Dagur - 10.10.2000, Side 5
ÞRIDJUDAGU R 10. OKTÓRER 2000 - S
FRÉTTIR
Þrengt að lög-
legri misnotlmii
Breytingar á kvótalög-
iiin og nmgengTii uni
nytjastofna. Gegn um-
framveiði og brott-
kasti. Tilfærsla á teg-
undum úr 5 í 2%
Sjávarútvegsráðherra ætlar á
næstu dögum að leggja fram
frumvörp til Iaga um breytingu á
lögum um stjórn fiskveiða og á
lögum um umgengni um nytja-
stofna sjávar. Frumvörpin stuðla
að því að síður sé veitt umfram
leyfilegar aflaheimildir og styrkja
jafnframt stöðu Fiskistofu til eft-
irlits með brottkasti. Athygli vek-
ur að sjávarútvegsráðherra hafði
ekki samráð við hagsmunaðila í
þessu máli né kynnti það form-
lega fyrir þeim áður en það var
gert opinbert eins og tíðkaðist
áður. Grétar Mar Jónsson forseti
FFSI segist vera mjög óhress
með það. Ráðherra segist ekki
hafa gengið undir neitt jarðar-
men til að viðhalda einhverjum
vinnubrögðum í þessum efnum.
Á blaðamannafundi í gær var deilt um vinnubrögð ráðherra.
Ur 5 í 2%
I frumvarpi til laga um breyting-
ar á um lögum um stjórn fisk-
veiða er lagt til að ákvæði Iaga
um tilfærslu tegunda verði
þrengt, eða úr 5% í 2% af heild-
arverðmæti botnfiskaflamarks.
Ráðherra segist persónulega vera
þeirrar skoðunar að útvegsmenn
hafi misnotað sér þessa reglu,
þótt það hafi verið löglegt. Hann
bendir á að þessi heimild hefur
fyrst og fremst verið nýtt til þess
að auka afla í eftirsóknarverðari
tegundum á kostnað annarra. I
upphafi hefði tilgangurinn með
þessari heimild hins vegar verið
sá að skapa sveigjanleika í kerf-
inu þannig að síður kæmi til
brottkasts þegar fisktegund feng-
ist sem viðkomandi bátur hefði
ekki aflamark í. Með þessum
áformuðu breytingum á að vera
hægt að koma í veg fyrir teg-
undabreytingar í þeim mæli sem
verið hafa án þess að horfið sé
frá upprunalegu tilgangi ákvæð-
isins. Ráðherra telur að þessi
breyting geti þrengt stöðuna hjá
útgerðum. Þarna sé hins vegar
verið að fórna skammtímahags-
munum fyrir langtímahagsmuni.
Sem dæmi nefnir hann 5% teg-
undafærslan hefur aukið karfa-
veiðina um tæplega 50 þúsund
tonn sé Iitið til sex síðustu fisk-
veiðiára, eða sem nemur nær öll-
um karfakvótanum á yfirstand-
andi fiskveiðiári.
Eftirlit vegna gruns
í breytingum á lögum um um-
gengni um nytjastofna er lagt til
að Fiskistofa nýti upplýsingar
um landaðan afla til að beina
eftirliti að ákveðnum fiskiskip-
um. Það þýðir að Fiskistofa get-
ur sett veiðieftirlitsmann um
borð í skip til að fylgjast með
veiðum þess Ieiki grunur á að
stærðarsamsetning, aflasamsetn-
ing eða gæði séu frábrugðin afla
annarra skipa sem stunda sam-
bærilegar veiðar. Þá er kveðið á
um það að Fiskistofa greiðir
kostnað vegna eftirlitsmanns sé
hann um borð í viðkomandi skipi
sjö daga eða skemur. Ef ástæða
þykir að hafa hann Iengur um
borð leggst allur kostnaðurinn á
útgerðina frá og með áttunda
degi. -GRH
Bifhjóiaeigendur og tryggingaféiög
eida grátt silfur.
Bifhjólaiðgjöld
lægri en tfonið
Samband íslenskra tryggingafé-
laga (SIT) hrekur staðhæfingar
bifhjólaeigenda um að iðgjöld
séu óeðiilega há. „Alkunna er,
að það er fyrst og fremst tjóna-
kostnaður vátryggingafélaga í
hlutaðeigandi vátryggingum
sem ræður iðgjöldum. Iðgjöld í
lögboðnum tryggingum vegna
bifhjóla (ábyrgðartrygging ásamt
slysatryggingu ökumanns og eig-
anda) á árunum 1995 til 1999
námu alls 143.8 milljónum
króna. Tjón þessara sömu ára
námu á hinn bóginn 316 millj-
ónum,'1 segir í tilkynningu frá
SÍT.
Ennfremur segja tryggingafé-
lögin: „Erfitt er að átta sig á mál-
flutningi bifhjólamanna. Ljóst
er að iðgjöld þeirra lækka vart
nema dragi úr tjónum þeirra
nema þá að bifhjólamenn séu að
biðja um að aðrir landsmenn,
þ.e.a.s. bifreiðaeigendur al-
mennt, taki á sig hækkun ið-
gjalda í ökutækjatryggingum og
niðurgreiði þannig iðgjöld vegna
vélhjólanna.“ -BÞ
Tók lærtn með
eftír ákeyrslu
Jafnvel limlest vegalömb virðast geta endað á sunnudagsborði
landsmanna.
Ekið var á lamb við bæinn Leir-
höfn á Melrakkasléttu um helg-
ina. Sá sem fyrir því varð virðist
hafa verið svangur í meira lagi því
hann skyldi aðeins hluta lambs-
ins eftir því hann skar lærin frá
og hafði þau með sér. Eigendur
lambsins eru þau Þóra Jósefs-
dóttir og Kristinn Steinarsson í
Reistarnesi á Melrakkasléttu sem
eru með um 320 fjár á vetrar-
fóðrum. Þóra segir að þegar
Kristinn hafi ætlað að fara með
lambið í grylju hafi honum fund-
ist það óvenju létt og séð að á það
vantaði nánast afturhlutann.
„Eg hef aldrei vitað til þess að
svona hafi verið gert áður, hvorki
hér né annars staðar. Það eru all-
ir hér mjög gáttaðir yfir þessu og
finnst þetta mjög ómannúðlegt.
Sá sem þetta gerði hefur haft
með sér góðan hníf, svona gerir
enginn með vasahníf, enda skar
hann þvert yfir hrygginn. Kjötið
er aðeins ætt að þetta sé gert
strax eftir ákeyrslu. Við verðum
alltaf fyrir einhverjum áföllum
vegna þess að ekið er á lömb frá
okkur, og svo finnast ekki önnur
á haustin svo kannski hafa ein-
hver þeirra verið hirt f heilu lagi
eða hent einhvers staðar þar sem
þau finnast ekki,“ segir Þóra Jós-
efsdóttir.
Grandvar bílstjóri hefur sið-
ferðislega skyldu til að tilkynna
atburðinn til bóndans ef hann
ekur á lamb. Ef aðstæður eru
ökumanni óhagstæðar þarf að
greiða 7.600 krónur ef um
einlembing er að ræða en 6.200
krónur fyrir tvílembing. Hann
getur gert það upp við bóndann
og þá er málinu lokið, eða gert
lögregluskýrslu. Þegar skýrslan
kemur til tryggingafélagsins get-
ur hann greitt því bótaupphæð-
ina til þess t.d. að missa ekki
tryggingabónusinn. -GG
Sjómaður talinn af
Sjómaðurinn sem saknað hefur
verið var talinn af í gærkvöld. Ekki
gaf á sjó í gær til leitar að skipstjóra
rækjubátsins Ingimundar gamla
HU frá Hvammstanga sem fórst
rctt upp úr hádegi á sunnudag.
Leki kom að bátnum, lestin fylltist
af sjó og bátnum hvolfdi á innan
við 5 mínútum eftir að beðið var
um aðstoð. Erfiðlega gekk að skjó-
ta út gúmmíbát og er það talin
ástæða þess að skipstjórinn gaf sér
ekki tíma til að fara í flotgalla eins
og hinir tveir skipverjarnir.
Fokker Landhelgisgæslunnar
flaug yfir svæöið í gær en þar var
norðaustan stinningskaldi, um 30
hnútar, og fannst ekkert utan þess
að eitthvað sást af braki. I dag
verða gengnar Ijörur norðan
Hólmavíkur allt til Gjögurs, og
munu hjálparsveitir af svæðinu
annast það en fá aðstoð sveita við
Húnaflóa verði eftir því leitað. -GG
Bullandi tap á kolmuima
Nokkur íslensk nótaskip eru
enn á veiðum til þess að aífa
sér veiðiréttinda áður en til
kvótasetningar kemur á
kolmunnanum. Veiði íslenskra
skipa á árinu nemur um 220
þúsund tonnum. Bullandi tap
er á veiðunum vegna Iágs af-
urðaverðs og stöðugt hækkandi
olíuverðs. Norður-Atlantshafs-
fiskveiðinefndin hefur verið að
reyna að komast að samkomu-
lagi um nýtingu á kolmunna-
stofninum og ákveða kvótaskiptinu milli landa. En eins og stundum
áður er ekkert samkomulag í augsýn um það hvað hver þjóð á að fá í
sinn hlut, og á því hefur strandað.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir að
veiðin sé langt umfram það sem fiskifræðingar telja að veiða megi og
ljóst að sú veiðisókn geti ekki gengið til langframa. -GG
Eftirlitsmyndavélar að góðum notum
í tvígang um helgina komu eftirlitsmyndavélar á höfuðborgarsvæð-
inu lögreglu að notum. Hægt var að senda lögreglulið strax á vett-
vang með hjálp myndavélanna þegar átök voru að byrja. 1 öðru tilvik-
inu hafði maður tryllst á veitingastað og bárust átökin út á götu.
Maðurinn var handtekinn skjótt og vistaður í fangageymslu.
Hj álpart ækj astuldur
Sérkennilegt mál kom upp á laugardag í Reykjavík þegar lögreglu var
tilkynnt um þjófnað í verslun sem sérhæfir sig í hjálpartækjum ástar-
lífsins. Tveir karlmenn sem þar k'omu stálu „gervisköpum" og „raf-
knúnum gervilim" og hlupu svo á brott. „Ekki er vitað hvort viðkom-
andi karlmenn hafi verið svo dreymnir með feng sinn að þcir misstu
einbeitningu sína en þeir skyldu eftir persónuskilríki sín á staðnum,"
segir í dagbók lögreglunnar.
Tveir fengu reykeitrun
Skömmu eftir nnOnætti á mánudag var tilkynnt um svartan reyk á
stigagangi í fjölbýlishúsi við Krummahóla. Þar hafði komið upp eld-
ur í kjallaraíbúð og voru miklar skemmdir í þeirri íbúð og reykur og
sót um allan stigagang og í nokkrum íbúðum.Tvennt var llutt á slysa-
deild vegna gruns um reykeitrun. -BÞ
Veiði á kolmunna er umfram blessun
fisifræðinga.