Dagur - 10.10.2000, Side 9

Dagur - 10.10.2000, Side 9
T^o' ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Risinn ógurlegi Eftir tvær umferðir í ímdaukeppni HM- 2002 er íslenska karlalandsliðið nú stigalaust í botnsæti 3. riðils eftir stórt tap gegn Tékkum á laug- ardaginn. Strákamir réðu engan veginn við nýja liðsuppstillingu og heldur ekki við ris- aim ógurlega, Jan Koller, sem skoraði tvennu eins og Pavel Nedved gerði einnig. Tékkar höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar þegar þeir unnu 4-0 sigur á illa upplögðu liði Islendinga í Tékk- landi á laugardaginn. Islenska Iiðið sem leikið hefur með góð- um árangri gegn sér sterkari lið- um að undanförnu, mætti nú til leiks þar sem verulega hafði ver- ið hrært í liðsuppstillingunni og virtist hún henta andstæðingun- um hið besta. Vörninni var ekki bara stillt upp í öftustu víglínu heldur Iíka upp kantana og var það er virtist gert til að koma í veg fyrir að risinn Jan Koller (2,02 m) fengi úr einhverju að inoða fyrir framan íslenska mark- ið, eftir fýrirgjafir. Sérstök áher- sla var lögð á að passa hinn eld- snögga Karel Poborsky og var þeim Sigurði Erni Jónssyni og Hermanni Hreiðarsyni ætlað það hlutverk. Herbragðið heppnaðist þó ekki betur en svo að tvö fyrstu mörkin, sem Koller skoraði, komu eftir fyrirgjafir. Það fyrra á 18. mínútu eftir fyrirgjöf Pavels Horvath og það seinna á 41. mínútu eftir hornspyrnu. Fyrra markið var mjög glæsilegt, en Koller fékk þá háa fyrirgjöf inn í teiginn og tókst að skalla knött- inn úr þvögu niður í blautan grassvörðinn og þaðan sem hann skaust í stöngina og inn, óverj- andi fyrir Birki í markinu. Það seinna var hálf klaufalegt, en þá tókst Koller að skalla boltann að stönginni nær og þaðan barst hann af Rúnari Kristinssyni í netið. Þar með hafði risinn ógur- legi gert það sem hann átti ekki að fá að gera og lagt grunninn að tékkneskum heimasigri. Tékkar gefa tnninn Eftir tvö góð færi á upphafsmín- útunum höfðu Tékkar gefið tón- inn í leiknum og um leið var sem íslenska liðið missti allan mátt og var leikur þess upp frá því eins og hálfgert knattaklór. Þeim gekk illa að halda knettinum innan liðsins og flestar sendingar lentu fyrir fótum Tékkanna, sem voru strax mættir þegar íslenska liðið reyndi að byggja upp sóknir. Menn lifðu þó í voninni og minntust leiksins gegn Frökkum í París, þar sem íslenska liðið náði að jafna eftir að heims- meistararnir höfðu náð tveggja marka forystu. En á 44. mínútu gerði Pavel Nedved, leikmaður Laz.io á Ítalíu, þá drauma að engu, þegar hann skoraði þriðja mark Tékka með þrumuskoti í hornið fjær úr galopnu færi eftir sendingu inn fyrir íslensku vörn- ina. Netved átti eftir að koma mik- ið við sögu í seinni hálfleiknum, en þá var hann íslensku vörninni oft erfiður með yfirferð sinni og Ieikni. Þá höfðu tvær breytingar verið gerðar á íslenska liðinu og liðuppstillingin orðin líkari því sem hefur reynst því best til þessa. Hermann Hreiðarsonn var nú aftur kominn í öftustu víglínu f staðinn fyrir Pétur Marteinsson sem fór meiddur af leikvelli og þeir Tryggvi Guðmundsson og Þórður Guðjónsson á kantana. Heiðar Helguson var í staðinn færður af kantinum í fremstu víglínu fyrir Ríkharð Daðason, sem einnig hvarf af velli vegna meiðsla. Birkir ver vitaspymu Breytingarnar virtust ekki koma Tékkum í opna skjöldu og þó ís- lenska liðið væru nú öllu sprækara átti það aldrei svar við öflugum leik Tékkanna, enda tóku þeir lífinu með mikiili ró í upphafi seinni hálfleiks. Eftir um það bil fimmtán mínútna leik skiptu þeir síðan um gír og upp- skáru fljótlega vítaspyrnu eftir að Nedved hafði verið togaður niður innan vítateigs. En Birkir Krist- insson gerði sér Iítið fyrir og varði spyrnuna frá Koller og kórónaði þar með góðan leik sinn í leikn- um, þrátt fyrir mörkin fjögur. Þegar hér var komið sögu færð- ist heldur meira Iíf í íslenka liðið og voru strákarnir nú mun ákveðnari í sóknaraðgerðum sín- um. A 80. mínútu var dæmd aukaspyrna á Tékkana rétt utan vítateigs og munaði minnstu að Eyjólfi tækist að stýra knettinum í netið eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar. Fimm mínút- um síðar átti Heiðar Helguson svo þrumuskot að markinu en því miður rétt yfir slánna. Á 90. mínútu fengu Tékkar svo dæmda aukaspyrnu rétt utan vítateigs og þá urðu Nedved ekki á nein mistök þegar hann dún- draði knettinum í vinstra hornið, að því er virtist beint framhjá ís- Ienska varnarveggnum. Skotið var firnafast og small neðst í stöngina og inn. Fálmkenndur varnarleikur íslenska liðið fær ekki háa ein- kunn fyrir leik sinn að þessu sinni og má segja að Tékkarnir hafi ekki þurft að hafa mikið fyr- ir sigrinum. Þeir Iéku yfirvegaðan leik og biðu eftir færunum, sem þeir fengu nóg af eftir ótrúlega fálmkenndan varnarleik íslenska liðsins og mörg mistök, sem m.a. kostuðu mörkin fjögur. En ís- Ienska liðið hefur sannað oftar en einu sinni að það getur betur og því skal ekki örvænta. Tap gegn fjórða sterkasta liði heims- ins, er svo sem engin skömm, en Tékkarnir eru nú í fjórða sætinu á styrkleikalista FIFA, á eftir Argentínumönnum, Frökkum og Brasilíumönnum og því ekki um neina aukvisa að ræða. Af leikmönnum íslenska liðs- ins átti Birkir markvörður einna bestan leik og verður hann ekki sakaður um mörkin, en segja má að hann hafi öðrum fremur kom- ið í veg fyrir að þau yrðu fleiri. Frekar er liðsheildinni um að kenna og breyttri uppstillingu, sem liðið réði engan veginn við og því fór sem fór. Vonandi hefur þetta bakslag ekki áhrif á baráttuandann í lið- inu fyrir leikinn gegn Norður- írum í Laugardalnum á morgun, en þar mæta strákarnir írunum eftir 1-1 jafntefli gegn Dönum í Belfast um helgina. Þeir unnu Möltubúa 1-0 heima í fyrsta Ieik og eru því án taps í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Danir sem eru með betra marka- hlutfall í öðru sætinu. Strákun- um okkar veitir því ekki af stuðn- ingnum og vonandi að miðahafar mæti á leikinn, sem er liðinu mjög mikilvægur, þar sem það hvílir nú stigalaust í botnsæti rið- ilsins eftir tvö töp. Þjóðarsorg hjá Englendingum Kevin Keegan, lands- liðsþjálfari Englend- inga, sagði upp starfi sínu eftir 0-1 tap gegn Þjóðverjum í und- ankeppni HM-2002 á Wembley-leikvangin- um í London á laugar- daginn. Segja má að þjóðarsorg ríki í Englandi eftir 0-1 tap Englend- inga gegn Þjóðverjum á Wembley-leikvangnum í London á laugardaginn í undankeppni HM-2002. Sorgin er ekki síður mikil þar sem enska landsliðið var að leika síðasta kappleik sem fram fer á hinum ástsæla leik- vangi Wemhley, en eftir um það Kevin Keagan hættur með Englendinga eftir 18 leiki. bil 77 ára sögu verður hann nú rifinn til að rýma til fyrir nýju skipulagi og nýr þjóðarleikvangur byggður í staðinn. I kjölfar taps- ins sagði Kevin Keegan upp störfum sem landsliðsþjálfari og hefur Howard Wilkinsson, tæknistjóra hjá enska knatt- spyrnusambandinu, verið falið að stýra liðinu gegn Finnum í Helsinki á miðvikudaginn. Skipt- ar skoðanir eru vegna afsagnar Keegans og hafa fjölmiðlar í Englandi farið hörðum orðum um þessa ákvörðun hans og jafn- vel kallað hann svikara og rag- geit. Keegan var að vonum óhress með tapið gegn Þjóðverjum og mjög ósáttur við frammistöði sinna manna. Hann sagði á blaðamannafundi eftir leikinn, þar sem hann tilkynnti afsögn sína, að hann hefði tekið þessa ákvörðum að vel hugsuðu máli. „Mér finnst ég engan veginn hafa staðið undir kröfum og árangur- inn hefur alls ekki verið viðun- andi. Eg vil að ég verði dæmdur af verkum mínum og það er alveg ljóst að ég uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru til starfs- ins,“ sagði Keegan sem stjórnaði enska landsliðinu í 18 Ieikjum, þar sem sigur vannst í sjö þeirra, jafnmörgum lyktaði með jafntefli og íjórir töpuðust. Það má segja að það hafi verið Dietmar Hamann, leikmaður Liverpool, sem rak síðasta naglann í líkldstu Keegans, en Hamann skoraði eina mark Ieiks- ins á 14. mínútu beinl úr auka- spyrnu, þar sem hvorki Devid Seamann né varnarmenn liðsins voru tilbúnir skotinu. Um 76 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn til að hvet- ja sína menn og um leið kveðja Wembley og máttu þeir horfa upp á Þjóðverja leika mun betur allan fyrri hálfleikinn. Aðeins góður skalli fyrirliðans Tony Ad- ams að þýska markinu gladdi augað, en því miður fyrir Eng- lendinga varði Oliver Kahn, frá- bær markvörður Þjóðveija, með miklum tilburðum. Keegan hafði látið sína menn leika 4-4-2 í fyrri hálfleik, en breytti í 3-5-2 í þeim seinni og til að lífga upp á sóknarleikinn skip- ti hann Kieron Dyer inná fyrir Gary NeviIIe. Breytingin varð strax til hins betra, en mörkin létu á sér standa og Þjóðverjum tókst með mikilli baráttu að halda fengnum hlut og tryggja sér annan sigur sinn í riðlinum og þar með efsta sætið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.