Dagur - 26.08.2000, Síða 11
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Robert Mugabe, forseti Simbabve, veitti nokkrum hermönnum sínum orður fyrir fáeinum vikum.
Landtökur halda
áfram í Simbabve
Stjómvöld í Simbabve
em sífellt að bæta
fleiri bújörðum á
lista yfir þær, sem
teknar verða eignar-
námi í haust.
Ríkisstjórnin í Simbabve bætti í
gær 509 bújörðum við þær
1.033 bújarðir sem þegar eru
fyrir á lista yfír jarðir sem mein-
ingin er að taka eignarnámi. Alls
eiga meira en 3.000 jarðir að
verða á þessum Iista, og er mark-
mið eignarnámsins sagt vera að
taka jarðirnar úr eigu hvítra
bænda og afhenda þær svörtum
mönnum til umráða.
Þetta er sagt vera réttlætismál,
þar sem hvítu mennirnir sitji
enn að forréttindum sínum frá
því þeir réðu lögum og Iofum í
landinu í krafti aðskilnaðar-
stefnu. Jafnframt hafa þessi
landtökuáform aukið mjög á
óvissu um efnahagsástandið í
landinu, þar sem landbúnaður-
inn gegnir lykilhlutverki.
Hvítu jarðeigendurnir hafa
nokkurra vikna frest til þess að
koma með andmæli gegn þess-
um ákvörðunum. Stjórnin segist
reikna með því að stór hluti bú-
jarðanna verði tekinn eignar-
námi áður en regntíminn hefst,
en það verður væntanlega í nóv-
ember.
I febrúar síðastliðnum fór
fram þjóðaratkvæðagreiðsla í
Simbabve um það hvort stjórn-
völd ættu að taka jarðirnar eign-
arnámi án þess að greiða hvítu
bændunum bætur fyrir. Því fyrir-
komulagi var hafnað í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni, og var það í
fyrsta sinn sem Robert Mugabe
fór halloka í kosningum í land-
inu frá því að hann kollvarpaði
aðskilnaðarstefnunni ásamt her
sínum.
Meira en 30 manns fórust í
blóðugum átökum eftir að fyrr-
verandi hermenn úr frelsisbar-
áttu Mugabes gerðu sér lítið fyr-
ir og lögðu að eigin frumkvæði
hald sitt á meira en 1.500 bú-
jarðir í Simbabve í febrúar síð-
astliðnum, skömmu eftir að
eignarnám án bóta var fellt í
kosningum. Þessi átök urðu til
þess að Robert Mugabe forseti
ákvað að hraða opinberu eignar-
námi jarðanna, en vill semja við
Bretland og önnur erlend ríki
um að þau greiði stjórninni í
Simbabve fé til þess að geta
borgað hvítu bændunum bætur
fyrir eignarnámið. Arið 1998
hafði hann fengið vilyrði frá er-
lendum ríkjum fyrir fjárstuðn-
ingi til þess að geta bætt hvítu
bændunum eignatapið, en er-
lendu ríkin féllu frá því eftir að
ákveðið var að fara af stað með
landtökuáformin áður en bóta-
fyrirkomulag hafði verið ákveðið.
Til þessa hafa um 4.500 hvítir
bændur átt þriðjunginn af öllu
ræktanlegu jarðnæði í
Simbabve. Fulltrúar hvítu
bændanna segja landtökuáform
stjórnarinnar varla getað skilað
neinurn árangri öðrum en þeim
að leggja landbúnað í landinu að
miklu leyti í rúst.
Stjórnin hefur lfka viðurkennt
að áætlanir um það, hvernig
þessum jörðum verði dreift að
nýju til svartra bænda séu illa
undirbúnar. Ekki síst virðist al-
varlegt ástand ætla að skapast
vegna þess að hvítu bændurnir,
sem eiga yfir höfði sér að missa
jarðir sínar, hika við að sá og
gróðursetja fyrir næstu uppskeru
vegna óvissunnar, og sömuleiðis
fá þeir ekki lán til þess að kaupa
sæði, áburð og aðrar annað sem
nauðsynlegt er til þess að stunda
búskapinn. Hættan er því sú, að
nýju bændurnir taki við jörðun-
um að einhverju leyti í órækt og
eigi erfitt með að vinna sig upp
úr því.
Gríöarlegt tión af völdum hvirfilbyls
KÍNA - Hvirfilbylur olli miklum usla í austurhluta Kína. Hátt í fimm-
tíu manns hafa slasast, en ekki var vitað um neitt manntjón af völd-
um veðursins og þakka stjórnvöld það viðvörunum sem gefnar voru
út tímanlega. Séð var til þess að fólk var ekki í vinnu og skip voru í
höfnum. Bylurinn var það sterkur að fjölmörg hús gjöreyðilögðust og
bílar ultu um koll. A annan tug manna fórust af völdum þessa sama
fellibyls í Taívan þegar hann reið þar yfír á miðvikudag.
Gnmuðuin njósnara sleppt úr haldi
BANDARÍKIN - Dómstóll í Bandaríkjunum nefur fallist á að kjarn-
orkuvísindamaðurinn Wen Ho Lee verði leystur úr fangelsi gegn
tryggingu. Lee hefur verið ákærður fyrir að fara óvarlega með ríkis-
leyndarmál sem tengjast starfi hans við kjarnorkurannsóknarstöðina
í Los Alamos.
Dómarinn rökstuddi þessa ákvörðun með því að stjórnvöld, sem
eru ákæruaðili málsins, hafi ekki komið gögn sem þykja nógu „ótví-
ræð og sannfærandi" til þess að halda Lee í fangelsi meðan hann bíð-
ur þess að réttarhöld fari fram.
Ekki er búist við að réttarhöldin hefjist fyrr en í nóvember, en Lee
hefur nú þegar setið átta mánuði í fangelsi. Lee var handtekinn í des-
ember síðastliðnum, nokkru eftir að hann var rekinn úr starfi sínu
við rannsóknarstöðina. Hann er sakaður um að hafa flutt leynileg
gögn yfir á tölvur og segulbönd, sem ekki þóttu nægilega örugg, og
sum af segulböndunum eru týnd.
Vill senda „gerviflóttamenn66
á eyöieyjn
DANMORK - Karen Jaspersen, innanríkisráðherra Danmerkur, hef-
ur miklar áhyggjur af glæpamönnum sem hafa sótt um hæli í Dan-
mörku sem pólitískir flóttamenn. Nokkuð er um að glæpamenn hafi
misnotað gestrisni Dana og notað tímann meðan verið er að fara yfir
hælisumsóknina til þess að stunda rán í stórum stíl og senda vörurn-
ar til heimalands síns. Jaspersen telur að vandamál þetta sé orðið það
umfangsmikið að grípa verði til sérstakra ráðstafana, og meðal ann-
ars telur hún koma til greina að senda umrædda glæpamenn á eyði-
eyju meðan mál þeirra eru í rannsókn. Þar geti þeir að minnst kosti
ekki stundað þjófnað á meðan.
Bjartsýni Bandaríkjanna óraunsæ
ISRAEL - Danny Yatom, öryggisráð-
gjafí Ehuds Baraks forsætisráðherra
Israels, sagði í gær að bjartsýni
Bandaríkjamanna varðandi friðarferl-
ið í Mið-Austurlöndum sé óraunsæ.
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst þeirri
trú sinni að hægt verði að ná friðar-
samkomulagi milli Israelsmanna og
Palestínumanna innan tveggja mán-
aða. Yatom vildi þó ekki fullyrða, að
samkomulag gæti ekki orðið að veru-
leika, en sagðist efast um að þessi
bjartsýni „endurspegli raunveruleik-
ann.“
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, hefur sem kunnugt er heitið
því að lýsa yfir stofnun Palestínuríkis
strax þann 13. september án tillits til þess hvort friðarsamningur
verði þá í höfn.
Yasser Arafat.
■ FRÁ DEGI TIL DflGS
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST
239. dagur ársins, 127 dagar eftir.
Sólris kl. 5.53, sólarlag kl. 21.04.
Þau fæddust 26. ágúst
• 1819 Prins Albert, eiginmaður Viktoríu
Bretadrottningar.
• 1838 John Wilkes Booth, bandarískur
leikari og banamaður Abrahams Lincolns
forseta.
• 1880 Guillome Apollinaire, franskt skáld.
• 1885 Jules Romains, franskur rithöfund-
ur.
• 1892 lngi T. Lárusson tónskáld.
• 1898 Peggy Guggenheim, bandarískur
listaverkasafnari.
• 1904 Christopher Isherwood, breskur rit-
höfundur.
• 1950 Steinunn Sigurðardóttir rithöfund-
ur.
• 1980 Macaulay Culkin, bandarísk barna-
stjarna.
Þetta gerðist 26. ágúst
• 1839 tók bandaríska herskipið Was-
hington kúbverska þrælasldpið Amistad,
en þrælarnir höfðu tveimur mánuðum
fyrr gert uppreisn á skipinu og náð því á
sitt vald.
• 1847 var Líbería lýst sjálfstætt lýðveldi.
• 1896 varð fyrri Suðurlandsskjálftinn og
hrundi þá fjöldi bæja í Rangárvallasýslu
til grunna.
• 1920 fengu konur formlega kosningarétt
í Bandaríkjunum, átta dögum eftir að
nægilega mörg ríki höfðu staðfest stjórn-
arskrárbreytingu þess efnis.
• 1975 hættu Feneyjar að sökkva, en þá
hafði verið gripið til ráðstafana til þess að
koma í veg fyrir að borgin sykki í hafið.
• 1984 var Reykjavíkurmaraþonið haldið í
fyrsta sinn.
•1991 tók Island upp stjórnmálasamband
við Eistland, Lettland og Litáen, fyrst
allra ríkja.
Vísa dagsins
Sigga kerling sett var út af sakramenti,
tíu því hún tíkum hlynnti,
tfðagjörðum ekki sinnti.
- Gömul vísa eftir óþekktan höfund.
Afmælisbam dagsins
Ævar Kjartansson útvarpsmaður er
fimmtugur í dag. Ævar lauk BA-prófi 1
stjórnmálafræði frá Háskóla Islands
árið 1977, en hefur starfað hjá útvarp-
inu með hléum allt frá þvf 1972, þar af
séð um dagskrárstjórn eða dagskrárgerð
af ýrnsu tagi frá því 1981. Ævar mun
hins vegar vera að breyta um starfsvett-
vang og ætlar að hefja guðfræðinám f
Háskóla Islands nú í haust. Hann stefn-
ir á að verða sveitaprestur, og láta þar
með gamlan draum sinn rætast.
Frjálsir fjölmiðlar geta auðvitað verið góðir
eða slæmir, en fullvíst er að án frelsis verða
þeir aldrei annað en slæmir. Albcrt Camus
Heilabrot
Hvað er sérstakt við þessa annars hvers-
dagslegu setningu: ,/E, ég get ekki verið
alltaf fyrstur, fullyrti Þorvaldur Sigurðsson
hlaupakappi dauðþreyttur.“
Lausn á síðustu gátu: Næsta tala í röðinni
er 179, en reglan er sú að margfalda fyrri
töluna með tveimur og bæta síðan einum
við.
Veffang dagsins
Áhugamenn um osta og ostagerð ættu að
kíkja á „Ostanetið". Þar er allt sem þeir
gætu hugsanlega þurft að vita um osta, og
meira að segja nokkur ljóð um osta:
http://wgx.com/cheesenet/index.html