Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 9
Tk^wr FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Úr leik Víkings og FH um síðustu heigi. Úlafur Adolfsson skorar fyrsta mark FH-inga í 0-3 sigri Hafnarfjarðarliðsins. Endaspretturiim Heil umferð fer fram í 1. deild karla á morg- uii, þar sem línur mirnu væntanlega skýrast nánar uni stöðuna á toppi og botni deildarinnar. FH og Valur hafa kom- ið sér þægilega fyrir í toppsætunum, en lið Skállagríms er þegar faHið. Þegar fjórar umferðir eru eftir í 1. deild karla í knattspyrnu, er ennþá allt opið upp á gátt í efri hluta deildarinnar, þar sem sex lið eiga ennþá fræðilega mögu- leika á sæti í efstu deild, þó ekki geti þeir talist raunhæfir hjá þeim öllum. FH og Valur hafa komið sér þægilega fyrir í topp- sætunum, þar sem FH-ingar eru með 31 stig, eða einu stigi meira en Valsmenn og síðan kemur KA í þriðja sætinu með 24 stig. FH-ingar þurfa sjö stig til við- bótar úr síðustu fjórum umferð- unum til að tryggja sér öruggt sæti í efstu deild að ári og Vals- menn þá einu stigi meira. Miðað við þá leiki sem liðin eiga eftir ætti ætlunarverkið að takast, en þar má þó lítið út af bera, þar sem lið KA er á mikilli siglingu þessa dagana og mun örugglega fylgja fast á eftir. Onnur lið eiga sáralitla möguleika og ólíklegt að þau blandi sér úr þessu í topp- baráttuna. Næsta iimferð ræður miklu uin framhaldið Næsta umferð, sem fer ffam á morgun, mun ráða mildu um framhaldið, en þá á KA heima- leik gegn IR-ingum, en IR-ingar eru með 21 stig í fjórða sætinu og eiga því enn fræðilega mögu- leika þó litlir séu. A sama tíma leika FH-ingar gegn fallliði Skallagríms á Kaplakrika og Val- ur gegn Sindra að Hlíðarenda. Sindri er nú í 8. sætinu með 16 stig, einu stigi minna en Þróttar- ar sem eru í 7. sætinu, en bæði liðin eru enn með falldrauginn í eftirdragi og þurfa Þróttarar sem eiga heimaleik gegn Víkingum á morgun, sjö stig til viðbótar til að losna örugglega við draugsa og Sindri þá ein átta. Það er þó bundið því að Tindastóll, sem er með 11 stig í næstneðsta sætinu, fái fullt hús stiga og verður það að teljast ólíklegt þó þeim hafi gengið vel gegn Þrótti í síðasta leik og unnið þá 2-0 á Sauðár- króki. Stólarnir fá Dalvíkinga í heimsókn á morgun og þurfa virkilega á sigri að halda, því annars blasir fallið við. Víkingar eru fimmta liðið, sem enn á fræðilega en hverfandi möguleika á sæti í efstu deild, en þeir eru nú í fimmta sætinu með 21 stig eins og ÍR-ingar, en Vík- ingar eiga eins og áður sagði úti- leik gegn Þrótturum á morgun. Sjötta liðið sem á agnarlitla möguleika, er Iið Dalvíkinga, sem er með 20 stig í sjötta sæt- inu. Möguleikarnir eru svo litlir að aðgjört kraftaverk þarf til að dæmið gangi upp, því liðið má aðeins tapa tveimur stigum til viðbótar, á meðan toppliðin fengju ekkert. Leikjaprógram efstu liða: FH: Skallagrímur (H), ÍR (Ú), Sindri (H) og Valur (Ú) Valur: Sindri (H), Dalvík (Ú), KA (Ú) og FH (H) KA: ÍR (H), Sindri (Ú), Valur (H) og Dalvík (Ú) IR: KA (Ú), FH (H), Þróttur (Ú) og Tindastóll (H) Víkingur: Þróttur (Ú), Tinda- stóll (H), Dalvík (H) og Skalla- grímur (Ú) Dalvík: Tindastóll (Ú), Valur (H), Víkingur (Ú) og KA (H) Staðan: FH 14 9 4 1 30:12 31 Valur 14 9 3 2 37:14 30 KA 14 7 3 4 27:18 24 ÍR 14 6 3 5 26:21 21 Víkingur 14 6 3 5 29:26 21 Dalvík 14 6 2 6 28:27 20 Þróttur 14 4 5 5 20:22 17 Sindri 14 3 7 4 11:14 16 Tindast. 14 3 2 9 15:26 11 Skallagr. 14 1 0 13 11:54 3 fsland í 29. sæti eftir fyrsta keppnisdag á HM kvernia íslenska kvennalandsliðið í golfi, skipað þeim Ragnhildi Sigurðar- dóttur, GR, Ólöfu Maríu Jóns- dóttur, Keili og Herborgu Amar- dóttur, GK, er í 29. sæti eftir fyrsta keppnisdag á heimsmeist- aramóti áhugalandsliða, sem þessa dagana fer fram á Arnold Palmer-golfvellinum í Berlín í Þýsldandi. Keppnin hófst í gær og lék Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, þá best í íslenska liðinu, eða á 76 höggum, sem er fjórum yfir pari vallarins. Ólöf María lék á 81 höggi og Herborg á 87 höggum. Arangur tveggja bestu spilara í hverri sveit telja og því reiknast Ragnhildur Sigurðardóttir. íslenska sveitin á 157 höggum. Alls taka íjörutíu þjóðir þátt í mótinu og eru Danir f efsta sæt- inu eftir fyrsta keppnisdag á samtalsl42 höggum. Besti árangur dagsins var 69 högg, en honum náðu tveir kepp- endur, þær Suzann Pettersen frá Noregi, sem lék á Norðurlanda- mótinu í Vestmannaeyjum ekki alls íyrirlöngu og Niloufar Azam frá Sviss. Ragnhildur náði 43. besta árangri dagsins af þeim 120 keppendum sem taka þátt í mótinu. Keppni á mótinu heldur áfram f dag, en lýkur á laugardag. KNATTSPYRNA Erfiö barátta framundan Eftir 2-3 tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því úkraínska á Laug- ardalsvelli í fyrrakvöld er ljóst að Island lendir í neðsta sæti 3. riðils og þarf því að spila um það aukaleik gegn Hvít-Rússum eða Rúmen- um, hvort liðið heldur sér áfram í styrkleikaflokki A, eða fellur í B- flokk. Leikur Islands og Úkraínu var síðasti leikurinn f undankeppni EURO-200I, þar sem liðin sextán í A-flokki léku í fjórum riðlum. Sigurvegarar í riðlunum urðu Fralddand, Noregur, Þýskaland og Rússland og komast liðin beint í 8-Iiða úrslitakeppnina, sem ennþá hefur ekki verið ákveðið hvar fer fram. Þjóðirnar átta sem lentu í 2. og 3. sæti riðlanna, leika síðan um þau fjögur sæti sem eru laus í úr- slitakeppninni og er fyrirfram ákveðið eftir sætum hvað þjóðir leika saman. Þar munu Danir leika gegn Spánverjum, Svíar gegn Finnum, Englendingar gegn Úkrafnumönnum og ítalir gegn Portúgölum og verður leikið heima og heiman. Auk Islands lentu Holland, Sviss og Júgóslavía í neðstu sætum riðlakeppninnar og leika því eins og íslenska liðið um áframhaldandi sæti meðal þeirra sextán bestu, gegn sigurvegurunum í riðlakeppni B-þjóða. Þar verður einnig leikið heima og heiman og hvort sem það verða Hvít-Rússar eða Rúmenar sem verða mótherjar Islands, þá er víst að það gæti orðið erfið barátta. Siggi og Heiðar aftur í bópinn Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt leik- mannahóp sinn fyrir Iandsleikinn gegn Dönum, sem fram fer á Laug- ardalsvelli Iaugardaginn 2. september n.k. Hópurinn er skipaður sömu sextán Ieikmönnunum sem valdir voru gegn Svíum í síðustu viku, auk þess sem þeir Sigurður Jónsson, IA, sem ekki gaf kost á sér í síðasta leik og Heiðar Helguson, Watford, sem var meiddur, koma nú aftur inn í hópinn. Leikurinn gegn Dönum er sannkallaður sex stiga leikur, því hann er bæði liður í undankeppni HM-2002 og Norðurlandamótinu, þar sem íslenska liðið er nú í toppsætinu. ísland leikur í 3. riðli undankeppni HM-2002 ásamt Danmörku, Búlgaríu, Tékklandi, Norður-írlandi og Möltu og fara allir þrír leikir 1. umferðar riðilsins fram 2. september og leika Búlgar þá gegn Tékkum og Norður-írar gegn Möltubúum. Aðrir leikir Islands í riðlinum eru gegn Tékkum (Ú) 7. okt., Norð- ur-írum (H) 11. okt., Búlgörum (Ú) 24. mars, Möltubúum (Ú) 25. apríl, Möltubúum (H) 2. júní, Búlgörum (H) 6. júní, Tékkum (H) 1. sept., Norður-írum (Ú) 5. sept. og Dönum (Ú) 6. okt. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Kristinsson, IBV (68/0) og Arni Gautur Arason, Rosenborg (7/0). Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson, Lilleström (83/3), Sigurður Jónsson, ÍA (65/3), Eyjólfur Sverrisson, H. Berlin (54/7), Arnar Grét- arsson, Lokeren (46/2), Þórður Guðjónsson, Las Palmas (37/9), Rík- harður Daðason, Viking (32/10), Helgi Sigurðsson, Panathinaikos (32/8), Hermann Hreiðarsson, Ipswich (30/1), Helgi Kolviðsson, Ulm (23/0), Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke (22/3), Auðun Helga- son, Viking 18/1), Tryggvi Guðmundsson, Tromsö (17/3), Pétur Marteinsson, Stabæk (16/0), Heiðar Helguson, Watford (10/1), Arn- ar Þór Viðarsson, Lokeren (7/0) og Eiður Smári Guðjohnsen, Chel- sea (5/1). (Fjöldi landsleikja og landsliðsmörk í sviga) Engin breyting hjá 21-árs liðinu Sigurour Grétarsson, þjálrari 21-árs liðsins, hefur einnig tilkynnt sinn hóp sem Ieikur gegn Dönum á Kaplakrikavelli föstudaginn 1. september. Hópurinn er skipaður sömu leikmönnum og valdir voru gegn Svíum. 21-árs hópurinn: Markverðir: Hjörvar Hafliðason, Val (1/0) og Ómar Jóhannsson, Bunkeflo (1/0). Aðrir leikmenn: Bjarni Guðjónsson, Stoke (8/1), Reynir Leósson, ÍA (8/0, Jóhannes K. Guðjónsson, Waalwijk (5/1), Indriði Sigurðsson, Lilleström (4/0), Stefán Gíslason, Strömsgodset (3/0), Marel J. Bald- vinsson, Stabæk (2/0), Guðmundur V. Mete, Malmö (1/0), Helgi V. Daníelsson, Fylkir (1/0), Guðmundur Steinarsson, Keflavík (1/0) Þórarinn B. Kristjánsson, Keflavík (1/0), Veigar Páll Gunnarsson, Stjömunni (1/0) Arni K. Gunnarsson, Breiðabliki (1/0, Hjalti Jóns- son, ÍBV (1/0) og Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV (1/0). (Fjöldi leikja og marka með U-21 liðinu í sviga) Tvær breytingar hjá Dönimi Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur einnig tilkynnt sinn landsliðshóp og er hann að mestu skipaður sömu leikmönnum valdir voru í NM-leikinn gegn Færeyingum í sfðustu viku. Tvær breytingar hafa verið gerðar á hópnum og koma þeir Michael Hemm- ingsen, Odense og Jan Michaelsen AB, inn í hópinn í stað þeirra Steven Lusts, HerLIge, og Per Frandsen, Bolton. Danski landsliðshópurinn: Markverðir: Jesper Christiansen, Odense og Peter Schmeichel, Sporting Lissabon. Aðrir Ieikmenn: Thomas Gravesen, Everton, Jan Heintze, PSV Eindhoven, Thomas Helveg, AC Milan, Michael Hemmingsen, Odense, René Henriksen, Panathinaikos, Morten Bisgaard, Udinese, Bjame Goldbæk, Fulham, Michael Johansen, AB, Jan Michaelsen, AB, Allan Nielsen, Watford, Brian Steen Nielsen, AB, Claus Jensen, Charlton, Henrik Pedersen, Silkeborg, Dennis Rommedahl, PSV Eindhoven, Ebbe Sand, Schalke og Jon Dahl Tomasson, Feyenoord.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.