Dagur - 10.10.2000, Síða 6

Dagur - 10.10.2000, Síða 6
6 - VRlttJUl) AGU R 10. OKTÓBER 2000 Dugur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON Aðstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.ooo KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso KR. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: boo 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Simar auglýsingadeildar: CREYKJAV(K)563-i615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVÍK) Framseljið hann í fyrsta lagi Það var beinlínis ömurlegt að horfa á Slobodan Milocevic lýsa því í sjónvarpsstöðvum um helgina, að nú þegar hann hefði frétt um úrskurð stjórnlagadómstóls um að hann hefði tapað forsetakosningunum, myndi hann að sjálfsögðu víkja og óskaði sigurvegaranum til hamingju! Sjálfur myndi hann nota tækifær- ið og nota þær frístundir sem sköpuðust við það að hann hafi nú verið leystur undan erilsamri ábyrgð sem forseti, til að sinna íjölskyldunni! Svona klisjur hefðu gengið hjá sveitarstjórnar- manni austur á fjörðum eða þingmanni sem tapar prófkjöri í Reykjavík, en af vörum Slóbódans Milocevic, eftirlýstum stríðs- glæpamanni og kúgara, minnir þetta á absúrdleikhús! í öðru lagi Það sem þó er jafnvel enn fáránlegra en klisjuræða Milocevic, er að steypan sem vellur upp úr honum virðist tekin góð og gild. Sjálfur hefur Milocevic sagst ætla að endurbyggja innviði flokks síns í stjórnarandstöðu og hinn nýi forseti lýsti því yfir að Milocevic yrði ekki framseldur til stríðsglæpadómsstólsins í Haag. Greinilega telur Kostunica að með þessu verði auðveld- ara að lægja öldur í viðkvæmu pólitísku ástandi. En í Ijósi blóði drifinnar sögu Milocevics og stuðningsmanna hans, hljóta menn að spyija hvort hér hafi Kostunica forseti ekki gert sín fýrstu pólitísku mistök. 1 þriðja lagi Alvarlegast er þó ef Vesturlönd ætla að Iáta sem ekkert sé. Það væri út í hött að gera ekki kröfu um að höfuðpaurinn og ýmsir af hans herforingum í mesta stríðsglæpamáli síðari tíma verði framseldir til stríðsglæpadómsstólsins í Haag. Þar hafa undir- sátar Milocevics þegar verið dæmdir fyrir glæpi gegn mannkyn- inu. Það er sjálfsagt aflétta refsiaðgerðum, en frekari aðstoð hlýtur að taka mið af framsalsmálum. Annað er óásættanlegt og vanvirðing við fórnarlömb stríðsglæpanna. Halldór Asgrímsson hefur þegar sent nýjum ráðamönnum hamingjuóskir Islend- inga, hann verður einnig að flytja þeim þau grundvallarskila- boð, að stríðsglæpamenn beri að draga til ábyrgðar. Birgir Guðmundsson Samsærið miMa Um hclgina brá svo við að hvorki á laugardagskvöld né sunnudagskvöld var dagskrá riðlað vegna íþrótta! Kannski var þctta vegna þess að á þess- um dögum er svo mikið af íþróttum á sjálfri dagskránni. Hvcr veit? En það sem meira var, ýmislegt virtist bitastætt á dagskrá Jjannig að Garri ákvað að setjast niður og horfa á nýj- an skemmtiþátt annars vegar og svo sunnudagsleikhúsið hins vegar. Það var enda ekki Iaust við að Garri hugsaði hlýtt til Markúsar Arnar á laugar- dagsmorguninn, jiví augljóst var að hann hafði gripið í taumana og sagt hingað og ekki lengra við þess- um endalausu íþróttalýs- ingum. í viðtali við Dag kom nefnilega fram að hann er mjög efins um Markús að réttlætanlegt sé að hafa allt þetta sport í sjónvarp- inu og telur af og frá að Ríkis- útvarpið fari út í að reka sér- staka sportrás. „Markús er minn maður,“ hugsaði Garri og hlakkaði til sjónvarpsgláps kvöldsins. Vonbrigöi En Jjví miður urðu vonbrigðin talsverð þegar í ljós kom að innlenda dagskrárgerðin var lítið annað en léleg eftirlíking af ótalmörgum amrískum skemmtiþáttum og enn var verið að tala við gamla kunn- ingja glanstímaritanna á sömu gömlu tvíræðu nótunum og áður. (Er það tilviljun að þú átt SEEEX líkamsræktarstöðvar Jónína?!!! Ha, ha,ha.) Helsta huggunin harmi gegn var að þarna var þrátt fyrir allt töluð ágætis íslenska og vissulega var eitt og eitt atriði í góðu lagi, eins og t.d. hljómsveitin og kvótaprinsessan Bára Sól. En auðvitað getur einn og einn svona þáttur höfðað með mismunandi hætti til manna, og Garri frétti meira að segja af konu í Húnavatnssýslu sem hafði bara gaman af þessu. En Jjetta var Jjó bara byrjun sjón- varpsglápsins og vísbending um það sem koma skyldi, því áður en helgin var liðin uppgötvaði Garri eitt mesta samsæri íþróttaáhugamanna fyrr og síðar. Frekar íþróttir! Á sunnudagskvöldið var nefni- lega sett á dagskrá leikrit eftir Guðberg Bergsson sem alla jafna er einhver skemmtilegasti höfund- ur landsins. En til að gera langa sögu stutta þá var leikritið svo leiðin- legt og svo mikið stagl að Qrn Garra var farið að dauð- langa til að horfa t.d. á 200 km hjólreiðakeppni kven- na í beini útsendingu. Og það var þá sem hugljómunin varð og Garri áttaði sig á Jjví hvað var að gerast. Iþróttadeildin hlaut að hafa komist með fing- urnar í það efni sem innlenda dagskrárdeildin hafði verið að vinna. og snúið |>ví upp í meiri leiðindi en áður hafa þekkst. Og er þá langt til jafnað. Til- gangurinn er augljós, það á að snúa Markúsi frá villu síns vegar þannig að hann hætti við að hafa dagskrá í sjónvarpinu - sérstaklega leiðinlega innlenda dagskrá - en beini kröftum og fjármunum stofnunarinnar al- farið aftur að íþróttunum og endurvarpi sem allra mest frá íþróttaleikjum. Þetta er bráð- snjallt samsæri, sem hugsan- lega hefði getað gengið upp, ef ekki hefði komið til snilligáfa Garra og kunnátta í samsær- um og samsæriskenningum. Markús, það er ekkert að þakka! GARRi JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Islenskir íþróttaáhugamenn eiga ekki skilið að eiga afreksfólk. Kröfur sem til þess eru gerðar eru yfirleitt með öllu óraunhæfar og viðbrögð við sigrum eða tapi oftar en ekki út úr kortinu og sveillast á milli taumlausrar sig- urvímu og yfirgripsmikillar fýlu. Handboltalandsliðið helur oft fengið að kenna á hverflyndi landa sinna. Einar Vilhjálmsson var í fremstu röð í heiminum í áratug og honum jafnan hampað mjög fyrir stórmót, en síðan tck- ið með ólund og þegjandi þögn- inni |)egar útkastsgeirinn passaði ekki alveg á olypmpíuleikunum, eins og reyndar hendir oft fleiri keppendur en Islendinga. Og Jjegar Vala sló fyrst gegn, varð Evrópumeistari og setti heimsmet, þá var hún borin á gullstói landa sinna. En svo fór Vaia að dala, eða öllu heldur óx keppinautum hcnnar fiskur um hrygg og Vala var við það að gleymast. Allt þar til bronsið kom Oraimhæfar krofur og Jjjóðin missti enn einu sinni taumhald á tilfinningum sinum. Eins og hún auðvitað gerir aftur, með neikvæðum formerkjum, ef Vala fellir byrjunar- hæð á næsta stór- móti. Vélarbilim? Islenska Iandsliðið í knattspyrnu hefur náð ótrúlegum ár- angri á síðustu árum og staðið sig vonum betur. Það hefur staðið uppi í hárinu á |jjóðum sem eru einfaldlega miklu betri í fót- bolta en við. Það hefur, ef eitthvað er, leikið ofar getu. Og Guðjón og strákarnir „okkar“ gerðir að dýrlingum. Og svo tók Atli við og byrjaði með stæl og liðið vann marga glæsta sigra. Tapleikur gegn Dönum, Jjjóð sem er mun sterkari en við og hefur alltaf verið, dró ögn úr sig- urvímunni en var bara litið á það sem smávægilega vélarbilun, sem yrði lagfærð í næsta leik gegn Tékkum, fjórða besta landsliði ver- aldar og Jjað á úti- velli! Betur næst Óháðir luiattspyrnu- sérfræðingar um all- an heim hefðu fyrir- fram talið að eðlileg úrslit, miðað við styrkleikamun þjóð- anna, væri Jjrjú til fimm mörk gegn engu. Og niðurstaðan varð ein- mitt 4-0, eins og við mátti búast. En íslendingar reiknuðu í röðum mcð því að þeirra lið myndi vinna, eða í þaö minnsta ná jafn- tefli! Vissulega lék liðið undir getu í þessurn leik, eins og reyndar alltaf má búast við að geti hent. En sem sagt, gegn Tékkum gekk dæmið ekki upp, en úrslitin voru eðlileg og hafa örugglega ekki komið neinum á óvart sem vit hafa á heimsfótboltanum. En viðbrögðin heimafyrir eru jafn öfgafull og venjulega. I stað þess að segja: Það gengur hara betur næst, Jjú er slrax farið að tala um að rétt sé að reka Atla og sleppa Jjví að mæta á Ieikinn gegn Norður-Irum á morgun til að sína vanþóknun sína í verki. Islenska Iandsliði hefur staðið sig frábærlega á undanförnum árum og strákarnir eiga allir heiður skilinn. En um leið og eitthvað bjátar á, þá hengja áhangendur haus og snúa haki við Iandsliðinu. Islenskir íþróttaáhugamenn eru góðir í meðbyr en vonlausir í mótbyr. Þess vegna eigum við ekki skilið að eiga afreksfólk Í íþróttum. SPUÉSI svaurad Ertu sammáhi því að ríkiðhomi að fjár-mögn- un sérstahs „Hrað- menntashóla“ sem út- shrifi válda námsmenn á tveimur árum, eins og gert er ráðfyrir á fjár- lögum? Svanfríður Jónasdóttir þingmaðitrSamJylkingar „Skattpening- um á að verja í almannajjágu, ekki sérhags- muna. Við í Samfylking- unni höfum viljað stytta Jjann tíma sem það tekur ungmenni að Ijúka framhaldsnámi. Við leggjum hins vegar áherslu á jafnrétti til náms og að það gerist með nauð- synlegum breytingum bæði í grunnskóla og framhaldsskólan- um sjálfum og gagnist öllurn." Hjálmar Ámason þingmaðnrFramsóknarflokks „Af hverju er verið að veita sérstökum fjár- mununt í þetta þegar núver- andi áfanga- kerfi felur þessa hraðleið í sér. Nú þegar höfum við skóla sem eru að brautskrá nemendur eftir tvö og hálft til þrjú ár til stúdentsprófs. Af hverju þarf þá að setja upp sérstakan skóla til að ná þessu markmiði? Ég er fullur efa- semda.“ Þuríður Backman þ ingmaðnr Vinstri gramna „Eg er hrifin af valmöguleik- anum, en að svara já eða nei á ekki við þarna. Eg er mótfallin því að einkaskól- arnir fái jafnvel hærri styrki til þessa hraðnáms ef svo skólinn getur svo enn- fremur Iagt á Jjau gjölcl sem hon- um hentar. Það þurfa Jjví að vera til aðrar forsendur en að þeir fái sömu greiðslur og hinir opinberu skólar.“ Sverrir Hermannsson þingmaðttrFrfálslyndra „Þegar ég var menntamála- ráðherra braut ég upp á því að reynt yrði að fækka árunum fram að stúd- entsprófi um eitt ár og gera það að stefnumiði. Eg er ekki fjöðrum fenginn við þessa tillögu því mér stendur stuggur af öllum sérréttindum sem færð eru mönnum upp í hendurnar. Hvernig á að velja þessa nem- endur og þá kemur upp klíku- skapurinn. Mér stendur því stuggur af þessu."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.