Dagur - 10.10.2000, Page 11

Dagur - 10.10.2000, Page 11
ÞRIDJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 - 11 Xk^HT- ERLENDAR FRÉTTIR Friðarviljinn er af skomuni skammti ísraelskir hermenn skjóta yfir iandmærin ad Gaza í skotbardaga við Palestínumenn. Myndin var tekin í gær, mánudag. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er flóknara en svo, að einfaldar samninga- viðræður leysi það til frambúðar Mikið liggur við að varðveita friðinn fyrir botni Miðjarðar- hafs, en þar hafa 90 manns fall- ið síðustu tólf daga í átökum milli Israela, Palestínumanna og Araba sem búsettir eru í ísrael. Hundruð eða þúsundir manna hafa særst. Langflestir hinna föllnu og særðu eru Palestínu- menn, sem átt hafa í útistöðum við Israelsher og lögreglu. Þá hafa vopnaðir landnemar á vest- urbakkanum fellt nokkra Palest- ínumenn. Mikil ferðalög eru á forystuliði heimsins til að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi átök, en í gærkvöldi rann út frestur sem Barak forsætisráðherra Israels gaf Palestinumönnum til að láta af óeirðum og hótaði ella að senda herafla inn á Gazasvæðið og önnur svæði sem á að heita að séu undir stjórn Palestínu- manna. Væri þá hætta á að styrj- öld brytist út með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ fór til ófriðarsvæðisins til að freista þess að samningaviðræð- ur tækjust milli Baraks og Arafats Palestínuleiðtoga. Þeir kenna hvor öðrum um upptök átakanna og þykjast hvorugur bera á þeim neina ábyrgð. Arafat fór til Egyptalands til að ráðfæra sig við Mubarak forseta og rúss- neski utanríkisráðherrann er kominn til Mið-Austurlanda til að reyna að bera klæði á vopnin. I Washington var sagt að Clinton forseti væri reiðubúinn til að fara til Israel og til að tala á milli deiluaðila. Þó var ekkert ákveðið um það, en það er tölu- verð áhætta fyrir forsetann að fara í slíka för ef árangurinn verður lítill eða enginn. Hann mun þá auglýsa áhrifaleysi sitt og Bandaríkjanna og gæti það haft mikil áhrif á forsetakosning- arnar þar vestra, en samkvæmt síðustu könnunum eru forseta- frambjóðendur þeir Bush og Gore hnífjafnir þegar stutt er til kosninga og gæti víxlspor Clint- ons auðveldlega fellt Gore vara- forseta. En átökin eru flóknari en svo að þau séu aðeins á milli vel vopnaðara ísraelskra hermanna og kornungra grjótkastara Palestínumanna. Hizbollah skæruleiðar í Líbanon Iáta eld- flaugum rigna yfir Iandamærin, þar sem þau gera að vísu lítinn skaða, en eru eigi að síður árás á Israel. Þeir hafa nú þrjá ísraelska hermenn í haldi og vilja skipta á þeim og palestínskum og lí- bönskum föngum í ísrael. Barak segist ekki semja um það. Israelskar herþotur fljúga yfir Líbanon og skotið var á þær úr Ioftvarnakerfum við höfuðborg- ina Beirut. Er talin hætta á að Israelar sendi her inn f Líbanon, en þeir hersátu suðurhluta landsins í 22 ár, og hurfu þaðan í marsmánuði s.I. Þar með verða Sýrlendingar beinir eða óbeinir aðilar að átökunum og stríðs- hættan magnast að mun. Hcr er því mikið í húfi að frið- arferlið svokallaða hefjist á ný áður en allt fer í bál og brand á þessu viðkvæma svæði, sem stór- veldin hafa með einum eða öðr- um hætti tekið ábyrgð á hvort þar ríkir friður eða ófriður. Sem fyrr segir kenna leiðtogar Israels og Palestfnumanna hvor öðrum um ástandið og segir Barak að Arafat geti sem best skipað sínu fólki að fara með friði, en Arafat segir að Barak sendi herlið á Palestínumenn og sé honum í lófa lagið að halda átökunum í skefjum. En þetta er ekki svona einfalt því atburðir síðust sólarhringa benda til að hvorugur leiðtog- anna hafi stjórn á sínu fólki. Barak er gamall hershöfðingi og getur stjórnað her og lögreglu, en landnemar á herteknu svæð- unum og ofsatrúarhópar hlýða ekki lögum né fyrirskipunum og eru til í tuskið hvað sem vopna- hléssamningum líður. Arafat á við svipaða erfiðleika að stríða. Það eru óskipulagðir hópar, að- allega ungra manna, sem efna til óspekta gegn ísraelskum her- mönnum og lögreglu og þegar í harðbakkann slær verður mann- fall á báða bóga og heiftin brýst út í enn meiri átökum. Ef friðarviðleitnin á að takast verður Arafat að skipa vopnuð- um örvggissveitum sínum að snúast gegn óeirðaseggjunum og berja allt andóf niður með hörku og Barak að senda herlið á ís- relska landnema og ofstækisfulla hreintrúarmenn, sem virðast kæra sig lítið um friðsamlega sambúð við nágranna sína. OÓ Refsiaðgerðum aflétt að hluta LUXEMBOURG - Evrópusam- bandið ákvað í gær að aflétta banni við sölu á olíu til Júgóslavíu en bannið hefur verið í gildi síðan Milocevic fyrrum forseti lét til skarar skríða gegn Albönum í Kos- óvo. Utanríkisráðherrar ES voru sammmála um að hinda endi á bannið á olíusölu og einnig á bann við flugi til Júgóslavíu. Hins vegar töldu þeir ekki tímabært að nema úr gildi bann við vegabréfsáritun- um til landsins eða hömlum á fjármagnsflæði þangað. Rökin fyrir því að aflétta ekki öllum viðskiptahömlum eru þau að slíkum bönnum verði létt smá saman og þess gætt að afnám þeirra muni ekki gagnast stuðningsmönnum Mifocevic. „Það voru allir ráðherrarnir sammála um þessa niðurstöðu," sagði Joschka Fischer við blaðamenn eftir fundinn. Bann við vopnasölu til Júgóslavíu stendur enn óhaggað enda var það bann sett á af Sameinuðu þjóðunum. Þá vakti það heimsat- hygli í gær að svo virðist sem Kínverjar hyggist ekki styðja við bakið á Milocevic fyrrum forseta, því syni Milocevics, Marko Milocevic var snúið frá Kína á flugvellinum í Beijing í gær. Marko, sem er afar illa þokkaður, mun hafa komið með Aeroflotvél frá Moskvu til Bejing og veifað diplómatapassa. Hann varð hins vegar að snúa við aftur þar sem hann fékk ekki að fara inn í landið vegna vandkvæða „vegna vega- bréfsáritunar." Marko Miiocevic. Tyrkir fljúga til írak BAGDAD, Irak - Tyrknesk flugvél sem var með mikið af lyfjum, við- skiptamönnum og tyrkneskum stuðningsmönnum Iraks innanborðs lenti í Bagdad í gær. Að sögn Lutfu Akdogan, fyrrum þingmanns á tyrkneska þinginu og þess manns sem skipulagði þetta flug og leigði flugvélina frá flugfélagi í Tyrldandi, hafa bæði tyrkneska ríkisstjórnin og Sameinuðu þjóðirnar gefið heimild fyrir þessu framtaki. „Heim- sókn okkar hefur ekkert með stjórnmál að gera,“ sagði hann við blaða- menn skömmu eftir komuna til Iraks. „Viðskiptabannið á Iraker bæði grimmilegt og ómanneskjulegt," sagði hann ennfremur.Samkvæmt diplómatískum heimildum munu Tyrkir nú vera að skipuieggja enn umfangsmeiri hjálparstarfsemi fyrir írakskt alþýðufólk. Pínupils og flegnir kjólar PARIS - Pínupils, gegnsæjar blússur og flegnir kjólar virðast áberandi í vor- og sumartfskunni sem nú er verið að kynna í París. Sérfræðingar segja að enn á ný sé hugtakið kynæsandi komið á blað hjá helstu tískuhönnuðum heimsins. I þessum efnum fór Paco Rabanne fremstur hönnuða í gær þegar hann sýndi fatnað sem faldi heldur lítið af glæsilegum sI<rokkum fyrirsætanna. Þá þótti táknrænt fyrir hann að hafa lítinn foss við endann á rampnum þar sem fyrirsæturnar gengu um - flæði vatnsins endurspeglaði ákveðið flæði í fatnaðinum sem sveiflaðist lauslega um fyrirsæt- urnar. Þarna voru kynntar til sögunnar afar lítil pínupils og bikinisundföt sem gerð voru úr glitr- andi silfurhringjum. Mikið bar á því vörumerki Rabanne að hafa málma og plast í fötunum, en menn virðast sammála um að í ár væri stíllinn samt mun nútímalegri og klæðilegri eða efnismeiri en oft áður. Þarna voru þó m.a. málm- skildir fyrir brjóstum sem komu yfir svartar peysur og krómuð bclti úr málmplötum scm fóru með röndóttum siffonbúningi. Pínupiis úr málm- plötum frá Paco Rabanne. ■ FRÁ DEGI ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 284. dagur ársins, 82 dagar eftir. Sólris kl. 8.03, sólarlag kl. 18.24. Þau fæddust 10. októ- ber • 1813 Guiseppe Verdi, ítalskt tónskáld. • 1898 Guðmundur Gíslason Hagalín rit- höfundur. • 1908 Johnny Green, bandarískur dægur- lagahöfundur. •1917 Thelonius Monk, bandarískur djass- tónlistarmaður. • 1930 Harold Pinter, breskt leikskáld. • 1939 Ellert B. Schram forseti ÍSÍ. • 1956 Martina Navratilova, tennisleikari. • 1958 Tanya Tucker, söngkona. Þetta gerðist 10. októ- ber • 1913 lauk smíði Panamaskurðsins. • 1970 rændu aðskilnaðarsinnar í Quebec verkalýðsráðherra fylkisins, Pierre Lapor- te, og fannst hann myrtur átta dögum síð- TIL DAGS ar eftir að Kanadastjórn hafði neitað að greiða lausnargjald. • 1970 tók Auður Auðuns við ráðherracmb- ætti, fyrst kvenna á Islandi. • 1972 sletti Helgi Hóseason skyri á þing- menn og fleiri sem voru á leið til þingsetn- ingar í Alþingishúsinu í Reykjavík. • 1973 sagði Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, af sér, tæpu ári áður en Nixon forseti gerði slíkt hið sama. • 1985 létu palestínskir hryðujuverkamenn farþegaskipið Achille Lauro aftur af hendi, en þeir höfðu rænt sldpinu þann 7. októ- ber. Vísa dagsins Þegcir loksins líkaminn leggst að föllnum baðmi, kýs ég að verða, kisi minn, kötiur í meyjarfaðmi! Guðmundur Guðmundsson Afmælisbam dagsins David Lee Roth er frá bæ sem heitir Bloomington og er í Indiana í Banda- rfkjunum. Hann var einu sinni frægur þungarokkari með hljómsveitinni Van Halen og var þá þekktur sem „vondi strákurinn" í rokkinu, en tók síðan upp á því að fara eigin leiðir og náði mikl- um vinsældum með gömlum dægur- Iögum um miðjan níunda áratuginn. Síðan hefur leiðin legið hægt niður á við, en hann er enn að syngja sitt rol<k af jafnmiklum krafti sem fyrr. En betra væri að deyja en lifa vélrænu lífi sem er endurtekning á endurtekn- ingum. D. H. Lawrence Heilabrot Hún Anna gekk suður Laufásveginn ásamt móður sinni og ömmu. Anna og móðir hennar voru samtals 54 ára, móð- ir hennar og amma voru samtals 109, en Anna og amma hennar samtals 85 ára. Hve gamlar voru þær hver um sig? Lausn á síðustu gátu: 120 sinnum. Veffang dagsins Um Mesópótamíu má fræðast mikið á veffangi dagsins: saturn.sron.ruu.nl/~jheise/akkadi- an/mesopotamia.html

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.