Dagur - 10.10.2000, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÚBER 2000 - 17
Ðafýir
GuHskipið.
MENNINGAR
LÍFIB
GuUskipið og Jón
Tengslum íslands
og Hollands á 17.
öld eru gerð skil
með tvennum
hætti á sýningunni ECHO
sem nú stendur yfir í Ráð-
húsi Reykjavíkur. I öðrum
hlula hennar er aðalvið-
fangsefnið örlög hollenska
gullskipsins Ilet Wapen von
Amsterdam sem fórst á
Skeiðarársandi 1667 en þar
létu 140 manns lífið í viður-
eign við íslensk náttúruöfi
og farmur, metinn á ijörutíu
og þrjár tunnur gulls, fór í
sjóinn. Með fínlegum teikn-
ingum yfir ljósmyndir fer
listakonan Inga Sólveig
Friðjóns-
dóttir
nærfærn-
um hönd-
um um
þetta
mikla
drama
sem hún
birtir í
ýmsum
mótívum,
bæði frá
ijarlægum ströndum
og stórbrotnu og dulúðugu
umhverfi slysstaðarins.
Óneitanlega snertu þessar
myndir gamalt Skaftfellings-
hjarta.
Hinn hluti sýningarinnar
stendur öllum íslendingum
nærri. Þar er Jón Hreggviðs-
son í öndvegi í málverkum
Ingu Guðrúnu Hlöðversdótt-
ur. Flótti hans og ótti á
framandi slóðum komast
þar vel til skila og umkomu-
leysi hans speglast meðal
annars í mynd af hollenskri
bændaíjölskyldu sem réttir
honum að gjöf sokka, skó og
perlu.
í tengslum við sýninguna
er gefin út lítil bók á hol-
lensku, íslensku og ensku.
Sýningin er styrkt af Reykja-
vík menningarborg 2000 og
Rotterdam sem verður
menningarborg árið 2001.
Leikhús, til hvers?
Umræðufundir um leikhús
eru að heíjast í Borgarleik-
húsinu. Þar verður velt upp
ýmsum
spurningum
um tilgang,
markmið og
siðfræði leik-
hússins.
Einnig verð-
ur rætt um
nýjar
áherslur í
leiklistarlíf-
Guðjón Pedersen inu, mark-
leikliússtjóri. aðsleikhús,
opinber
leikhús,
gagnrýni og fleira. Fyrsti
fundurinn verður í kvöld,
þriðjudagskvöldið 10. októ-
ber kl. 20 og ber yfirskrift-
ina Leikhús, til hvers?
Frummælendur eru: Ragn-
heiður Skúladóttir, deildar-
stjóri leiklistardeildar Lista-
háskólans, Guðjón Peder-
sen, leikhússtjóri og Hall-
grímur Ilelgason, rithöfund-
áíml
WNPlNtj
LER KONUNG-
UR eftir Willi-
am Shakespe-
are.
Þýðing Stein-
gríms Thor-
steinssonar,
endurskoðuð
af Hrafnhildi
Ilagalín Guð-
mundsdóttur.
Leikstjórn: Guðjón Pedersen.
Leikmynd: Gretar Reynisson.
Búningar: Stel'anía Adolfs-
dóttir. Illjóð: Baldur Már Arn-
grímsson.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Frumsýnt á Stóra sviði Borg-
arleikhússins 6. okt. 2000
Guðjón Pedersen hefur sinn
sérstaka stíl á Shakespeare-
sýningum sínum eins og við
höfum oft séð. Afstaða Guð-
jóns tekur greinilega mið af
kenningum Peter Brooke, hins
fræga enska leikhúsmanns,
enda birt í leikskránni grein
eftir hann og viðtal sem ijallar
um túlkun á Lé. Aðferð Brooke
felst raunverulega í fyrirsögn
greinarinnar: Gleymið
Shakespeare. Þetta heilræði
gefur hann leikaranum sem
fær í hendur það verkefni að
túlka persónur þessa leik-
skálds sem eru svo þrúgaðar
af hefðgrónum skilningi og
fyrirmælum um hvernig eigi
að sýna þær.
Auðvitað verður leiksýning
umfram allt að lifa, ná til
fólksins í salnum. En ef horfið
er frá hinni fyrri upphafningu
hins klassíska snilldarverks,
er hættan sú, sem Brooke
bendir á, að einhvers konar
hversdagsraunsæi smækki
verkið svo í meðförum að það
missi þann þunga og sársauka
sem eiginlegt drama ber með
sér.
Skræpótt sýning
Sýning Guðjóns á Lé konungi í
Borgarleikhúsinu er um margt
athyglisverð og hugkvæmnis-
leg eins og vænta mátti. Hann
leikur sér með verkefnið, en
kemst ekki fram hjá því að
uppáfinningarnar leiði út í til-
gerð og sýningin verði fyrir
bragðið skræpótt, áhrifin á
áhorfendur fari á dreif. Þarna
kemur til það sem listamaður
af eldri kynslóð hefur í mín
eyru og annarra nefnt
„fiffisma" hjá nútímalista-
mönnum og þykir ekki gott.
Hvað sem um það er má aldrei
gleymast að Lér konungur er
fyrst og fremst djúp mannleg
tragidía. Sá dramatíski kjarni
skilaði sér ekki í Borgarleik-
húsinu. Sýningin í heild er
fuðulega áhrifalítil, þrátt fyrir
hugkvæmni leikstjórans og
góða, jafnvel mjög góða
frammistöðu leikara í flestum
helstu hlutverkum. En það er
mjög umhugsunarvert að Lér
skuli láta mann svo lítt snort-
inn þegar upp er staðið. Þetta
er þó verk sem Steingrímur
Thorsteinsson segir um í eftir-
mála þýðingar sinnar að sé
„orðalaust hin mikilfengleg-
asta og mest grípandi, en um
leið hin voðalegasta af traged-
íum Shakespeareas, og um
leið mætti segja af öllum tra-
gedíum heimsins." En við lif-
um víst ekki á öld tragedíunn-
ar, heldur íroníunnar.
Þýðingin hakalega
meðhöndluð
Þýðing Steingríms, sem er stór-
merkileg, er hér harkalega með-
höndluð, strikað út úr henni mis-
kunnarlaust, jafnvel fýkur hið
snilldarlega upphaf einræðu Lés
í storminum á heiðinni: „Blás,
blás, ríf kjaft þinn, ofsabylur,
æddu,“ o. s. frv. Breytingarnar
getur hver og einn athugað sjálf-
ur því texti þýðingarinnar er
birtur í leikskránni með útstrik-
unum, sem er þakkarvert. En
það sem mesta athygli lilýtur að
vekja er hvernig hlutverk Kor-
delíu er smækkað og fært yfir á
nýtt svið. Texti hennar er sáralít-
ill, en dansari fer með hlutverk-
ið, og dansar á baksviði, raunar
afar fallega.
Þetta er frumleg meðferð leik-
stjórans, en hefur sínar dramat-
ísku aíleiðingar. Við erum jafnvel
svikin um hina frægu lokamynd
leiksins af konunginum með
Kordeh'u látna í fanginu. í stað-
inn flytur Lér harmatölur sínar
sitjandi í hjólastól en Kordeh'a
hangir í snöru að baki hans. Og
umhverfis „sitja“ fiestar persón-
urnar dauðar. Dauðinn í þessari
sýningu er fyrst og fremst af-
káralegur, samanber það að Ját-
geir tæmir skothylki á Játmund
bróður sinn.
Það myndi sprengja ramma
stuttrar blaðaumsagnar að ræða
ýmis þau atriði sýningar Guðjóns
Pedersen sem vert væri að
staldra við. Fremur en að ræða
það sem hér er ekki gert á auð-
vitað að skoða það sem leikstjór-
inn býður upp á. Hann heldur
vel til haga þeim tveim efnisþátt-
um sem saman fléttast í leikn-
um: Annars vegar vanþakklæti
dætranna sem rekur Lé út í vit-
firringu, hins vegar samvisku-
laus sviksemi Játmundar
bastarðs, gagvart íoður sínum og
bróður. Lér verður sjónarspil
illskunnar.
Mikill leikari
í titilhlutverki
Peter Brooke segir í leik-
skránni að hvorki sé hægt að
leika né ímynda sér Lé án
mikils leikara í titilhlutverki.
Pétur Einarsson er slíkur leik-
ari, hefur afar traust tök á
skapgerðarleik og sýnir niður-
brot konungs með öruggum
hætti. Það hvarflar að manni
að hann hefði notið sín enn
betur og náð meiri dýpt í per-
sónugerðina í annars konar
sýningu. Vegna fyrrnefndrar
túlkunar á Kordelíu skorti
hann alveg mótleik í því hlut-
verki, sem Illín Diego Hjálm-
arsdóttir dansari fer með. Aft-
ur á móti eru illu dæturnar
tvær, Góneríl og Regan, leikn-
ar af öflugum leikkonum.
Mátti ekki á milli sjá hvor
sterkari var, Nanna Kristín
Magnúsdóttir, Góneríl, og Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir, Reg-
an. Vissulega eru þarna ungar
leikkonur sem iná trúa fyrir
burðarhlutverkum. Sama er
að segja um Kristján Franklín
Magnús sem skilaði hlutverki
bastarðsins Játmundar ágæt-
loga, flærðin og samviskuleys-
ið lýsti af honum.
Sórkennilegasta hlutverk-
ið er fíflið og f sýningunni
verður það eins og yfir og allt
um kring, allt frá því það
„fæðir“ heiminn, hnött vorn
sem lýsir síðan á sviðinu í hinu
grimmilega drama. Halldóra
Geirharðsdóttir leikur fíflið,
sem um leið er trúður. Að láta
konu leika fíflið er auðvitað
nýjung, - raunar er hér ekki
aðeins um að ræða bæði fífl og
trúð heldur líka bæði karl og
konu, sem sýnt var með nokk-
uð óhefiuðum hætti. Halldóra
er kunnáttusamur trúðleikari
og náði að bregða hinum sorg-
lega afkárasvip á leikinn sem
fi'fli er ætlað.
Að öðrum leikendum en nú
voru taldir kvað minna. Helst
er að nefna jarlinn af Kent,
hinn trygga konungsmann sem
Guðmundur Ólafsson lék, og
hinn auðginnta jarl af Glostri
sem Sigurður Karlsson lék.
Hertogarnir, eiginmenn systr-
anna illu, voru sviplitlir til
baga í meðförum Guðmundar
Inga Þorvaldssonar, Albaníu-
hertogi, og Vals Freys Einars-
sonar, Kornvallhertogi. Hall-
dór Gylfason gerði þrjótinn Ós-
vald að skrípafígúru og yfir-
borðslegur var Játgeir Friðriks
Friðrikssonar.
Guðjón má
fást við skáldjöfurinn
Hröð tónlist sem lengstum
ómaði undir varð til þess að
gefa sýningunni órólegan svip.
Ljósabeiting hefði þurft að
vera markvissari. Leikmynd og
búningar miðast við tímann í
lok seinni heimsstyrjaldar er
sagt. Fallegir kjólar systranna
illu vöktu sérstaka athygli
mína. Einhvern veginn fannst
manni sem leikmyndin hefði
sést áður hjá þeim Guðjóni og
Gretari, en hún jijónaði alveg
heildarmynd sýningarinnar.
Einn góður starfsbróðir lét
þess einhvern tíma getið opin-
berlega að Guðjón Pedersen
ætti ckki að koma nálægt
Shakespeare. Því er ég ósam-
mála, Guðjón má vel fást við
skáldjöfurinn og hefur þar
sitthvað fram að færa þótt
deila megi um niðurstöðuna
hverju sinni. En sé ástæða til
að brýna fyrir leikhúsmönnum
að gleyma Shakespeare þegar
þeir fást við verk hans, getum
við áhorfendur alveg eins
spurt eftir svona sýningu:
Hvaða Shakespeare er þetta?
Gunnar
Stetánsson
skrifar