Dagur - 26.08.2000, Qupperneq 8

Dagur - 26.08.2000, Qupperneq 8
8- LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2 000 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Næg orka en kaupendur skortir Valgerður Sverrisdóttir gefur undir fótinn með það að Norðausturland verði næst í röðinni þegar kemur a upbyggingu orkufreks iðnaðar. Myndin er við borholu 34 f Kröfiu, öflugustu borholu á íslandi. Iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, orkumálastjóri Þor- kell Helgason ásamt fuHtrúum ráðuneytis- ins, Orknstofnunar og forsvarsmönnum orkufyrirtækja á svæð- inu, skoðuðu háhita- svæði á Norðaustur- landi á dögunum og kynntu sér möguleika á orkuframleiðslu. Sveitarstjómarmenn á svæðinu leggja áherslu á að næst verði hugað að orku- framleiðslu og upp- hyggingu orkufreks iðnaðar á Norðurlandi eystra. Fyrir tæpu ári stóðu iðnaðarráð- herra og Orkustofnun fyrir kynn- isferð á hugsanlega virkjunarstaði vatnsfalla norðan Vatnajökuls. Tilgangur ferðarinnar var að auka þekkingu ráðuneytismanna og Orkustofnunarmanna á þessum möguleikum og gefa þeim kost á að skiptast á skoðunum sín á milli svo og við sérfræðinga um málið. I vikunni var efnt til annarrar slíkrar ferða og að þessu sinni var sjónum einkum beint að háhita- svæðunum á Norðausturlandi. Auk iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, ráðuneytismanna, fulltrúa frá Orkustofnum og fjöl- miðlamönnum, voru með í ferð- um veitustjórarnir á Akureyri og Húsavík og sveitarstjórnarmenn á svæðinu mættu á fund með hópnum í Mývatnssveit. Raiiiisókiiir skammt á veg koiiinar Þeir staðir sem hópurinn lagði Ieið sína á voru Krafla, Bjarn- arflag, Þeistareykir, Bakkahlaup í Oxarfirði, Orkustöðin á Húsavik og Laugaland í Eyjafirði. Háhitasvæði á Norðurlandi eru mörg og þessi helst, að sögn Val- garðs Stefánssonar, hjá Orku- stofnun: Vonarskarð, þar sem rannsóknir eru ekki hafnar; Kverkfjöll, þar eru rannsóknir á byrjunarstigi; Askja, rannsóknir á byrjunarstigi; Hrúthálsar, rann- sóknir ekki hafnar; Fremri-Nám- ar, rannsóknir á byrjunarstigi; Námafjall, þar hefur verið vinnsla frá árinu 1964; Krafla, vinnsla staðið yfir frá 1975; Þeistareykir, þar er yfirborðsrannsóknum lok- ið; Gjástykki, rannsóknir ekki hafnar; Öxarfjörður, þar eru til- raunaboranir hafnar. Kraíla og Bjarnarflag I Kröflu skoðaði hópurinn öfl- ugstu borholu á Islandi og þó víð- ar væri leitað, holu númer 34. Hún er 2000 metra djúp og gefur af sér 20 MW í raforku og til samanburðar benti Bjarni Már Júlíusson, stöðvarstjóri á að Lax- árvirkjun framleiðir um 23 MW, þannig að þessi eina hola slagar upp í heila vantsaflsvirkjun. Ekki er talið skynsamlegt að bora dýpra á þessum stað, því þarna undir er kvikuhólf og þakið á því er í aðeins 3-4 kílómetra dýpi. Unnið er að því að stækka Kröflu- virkjun um 40 MW en hún fram- leiðir nú um 60 MW. Að sögn Bjarna Más Júlíussonar stöðvar- stjóra í Kröflu og Laxárvirkjun er þessi stækkun talin mjög hag- kvæmur virkjunarkostur og veld- ur sáralitlum umhverfisbreyting- um. Stækkun Kröfluvirkjunar þarf í umhverfismat, þar sem gildandi leyfi er fyrir 70 MW virkjun og tillaga að matsáætlun verður fljótlega send inn til skipu- Iagsstjóra. I dag er aðeíns unnið á hluta Kröflusvæðisins og mögu- Ieikar á verulega aukinni orku- framleiðslu þar miklir. Komið er að endurnýjun virkj- unar í Bjarnarflagi, sem hefur verið starfrækt í áratugi og nýtir orkuna illa. Virkjunin verður færð af þeim stað sem hún er nú á fyrir ofan „bláa lónið“ og nokk- uð suður fyrir veginn. Stefnt er að 40 MW virkjun. Framkvæmd- in er í umhverfismati og bíður af- greiðslu skipulagsstjóra. Fram hafa farið grunnvatnsrannsóknir vegna endurnýjunar Bjarnarflags- virkjunar. Bjarni Már gerði fast- lega ráð fyrir að úrskurður skipu- lagsstjóra, hver sem hann yrði, yrði kærður, af fenginni reynslu. Þeistareykir og Bakkaklaup Jarðhitarannsóknir á Þeistareykj- um fóru fram á árunum 1981- 1983 og eru taldar ein best út- færða undirbúningsvinna á há- hitasvæði sem unninn hefur ver- ið. Þeistareykir ehf. sem er í eigu veitufyrirtækjanna á Akureyri og Húsavík og landeigenda á svæð- inu, stefna að rannsóknarborun- um á svæðinu. Þar er nú borað eftir köldu vatni og var það nokkrum vandkvæðum bundið því fara þurfti í útjaðar svæðisins til að finna nógu kalt vatn. Sömu aðilar að hluta standa að rannsóknarborunum í Bakka- hlaupi í Öxafirði, á vegum Is- lenskrar orku ehf, sem stofnað var um þetta verkefni. Fyrsta hol- an skilaði ekki nógu góðum ár- angri, en næst verður borað nær miðju háhitasvæðisins og því von á ásættanlegri útkomu. Á Þeista- reykjum og í Öxarfirði eru miklar orkunámur, en þær verða ekki nýttar nema kaupendur að orkunni fáist. Hreinn Hjartarson veitustjóri á Húsavík og Franz Ar- anson hjá Hita- og vatnsveitu Ak- ureyrar, segja að með þátttöku fyrirtækjanna f verkefnunum á Þeistareykjum og Öxarfirði, séu þau fyrst og fremst að undirbúa jarðveginn og tryggja að menn verði tilbúnir til að virkja með litl- um fyrirvara þegar tækifærin bjóðast. „En á meðan við fáum ekki kaupendur að orkunni, þá verður að sjálfsögðu ekki farið út í virkjanir á þessum stöðum", seg- ir Hreinn. Laugaland Hópurinn kynnti sér orkuvinnslu með niðurdælingu í jarðhitakerf- ið á Laugalandi í Eyjafirði, þar sem bakrásarvatni frá Akureyri er dælt niður í borholur á jaðri jarð- hitasvæðisins. Vatnið, sem búið er að nota í ofnum húsa á Akur- eyri, dreifist vel um heitt bergið og nær að fullhitna svo hægt er að nýta það aftur. Þetta hefur tek- ist mjög vel og niðurdæling er nú orðin fastur liður í rekstri Hita- veitu Akureyrar og bætir rekstur jarðhitasvæðisins á Laugaland verulega. Sú reynsla sem aflað hefur verið með þessari tilraun er þegar nýtt á öðrum svæðum á Iandinu. Hjá Hitaveitu Rangæ- inga er niðurdælingu nú beitt til að flýta fyrir því að jarðhitasvæðið á Laugalandi í Holtum jafni sig eftir Þjóðhátíðarskjálftann f sum- ar. Norðausturland næst? Jarðgufuvirkjanir á Norðaustur- landi og víðara samhengi voru ræddar frá ýmsum hliðum á fundi sem þáttkendur í ferðinni sátu í Mývatnssveit, ásamt nokkrum fulltrúum sveitarstjórna á svæð- inu. Valgarður Stefánsson, verkefnis- stjóri hjá Orkustofnun, gerði nokkurn samanburð á jarðgufu- virkjunum og vatnsaflsvirkjunum. Helsti ókostur virkjana á háhita- svæðum væri óvissa um heildar- kostnað í upphafi. Hægt væri að áætla kostnað mannvirkja á yfir- borði með nokkurri nákvæmni, en kostnaður við boranir væri óljós, því erfitt væri að áætla hvað marg- ar holur þyrf að bora og orkugetan í raun óviss þar til búið væri að fullvirkja svæðið. Flestar þessar stærðið væri hinsvegar þekktar í vatnsaflsvirkjunum, þ.e. orku- magnið lægi fyrir svo og kostnaður við framkvæmdir. Þorkell Helgason orkumálastjóri ræddi um hugsanlega markaði fyr- ir alla þó óbeisluðu orku sem land- ið býr yfir. Hann taldi fátt benda til þess að orkunotkun almennings ætti eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Flutningur á orku til Evrópu um sæstreng væri óðs manns æði við ríkjandi að- stæður, stofnkostnaður væru gríð- arlegur, orkuverð í Evrópu færi lækkandi og verðhækkun í hafi yrði um 100%. Vetnisbúskapur væri hugsanlegur möguleiki í framtíðinni en ekki í hendi alveg á næstunni. Þannig að stórðiðja virtist í raun eini kosturinn í stöð- unni í nánustu framtíð. Og stað- reyndin væri sú að fyrir utan KJs- ilðiðjuna, væri engin stóriðja á Norðausturlandi, þó orkumögu- Ieikar á svæðinu væru nægir. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að á Norðaustur- landi gerðu menn kröfu um verða næsta svæði á eftir Austurlandi í sambandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Þar lægi m.a. til grund- vallar það hagkvæmnissjónarmið að nýta orkuna sem næst upp- runastað og spara þannig orkutap í flutningum langar leiðir. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, svaraði því ekki beint hvort Norðausturland væri næst í röðinni í þessum málaflokki, en gaf heimamönnum þó lítilega undir fótinn með það og sagði: „I fyrra fórum við svona kynningar- ferð á Eyjabakka og nú erum við stödd hér í sams konar kynningar- ferð og kannski má draga af því einhverjar ályktanir". Hópurinn kynnir sér háhitasvæðið við Bakkahlaup í Öxarfirði. Tankurinn er yfir borholunni. Milljarðiirí mjólkiirkvóta Áætlað er að kúa- bændur hafi keypt mjólkurkvóta fyrir 800 tU 1.000 miUj- ónir króna sl. vetur, þegar meira en 4% kvótans skipti um eigendur. Mjög mikil viðskipti áttu sér stað með greiðslumark í mjólk, eða sem nam 4,5 milljónum lítra, áttu sér stað á tímabilinu sept- ember 1999 til apríl 2000, þegar fresti til að tilkynna sölu á greiðslumarki lauk segir í árs- skýrslu Landssambands kúa- bænda. Þetta nær einni milljón króna meiri sala en árið á undan og um 4,4% heildarmjólkurkvót- ans, sem verið hefur ríflega 100 milljónir lítra. „Það má því áætla að kúabændur hafi keypt greiðslumark fyrir 800 til 1.000 milljónir króna,“ segir skýrslu- höfundur. Það þýðir 180-220 kr. meðalverð á lítra. Á aðal- fundinum Iýsti landbúnaðarráð- herra, sem kunnugt er, áhyggj- um sínum af hárri verðlagningu á mjólkurkvóta, sem hann óttast að geti komið bændum í koll. Mikil spenna á kvótamarkaði Spenna í viðskiptum með greiðslumark fór vaxandi eftir því sem leið á tímabilið, rétt eins og gerðist á fyrra ári, segir í skýrslunni. Meginástæðan sé mun meiri eftirspurn en fram- boð. Þar hafi verulegar innri breytingar f umhverfi mjólkur- framleiðslunnar ldárlega spilað inn í, en margir bændur virðist stefna mjög hratt að stækkun búa sinna. Unt 70% hækkun á tveim árum Ljóst sé einnig að fjármögnun afurðastöðvanna á kvótakaupum hafi ýtt undir verðhækkun greiðslumarksins. I apríl í vor, rétt fyrir lokun tilkynningar- frests, hafi hæsta verðið verið komið upp í 223 kr./Iítrann. A sama tímapunkti 1999 var verð- ið 165-170 kr. og árið 1998 um 125-130 krónur, þannig að há- marksverðið hefur hæltkað rúm- lega 70% á tveim árum. Fyrstu viðskipti með greiðslumark eftir apríl í vor voru á 200 krónur og hefur það verð haldist það sem af er sumri, segir í skýrslunni, eða um þriðjungi hærra en í fyrrasumar. Þótt tilfellum um niðurgreiðslu afurðastöðva á greiðslumarki þá sé slíkt enn til staðar, segir í skýrslunni. Lán til kvótakaupanna hafi bændur fengið frá afurðastöðvum, kaup- félögum og fjármálastofnunum. Mikil skuldaaukning I yfirliti frá Hagþjónustu land- búnaðarins um afkomu 139 sér- hæfðra kúabúa kom m.a. fram að skuldaaukning var að jafnaði um 1,1 milljón króna milli ára, eða um 14%. Framleiðsluréttur þessara búa var tæplega 100 þúsund lítrar af mjólk og hafði aukist um 3.860 lítra að meðal- tali frá árinu áður. Yfirlit sýnir að fjárfestingar þessara búa í greiðslumarki námu um 625 þús. kr. að meðaltali 1999 og höfðu þá rúmlega fjórfaldast frá 1993. — HEl Meiiningar- nótt á Akureyri Reykvíkingar halda ekki einir Menningarnótt þetta sumarið. A Akureyri verður einnig Menn- ingarnótt í nótt og hefst dagskrá kl. 14.00 í dag. Meginviðburðir verða frá kl. 20.00-24.00 og eru það Miðbæjarsamtökin sem standa að húllumhæinu með stuðningi ýmissa aðila og fyrir- tækja. Sigurður Hróarsson er tals- maður Menningarnætur og gerir hann sér von um góða aðsókn. „Ég hef verið að grínast með það - og öllu gríni fylgir einhver alvara - að gam- an væri að skora á Akureyringa að gera betur hlutfallslega en Reykvíkingar. Þá þurfum við að fá 5000 manns í kvöld," segir Sigurður og miðar þar við þau 50.000 sem talið er að sótt hafi Menningarnótt í Reykjavík. Akureyringar hafa stundum verið taldið heimakærir og Sig- urður viðurkennir að um nokkuð háleitt markmið sé að ræða. Hann telur nóttina hins vegar kærkomið tækifæri til að kveðja sérlega veðursælt sumar og seg- ir: „Stærsta skemmtiatriðið væri að bæjarbúar fjölmenntu með brós á vor og skemmtu sér og öðrum í sátt og samlyndi.“ — Bt> Sigurður Hróarsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.