Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 03.10.2000, Blaðsíða 16
16- ÞRIÐJUDAGUK 3. OKTÓBER 2000 Inn í kvfkuna Þjóðleikhúsið: lÍORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne. Þýðing: Thor Vilhjálmsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgríms- dóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Frumsýnt á Litla sviðinu 29. september. Það var ánægjuleg stund á Litla sviði Þjóðleikhússins á föstudagskvöldið. Hið fræga leikrit Osbornes, Horfðu reiður um öxl, er nú frumsýnt á nýj- an leik, þrjátíu og átta árum eftir að það var fyrst sýnt hér, haustið 1958. Þá var það nýtt af nálinni, kom fram 1956 og setti breskan leiklistarheim í uppnám. Hvernig hefur þetta verk enst? Er það ekki svo mjög háð sínum tíma og þjóð- félagsaðstæðum að það veki fyrst og fremst sögulegan áhuga nú, eí' nokkurn? Auðvitað eru öll listaverk, líka leikrit Tsjekhovs.Strind- bergs og Ibsens, svo nærtæk dæmi séu nefnd, börn síns tíma. En þegar ryki liðinnar stundar er blásið af þessum leikritum blasa þau við sífersk, mannleg og listræn skilríki sem ekki falla í gildi en kalla til sín nýja leikhúsmenn, nýja áhorfendur. Til að komast að kjarna verks eins og Horfðu reiður um öxl, verður að flysja burt tvo þætti sem fyrst stinga í augu þegar að því er hugað. Annað er blátt áfram tíma- þátturinn, sem Thor Vil- hjálmsson vék að í formála ís- lenskrar útgáfu þýðingar sinnar, 1959. Það er að verkið sé lýsing á hugsunarhætti þeirra „sem voru börn á árum heimsstyrjaldarinnar og hlutu sína andlegu fermingarvígslu við fréttina af atómsprengj- unni í Hírósíma. Þessi heimur sem unga fólkið á að erfa get- ur farist á einu augabragði." Það er erfitt er að sjá Jimmy Porter nú fyrir sér sem ein- hvern heimsendaspámann, hafi það nokkurn tíma verið hægt, - þjóðfélagsgagnrýni verksins er ekki sérlega áhugaverð, né heldur mynd þess af stéttamun í Bretlandi sem á að skýra látæði Jimmys. Það er sömuleiðis flatur skilningur ef menn halda að verkið sé einhver könnun á sjúklegum tengslum fólks. Þá sjáum við fyrir okkur sambúð manns sem haldinn er kvala- losta og konu með sjálfspíning- arhvöt. Ekki getur verið hug- tækt að bregða upp slíku sýnidæmi af hjúskaparhelvíti, svo ófrjótt og mekanískt sem það getur orðið. Ef þetta leikrit væri þannig hugsað, myndi það ekki aðeins lítt áhugavert held- ur nánast óþolandi. Drama um djúpan sársanka Nei, Ilorfðu reiður um öxl er umfram allt drama um djúpan mannlegan sársauka handan röklegra skilgreininga; þannig lifir það sterku lífi og mun gera. Það lyftir sér hátt yíir tíma sinn og umhverfi, er frá- bærlega vel samið sviðsverk sem mér virðist tekið næm- legum og alveg réttum tökum af Stefáni Baldurssyni og sam- starfsfólki hans. Sá grimmúð- ugi leikur hins sálsjúka Jim- mys við eiginkonu sína Alison og annað fólk næst honum, leikur kattarins að músinni, öðlaðist tilíinningalega spennu- vídd sem hélt manni föngnum frá upphafi til enda. Sýningin lýsir alúð allra sem að henni stóðu, og ekki spillti hin auð- uga og bragðmikla þýðing Thors Vilhjálmssonar frá 1958. Að vísu er sennilegt að leikritið yrði ekki þýtt svona nú, bókmálskeim bregður fyr- ir. En það er hégómi að fetta fingur út í slíkt. Þetta er um- fram allt bráðlifandi texti með sterkri hrynjandi sem unun var á að hlýða og minnir okk- ur á að til að þýða hin bestu verk þarf ekkert minna en stíl- snillinga. Þýðingu Thors á að gefa út á ný, því það er engu minna gaman að lesa leiklýs- ingar og skýringar höfundar- ins en leiktextann sjálfan. Hilmir Snær afbragðsgóður Áherslur Stefáns Baldurssonar í sýningunni útheimta að önn- ur hlutverk en Jimmys Porter séu styrkt, ella myndi hann, vegna síns mikla orðaflaums og nærri því stöðugu nærveru á sviðinu, yfirþyrma aðra. Slíkt gerist ekki hér, heldur fá allar hinar persónurnar íjórar Sá grimmúðugi leíkur hins sálsjúka Jimmys við eiginkonu sínaAlison og annað fólk næst honum, leikur kattarins að músinni, öðlaðist tilfinningalega spennuvídd sem hélt manniföngnum frá upphafi til enda. að njóta sín. Engu að síður er Jimmy burðarásinn og hann má ekki veikja. Leikur Hilmis Snæs Guðnasonar í hlutverk- inu var í einu orði sagt af- bragðsgóður. Ililmir virðist kannski í mýksta lagi í þennan mann, en hann sýnir að hann getur túlkað hina yfirgengi- legu grimmd Jimmys af djöful- legum krafti, sem er nauðsyn- legt til að hinir mýkri og við- kvæmnislegri tónar hlutverks- ins njóti sín. Það útheimtir vissulega breiðan skala hjá leikaranum og slíku ræður Hilmir Snær yfir, í raddbrigð- um, hreyfingum og allri mótun persónunnar. Þetta er enn ein rós í hnappagat þessa snjalla leikara sem Þjóðleikhúsinu helst vonandi á. - Leikstjórinn styður vel við persónumótun- ina með frekar hægum leikstíl. Sýning eins og þessi þarf umfram allt að fá tíma til að anda og það gerir hún. Þögul nærvera Hlutverk Alison, eiginkonunn- ar, er sömuleiðis mjög vand- meðfarið. Hvernig á að leika hana án þess að hún komi fyr- ir sem sú „geðlurða" sem Jim- my segir hana vera? Þar verð- ur leikkonan að ná sterkri þögulli nærveru á sviðinu, með líkamstjáningu og svip- brigðum. Elva Ósk Ólafsdóttir leysir þetta vandaverk afar vel af hendi, hún nær að snerta tilfinningar áhorfandans djúpt í hinu átakanlega lokaatriði. - Hin konan í leiknum, IJelena sem Halldóra Björnsdóttir leikur, er kannski torræðasta persónan frá hendi höfundar, - hún á að vera andstæða Ali- son, sterkari, hugaðri, og hlið- stæða hennar um leið; hún lendir í segulsviði Jimmys, en slítur sig lausa af því að hún þolir ekki þjáninguna. Mér hefði fundist fara betur á að að undirstrika andstæður kvennanna með því að leik- kona ólíkari Elvu Ósk en Hall- dóra er færi með hlutverkið. En Halldóra er sterk leikkona og gerði þetta á sinn hátt eink- ar vel. Stuðpúðann Cliff sem allt lætur yfir sig ganga lék Rúnar Freyr Gíslason mjög fal- lega, undirstrikaði blíðlyndi hans sem myndar mótvægi við hörku Jimmys. Og gaman var að sjá af hvilíku öryggi hins langreynda listamanns Gunnar Eyjólfsson brá Redfern ofursta upp fyrir sjónum okkar í fáum dráttum, - trega hans yfir hinu gamla Englandi sem er glatað. Alison er lögð í munn góð setning um þá tvo, föður sinn sem sættir sig ekki við að allt hefur breyst og Jimmy sem þolir ekki að ekkert hefur breyst. Þannig er það! Veislukostur Sviðsmyndin er frekar grunn og fábrotin, þunga rennihurð- in var mest áberandi, en ljósa- beiting var góð. í búningum er stílað frekar upp á nútímann en tíma leiksins og það trufl- aði ekki. - Hér um að ræða leiksýningu sem gengur inn í kviku og því er fagnaðarefni að hafa fengið að sjá þetta verk nú. Vilji menn fara í Ieik- hús til annars en njóta yfir- borðslegrar afþreyingar er hér borinn fram veislukostur sem seint líður úr minni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.