári er í
forsvari hópsins og segir að
áhugi hafi vaknað fyrir hug-
myndinni eftir að Brúðkaup
Fígarós var sett upp í Sam-
komuhúsinu í fyrra, hjá Leikfé-
lagi Akureyrar, Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands, Tónlistar-
skólanum og atvinnusöngvara á
svæðinu, á að koma saman og
standa að óperuflutningi á at-
vinnugrundvelli. Slík uppbygg-
ing taki auðvitað nokkur ár í
undirbúningi og segir Jóhann
Smári að gott dæmi sé Jazz-
klúbbur Akureyrar sem hafi tek-
ist að skapa slíka hefð í djassin-
um á Akureyri að hreint ótrú-
legt sé. Akureyringar megi því
eiga von á því í haust og næsta
vetur að vera boðið upp á stutta
kafla úr þekktum óperum víðs-
vegar um bæinn, jafnvel á kaffi-
húsum, þar sem kynnt verður í
máli og tónum út hvað verkin
ganga og þurfa því ekki að kvíða
þeirri stund þegar óperumenn-
ingin nær hámarki sínu.
-w
PUNTO
ÖRYGGISVIÐURKENNING ÁRIÐ 2000
Fiat Punto hlaut fjórar stjörnur af fjórum mögulegum
í árekstraprófun "Euro NCAP" árið 2000.
Fjórir öryggispúðar, ABS hemlakerfi, fimm hnakkapúðar,
fimm þriggja punkta belti, rafstýrðir bílbeltastrekkjarar,
krumpusvæði framan og aftan, bjálkar í hurðum,
eldvarnarkerfi á bensínlögn, fjölspegla aðlljós. _ „
Istraktor
#
20
ára
Möldurehf. 461-3000
BlLAR FYRIR ALLA
SMIÐSBÚÐ 2 - GARSABÆ - SlMI 5 400 600