Dagur - 30.09.2000, Síða 2

Dagur - 30.09.2000, Síða 2
26 —LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 . FRÉTTIR Gáleysi hafi leitt ul dauða Þrátt fyrir að hafa viðurkeimt að hafa skotið þremur skotum í höfuð föður síus var uugur maður aðeius dæmdur í skilorð- buudið faugelsi í hér- aðsdómi í gær. „Ég trúi þessu ekki,“ hvíslaði ákærði, 21 árs gamall maður, eft- ir að Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niður- stöðu að 4 mánaða skilorðs- bundin fangavist væri hæfileg refsing fyrir brot hans. Hann faðmaði verjanda sinn og nána ættingja sem voru viðstaddir dómsuppsöguna á Akureyri i gær. Síðan brast hann í mikinn grát og var sýnilega jafnþakklát- ur og hann var hissa. Fá mál hafa vakið meiri athygli undanfarið en harmlcikurinn að Bláhvammi í Reykjahreppi þegar ákærði skaut þremur skotum í höfuð föður síns, aðfararnótt 18. mars sl. Við aðalmeðferð málsins viðurkenndi ákærði að hafa ban- að föður sínum en sagði að hann hefði ætiað að taka eigið líf. Fyrsta skotið hefði verið voða- skot en hin seinni tvö afleiðing stundaræðis. Héraðsdómur fellst greinilega á þetta og segir í dómnum: „Telur dómurinn að með þessu atferli sínu hafi ákærði sýnt gáleysi við meðferð skotvopnsins sem leiddi til dauða föður hans þannig að varði við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Verður ákærða því gerð refsing fýrir það brot sem þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði.“ Skilorðsbundið eins og áður segir. Erfiðar aðstæður Tæknilega taldi ákæruvaldið að saga ákærða gæti ekki átt við rök að styðjast og vísaði þá til stað- hátta á vettvangi manndrápsins. Dómurinn segir hins vegar: „Er það mat dómsins samkvæmt því sem hér hefur verið rakið, að ekkert hafi komið fram í málinu sem útiloki að framburður ákærða fyrir dómi geti verið rétt- ur í öllum meginatriðum, en ekki er hægt að gera þá kröfu til ákærða að hann sé fær um að lýsa nákvæmlega staðsetningu sinni við rúm föður síns eða hvernig hann hélt á rifflinum." Skilja má af dómnum að rann- sóknin hafi Iiðið fyrir það að Ákærði á leið inn í héraðsdóm á Ak- ureyri ígær í fylgd lögreglumanns. mynd: sbs búið var að spilla sönnunargögn- um þegar lögreglan fór fyrst að rannsaka málið sem morðmál. I fyrstu var talið að um sjálfsvíg hefði verið að ræða og var mun- um fargað í kjölfarið og húsgögn færð til. Það var fyrst þremur dögum eftir að Þórður hringdi í lögregluna og tilkynnti um Iát föður síns, sem hann var hand- tekinn. Einnig kemur fram að Kristján M. Magnússon sálfræðingur segi í niðurstöðu sálfræðirannsóknar sinnar, að tilfinningalega þurfi mikla firringu og reiði til að beina byssu að andliti nákom- innar manneskju og hleypa af. Ekkert kom fram sem studdi að ákærði vildi föður sinn feigan, að mati dómsins. Harmleik lokið Örlygur Hnefill Jónsson, verj- andi ákærða, var ekki búinn að lesa dóminn þegar Dagur innti hann viðbragða í gærkvöld. Það mátti hins vegar skilja af máli hans að ólíklegt væri að dómn- um yrði áfrýjað. „Þetta mál hefur verið mikill harmleikur og ég held að það væri hest að ljúka þvf. Dómararnir hafa fallist á þær forsendur varnarinnar að um slys væri að ræða,“ sagði Ör- lygur Hnefill. Akærði er því frjáls maður eftir að hafa setið bak við Iás og slá frá 22. mars eða í rúm- lega hálft ár. Lögmaður hans sagði ekki tímabært að ræða hugsanlega skaðabótakröfu á hendur ríkinu. Freyr Ófeigsson kvað upp dóminn en Halldór Halldórsson og Ásgeir Pétur Ásgeirsson voru meðdómendur. - BÞ Nýi bankinn kynntur blaðamönnum í gær. NýrbanMí Lúxemborg Búnaðarbankinn sótti síðastlið- inn miðvikudag um Ieyfi yfir- valda bankamála í Lúxemborg til þess að stofnsetja banka þar, og lagði inn ítarlega skýrslu með umsókninni. Þegar hafa verið ráðnir tveir bankastjórar við nýja bankann. Þeir eru Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Islands, og hinn danski Alf Muhlig, aðstoðarbankastjóri Uninon Bank of Norway International í Lúxemborg. Báð- ir hafa þeir umtalsverða reynslu á alþjóðlegum fjármálamarkaði, og Yngvi Örn hefur verið einn af Iykihnönnum í mótun nýrrar umgjarðar um fjármálamarkað- inn hér á landi á undanförnum áratug. Þegar er búið að festa hús- næði í Lúxemborg fyrir bankann og starfsmenn verða í upphafi 12 til 1 5, þar af um þriðjungur- inn Islendingar. Eigið fé bank- ans er um 1300 milljónir króna, en bankinn mun veita sérbanka- þjónustu og stunda lánastarf- semi auk þess að starfa á verð- bréfa- og gjaldeyrismörkuðum. Fyrir eru 209 erlendir bankar með starfsemi í Lúxemborg. - GB Landhelgisstríðið ekkitilnems? Formaður sjávarút- vegsnefndar er ekki hrifinn af hngmynd- um utanríkisráðherra um hvort leyfa eigi út- lendingum að fjár- festa í sjávarutvegi. Skiptar skoðanir imi málið innan Fram- sóknarfLokksins. Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og formaður sjávarútvegsnefndar, er ekki sam- mála Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra um að tímabært sé að skoða hvort leyfa eigi útlend- ingum að fjárfesta í íslenskuin sjávarútvegi. Svanfríður Jónas- dóttir, sem situr í sjávarútvegs- nefnd fyrir Samfylkinguna, telur að fara verði mjög varlega í er- lendar Ijárfestingar í útgerðinni en hún telur þó galla núverandi fyrirkomulags vera augljósa. Skoðanir eru skiptar meðal fram- sóknarmanna. „Með því að heimila erlenda eignaraðild að útgerðinni, mynd- um við hleypa útlendingum inn í íslenska landhelgi og það finnst mér snautlegur endir á landhelg- isstríðinu,“ segir Einar K. Guð- finnson. Hann telur hins vegar að vel komi til greina að útlcnd- ingar l'ái að fjárfesta í hrcinum fiskvinnslufyr- irtækjum sem ekki hafi eign- arleg tengsl við útgerðina. Einar segist ekki geta spáð íyrir um vilja Sjálfstæðis- flokksins al- mennt í þess- um efnum, enda hafi hug- myndir ekki komið form- lega til umræðu. Alvarleg þróun „Heilt yfir finnst mér að það sé skylda okkar að vera opin fyrir þessu rnáli," segir Svanfríður Jó- hannesdóttir. Hún minnir á að hún hafi þegar flutt tillögu um að útlendingar ættu að mega íjárfesta í allri fiskvinnslu en seg- ir um útgerðina að menn verði að horfa til þeirra afleiðinga sem sameining kauphallanna veldur. „Það er auðvitað alvarlegt mál að íslenskur sjávarútvegur og þau fyrirtæki sem eiga umtalsverðan hlut í honum verði hornkerlingar þegar íslenskur hlutabréfamark- aður opnast með sameiningu kauphallanna. Þess vegna veröur að skoða hvað gera þarf til þess að útgerðin geti þegið erlent áhættufjármagn sem hlutafé. Mér finnst brýnast að skilgreina annars vegar þjóðareign fiski- miðanna og hins vegar hvaða réttindi felist í því að fá að veiða á Islandsmiðum. Ég sé ekki fyrir mér að útlendingar komi hingað til að stunda útgerð. Ég sé hins vegar fyrir mér að þeir geti hugs- að sér að fjárfesta í verkefnum ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um,“ segir Svanfríður. Verður að ræða Hjálmar Árnason, meðlimur í sjávarútvegsnefnd og flokksbróð- ir Halldórs, segir að sér lítist vel á að þessar hugmyndir séu skoð- aðar. Það sé tímanna tákn að ís- lendingar séu farnir að fjárfesta í sjávarútvcgi grannþjóðanna og spurningin sé hvort hið gagn- kvæma sé ekki eölilegt. Þegar sé farið að bera á þessu í gegnum hlutabréfakaup. Hljóta þó ekki að vera skiptar skoðanir-um þetta meðal fram- sóknarmanna? „Örugglega eru skiptar skoðanir um þetta mál en það er einhugur innan flokksins um þá djörfung að taka málið til umræðu líkt og ESB,“ segir Hjálmar. Halldór Ásgrímsson var á fundi með nemendum Viðskipta- háskólans á Bifröst þegar hið nýja viðhorf hans kom fram. Halldór var mjög andv'fgur þess- ari hugmynd á sínum tíma en telur nú Iíkt og fleiri að útlend- ingar séu þegar komnir fram hjá núverandi rcglum með fjárfest- ingum í hlutafélögum. Sjá viðbrögð fleiri aðila í „Spurt og svarað“. - Bl> Einar K Guðfínns- son: Snautlegur endir á landhelgis- stríðinu. GoPro fær viður- keimingu Hugbúnaðarfyrirtækið GoPro, sem er í eigu Islendinga, hlaut nú í vikunni tvöfalda viðurkenningu frá hugbúnaðarfyrirtækinu Lotus Development Corp. Verðlaunin nefnast Lotus Euro Beacon og eru veitt fyrir Iausnir á sviði netvið- skipta. Per Bendix Olsen, framkvæmdastjóri Annars vegar hlaut fyrirlækið GoPro Europe og BjörnÁrsæll Pét- Hugvit hf. viðurkenningu fyrir ursson, markaðsstjórit GoPro með bestu Iausnina á sviði netviðskipta, verðlaunagripina. en hins vegar hlaut Scia A/S sér- < staka viðurkenningu fyrir hugbúnað sent gerir fyrirtækjum kleift að vinna með skrár yfir viðsldptavini í farsímum. Bæði þessi fyrirtæki eru í cigu GoPro móðurfyrirtækisins, sem er í eigu Islendinga. Meira en 4.000 fyrirtæki í Evrópu, Asíu og Austurlöndum nær geta sótt um að hljóta þessa viðurkenningu frá Éotus. - GB Eignast í Skinnaiðnaði Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar hefur eignast 15 milljóna króna hlut að nafnvirði í Skinnaiðnaði hf. Hluturinn svarar til um það bil 17,5% hlutar í félaginu, en sjóðurinn átti engan hlut í Skinnaiðnaði fýrir. Þessi viðskipti eru gerð á grundvelli breytanlegs skuldabréfs sem Framkvæmdasjóður Akureyrar átti og er þetta nýtt hlutafé í Skinnaiðnaði hf. - SBS. Lögreglan með fjölmiðlanefnd Ríkisrögreglustjórinn hefur ákveðið að setja á fót starfshóp til að gera tillögur um samskiptareglur lögreglu og fjölmiðla. Þetta kemur fram á vefsíðu embættisins. Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögreglu- skóla ríkisins, mun leiða starfshópinn og Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögrcglustjóra, á þar einnig sæti. Ríkissaksókn- ari tilnefnir fulltrúa í hópinn og óskað hefur verið eftir tilnefningu frá lögrcglustjóranum í Reykjavík. Jafnframt hefur hefur Blaða- mannafélagi Islands verið sent erindi þar sem félaginu er gefinn kostur á að tilnefna sinn fulltrúa í hópinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.