Dagur - 10.10.2000, Síða 2
2 - ÞRinjVDA G U R 10. OKTÓBKR 2000
FRÉTTIR
Risaframkvæmd
setur allt á hvolf
í óbirtri skýrslu fyrir
iðuaðarráðuueytið
segir að viðskiptahall-
iuu muui stóraukast
og að draga verði úr
framkvæmdum aun-
ars staðar á laudiuu á
framkvæmdatima ál-
vers- og virkjuuar-
bygginar á Austur-
laudi
I fyrirspurnartíma á Alþigi í gær
nefndi Arni Steinar Jóhannsson
óbirta skýrslu, sem samin hefur
verið fý'rir iðnaðarráðuneytið um
hvaða áhrif bygging Kárahnjúka-
virkjunar og álvers við Heyðar-
fjörð hefur á íslenskt efnahags-
og athafnalíf meðan á bygginga-
tímanum stendur.
„Eftir því sem ég hef fregnað
af þessari skýrslu eru meginnið-
urstöður hennar þær að við-
skiptahalli landsins stóreykst á
framkvæmdatímanum. Það út af
fyrir sig kemur engum á óvart.
En það kemur líka fram í skýrsl-
unni að afleiðingar slíkra stór-
framkvæmda í landinu eru þær
Árni Steinar Jóhannsson.
að á framkvæmdatímanum verð-
ur að stórdraga úr öllum öðrum
framkvæmdum í landinu. Og
það sem verra er, í heildarsam-
hengi fyrir landið mun
stórframkvæmd af þessu tagi við-
halda þensluástandi á höfuð-
borgarsvæðinu vegna þess að þar
fara allir peningarnir í gegn,“
sagði Arni Steinar í samtali við
Dag.
Ofþensla
Hann bendir á að í raun sé þetta
stóralvarlegt fyrir höfuðborgar-
Valgerður Sverrisdóttir.
svæðið í ljósi þess að talsmenn
vinnuveitenda segja að á allra
næstu mánuðum og misserum
verði til 10 þúsund ný störf í
landinu.
„Þess vegna hlýtur maður að
spyrja hvað við erum að gera
hvað varðar heildaráhrif risa-
framkvæmda á landið í heild
sinni. Eg hygg að það hrikti víða
í ef ákvörðun verður tekin um
þessar stórframkvæmdir og að
menn muni sjá að slíkt muni
leiða til ófarnaðar varðandi alla
uppbyggingu í Iandinu í heild
sinni. Það er alveg ljóst að allir
aðrir staðir á landinu munu
svelta meðan þenslan er fyrir
austan þessi 6 til 10 ár sem
framkvæmdirnar standa yfir,“
segir Árni Steinar Jóhannsson.
Engin endurskoðun
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagði í svari til Arna
Steinars, þegar hann spurði
hvort ekki væri ástæða til að end-
urskoða NORAL verkefnið og
allar tímaáætlanir þess í Ijósi
efnis úr fyrrgreindri skýrslu, að
hún teldi svo ekki vera.
„Meiningin er sú að það liggi
fyrir hvort af þessum fram-
kvæmdum verður í fehrúar árið
2002. Eg er sammála forráða-
mönnum Norsk Hydro og fleir-
um um að marga þætti þessa
máls þurfi að skoða gaumgæfi-
lega og að nota tímann fram í
febrúrar 2002 til þess,“ sagði
Valgerður.
Hún sagði að það væri rétt að
viðskiptahallinn myndi aukast
tímabundið við framkvæmdirnar
en til lengri tíma Iitið væri verið
að tala um milda gjaldcyrissköp-
un og aukningu á þjóðarfram-
leiðslu. - S.DÓR
Kærumál enn óútkljáð vegna
Ki'siliðjunnar við Mývatn.
KÉsiliðiu-
mál tefst
Dráttur verður á því að um-
hverfisráðuneytið muni úr-
skurða um framtíð Kísiliðjunnar
við Mývatn, þ.e.a.s. hvort tekið
verður tillit til kærumála sem
borist hafa vegna úrskurðar
skipulagsstjóra. Skýringin er sú
að málsaðilar óskuðu eftir lengri
fresti vegna þess hve málið er
viðamikið.
I vikunni rennur út 8 vikna
frestur sem gefinn var til um-
sagnar frá því að kærufrestur
rann út en nú er gert ráð fyrir að
afgreiðsla málsins dragist allt til
mánaðamóta. 1 bréfi umhverfis-
ráðuneytisins til málsaðila kem-
ur fram að eftirfarandi kærðu
úrskurðinn til ráðuneytisins:
Ingólfur A. Jóhannesson, Kári
Þorgrímsson og Gylfi Yngvason,
Náttúrurannsóknastöðin við
Mývatn, Náttúruvernd ríkisins,
SUNN, Eysteinn Sigurðsson,
Bergþóra Kristjánsdóttir, Hrafn-
hildur Hannesdóttir og Málm-
friður Einarsdóttir, Kísiliðjan,
Fuglaverndarfélag Islands og
Náttúruverndarsamtök íslands.
- BÞ
Beita upphrópum
og útúrsnúningum
Pétur Blöndal: „Ég þekki dæmi um hjón með hálfa milljón
á mánuði og 7 milljóna króna skuld á bakinu eftir að hafa
misst allar eigur sínar, sem teljast fátæk."
Pétur H. Blöndal sakar
fjölmiðla itm að hafa
snúið ut úr orðum sín-
um. Hann segir líka að
margir vilji ekki heyra
sannleikann.
Mikið hefur verið gert úr þeim
orðum Péturs H. Blöndals al-
þingismanns að óregla sé snar
þáttur í erfiðleikum eldri borgara.
Um leið hafa allir litið svo á að sú
óregla sem Pétur talaði um væri
víndrykkja viðkomandi.
„Þaiinig hefur verið snúið út úr
þessum ummælum mínum. Ég
sagði að það væru fjárhagsvand-
ræði hjá mörgum hópum Jslend-
inga vegna gjaldþrota, uppá-
skrifta, glannaskaps í Ijárfesting-
um og vegna óreglu. Þetta ætti
eins við um eldriborgara og ör-
yrkja og annað fólk í þjóðfélag-
inu. Þessi fjárhagsvandi hverfur
ekki þó að það verði öryrkjar eða
eldist. Með óreglu á ég við bæði
fjármálaóreiðu og áfengissýki.
Það má víst ekki nefna óreglu
þótt allir viðurkenni, þegar við þá
er rætt, að það sé óregla á Islandi
og ekki lítil. Eg sagði í sjónvarps-
þætti um helgina að þær væru
sennilega fáar fjölskyldurnar sem
ekki vissu af óreglu í kringum sig.
Mikið af þeim dæmum sem ég er
að sjá um fátækt bæði hjá öryrkj-
um, öldruðum og vinnandi fólki
er vegna gjaldþrota og uppá-
skrifta fyrir aðra cða glannaskaps
í fjárfestingum. Eg þekki dæmi
um hjón mcð hálfa milljón á
mánuði og 7
milljóna króna
skuld á bakinu
eftir að hafa
misst allar cigur
sínar, sem teljast
fátæk,“ segir
Pétur
dal.
Upphrópanir
Pétur segir að
sér finnist um-
ræðan um stöðu
aldraðra og öryk-
ja byggjast of
mikið á upp-
hrópunum.
stað þess að
kanna hvar
vandinn liggur
séu menn mcð
upphrópanir. Við
sig hafi haft sam-
band barnlaus
hjón, öryrkjar, sem eru með 209
þúsund krónur á mánuði fyrir
skatt og telji það afleit kjör. Þau
sögðust vera í losti vegna hans.
Margir bótaþegar ala önn fyrir
fullorðnum vinnufærum börnum
sfnum, sem eru sokkin í óreglu.
„Hvað ætli það sé mikið um
svona eða svipuð dæmi í þjóðfé-
laginu. Það er ekki alltaf fólkið
sjálft sem er í óreglu heldur ein-
hver því nátengdur og fólk lætur
ekki sína nánustu veslast upp.
Þetta kemur í sjálfu sér trygg-
ingakerfinu ekkert við. Oreglan
er margs konar og hún cr víða,“
segir Pétur.
Hann bendir líka á öll dæmin
scm svo margir þekkja um fólk
sem hefur verið að byggja sér stór
einbýlishús eða keypt margra
milljóna króna jeppa án þess að
hafa í raun efni á því og farið flatt
á öllu saman. Foreldrar verði svo
flæktir í málið með uppáskriftum
í vonlausri tilraun við að reyna að
hjálpa þegar alvarlega bjátar á.
„Forsvarsmenn aldraðra virðast
viija slag og nota slagorð. Þeir
segja fjölda aldraða eiga bágt en
það er út í hött. Það þarf hins
vegar að taka upp vitræna um-
ræðu um þessi mál og finna
hnökra á tryggingakerfinu og laga
þá. Það gerist ekkert með slag-
orðum,“ segir Pétur Blöndal.
- S.DÓR
Flugfélagið flýgur áfram til
Grænlands
Náðst hefur sam-
komulag við
heimastjórn Græn-
lands um styrk til
flugs frá Reykjavík
til Kulusuk í vetur.
Akveðið hefur ver-
ið að fyrsta flugið
þangað verði þann
14.10.2000 og
verður flogið einu sinni í viku á laugardögum til áramóta til að byrja
með en gert er ráð fyrir að heimastjórnin samþykki áframhaldandi
styrk á árinu 2001, þannig að flogið verði áfram í seinni hluta mars
á næsta ári. Frá lokum mars og fram í maílok verður síðan llogið
tvisvar í viku en frá mánaðamótunum maí/júni og fram til loka sept-
ember verður flogið alla daga nema sunnudaga. Aætlun félagsins er
sett upp með tilliti til þess að farþegar sem ætla áfram til vestur-
strandar Grænlands geti komist samdægurs til Syðri-Straumsfjarðar
og til höfuðstaðarins Nuuk.
Fulltrúar í flugnauð ræða saman
Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, hefur sent bréf til
bæjarstjórna Siglufjarðar, Sauðárkróks, Hornafjarðar og Vestur-
byggðar og hvatt til þess að þau sveitarfélög sem standi höllum fæti
hvað varðar flugsamgöngur snúi bökum saman og beri saman sínar
bækur. Jákvætt svar hefur borist frá öllum sveitarfélögunum og er Iík-
legt að fundurinn verði haldinn í Reykjavík mjög fljótlega og stjórn-
völd þar beitt sameiginlegum þrýstingi.
Líklegt er talið að fulltrúar frá Þórshöfn og Vopnafirði taki einnig
þátt í fundinum, en það eru þau sveitarfélag sem heyra til svokallaðs
útboðsflugs. - GG
Tveunt alvarlega slasað
Tvennt eru alvarlega slasað eftir umferðarslys í Víðidal aðfaranótt
sunnudags. Karl og kona um fimmtugt liggja á gjörgæsludeild Land-
spítala - háskólasjúkrahúss og voru bæði í öndunarvélum í gærkvöld.
Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala.
FLUGFÉLAG ISLANDS
Air Iceland