Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 7
LÍFIÐ í LANDINU Tkypr LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 - 23 í nýlegri frétt í Degi lýsir Steingrímur Hermannsson því að margir fiokksmenn hafi haft samband við sig hálfgrátandi vegna ríkrar áherslu þinnar á Evrópumálin. „Ég sé enga ástæðu til að flokksmenn þurfi að gráta mikið yfir því að við tökum mál til um- ræðu. Eg tel að Framsóknar- flokkurinn sé að sinna skyldum sínum, ef hann vildi leiða Evr- ópumálin hjá sér væri hann ekki að sinna stjórnmálalegri skyldu sinni." - En áttu von á því að Evrópu- málin verði í brennidepli í næstu alþingiskosningum og muntu beita þér fyrir því að svo verði? „Eg held að það verði engin leið að komast í gegnum næstu alþingiskosningar án þess að einhver umræða verði um Evr- ópumál. Næstu alþingiskosning- ar eru árið 2003 og ýmislegt mun gerast áður en gengið verð- ur til þeirra. Hvort sem mönn- um Ifkar betur eða verr verða Evrópumál á dagskrá í hinni pólitísku umræðu." Sjálfsgagnrýni er holl - Nií finnst mörgum að það sé að verða sterkur samhljómur milli Eramsóknarflokksins og Samfylk- ingarinnar í Evrópumálum. Tel- urðu að þetta geti skapað grund- völl að stjórnarsamstarfi eftir næstu kosningar? „Samfylkingin á eftir að fara í gegnum Evrópuumræðuna rétt cins og Framsóknarflokkurinn. Eg veit að mismunandi sjónar- mið eru þar innan dyra eins og hjá okkur, sem er mjög eðlilegt. Evrópumálin eru hins vegar ekki einu rnálin sem eru til umfjöll- unar í samfélagi okkar og ég get ekkert sagt um það á þessu stigi hvernig framhaldið verður. Framsóknarflokkurinn telur að hann hafi náð miklum árangri í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og við erum ákveðnir í að halda því áfram út þetta kjörtfmabil. Hvað gerist eftir næstu kosningar fer að sjálfsögðu eftir þvf hvaða styrk Framsóknarflokkurinn hefur. Hann mun hvorki leiða ríkis- stjórn né vera í ríkisstjórn nema hafa til þess fylgi.“ - Ertu orðinn opinn fyrir því að leysa fiskveiðideiluna með því að selja á einhvers konar veiði- leyfagjald? „Aðalatriði er að reka hér sterkan sjávarútveg sem getur staðið undir lífskjörum þjóðar- innar. Þegar hagnaður verður mikill í þessari grein þá er ekk- ert því til fyrirstöðu að Ieggja á hana meiri byrðar. Eg opnaði hins vegar á það fyrir nokkrum árum að taka gjald upp að vissu marki lýrir þá aukningu sem verður á veiðiheimildum. Ég opnaði líka fyrir það hvað varðar nýja stofna eins og til dæmis norsk ísienska sildarstofninn. En ég hef verið afskaplega lítið hrifinn af almennri skattlagn- ingu í greininni og ég hef líka verið andsnúinn því að setja all- ar veiðiheimildir á markað, því ég held að það muni leiða til mikillar byggðaröskunar og gíf- urlegrar samþjöppunar í grein- inni. En þessi umræða heldur áfram. Eg hef staðið að ýmsum breytingum á þessu kerfi og er tilbúinn að halda því áfrarn." - Það hafa verið tniklar jj’lgis- sveiflur hjá Framsóknarflokknum undanfarið. Leið þér illa þegar fylgið var sem lengst niðri? „Já og nei. Auðvitað er alltaf skemmtilegra að sjá háar tölur í skoðanakönnunum, en þær geta Iíka verið villandi. Það að fylgið fer niður verður Iíka til þess að llokkar fara í gegnum sín mál og reyna að átta sig á því hvað má betur fara og það getur verið hollt. Ég er búinn að vera svo Iengi í pólitík að ég er hættur að kippa mér mikið upp við fylgis- sveiflur. Eg tek skoðanakönnun- um ekki sem endanlegri niður- stöðu. Eg reyni að vinna með þeirn hætti sem ég tel vera rétt- ast gagnvart framtíð þjóðar okk- ar og mun halda því áfram.“ Framtíð R-listasamstarfs - Þú ert að beita þér fyrir eins- konar endurnýjun Framsóknar- flokksins, fannst þér flokkurinn vera að staðna í stefnumálum stnum? „Nei, ég tel að Framsóknar- flokkurinn hafi einmitt verið mjög framfarasinnaður. Við höf- um tekist á við mjög krefjandi þjóðfélagsverkefni. Ég nefni „Ég held að það verði engin leið að komast í gegnum næstu alþingis- kosningar án þess að einhver umræða verði um Evrópumál. Næstu alþingiskosningar eru árið 2003 og ýmislegt mun gerast áður en gengið verður til þeirra. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr verða Evr- ópumál á dagskrá í hinni pólitísku umræðu" við Sjálfstæðisflokkinn ekki þvingað flokkinn, má ekki jafn- vel tala um að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi í einstaka málum kúgað Framsóknarflokkinn? „Nei, það hefur ekki gerst. Við höfum tekið rösklega á öllum þeim málum sem ég nefndi hér áðan og haft um það mikla for- ystu. Hins vegar er það alltaf svo að í ríkisstjórnarsamstarfi tveggja flokka nýtur stærri flokk- urinn meiri athygli,enda hefur hann fleiri þingmenn. En við höfum aldrei orðið vör við að reynt sé að kúga okkur og við höfum ekki verið að kúga Sjálf- stæðisflokkinn. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að við höfum oft og tíðum komið fram málum sem við höfum talið mikilvæg og samstarfsflokkurinn hefur fallist Halldór með fyrrum formanni Framsóknarflokksins Steingrími Hermannssyni, en Steingrímur sagði í viðtali í Degi a dögunum að fásinna væri fyrir ísiendinga að ganga í ESB. „Hér er um ákvörðun að ræða sem snertir fyrst og fremst framsóknar- félögin í Reykjavík og ef það verður niðurstaða þeirra að halda R-lista samstarfinu áfram þá mun ég styðja það. Ég tel hins vegar að það eigi að vera með þeim hætti að Framsóknar- flokkurinn njóti þessa samstarfs í ríkara mæli en hann hefur gert og það verði til þess að styrkja flokkinn hér á höfuðborgarsvæðinu.“ fiskveiðistjórnun, stóriðjumál, fjármagnsmarkað og heilbrigðis- og félagsmál. Okkur hefur tekist að viðhalda mjög sterku velferð- arkerfi og vinna bug á atvinnu- leysinu, þannig að ég tel að við höfum skilað mjög miklum ár- angri, einmitt vegna þess að við höfum verið tilbúin til að takast á við breyttar aðstæður. Eg er þeirrar skoðunar að Framsókn- arflokkurinn hafi verið að svara kalli tímans. Okkar vandi er kannski fyrst og fremst sá að ýmsir vilja ekki trúa því að þetta sé stefna okkar. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og ég tel að flokkurinn rnuni halda áfram að hreytast í samræmi við breyttar aðstæður í íslensku þjóðlífi og breyttri heimsmynd.'1 En hefur stjórnarsamstarfið „Ég er þeirrar skoðunar að Framsóknarflokkurinn hafi verið að svara kalli tímans. Okkar vandi er kannski fyrst og fremst sá að ýmsir viija ekki trúa því að þetta sé stefna okkar." á sjónarmið okkar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur líka komið fram málum sem hann hefur talið mikilvæg og við höfum fall- ist á. Þannig gengur þetta stjórnarsamstarf fyrir sig og ég er sáttur við það.“ - Sérðu fyrir þér að Reykjavik- urlistinn líði undir lok fyrir næstu kosningar eða er Fram- sóknarflokkurinn reiðubúinn að endurnýja það samstarf? „Við getum ekkert sagt um það á þessi stigi. Samstarfið hefur á margan hátt gengið vel. Framsóknarflokkurinn hefur verið mikill burðarás í því sam- starfi ásamt borgarstjóranum. Nú eru uppi aðrar aðstæður, þeir flokkar sem stóðu að stofnun R-listans með okkur eru ekki lengur til og við vitum ekki nákvæmlega hvað þessir hópar ætlast fyrir. Vinstri grænir eru til dæmis að senda frá sér óljós skilaboð. Hér er um ákvörðun að ræða sem snertir fyrst og fremst fram- sóknarfélögin í Reykjavík og ef það verður niðurstaða þeirra að halda R-lista samstarfinu áfram þá mun ég styðja það. Eg tel hins vegar að það eigi að vera með þeim hætti að Fram- sóknarflokkurinn njóti þessa samstarfs í ríkara mæli en hann hefur gert og það verði til þess að styrkja flokkinn hér á höfuðborgarsvæðinu. Það sem ég á við er að það þarf að koma miklu betur fram hversu ríkan þátt Framsóknarflokkurinn á í samstarfinu og árangrinum sem þar hefur náðst." Finnst þér þá ýmsir fulltrúar vinstriflokkanna í borgarstjórn tala um R-listann sem vinstra batterí sem leyfi Framsóknar- flokknum að vera með? „Það vill brenna við, já.“ Ekki ómissandi í pólitík - Alfreð Þorsteinsson hefur haldið því fram að varaformaður floliks- ins þurfi að koma af höfuðborg- arsvæðinu. Ertu sammála því? „Ég er ekki sammála því að svo verði að vera. Hins vegar er ég sammála Alfreð í þvf að það þurfi að styrkja flokkinn á Reykjavíkursvæðinu, en til þess eru auðvitað margar leiðir. Það er flokksþingsins að ákveða það og ég held að það sé ekki hægt að ganga til slíkra kosninga, hvorki varðandi formann eða aðra, með það í huga að við- komandi eigi að koma af ákveðnu svæði. Það hlýtur fyrst og fremst að vera spurningin um þá einstaklinga sem þar eru í kjöri og hæfileika þeirra til að takast á við slík verkeihi." - Gunnlaugur Sigmundsson sagði í útvarpsviðtali að þú yrðir að vera formaður flokksins næstu tvö kjötímabil. Sérðu það fyrir þér? „Eg vil ekkert fullyrða um það. Eg er ekki ómissandi í stjórnmálum frekar en aðrir. Það er nóg af fólki í Framsókn- arflokknum sem getur tekið við af mér. Það er hins vegar ljóst að til að fólk geti notið sín í forystu þarf það að fá tækifæri. Þannig var með mig og þannig er með aðra. Það kemur ekki í ljós hvað í fólki býr, fyrr en á reynir. Það er mikill misskiln- ingur að halda að við þessir eldri kallar í póltíkinni séum þeir einu sem geti tekist á við forystuhlutverk, það er sem betur fer ekki þannig.“ - Hefurðu komið auga á eftir- mann þinn tflokknum? „Eg sé fólk sem getur tekið að sér það starf, en ætla að geyma þau nöfn hjá mér.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.