Dagur


Dagur - 10.10.2000, Qupperneq 7

Dagur - 10.10.2000, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2 00 0 - 7 ÞJÓÐMÁL Úr einu í araiaó JÓN KKISTJANS- 'v iH' 2 ffp SON alþingismaður SKR/FAfí Síðustu fimm ár hafa verið eitt mesta framfaraskeið í þjóðarsög- unni. Islenska þjóðin getur horft til nýrrar aldar með bjart- sýni. Grunnur hefur verið lagð- ur að traustum efnahag. Hér er full atvinna, hér er gnótt tæki- færa fyrir unga og framsækna kynslóð. Við göngum til fram- tfðar staðráðin í að bæta enn um betur, bæta okkar hag, jafnframt því sem við ætlum okkur að jafna aðstöðu fólksins í landinu og mynda áfram öryggisnet um þá sem höllum fæti standa í samfé- laginu. Batnandi hagur, öflug at- vinnustarfsemi og framleiðsla í landinu eru grundvöllurinn að slíku. Full atvinna, góð afkoma atvinnufyrirtækjanna í landinu og velferð fólksins verða ekki sundur skilin. Það er löng leið frá þeim sporum sem núverandi stjórnarflokkar stóðu í árið 1995 þegar rætt var um hvort hætta væri á því að missa fjárhagslegt sjálfstæði vegna viðvarandi hallareksturs og skuldasöfnunar ríkissjóðs, til þess nú að greiða niður skuldir í svo miklum mæli að mögulegt er að peningalegar eignir nemi hærri fjárhæð en skuldir að Ijórum árum liðnum. Hverjir borga? Það er staðhæft að þessi þróun hafi verið á kostnað þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, og flestar ræður stjórnarand- stöðunnar um ríkisfjármál hafa gengið út á þetta síðasta hálfa áratuginn. Þetta er alrangt. Allt þetta tímabil hefur verið varið meiri fjármunum til menntamála, heil- brigðismála og félagsmála með „/ fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir auknum framlögum tilýmissa þátta menntamála og til velferðarkerfisins. Má þar nefna háskólastigið, aukin framlög til framhaldsskóla og Lánasjóðs íslensskra náms- manna, “ segir Jón m.a. í grein sinni. ári hverju. I fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir aukn- um framlögum til ýmissa þátta menntamála og til velferðarkerf- isins. Má þar nefna háskólastig- ið, aukin framlög til framhalds- skóla og Lánasjóðs Islensskra námsmanna. I heilbrigðiskerf- inu er aukning til hjúkrunar- heimila. I tryggingakerfinu er aukning til barnabóta, og trygg- ingabætur hækka fram yfir verð- lagsforsendur frumvarpsins. Framlög til málefna fatlaðra hækka og tekið er upp fæðingar- orlof samkvæmt nýrri Iöggjöf sem samþykkt var á síðasta þingi Staðreyndin er að sótt er í rétta átt á öllum sviðum þó jafn- framt sé verið að greiða niður skuldir. Þetta tekst vegna þess að það er kraftur f efnahagslífinu sem hefur skilað sér í auknum kaupmætti og tekjum. Það er blekking að ríkissjóður nærist eingöngu á viðskiptahalla. Byggðamálin Þessi efnahagslegi grunnur skap- ar allt aðra stöðu til þess að fást við þau úrlausnarefni sem við blasa. Það er nauðsynlegt að taka á byggðamálum áfram og skapa sátt um að byggja landið allt. Það er farsælast í lengd og bráð fyrir alla landsmenn. Tilflutningur fólks til höfuð- borgarsvæðisins umfram eðli- lega fólksfjölgun velur beinum kostnaði og sóun í samfélaginu og skapar félagsleg vandamál. Hins vegar verður fólk ekki bundið í átthagafjötra og hin unga kynslóð hvar sem hún býr þarfnast þess að víkka sjón- deildarhringinn hér heima og erlendis og vera ekki bundin á klafa sama starfs eða sama byggðarlags alla ævina. Hins vegar er fjölbreytni at- vinnulífs og þjónusta á Iands- byggðinni grundvöllur þess að halda sfnu í samkeppni um fólk sem er í nútíma samfélagi. Nokkur atriði eru afar þýðing- armikil varðandi byggðamálin. Það ber nauðsyn til þess að skapa skylyrði fyrir atvinnu- starfsemi tengdri gagnaflutn- ingum og upplýsingahraðbraut- inni, með sama verði fyrir þjón- ustuna um land allt. Nýting orku og stóriðja tengd henni þarf að verða að veruleika. Fjöl- breytni menntunar um lands- byggðina þarf að auka með auknu samstarfi við háskólana og með fjarkennslu. Það þarf að styðja nýjar greinar í tengslum við landbúnað svo sem skóg- rækt og hestamennsku. Lands- byggðin þarf að fá aukna hlut- deild í opinberum störfum. Þar að auki þarf að nýta sóknarfæri í sjókvíaeldi að hætti Færeyinga , og Norðtnanna. \ Ennfremur er nauðsyn að i sveitarfélögin hafi stöðu til þess að veita sínu fólki þjónustu á þeim mikilvægu sviðum sem þau hafa með höndum. Af- , koma þeirra hefur versnað. i Það sýna tölur sem hafa komið ' inn á borð tekjustofnanefndar. Skýrsla auðlmdanefndar ' Skýrsla auðlindanefndar sem , úbýtt var fyrir helgi er góður grunnur til að byggja á frekari ' umræðu og tillögur til sátta varð- andi auðlindanýtingu. Við fram- sóknarmenn göngum með opn- um huga til þessarar umræðu. Gjaldtaka fyrir nýtingu auðlinda má hins vegar ekki undir neinum kringumstæðum rýra samkeppn- ishæfni þeirra atvinnuvega sem byggjast á nýtingu þeirra. ísland og umlieinmrÍHU Okkur íslendingum hcfur ávallt vegna best með greiðum sam- skiptum við erlendar þjóðir. Okkur er þörf á því á nýrri öld að hafa samskipti við þjóðir um vfða veröld, vegna viðskipta og menningarlegra samskipta. Ný tækni í fjarskiptum hafa sett okkur inn í hringiðu alþjóðlegra samskipta og möguleikarir eru allt aðrir en áður. Okkur ber skylda til að halda stöðugt uppi vel upplýstri umræðu um utan- ríkismál. Samskiptin við Evr- ópuríki eru einn þátturinn, og Framsóknarflokkurinn hefur tekið á þeirri umræðu í sínu flokksstarfi á nýjan hátt sem vakið hefur mikla athygli. Mál- ið er mikið að vöxtum og þróun- in í samstarfi Evrópuríkja er á fleygiferð. Mörgum hættir til þess að gera það að miðdeplin- um í þessari umræðu hvort sækja eigi um aðild að Evrópu- sambandinu eða ekki. Slíkar ákvarðanir eru ekki á dagskrá nú. Afiiemuiii skattleysi söluliagiiaöar Síðastliðið vor lagði þingflokkur Samfylkingarinnar frani frum- varp til laga um breytingar á lög- unum um stjórn fiskveiða. Þá var jafnframt tilkynnt að á haust- þingi yrði lögð fram tillaga til breytinga á 17. grein laga um tekju- og eignaskatt til að afnema ákvæði um frestun á tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa. Einnig að koma í veg fyrir að að- ilar geti komist hjá skattgreiðslu af slíkum söluhagnaði með því að kaupa ný hlutabréf. Þegar fjár- magnstekjuskattur var settur á árið 1996 varð jafnframt sú breyting á lögunum um tekju-og eignaskatt að lögaðilar geta farið fram á að fresta tekjufærslu sölu- hagnaðar af sölu hlutabréfa um tvcnn áramót frá söludegi. Sama gildir um einstaklinga í atvinnu- rekstri enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum. Kaupi slíkur aðili önnur hluta- bréf í stað hinna seldu innan þess tíma færist söluhagnaður- inn til lækkunar kaupverði þeirra bréfa. Nemi kaupverð hinna keyptu hlutabréfa lægri fjárhæð en söluhagnaðurinn telst mis- munurinn til skattskyldra tekna. Ef hlutabréf eru ekki keypt innan tilskilins tíma telst söluhagnað- urinn til tekna á öðru ári frá því hann myndaðist. Alvarlegt fyrir efnahagslífið Afleiðingar þessara breytinga hafa e.t.v. orðið aðrar og víðtæk- ari en reiknað var með. Alvarleg- ast fyrir íslenskt efnahags- og at- vinnulíf er að mikið fjármagn hefur verið losað úr íslenskum atvinnulífi með sölu hlutabréfa og verið flutt úr landi. Ef marka má þá litlu umræðu sem fram fór um breytinguna þegar hún var gerð á Alþingi vorið 1996 var til- gangurinn sá að stuðla að sparn- aði og því að íjármagnið héldist áfram í íslenskum atvinnufyrir- tækjurn. Þó upplýsingar um hlutabréfaeign Islendinga er- lendis séu ónákvæmar sýna tölur Seðlabankans að gríðarlega mik- ið fjármagn hefur verið að flytjast frá landinu á allra síðustu árum. Frá árslokum 1996 hefur hluta- bréfaeign Islendinga erlendis vaxið úr rúmum 12 milljörðum í 160 milljarða. Umræddar skatta- breytingar og sá möguleiki að fresta skattgreiðslum með því að ljárfesta áfram í hlutafélögum, ásamt hagstæðu skattaumhverfi erlends, hefur haft það í för með sér að margir fara þá leið að stof- na eigin eignarhaldsfélag erlend- is og fjárfesta síðan í þeim. Uppbygging íslenskra fjármála- fyrirtækja erlendis hefur auð- veldað mönnum að nýta sér þessa möguleika og e.t.v. hefur þessi breyting einnig hraðað stofnun og vexti dótturfyritækj- anna. Þótt flcira en þessi eina skattabreyting hafi áhrif á það að íslenskar fjármálastofnanir séu með starfstöðvar erlendis er al- mennt talið að breytingin hafi haft veruleg áhrif á þessa þróun. Menn geta lfka velt fyrir sér áhrifum þessa á vaxandi við- skiptahalla á þessum sömu árum. Skuldir sjávarútvegsins Á undanförnum árum hefur það sætl sérstakri gagnrýni hve mik- inn söluhagnað einstaklingar hafa verið að fá vegna sölu hluta- bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Markaðsverð aflahlutdeilda hef- ur farið hækkandi allt frá því nú- gildandi lög um stjórn liskveiða tóku gildi. Einstaklingar sem hafa selt aflahlutdeildir en hafa ekld keypt aðrar í staðinn hafa því oft hagnast verulega, jafnvel þó þeir hafi greitt fullan tekju- skatt af ágóðanum. Þeir sem eru óbeint handhafar aflahlutdeilda með því að eiga hlutabréf í út- gerðarfyrirtækjum hafa hins veg- ar getað komist hjá þessari skatt- lagningu vegna þessarar laga- breytingar. Þegar þeir selja hluta- bréf með hagnaði, sem að ein- hverju leyti er til kominn vegna hækkaðs verðs á aflahlutdeildum félagsins, geta þeir frestað og þar með komist hjá skattlagningu með því að kaupa hlutabréf í öðr- um hlutafélögum sem ekki þurfa að vera tengd útgerð eða skrásett hér á landi. Noti þeir sér ekki þann kost greiða þeir fjár- magnstekjuskatt af hagnaðnum nema hann fari fram úr rúmum 3 milljónum króna á ári hjá ein- staklingi. Þetta hefur eðlilega sætt margvíslegri gagnrýni. Skuldir sjávarútvegsins eru nú í kringum 175 milljarðar og hafa aukist um 70 milljarða á síðustu fjórum árum. Nýfjárfestingar í sjávarútvegi á sama tíma eru ekki miklar og afkoma í grein- inni hefur verið viðunandi. Astæður hinnar miklu skulda- aukingar eru því að stórum hluta taldar stafa af því að kvóti og fyrirtæki hafa verið seld fyrir fé sem ekki hefur verið varið til endurfjárfestingar í greininni. Etnstök ívilnun Reglan um frestun skattlagn- ingar nær auðvitað til hluta- bréfaeigenda í öllum atvinnu- greinum en hagnaður af við- skiptum með hluti í sjávarút- vegsfyrirtækjum hafa stungið almenning mest í augu, e.t.v. vegna þess að margir þeirra sem hafa farið með mikla peninga út úr greininni og komist hjá skatt- lagninu vegna framangreindra ákvæða hafa heldur ekki greitt fyrir þau afnot sem þeir fengu af sameiginlegri auðlind þjóðar- innar. Þingmenn Samfylking- ar hafa nú flutt frumvarp um að afnema þau ákvæði laganna sem gera það kleift að fresta greiðslu skatta af söluhagnaði og komast hjá skatti með áfram- haldandi fjárfestingum í öðrum félögum. Ekkert það land sem við berum okkur saman við er með viðlíka ívilnanir til handa hlutabréfaeigendum. Þessi ákvæði hljóta að verða numin brott úr lögum nú þegar nötur- leg reynslan al framkvæmd þeirra liggur fyrir. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.