Dagur - 30.09.2000, Side 11
LAUGARDAGVR 30. SF.PTEMBER 2000 - 3S
D&pir-
ERLENDAR FRÉTTIR
L a
Bðm pyntuö og
myrt íyrir fram-
an myndavélar
Hundruð ítala eru
kaupendur að barna-
klámi sem er grófara
og hryUilegra en hægt
að að lýsa með orð-
um.
Upp hefur verið komið um sölu
á mvndböndum og mynddiskum
sem á var gróft og óhugnanlegt
barnaklám. Nokkrir þeirra sem
keyptu og dreifðu efninu hafa
verið handteknir, en alls er vitað
um 1700 manns sem hafa hrvll-
inginn undir höndum. Meðal
hinna handteknu er einn Rússi,
en myndirnar voru teknir upp í
Rússlandi þar sem þrír menn
hafa verið handteknir, grunaðir
um að eiga hlutdeild að fram-
leiðslu klámsins.
Á ltalíu hefur málið vakið
feikimikla athygli og óhug. Það
er ekki aðeins að börnunum sé
misþyrmt kynferðislega, heldur
eru þau pyntuð hroðalega og
myrt fyrir framan myndavélarn-
ar. Enginn vafi leikur á að ekki
er um tæknibrellur að ræða.
Börnin eru svívirt og tekin af lífi
til að svala þeim undarlegu hvöt-
um sem einhverjir hafa til að
horfa á svona myndefni.
Fimm fréttamenn og frétta-
stjóri sjónvarpsstöðvar á Italiu
hafa verið reknir fyrir að senda
út sýnishorn af barnakláminu.
Þeir gengu of langt að að sinna
upplýsingaskyldu sinni við al-
menning.
ltalska lögreglan fylgdist með
sendingum sem komu frá Rúss-
landi og höfðu að geyma þetta
óhugnanlega efni. Klámið var
auglýst á Netinu og kom það lög-
reglu á sporið. Verðið fór eftir
því hve gróft efnið var og dýrast-
ar voru spólur og diskar þar sem
misþyrmingarnar voru hrottaleg-
astar og enduðu með morði.
Italska lögreglan hefur sam-
ítalskir lögreglumenn rannsaka vídeospólur og mynddiska með barna-
klámi.
vinnu við lögreglu í Rússlandi
um að koma upp upp þessa
glæpastarfsemi og hafa nokkrir
menn verið handtcknir í Murm-
ansk, en þaðan virðast spólurnar
koma. Lögregluyfirvöld upplýsa
að fórnarlömbunum hafi verið
rænt af barnaheimilum, úr skól-
um eða görðum. Yngstu börnin
sern voru leikin svona hart voru
aðeins nokkurra mánaða gömul.
Viðbrögðin á ítaliu eru sér-
staklega hörð vegna þess að
sjónvarpsstöðin RAI Uno sýndi
brot úr framleiðslunni í frétta-
tíma og ofbauð fólki svo, að þeir
sem báru ábyrgð á útsending-
unni stóðu áttu ekki annars úr-
kosta en að láta af störfum. Af-
sökunarbeiðni dugði ekki. Áher-
sla er nú lögð á að ná til sem
flestra þeirra sem hafa spólur og
diska frá harnaklámsframleið-
endunum í Rússlandi undir
höndum. Þá er fylgst gjörla með
því að ekki séu fluttar fleiri
svona myndir til Italíu.
Barnaklám virðist vera góður
söluvarningur því víða um lönd
er verið að handtaka menn sem
hafa það undir höndum og það
er auglýst á Netinu þótt það
varði við lög að senda það út eða
dreifa eða hafa undir höndum.
Fyrir nokkrum vikum voru 36
menn handteknir í Danmörku
fyrir að dreifa eða eiga videó-
spólur með barnaklámi þótt öll-
um eigi að vera Ijóst að það stríð-
ir gegn lögum og að hörð viður-
lög liggi við ef hrotið er gegn
þeim. Fjölþjóðasamvinna er um
að berjast gegn framleiðslu og
dreifingu á klámfengnu og
hroðalegu efni og hefur lögreglu
í nokkrum löndum tekist að
koma upp um heilu hringana
sem stunda þessa iðju.
En Netið er samt sem áður
notað óspart til að dreifa barna-
klámi og sýnist sem bæði dreif-
endur og kaupendur vilji heldur
taka áhættuna á að þeir verði
gripnir og dæmdir en að láta af
kaupskapnum.
„Kusu sig frá meiri hagvexti“
KAUPMANNAHfjFN - Yfirmenn evr-
ópskra Ijármálastofnana sögðu ró hafa ver-
ið yfir íjármálamarkaði í álfunni í gær
þrátt fyrir að Danir hafi hafnað evrunni í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar töldu
fréttamenn sig merkja dálitla biturð í yfir-
lýsingu stjórnarformanns Seðlabanka Evr-
ópusambandsins, Wim Duisenberg, þegar
hann sagði að með því að hafna evrunni
hefðu Danir um leið neitað sjálfum sér um
þátttöku í meiri hagvexti sem myndi verða
innan vébanda myntbandalagsins.
„Danska þjóðin hefur kosið að svipta sig
þeim ávinningi sem felst í meiri hagvexti
og heilbrigðara hagkerfi sem mun eiga sér
stað og er þegar í gangi innan myntbanda-
lagsins." Það er þó samdóma álit frétta-
skýrenda bæði í Danmörku og í Evrópu að niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar sé ekki nema að litlu lcyti efnahagsáfall lýrir danskl peningamála-
kerfi eða lýrir myntbandalagið sem slíkt. Pólitíska áfallið sé miklu alvar-
legra, þar sem niðurstaðan setur spurningamerki við samrunaferlið í
heild sinni og gefi efasemdarmönnum um ES víða í álfunni byr undir
báða vængi.
Paul Nyrup Rasmusen eftir
atkvæðagreiðsluna. Hann er
ekki kátur á svip.
Borgaraleg óhlýðni í Serhíu
BELGRAÐ - Skilaboð um að grípa til almennrar borgaralegrar óhlýðni
gengu manna á milli í Júgóslavíu í gær og eru þau liður í baráttu stjórn-
arandstæðinga til að þröngva Milocevic forseta til að segja af sér eftir að
hafa tapað kosningunum um síðustu helgi. Fyrirhuguð er aðgerðahrina
sem samanstendur af fimm dögum verkfalla en hrinan hófst með stórum
fundi í austurhluta Belgrað. Samkvæmt talsmönnum mótmælenda er því
haldið opið að halda mótmælaaðgerðum áfram þar til Milocevic segir af
sér. Hins vegar eru engin merki um að fararsnið sé á forsetanum sem
hefur í samráði við sína menn hafið undirbúning seinni hluta kosning-
anna, sem kunnugt er hefur Kostunica, ólvíræður sigurvegari um síðustu
helgi, neitað að taka þátt í þessari seinni umferð á þeim forsendum að
hann sé þegar búinn að vinna kosningar.
Trudeau látinn
MONTREAL - Pierre Trudeau, fyrrver-
andi forsætisráðherra Kanada er látinn,
80 ára að aldri. Hann var leiðtogi Kanada
í 16 ár og var þrotlaus baráttumaður fyrir
því að halda Kanada sameinuðu í einu
ríki. Stjórnmálastíll Trudeaus var heims-
mannslegur en um leið framhleypinn og
mörgum þótti hann nánast hrokafullur.
Hann var leiðtogi Frjálslyndaflokltsins og
varð forsætisráðherra árið 1968 í sann-
kölluðum persónusigri sem stundum var
kölluð „Trudeaumanía“. Það þótti sýnu
merkilegra að engin hefð er fyrir slíkri for-
ingjadýrkun í Kanada. Hann var auðugur
maður þegar hann kom inn í pólitíkina og
persónutöfrar hans héldu honum á toppi stjórnmálanna fram til 1984
þegar hann hætti. Allan þann tíma var hann forsætisráðherra ef frá er
talið 9 mánaða tímabil 1979-80. Einkalíf Treudeu þótti ekki síður skraut-
legt og var kona hans, Margrét iðulega á síðurn slúðurblaða, enda uppá-
tektarsöm.
Pierre Trudeau.
FRÁ DEGI TIL DflGS
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER
274 dagur ársins, 92 dagar eftir.
Sólris kl. 7.34, sólarlag kl. 18.59.
Þau fæddust 30. sept.
• 1765 José María Morelos, prestur og
sjálfstæðishetja í Mexíkó.
• 1882 Hans Geiger, þýskur eðlisfræðing-
ur sem fann upp Geiger-mælinn til
mælinga á geislavirkni.
• 1905 Michael Powell, breskur kvik-
myndaleikstjóri.
• 1910 Jón G. Sólnes alþingismaður.
• 1924 Truman Capote, bandarískur rit-
höfundur.
• 1941 SteinarJ. Lúðvíksson ritstjóri.
• 1947 Gunnar 1. Birgisson bæjarfulltrúi í
Kópavogi.
Þetta gerðist 30. sept.
• 1148 varð bæjarbruni á Mýrum, Hítar-
dalshrenna. Þar fórust mcira en 70
• 1791 var Töfraflautan eftir Wolfgang
Amadeus Mozart frumsýnd í Vínarborg.
• 1938 ákváðu breskir, franskir og ítalskir
stjórnmálaleiðtogar að friðmælast við
Adolf Hitler með því að leyfa honum að
innlima Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu.
• 1946 voru 22 þýskir nasistaleiðtogar
dæmdir sekir um stríðsglæpi af alþjóða-
dómstólnum í Núrnberg.
• 1955 fórst bandaríski leikarinn James
Dean í bílslysi í Kaliforníu.
• 1966 hóf Sjónvarpið útsendingar, en
fyrst í stað var aðeins sjónvarpað tvo
daga í viku.
Vísa dagsins
Einn hef ég barn d óstyrkum fótum tifað,
einn hcf égfullorðinn þarfliilar bæknr skrifað,
einn hef óg vitað mín álög sem varð ekki bifað,
einn mun ég heyja mitt stríð þegar nóg er lifað.
Jón Helgason
Afmælisbam dagsins
Rithöfundurinn og nóbelsverolaunahaf-
inn Elie Wiesel fæddist í Transylvaníu
þann 30. september árið 1928. Hann
var 15 ára gamall þegar nastistar réðust
inn í þorpið hans árið 1944, og hann
var ásamt fjölskyldu sinni fluttur til út-
rýmingarbúðanna í Auswichitz. Eftir
stríðið bjó hann um skeið í Frakklandi
ef fluttist 1956 til Bandaríkjanna þar
sem hann hefur búið síðan. Hann hef-
ur skrifað töluvert af skáldskap og ferð-
ast um heiminn að fiytja ræður þar sem
umræðuefnið er gjarnan hlutskipti
Gyðinga og hið illa í heiminum.
Óttastu ekki að fara hægt; óttastu aðeins
að standa í Stað. Kínverskt spakmæli
Heilabrot
Ein þessara fimm setninga er frábrugðim
hinúm. Hverþeirra er það og að hvaða leyti
sker hún sig úr? Tekið skal fram að það hef-
ur hvorki með merkingu setninganna að
gera né málfræðilega eiginleika þeirra.
Hallgrímur renndi allri fæðunni niður
Sigurður plataði Olaf illilega.
Magnús átti vandlega uppgert reiðhjól.
Ragnar elti Finn upp rennuna.
Lausn á síðustu gátu: 2.250 er lægsta tal-
an sem allar tolur frá 1 til 10 ganga upp í.
Veffang dagsins
Bandaríska Helfararsafnið cr á Nelinu:
www.ushmm.org
manns.