Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 12
12 - ÞIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 FRÉTTASKÝRING Lítill hagvoxtur - imkill tek HEIÐUR HEL- GADÓTTIR SKRIFAR Lítill hagvöxtur (1,6%), lítil kaup- máttaraukniug, engin aukning þjóðartekna á mann og samdráttur í inn- og utflutningi er meðal forsendna fjár- lagafrumvarps 2001. Um 15 milljarða áætl- uð tekjuaukning ríkis- sjóðs á einkum að skila sér í auknum tekju- og eignaskött- um einstaklinga og virðisaukaskatti. En áætlaðar tekjur af fyr- irtækum og fjár- magnstekjum lækka umtalsvert vegna versnandi afkomu og lækkandi hlutabréfa- verðs. Meginskilaboð fjárlagafrumvarps fyrir árið 2001 eru að ríkisstjórn- in mun áfram fylgja aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum til þess að tryggja stöðugleikann í efnahags- málum og greiða niður skuldir", sagði fjármálaráðherra, Geir Haarde á blaðamannafundi í gær. Miðað við tilefnið fór fundurinn fram á harla óvenjulegum stað; Landspftalanum (Borgarspítalan- um) í Fossvogi. Astæðu þessa sagði Geir: „Eg lagðist í lungna- bólgu úti í Prag (á fundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans) og var lagður hér inná föstudaginn. Og ég er ekki laus allra mála ennþá“. Læknar harð- bönnuðu ráðherra að fara út úr húsi þannig að hann gat ekki ver- ið við þingsetningu í gær. Eyðslufylliríið að enda Úr forsendum íjárlagafrumvarps- ins má lesa að landsmenn verði að búa sig undir að draga úr eyðslufylliríinu á næsta ári. Að- eins er rciknað með 1,6% aukn- ingu á landsframleiðslu og 3% í samneyslu og 2,6% í einkaneyslu (borið saman við 6,5% ársmeðal- tal 1998-2000). Hins vegar er reiknað með 1,5% samdrætti í fjárfestingu, tæplega 1% sam- drætti í útflutningi og heldur minni í innflutningi. I launa- og verðlagsforsendum er gert ráð fyrir 5,6% hækkun ráðstöfunartekna á mann, sem þýði 1,5% kaupmáttaraukningu (eins og á þessu ári), nær engri aukningu þjóðartekna á mann og lítillega auknu atvinnuleysi. Aætlað er að innlent verðlag hækki um 4% milli ára en inn- flutningsverðlag aðeins um 0,7%. „Þetta er að mörgu leyti hagstæð þróun. Þótt margir vilji hafa allt á fullu allan tímann þá er þetta það sem menn hafa stundum kallað „mjúka Icndingu", sagði Geir Haarde þótti vissara að skýra biaðamönnum frá afhverju fjáriagafrumvarpið 2001 er grænt á iitinn fbara næsti iitur í litaseríu ráðuneytisinsj svo þeir fas Geir. „Það væri bara að mörgu leyti gott ef þessi spá, um 1,6% hagvöxt, rættist og við gætum kastað mæðinni í þjóðarbúskapn- um og búið okkur undir átök komandi ára, virkjanafram- kvæmdir og annað þeim tengt“. „Ólympíusilfur „ í greiðslu- afgangi Þrátt fyrir „mjúku lendinguna“ vonast Geir til að fá 15 milljörð- um fleiri krónur í ríkiskassann á næsta ári en þessu, eða 240 millj- arða (14,5% hækkun frá fjárlög- um 2000). Gjöldin hækki hins vegar aðeins um 1 1 milljarða, í 210 (tæp 9% hækkun frá fjárlög- um). Það þýðir 30 milljarða rekstrarafgang (4% af VLF), eða meiri en nokkru sinni fyrr. Geir sagði sb'kar tölur nánast óþekktar Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af innflutn- ingi ökutækja lækki nm 170 milljónir frá áætlun þessa árs, sem er annað árið í röð. í forsendum fjárlaga- framvarps er gert ráð fyrir að rúmlega 17.000 bílar verði fluttir inn í ár sem væri 3% samdráttur milli ára og fækkun úr 19.000 bílum árið 1999. annars staðar, nema í löndum eins og Noregi. Lánsfjárárangur- inn verði þó ennþá meiri, eða 35 milljarðar og þar með samtals 90 milljarðar á þriggja ára tímabili, þannig að skuldir hafi snarlækk- að. Einnig þarna skeri ísland sig úr. „Önnur lönd í OECD eru skuldug alveg upp fyrir haus“, sagði fjármálaráðherrra. () ii ii ur stórhækkim eignaskatts Milljarðarnir 15 skýrast að mestu af auknum skatttekjum, og þá fyrst og fremst af einstaklingum. Iiækkun á tekjusköttum einstak- linga er áætluð 4,4 milljarðar, sem er nær 11 % hækkun frá áætlaðri útkomu ársins 2000 (en 7,2ja milljarða og nær 19% hækk- un frá fjárlögum 2000). Jafn- framt er búist við 1 viðbótarmillj- arði í eignasköttum, sem er 10,6% hækkun frá áætlun þessa árs - sem fyrst og fremst stafi af ennþá meiri hækkun fasteigna- matsins. Þá er reiknað með 5,2ja milljarða (7%) hækkun virð- isaukaskatts, sem að nær 3/4 hlutum er skattur af einkaneyslu og íbúðarhúsum og hefur því hækkað geysilega að undanförnu. Miðað við fjárlög 2000 er er áætl- uð hækkun 11,2 milljarðar (16%). Aftur á móti er búist við 1 millj- arðs (7%) lækkun á tekjusköttum lögaðila vegna lakari afkomu í at- vinnulífinu í ár en í fyrra. Og væntingar um fjármagnstekju- skatta íækka um 300 milljónir, m.a. vegna Iækkandi hlutabréfa- verðs og lakari horfa á fjármagns- markaði. I tekjuáætluninni er reiknað með 7,3 milljarða tekjum af sölu eigna. Hækkun bamabóta.... Helstu ástæður útgjaldahækkun- ar umfram launa- og verðlags- breytingar sagði fjármálaráðherra meiri tekjutilfærslur til heimil- anna og aukinn stofnkostnað. Mest ber þar nýjum útgjaldalið; Fæðingarorlofssjóð, með 2,4 milljarða, I milljarði vegna bú- vöruframleiðslu, 400 milljóna hækkun atvinnuleysisbóta og 600 milljóna hækkun barnabóta. Markmiðið er að draga úr tekju- tengingu, hækka frítekjumörkin og afnema eignatengingu harna- bóta. Fyrsti áfanginn af þrem verður tekinn 2001. Vaxtabætur endurskoóaðar... Hækkun vaxtabóta er áætluð 100 milljónir milli ára. En fjármála- ráðherra upplýsti að endurskoð- un vaxtabótakerfisins sé áformuð, enda sé það talið hvetja til óeðli- legrar skuldasöfnunar, auk þess að vera torskilið. Varðandi launa- útgjöld, sem eru um þriðjungur af heildarútgjöldum ríkisins, er reiknað með 3% hækkun milli ára, eins og á almenna markaðn- um. Um 16 milljarðar eru áætlaðir til fjárfestinga, sem er 2,2 millj- arða aukning. Vegagerðin efst á blaði með 1,5 viðbótarmilljarða (og 6 milljarða alls), hafnarfram- kvæmdir aukast um 750 milljónir (140%) og 190 milljónir fara í menningarhús í Kaupmanna- höfn. Á móti er 160 milljóna nið- urskurður er á heilbrigðisstofn- unum. En alls var ákveðið að falla frá 2ja milljarða fjárfesting- um, einkum í húsbyggingum (m.a. nýs fangelsis og í Þjóð- minjasafni). Áfram 8% viðskiptahalli Þótt staða ríkissjóðs sé glimrandi sagði fjármálaráðherra myndina af viðskiptajöfnuðinum ekki eins skemmtilega. En þar er aftur reiknað með halla upp á um 8% af landsframleiðslu árið 2001, líkt og í ár. Geir sagði mikilvægt að hafa í huga að viðskiptahallinn nú stafi ekki af skuldsetningu rfk- issjóðs heldur annarra aðila. „Nú eru það einkaaðilarnir í þjóðfé- laginu, fyrirtæki og einstaklingar, sem að nýta sér það að hagkerfið er opið upp á gátt og hægt að fly- tja inn og út fjármagn jafnt sem vörur, þjónustu og fólk. Vörur í fjárlagaframvarpi er áfram gert ráð fyrir heimild til að kaupa Hótel Valhöfl á Þing- völlum og taka til þess nauðsynleg lán. Og sömuleiðis að kaupa sumarbústaði í þjóðgarðiuum. hafa verið Iluttar inn í miklum mæli og einnig fjármagn til að standa undir vörukaupununt. I grunninn þýðir þetta að þjóðar- búið sem slíkt er að safna skuld- urm“, sagði Geir, sem finnst margir ansi glannalegir í eyðslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.