Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 17
ÞRIDJUDAGV R 3. OKTÓBER 20 00 - 17 jjmL (ANDiWM MENNINGAR LÍFIB Ekld hægt að hætta! Aðsókn á leikverk- ið Shopping and J—, the Fuckrng sem sýnt heíur verið í Nýlistasafn- inu síðustu tvær vikur hefur farið fram úr öllum björtustu vonum og allt að því valdið vandræðum! Upphaflega áttu bara að vera nokkrar sýning- ar og þegar seldist upp á þær allar var bætt inn „aukasýn- ingum“ í lok síðustu viku. Nú er ljóst að vinsældirnar eru shkar að það er ekkert hægt að hætta og liitt er líka ljóst að Nýlistasafnið er alltof h'tið fyrir þessa sýningu. hað er sprung- ið. „Fólk hefur allt að því hangið á veggjunum og legið á gólfunurn," að sögn Viðars Eggertssonar leikstjóra. Því er verið að innrétta í hvelli nýtt leik- hús, í kvik- myndaveri við hhðina á Loft- kastalanum við Seljaveg og þangað verður sýningin flutt um næstu helgi. Eins og áður hefur komið fram er Shopp- ing & Fucking áleitið verk og ögrandi og ekki fyrir við- kvæmar sálir. Afmælissýning FB í Gerðubergi Fjölbrautaskólinn í Breiðholti fagnar 25 ára afmæh um þessar mundir og í tilefni þess verður opnuð hstsýning í Menningarmið- stöðinni Gerðu- bergi þann 4. október kl. 16.25! Peir sem þar sýna verk sín eru 28 hstamenn sem stigu fyrstu skrefin á sínum myndlistarferli við listadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Verkin eru af margvíslegum toga, málverk, skúlptúrar, grafík, textilverk, keramik, ljósmyndir og védeóvei’k. Sýningin fiytur á Seljaveginn. Afmælisbarnið, FB. Framtíðarfræði sem vfsi n dagrei n Heil kynslóð ærðist árið 1968 þegar Appolló áttunda, fyrsta mannaða geimskipinu var skotið umhverfis tunglið Maður sem segist hafa öðlast sjálfþekkingu hlýtur að skilja hundinn sinn og önnur dýr. Þessi gamla að- skilnaðarstefna milli manna og dýra sem hefur einkennt alla hugsuði for- tíðarinnar sýnir fyrst og fremst hvað lítið maðurinn skilur. Auðvitað er það rétt að maðurinn er sér- stakur. Það er ekkert sér- stakt við það að vera sér- stakur. Öll lífsform eru sérstök. Það er ekki ástæða til að halda að hin innri samfélagsgerð manna breyt- ist verulega á þriðja árþúsundinu. Menn hafa talað langt mál um frumstæð þjóðfé- lög í löngu horfinni og gleymdri fortíð. I raun og veru er ekki til neitt gamalt mannfélag, eitthvað sem var í fyrndinni. Þetta er í aðalatriðum alltaf sama samfé- lagið. Það er frá homo erectus og á raun- ar miklu dýpri rætur. Menn og apar hafa alltaf lifað í samfé- lagi. Og í hverju samfélagi hefur ævinlega verið virðingarröð frá foringjanum, aðlin- um, millistéttinni og niður í sauðsvartan almúgann. Að vísu hefur valdið komið í staðinn fyrir vöðvaaflið. En goggunarröð- in heldur velli. Og foringjar meðal manna og apa hafa ævinlega hyglað þeim sem þeir þurfa á að halda til að viðhalda valdi sínu. Það er erfitt að sjá að þetta og margt annað í mannlegu samfélagi eigi eftir að breytast í grundvallaratriðum þó að ár og aldir líði. Jörðin skip í fimbulkulda heimsins Ileil kynslóð ærðist árið 1968 þegar Appolló áttunda, fyrsta mannaða geim- skipinu var skotið umhverfis tunglið. Það sýndi mönnum myndir þar sem himinn- inn var svartur og að jörðin væri skip á siglingu í flmbulkulda geimsins. En sextíu og átta kynslóðin náði áttum og gamla samfélagsmynstrið var aftur tekið upp, lítið breytt í grundvallaratriðum. Það breytist að vísu allt en sumt breyt- ist afar lítið og á afar löngum tíma. I fljótu bragði sýnist það vafasamt að gera framtíðarfæði að vísindalegri fræðigrein. Samt er það hægt. Við vitum margt um framtíðina. Við vitum til dæmis að sólin okkar hefur gefið jörðinni ljós og yl í fímm þúsund ármilljónir og við vitum með jafn mikilli vissu að hún á eftir að gera það tiltölulega lítið breytt í sex þús- und ármilljónir til viðbótar. Maðurinn er enn ungur á þessari jörð. Tvær ármilljón- ir eru stutt stund í sögu jarðar. Það er langt í það að tjaldið falli hjá móður jörð þó að stórir hópar manna spái heimsendi á hverju ári og hrakfallafræðingar bendi réttilega á margvíslegar hættur. Það er næstum óhugsandi annað en lífið haldi velli á þessari jörð og það eru líkur á því að maðurinn eigi sér langa framtíð þrátt fyrir erflð tímabil sem gætu vel staðið í árþúsundir og jafnvel ármilljónir. Ég á von á því að strax í upphafi þriðja árþúsundsins verði mótuð merkileg fræðigrein sem kalla mætti framtíðar- fræði. Á öldinni sem leið reyndu menn að gera þetta en þær tilraunir voru ekki trú- verðugar. Því meira sem menn vita um manninn og heiminn því meiri líkur eru á því að mönnum takist að gera framtíðar- fræði að viðurkenndum vísindum. Vandamál í Vatnsmýri Þegar rýnt er út um gluggana á flugvélmn Flugfélagsins þegar þær koma inn til lendingar í Reykjavík sést glögglega hve háskaleg leiðin er. Oftast er kom- ið þvert yfir Faxaflóa og þaðan inn yfir Örfirisey þar sem flugvél- in rétt sleikir toppana á olíutönk- unum. Þaðan renna flugmenn vélinni svo yfir höfnina og inn yfir miðborgina; yfir Austurvöil, Al- þingishúsið og Tjörnina uns lent er í Vatnsmýrinni. Alltaf hefur mönnum tekist að komast þessa leið áfalialaust og án þess að pompa niður í miðborgina með skelfileg- um afleiðingum. En hættan er engu að síður fyrir hendi - og verður áfram. Vægið hefiir minnkað Það er margra mat að flutningur innan- landsflugsins frá Reykjavík og suður á Miðnesheiði myndi leiða til endaloka þess. Rökin eru þau að þá muni taka um klukkustund að koma sér úr flugi og inn í borgina til að reka þar sín erindi. Þá sé skárra að keyra utan af landi og suður. Og það eru menn raunar farnir að gera nú þegar í æ ríkari mæli, bæði vegna þess að fargjöld fara sífellt hækkandi og eins eru vegir og bflar að verða æ betri og akstur milli landshluta ekkert til að setja fyrir sig. Þetta eitt mun leiða til þess að vægi inn- anlandsflugsins hefur minnkað og sú þróun heldur áfram. Ónefnt er æfinga- og kemislu- flug um Reykjavflan-flugvöll. Ákveðnar hugmyndir eru uppi um að því verði fundinn nýr staður með flug- vallargerð einhvers staðar í nágrenni borgarinnar eða með því færa það á Keflavíkurflugvöll. Þar með væri mikill vandi leystur, enda er mestur hluti þeirra flugumferðar sem fer um völlinn í Vatns- mýrinni einmitt kennslu- og æfingaflug. Vandinn leysist af sjálfu sér Leiða má rök að því að á næstu tíu til MENNINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar „Leiða má rök að því að á næstu tíu til fimmtán árum muni flug um Reykjavíkurflugvöll dragast svo mikið sam- an að vandinn sem völl- urinn skapar muni leys- ast afsjálfu sér, “ segir m.a. hér í greininni. fimmtán árum muni flug um Reykjavík- urflugvöll dragast svo mikið saman að vandiim sem völlurinn skapar muni leys- ast af sjálfu sér. Þegar æfingaflugið hefur verið ílutt og áætlunarflugið er orðin al- gjör afgangsstærð þá mun annað hvort gerast; að raddir gagnrýnenda á tilvist vallarins hljóðna eða þá að samstaða myndast um að ekki taki öðru en að flytja áætlunarflugið suður til Keflavíkur, enda verða þetta ekki orðnar nema fá- einar ferðir á degi hverjum. Mun þá losna um mikilvægt byggingaland í Vatnsmýiinni. En það er einnig til í dæm- inu að mönnum þyki innanlandsflugið þegar hér verður komið sögu vera orðin slík óvera að ekki taki því lengur að ríf- ast um málið - og að flugvöllurinn verði þarna áfram í friði. En hvað sem líður framtíð ílugvallar- ins í Reykjavík í bráð og lengd hljóta menn að staðnæmast við þá staðreynd að aðflugsleiðin sem hér í upphafi var lýst er háskaleg og lukku og forsjón má þakka að aldrei hafi neinn voði orðið þegar flugvélar eru að koma inn til lend- ingar þegar þær renna sér yfir miðborg- ina - þar sem eru landsins helgustu vé. sigurdur@dagur. is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.