Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 2 000 - 7 m Tíðindi liðiimar viku „Það er auðvitað hrein firra að ekki sé hægt að bjóða út rekstur stórs mötuneytis eða þvottahúss í Fjarðabyggð, og þegar nýjum álverksmiðjum er bætt við þá verður að þjálfa fólk til starfa í þeim. Þau erlend tíðindi sem vöktu einkum athygli í síðustu viku var þjóðaratkvæðagreiðslan í Dan- mörku um evruna. Hér var að vonum íylgst með þeim niður- stöðum af áhuga vegna þess að framvinda gjaldeyrismála í Evr- ópu skiptir okkur miklu máli, vegna hinna miklu viðskipta sem við höfum við Evrópusambands- ríkin. Niðurstaðan var athyglisverð fyrir þær sakir að allir flokkar í Danmörku að Framfaraflokkn- um undanskildum voru fylgjandi því að taka upp evruna. Ríkis- stjórnin og ekki síst forsætisráð- herrann lagði mikið undir, og hefur vafalaust metið sigurlfk- urnar miklar þegar ákvörðun var tekin, en þjóðin var á öðru máli. Eg ætla mér ekki þá dul að fara að greina í öllum atriðum hvers vegna niðurstaðan varð svona. Vafalaust hefur ótti al- mennings um að danska velferð- arkerfið biði hnekki af breyting- unni verið þungt lóð á þessa vog- arskál, og loforð stjórnmála- mannanna í þessu efni hafa ekki verið tekin trúanleg. Niðurstaðan og dönsk stjónunál Umræðan hér á landi hefur ver- ið á þann veg að dönsk stjórnmál hafi beðið mikinn hnekki af nið- urstöðunni og þá sérstaklega rík- isstjórnin. Eg hygg að hér sé um nokkra einföldun að ræða. Stjórnmálamenn lögðu einfald- lega málið í hendur þjóðarinnar og hún kvað upp sinn dóm. Nið- urstaða er fengin. Danskir stjórnmálamenn munu halda sínu striki eftir sem áður, þótt vissulega sé þetta áfall fvrir ríkis- stjórnina. Hins vegar geta alleið- ingarnar orðið þær að áhrif Dana í heild innan Evrópusambands- ins minnki. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri framvindu. Þessi úrslit brevta ekki stöðu okkar íslendinga, þvert á það sem gerst hefði ef Danir hefðu tekið upp evruna. Niðurstaðan er því einfaldlega sú að úrslitin sýna varfærni almennings í Skandinavíu gagnvart Evrópu- samrunanum. Ekki er vafi að það hefur áhrif í þessu sambandi hve stór frumskógur reglugerða og tilskipana Evrópusambandið er. Skýrsla Auðlindanefndar Hér innanlands bar hæst að Auðlindanefnd skilaði skýrslu sinni og komst nefndin að sam- hljóða niðurstöðu nema Ari Ed- vald og Guðjón Hjörleifsson höfðu iyrirvíira um sv'okallaða fyrningarleið í sjávarútvegi og Ragnar Árnason var andvígur varanlegri ríkisforsjá varðandi náttúruauðlindir. Undirtektir við skýrsluna hjá talsmönnum stjórnmálaflokk- anna vekja athvgli. Fyrstu við- brögð voru jákvæð hvað sem frekari umræða leiðir í ljós. Skýrslan er viðamikil og tekur á stórmálum. Mesta umræðu nú og lýrr hefur sjávarútvegsþáttur- inn vakið, enda hafa staðið hat- rammar deilur um fiskveiðistefn- una nú síðustu árin. I skýrslunni er bent á tvær leiðir til þess aö greiða fyrir afnot af auðlindinni. I fj'rsta lagi veiðigjaldsleið sem felur í sér álagningu sérstaks gjalds á aflahlutdeildir sem skil- greint yrði sem endurgjald fyrir afnot auðlindarinnar. Hins vegar svokallaða l’vrningarleið þar sem allar aflahlutdeildir fyrnast um ákveðinn hundraðshluta á ári sem gangi til ríkisins og verði seldar jafnhraðan á markaði eftir uppboðsleið. Ég leyni því ekki að mér hugn- ast betur veiðigjaldsleiðin. I raun er hún framhald af því fvrir- komulagi sem þegar er í gildi, því útgerðin greiðir nú þegar margs konar gjöld fyrir afnot af auð- lindinni, t.d. svokallað þróunar- sjóðsgjald. Utvegsmenn hafa opnað á þessa leið, með ákveðn- um viðmiöunum um að greiða þjónustu við greinina og eru þessi viðbrögð þeirra mjög at- hyglisverð. Vamadarorð tiiii samkeppnishæfni Ekki er vafi að um skýrsluna verða miklar umræður, og miklu máli skiptir hvert framhaldið verður. Það má aldrei gleymast í þessu sambandi að sjávarútveg- urinn er grein f harðri alþjóðlegri samkeppni og okkar stærsti at- vinnuvegur. Aðgerðir svo sem gjaldtaka mega ekki rugga bátn- um svo að það dragi stórlega úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það má heldur ekki gleyma því að auðlindagjöld af öllu tagi eru innheimta á fjármunum í ríkis- sjóð og eru skattlagning á fyrir- tæki og einstaklinga í landinu, þótt með óbeinum hætti sé. Eigi að síður er nauðsyn að reyna að ná niðurstöðu um með hverjum hætti er farið með nátt- úruauðlindir landsmanna. Skýrslan hefur fært okkur feti nær slíku samkomulagi. Norsk Hydro I vikunni varð nokkurt upphlaup f fjölmiðlum vegna yfirlýsinga Eyvind Reiten hjá Norsk Hydro í norskum blöðum þar sem hann hafði áhyggjur af umhverfinu á Austurlandi íýrir álver, og taldi að skoða yrði vandlega ýmsa þætti í samfélaginu þar svo sem skort á sérhæfðu fólki og rekstur stoðfyrirtækja svo sem þvotta- húsa og mötuneyta. Einnig nei- kvæð áhrif á smáiðnað Austan- lands. Það er í sjálfu sér ekki neitt nýtt í þessari frétt. Allir þessir þættir eru þáttur í því umhverfis- mati sem fer fram vegna álvers- ins. Það er auðvitað hrein firra að ekki sé hægt að bjóða út rekstur stórs mötuneytis eða þvottahúss í Fjarðabvggð, og þegar nýjum álverksmiðjum er bætt við þá veröur að þjálfa fólk til starfa í þeim. Svo var auðvitað bæði í Straumsvík og á Grundar- tanga á sínum tíma. Eg á von á því að forstjórinn hafi með hug- leiðingum sínum verið að sýna að fyrirtækið vilji huga að málum á breiðum grundvelli og verið að þóknast þeim mönnum sem sí- fellt hafa klifað á þvf að fyrirtæk- ið sé of stórt fýrir Austurland. Það stóð heldur ekki á þeim viðbrögðum hér heima að stað- setningin væri þáttur f byggða- stefnu og fyrirtækið væri betur komið annars staðar. Staðreynd- in er hins vegar sú að fyrirtækið er staösett á þessum stað vegna þess að það er hagkvæmt fvrir þjóðina alla. Sú staörevnd má ekki gleymast. Skípulagmng heimanáms GISLI BALDVINS SON námsráðgjafi á Akureyri SKRIFAR Hvernig getur námsráðgjafinn aðstoðað foreldra við skipulagn- ingu heimanáms? Að taka með sér vinnuna heim. Flestir foreldrar þurfa ekki að taka með sér verkefni heim að loknum vinnudegi. Þó það sé umdeilt þá þurfa nemendur grunnskólans að taka með sér heim ýmis verkefni sem þeir eiga svo að skila, oftast næsta dag. Ef svo barnið hefur ekki Ieyst verkefnið þá fær það tiltal. Foreldrar eiga oft erfitt að fylgj- ast með heimanámi barnsins af ýmsum ástæðum s.s. vegna vinnu sinnar. Á yngri stigum grunnskólans koma oft svokall- aðar vikuáætlanir heim í byrjun vikunnar og léttir það auðvitað foreldrum að sjá til að verkefni vikunnar sé gert. En eftir því sem barnið eldist verða fyrir- mæli skólans flóknari og verk- efnin viðameiri. Þá þurfa nem- endur einnig að skipuleggja vinnu sína fram í tímann jafnvel nokkrar vikur. Nokkrir skólar eru farnir að nýta sér netið til samskipta við foreldra og er Skólatorgið gott dæmi um það. Þar er einnig hægt að fá ýms- ar ráðleggingar verðandi nám barnanna. En staðreyndin er sú að hraðinn hefur aukist í okkar daglega lífi og það hefur kallað á nýtt starf innan grunnskólans. Nokkur orð um verksvið námsr á ögj afans Eg hef skrifað nokkrar greinar um starf námsráðgjafans í grunn- skólanum en læt fylgja hér með nokkur atriði: Námsráðgjafinn veitir *nemendum ráðgjöf í einkamál- um þannig að þeir eigi auð- veldara með að ná settum markmiðum ( námi sínu nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og veita nemend- um fræðslu um nám, störf og atvinnulíf leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi. tekur þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skól- anum. undirbýr nemendur undir ílutning milli skóla og/eða skólastiga og íýlgja þeim eftir inn í framhaldsskóla aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasvið- um og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf \sinnir íýrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, ein- elti og ofhekli í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn fræðslu- og félags- miðstöðva. "tekur þátt í og sinna rannsókn- ar og þróunarstarfi innan skól- ans Námsráðgjafi skal gæta þag- mælsku varðandi málefni skjól- stæðinga sinna. Af þessari upptalningu má sjá að starfssviðið er vítt. Þó skipu- lagning heimanáms sé orðin viðamikill þáttur starfsins þá hef- ur forvarnarstarfið komið inn af meiri þunga. Þá kemur námsráð- gjafi að ýmsum málum innan veggja skólans s.s. eineltismál- um. Löggjöftna vantar Þó ég hafi þóst sýnt fram á að starfið sé umfangsmikið vantar löggjöf um námsráðgjafa í grunnskólanum. Námsráð- gafinn er hvergi nefndur beint í grunnskólalögunum en vísað til hans í reglugerð um nemenda- verndarráð. Vegna þessa hafa fá sveitarfé- Iög haft mátt eða möguleika til að ráða slíkan starfskraft. Ein- ungis stærstu sveitarfélögin hafa ráðið námsráðgjafa og er Akureyri eitt af þeim. En fram að þessu hafa flestir námsráð- gjafar einungis verið ráðnir í hálft starf svo erfitt hefur verið að ná niður verkefnalistann á tveimur á hálfum degi. Þó kann þetta að breytast hér á Akureyri þar sem fyrir liggur tillaga skólanefndar um að námsráðgjafar við stærri skól- ana verði ráðnir í heila stöðu. Eg vil því hér með hrósa skóla- nefnd og vonast til að tillagan fái stuðning í bæjarstjórn. Eg vek athygli á því að um leið væri verið að ráða til skólana for- varnarfulltrúa. Þá er bara að nota þjónustima Þó ég geti ekki kvartað yfir verk- efnaleysi þá hvet ég foreldra að nýta sér þessa þjónustu þar sem hún er til staðar. Það er nú einu sinni þannig að foreldrar hætta aldrei að vera aðstoðarkennarar skólans og fræðsluábvrgðin hvílir einnig á þeim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.