Dagur - 10.10.2000, Blaðsíða 20
20- ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000
Bygging memiingar
húss gæti hafist 2002
Rætt hefur verið að menningarhús myndi rísa á uppfyllingunni við Strand-
götu á Akureyri.
Engar framkvæmdir
verða á árinu 2001 en
vonir standa til að
hægt verði að komast
inn í hönnunarferilinn
áþví ári.
Fulltrúar frá Akureyrarbæ og
menntamálaráðuneyti hafa und-
anfarnir vikur rætt um það hvern-
ig mcnningarhús ætti að rísa á Ak-
ureyri samkvæmt yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar frá því 7. janúar
1999, en helst er talið að það rísi
á uppfyllingunni austan Glerár-
götu og sunnan Strandgötu. Gert
er ráð fyrir að Leikfélag Akureyrar,
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
ogTónlistarskóIinn áAkureyri hafi
fasta aðstöðu í húsinu. Samkvæmt
áætlun Arkitekta- og verkfræði-
stofu Hauks getur stofnkostnaður
numið um 1,6 milljarði króna.
Enginn salur er á Akureyri sérstak-
lega hannaður fyrir tónlistarflutn-
ing. Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, segir að aðilar séu
búnir að gera sér glögga grein fyr-
ir því hvað eigi að vera í húsinu og
allri undirbúningsvinnu milli
ráðuneytis og Akureyrarbæjar hafi
miðað vel og því sé ekkert að van-
búnaði að kynna ákveðnar hug-
myndir í því efni innan tíðar.
- Er hygging menningarhúss ó
Akureyri afmarkoð mál, eða tengist
það byggingu annarra menningar-
húsa á landinu, s.s. á Sauðárkróki,
ísafirði, Vestmannaeyjum og Aust-
urlandi?
„Það tengist alls ekki. Það eru
mismundandi viðhorf á stöðunum
varðandi þessi menningarhús og
ef menn vilja eiga við okkur sam-
starf á öðrum forsendum í menn-
ingarlegum efnum þá erum við til-
búnir til að skoða það. Auðvitað
eru hugmyndir manna um svona
hús mismunandi, við erum ekki að
útiloka neitt en heldur ekki að
krefjast af neinum að fara eftir
einhverri forskrift frá okkur,“ segir
menntamálaráðherra.
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar og for-
maður starfshóps bæjarstjórnar
um byggingu menningarhúss, seg-
ir að engar framkvæmdir verði á
árinu 2001 en vonir standi til að
hægt verði að komast inn í hönn-
unarferilinn á árinu.
„Ef samkomulag næst er spurn-
ing hvernig að hönnuninni verður
staðið en ég hallast helst að því að
um það verði hugmyndasam-
keppni og sá undirbúningur gæti
þá hafist á næsta ári. Það væri
æskilegt að hægt væri að heíjast
handa með framkvæmdir á árinu
2002. Eg þori hins vegar ekki að
spá neinu um verklok, það snýst
m.a. um það hvernig staðið verði
að rekstri þess en um það er ein-
nig ósamið og einnig um staðsetn-
ingu, en við höfum talið uppfyll-
inguna heppilegustu lóðina fyrir
menningarhús. Flugleiðir hafa
sótt um að fá að byggja hótel á
uppfyllingunni við hlið menning-
arhúss, en formleg umsókn hefur
ekki borist frá þeim. En það væri
heppilegt að við hlið hússins risi
hótel,“ segir Sigurður J. Sigurðs-
son. GG
Tekjuaukn-
inghjá
hitaveitu
Við endurskoðun Ijárhagsáætlun-
ar Hita- og vatnsveitu Akureyrar
fyrir árið 2000 eru tekjur áætlað-
ar 658.750.000 krónur sem er 4%
hækkun milli ára en rekstrargjöld
verða sem næst áætlun. Vaxta-
greiðslur hældva um 16 milljónir
króna vegna vaxtahækkana og
gengisþróunar. Gert er ráð fyrir
hækkun afskrifta um 6 milljónir
króna en fjárfestingaliðurinn
vatnsöflun og rannsóknir hækkar
um 36 milljónir króna vegna meiri
borana en gert var ráð fyrir.
Gert er ráð fyrir virkjun borholu
fyrir 10 milljónir króna að Lauga-
landi á Þelamörk og bygging
dælustöðvar við Glerártorg kostar
21 milljón króna en hvorugur
þessara liða var inni í fjárhagsá-
ætlun en á móti voru felldir niður
þrír framkvæmdaliðir að upphæð
10 milljónir króna. Heildarfjár-
festing verður 173,7 milljónir
króna í stað 116,5 milljóna króna.
Veitustjóm hefur gert samning
við Svanbjörn Sigurðsson, fyrrver-
andi rafveitustjóra, sem nú við
sameiningu veitnanna tekur við
nýju starfi ráðgjafa í ýmsum orku-
málum framtíðarinnar hjá Akur-
eyrarbæ og hefur hann aðsetur á
bæjarskrifstofunum f Geislagötu.
GG
Það var margt fróðlegt sem skátarnir iærðu á mótinu á Þeiamörk og því full ástæða til að brosa í góða veðrínu.
MYNDIR BRINK
Um 150 skátar af Norðurlandi voru samankomnir
á fræðslumóti f Þelamörk í Hörgárdal um helgina.
Að sögn Helga Grímssonar sem sá um námskeiðið
fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta er hér um ár-
vissan viðburð að ræða þegar skátar úr skátafélög-
unum á Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og Húsavík
koma saman og læra eitt og annað um skátastarfið
og það sem því fylgir. „Þetta er svona fræðsluhelgi
fyrir skátana þar sem menn fá tækifæri til að upp-
lifa náttúruna og eldri og reyndari skátaforingjar
kenna þeim yngri hin ýmsu skátatrix og miðla af
reynslu sinni,“ sagði Helgi í samtali við Dag. Mik-
ið var um útivist og kennslu í ýmsu sem henni fylg-
ir, einnig í leikjum og skyndihjálp og á Iaugardags-
kvöld var að sjálfsögðu haldin gríðarmikil kvöld-
vaka að skátasið. Krakkarnir sem tóku þátt í þess-
ari fræðsluhelgi voru á aldrinum 12 ára til tvítugs,
en leiðbeinendur og foringjar voru vitaskuld marg-
ir mun eldri.
Hvora le/ðina eigum við nú að fara? Ungir skátar leysa
verkefni við þjóðveginn við Þelamörk.
Norðlenskir skátar
á fræðslmnót
Söfnuðu 600
|nis. upp í
dóphundiun
Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri, lýsir afar mik-
illi ánægju og þakklæti með það
framtak sem unnið hefur verið
undanfarið til að kosta þjálfun
fíkniefnahunds á Akureyri. SI.
föstudagskvöld héldu Lions-
menn hagyrðingakvöld í Eyja-
firði og rann allur ágóði sam-
kundunnar til þjálfunar hunds-
ins. Einn lögreglumanna á Akur-
eyri hefur boðist til að þjálfa
hundinn upp endurgjaldslaust
en upphæð Lionshreyfingarinn-
ar sem nemur 600.000 kr. mun
fara í útlagðan kostnað vegna
þjálfunarinnar.
Hvolpurinn er þegar kominn
til Akureyrar og er hann af
Iabradorkyni. Upp úr áramótum
hefst þjálfun hans og er talið að
hún taki 4-5 mánuði. Hundur-
inn ætti því að vera tilbúinn í
slaginn næsta sumar ef vel tekst
til með þjálfun hans. „Þetta er
mjög gleðilegt," segir Daníel.
Lionsmenn eiga miklar og góðar
þakkir skilið fyrir þetta framtak
sem og lögreglumaðurinn sem
hefur tekið þetta að sér endur-
gjaldslaust."
Lögreglan kýs að halda nafn-
leynd yfir lögreglumanninum til
að honum gangi betur að vinna
starf sitt og að sama skapi telur
lögreglan ekki heppilegt að
heimila myndatökur af hvolpin-
um. Hann mun verða notaður til
leitar fíkniefna á ýmsum al-
menniim vettvangi s.s. í vöruaf-
greiðslum í bílum og á heimil-
um. Engin fjárveiting hefur
fengist til þjálfunar fíkniefna-
hunds frá ríkinu en embætti lög-
reglunnar á Akureyri hefur gefist
kostur á afnotum af dópdýrum
höfuðborgarsvæðisins. „Hins
vegar sjáum við ótalmarga kosti
við að hafa hund hér á staðn-
um,“ segir Daníel. BÞ
SKOÐANIR BRYNJÓLFS
„Torg hins
Iiiniiieskíi friðar
Glerártorg virðist hafa fengið
viðurnefnið sem er yfirskriftin
yfir þessum pistli. Þarna hefir
ýmislegt skarast í framkvæmdum
og við það hefir reynt á þolin-
mæði framkvæmdaaðila og
þeir orðið að sýna biðlund með
ýmsa verkþætti. Ekki er gott að
komast hjá þessu við svona fram-
kvæmdir og ekki neinn sérstakur
sökudólgur. En menn eru hug-
kvæmir þegar kemur að þvf að
skýra eitthvað auknefnum.