Dagur - 10.10.2000, Side 1
KLofningiir og
trúnað arbrestur
Starfsmenn álversins
ræða um Lnmahækk
anir í tveimur fyUdng-
um. Iðnaðarmenu og
ófaglærðir. í fyrsta
sMpti. Nýtt launa-
kerfi. Þrjú dómsmál.
Stéttarfélög starfsmanna í ís-
lenska álverinu í Straumsvík
ganga í fyrsta skipti í tvennu lagi
til samninga um launahækkanir
við Samtök atvinnulífsins. Það
þýðir annars vegar að iðnaðar-
menn ætla að semja sér og hins
vegar félög ófaglærðra. Hannes
Sigurðsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri SA segir að þetta
hafi í för með sér tvöfalt fleiri
fundi. Þá virðist sem algjör trún-
aðarbrestur sé í samskiptum iðn-
aðarmanna við forráðamenn ál-
versins. Af þeim sökum m.a. tel-
ur forysta Rafiðnaðarsambands
íslands að ekki sé forsvaranlegt
að semja til lengri tíma en hálfs
árs. Á sama tíma hafa félög
ófaglærðra rætt um 1-2 ára
samning. Kjarasamningur starfs-
manna álversins
rennur úr gildi 1.
desember n.k. og eru
viðræður hafnar um
gerð nýs samnings
samkvæmt viðræðu-
áætlun.
\ýtt launakerfi
Guðmundur Gunn-
arsson formaður RSÍ
segir að ástæðan fyr-
ir þessari tvískipt-
ingu vegna launa-
þáttarins sé m.a.
vegna framkominna
ásakana frá ófaglærðum um að
iðnaðarmenn standi í veginum
fyrir því að þeir fái réttmætar
launahækkanir. Af þeim sökum
hafi verið tekin ákvörðun um að
gefa þeim svigrúm til að sækja
þær. Hann bendir hins vegar á að
verkamennirnir séu búnir að fá
næstum helmingi hærri launa-
hækkanir en iðnaðarmenn í und-
anförnum samningum við álver-
ið, eða 12-14% á móti 6-8%. Það
sé m.a. vegna þess að iðnaðar-
menn hafa tekið undir kröfur
þeirra um að fá sér-
stakar hækkanir.
Aftur á móti séu
iðnaðarmenn til-
búnir að vera með
ófaglærðum í við-
ræðum um sameig-
inlega þætti eins og
t.d. ferðir, ferða-
tíma, tryggingar, or-
lofsmál og fleira í
þeim dúr. I viðræð-
unum til þessa hafa
iðnaðarmenn sett
fram kröfu um nýtt
Iaunakerfi með
fleiri launaflokkum og m.a.
vegna tilkomu nýrra starfa. For-
maður RSI segir að menn vilji
enn fremur jafna þann mun sem
orðið hefur á Iaunaskriði á al-
rnenna markaðnum og launa-
kerfi álversins. I þeim efnum
hefur hallað svo mjög á álverið
að þeir hafa átt í miklum vand-
ræðum að ráða til sín rafiðnaðar-
menn. Sem dæmi sé rafiðnaðar-
maður í hæsta starfsaldursþrepi
með vaktaþóknun hjá Isal með
um 250 þúsund krónur á mánuði
á sama tíma og meðallaun raf-
iðnaðarmanns séu um 270 þús-
und. Formaður RSI segir að
þennan mun verði að leiðrétta.
Trúnaðarbrestur
Hann segir að það ríki enn frem-
ur fullur trúnaðarbrestur á milli
Isal og RSI. Það sé m.a. vegna
þess að sambandið hefur þurft að
standa í málaferlum á annað ár
vegna félagsmanns sem lenti í
vinnuslysi í álverinu. Þótt þess-
um slag hafi lokið með sigri RSI
í þremur málaferlum þá telur
formaður sambandsins að fram-
koma og vitnisburður íyrirtækis-
ins í þessu máli hafi verið með
þeim óh'kindum sem menn hafa
aldrei kynnst fyrr. Af þeim sökum
þykir ástæða til að taka ýmsa
þætti þessa máls upp við samn-
ingaborðið. Þar má m.a. nefna
fjölda manna á vöktum og að
menn séu ekki einir við ýmis
störf. - GRH
Guðmundur Gunnarsson:
Verður að leiðrétta mun.
Þrír í gæslu-
varðhald á
Akureyri
Þrír menn um tvftugt hafa verið
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til
nk. mánudags vegna innbrota á
Akureyri. Þeir eru taldir hafa
brotist inn í húsnæði Happ-
drættis Háskóla Islands við
Geislagötu sl. föstudagskvöld og
stolið þaðan miklu magni af
happaþrennum og 200.000
krónum í peningum. Jafnframt
leikur grunur á aöild þeirra að
fleiri innbrotum.
Mennirnir voru handteknir á
laugardagsmorgun og úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald daginn eft-
ir. Að sögn Daníels Snorrasonar,
fulltrúa hjá rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri, hafa
mennirnir einnig viðurkennt
innbrot í togara þar sem brotist
var í lyljakistur og fleiri mál eru
til skoðunar. - BÞ
Gervilöggiir
á gægjum
Búið er að setja upp nýstárleg
skilti við Reykjanesbraut til að
minna ökumenn á umferðar-
reglur. Um ræðir 12-14 lög-
reglumenn í fullri stærð og er
uppsetning þeirra liður í átaki til
aukinnar vitundar ahuennings
um hættur umferðarinnar.
Jóhann R. Benediktsson,
sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli, segir að hugmyndin að
lögguköllunum hafi kviknað
innan hóps sem stendur að átaki
um bætta umferð á Reykjanes-
braut. „Þessi hugmynd fæddist í
okkar hópi en svo fréttum við
það eftir á að þetta mun vera til
í Bandaríkjunum. Þar hafa
svona fígúrur verið settar upp í
búðum með háa tíðni rána en
við vissum ekkert af því fyrr en
eftir á,“ segir Jóhann.
Á að vera lifandi
Sýslumaður telur sýnt að fæl-
ingaráhrif lögguskiltanna verði
einhver og vonast til að skiltin
fái að vera í friði. I skoðun er
framhaldsnotkun eftir að átak-
inu lýkur. Ef vel gengur er lyrir-
hugað að færa gervilöggurnar í
skóla eða nálægt varasömum
gatnamótum. „Þetta á að vera
svolítið lifandi,“ segir Jóhann.
Ymsir lögreglustjórar standa
að átakinu að frumkvæði dóms-
málaráðherra. - BÞ
Svona líta laganna verðir við
Reykjanesbraut út og þarfekki að
greiða þeim krónu í yfirvinnu!
í
i
1
1
1
j
\