Dagur - 24.10.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 24.10.2000, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 - 17 ■menningar Fugl eftir fugl |h 1 Þormar Ingimars- niL ter'y 1 son hefur sent frá 1 “ —1 ser nyjan hljom- aminMUI' disk sem heitir Fugl eftir Fugl, og sumar eft- ir sumar. Á diskunum eru lög hans við nokkur ljóð Tómas- ar Guðmundssonar og Steins Steinars, auk Skjónukvæðis Kxistjáns Eld- járn forseta. Flytjendur á diskinum eru auk lagahöf- undar: Álfta- gerðisbræð- ur, Helgi Björnsson, PáU Rósinkrans, Ari Jónsson, Halli Reynis, Guðrún Árný Karlsdóttir og Kristján Gíslason en tvö þau síðastnefndu hafa verið að gera það gott í Broadway sýningum að undanförnu.Út- setningar voru í höndum Gunnars hórðarsonar, Ólafs Gauks, Vilhjálms Guðjóns- sonar og Stefáns S. Stefáns- sonar og undirleikararnir eru líka toppmenn í faginu. Lögin á Fugl eftir fugl láta vel í eyrum, sum sem ekta dans- tónlist, önnur nær vísnasöng. Textahefti fylgir með sem skreytt er með mynd Krist- jáns Daðasonar. Bullutröll Bullutröll er heitið á nýrri barnaplötu sem Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson hafa sent frá sér. Efnið plötunnar er að hluta til sótt í íslenska þjóð- trú því við sögu koma tröU og forynjur, umskiptingur, álfar, óskasteinar, krummi gamli, afturgöngur, útburðir og ýmsar kynjaverur. Ljóð og lög eru öll eftir Að- alstein Ásberg, nema ljóðið Sáuð þið hana systur mína eftir Jónas Hallgrímsson sem hér birtist í nýjum búningi. Plötunni fylgir textahefti með fjölda mynda eftir Sigrúnu Eldjárn. Flytjendur, auk Önnu Pálínu og Aðalsteins eru tónlistarmennirnir Gunn- ar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson, Pétur Grétarsson og Sigrún Eðvaldsdóttir. Hermsljós og Paradísarheimt vestra Tvær skáldsögiu- HaUdórs Laxness, Heimsljós og Para- dísarheimt verða gefnar út hjá stóru bókaforlagi í Bandaríkj- unum á næstunni þar sem samningar hafa tekist miUi út- gáfusamsteypunnar Random House við Réttindastofuna Eddu - miðlun og útgáfu. Heimsljós var gef- ið út af háskólaút- gáfu árið 1969 og Paradísarheimt hjá CroweU árið 1962. Random House gaf út Sjálfstætt fólk fólk Halldór fyrir þremur Laxnes. árum undir merkjmn Vinta- ge-forlagsins og sami háttur verður hafðu á nú. Vintage sérhæfir sig í út- gáfu á vönduðum bókum í mjúku bandi. Föstudaginn 20. október frumsýndi Leikfélag Akur- eyrar fyrsta verkefni sitt á leikárinu 2000 til 2001. Verkið er „Gleðigjaf- arnir“ eftir bandaríska leikskáldið Neil Simon í þýð- ingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri uppsetningarinnar er Saga Jónsdóttir, leikmynd og búningar verk Ilallmundar Kristinssonar, lýsing unnin af Ingvari Björnssyni og hljóð- mynd gerð af Gunnari Sigur- björnssyni. „Gleðigjafarnir" eru slungið verk. Vissulega er það gaman- leikur og hann það góður, að óhætt er að lofa því, að áhorf- endur hljóta að hlæja. Verkið er þó engan veginn innihalds- lítill farsi, heldur tekur höf- undur í talsverðri dýpt á vanda og viðhorfum þeirra persóna, sem hann er að ijalla um; tveggja fyrrum samstarfs- manna í skemmtanalífinu, sem nutu gífurlegra vinsælda á sinni tíð og eru að hluta til þjóðsagnapersónur í hugum þeirra, sem muna þá, þegar vegur þeirra var mestur. Um þessa þætti ijallar höfundur af kunnáttu og lýkur upp fyrir áhorfendum mannlegum eig- inleikum og kenndum í bland við gamanið, hraðar „replik- ur“ og spaugilegt fas. í þýðingu sinni hefur Gísla Rúnari tekist prýðilega að koma anda verksins yfir á ís- lenska tungu. Hann hefur staðfært verkið og setur það niður á Akureyri. Einnig færir hann orðræður persónanna til samtíðarinnar, svo að nokkuð af anda revíunnar, sem tók fyrir atburði stundar, svífur yfir verkinu. Við bætist, að texti Gísla Rúnars nýtur sín vel í meðförum leikendanna, sem allir gæta ágætlega fram- sagnar og skýrleika. Þráinn Karlsson er í höfuð- hlutverki „Gleðigjafanna“ og leikur Villa Breiðíjörð. Þráinn fer miklu tíðast á kostum í túlkun sinni á þessum upp- gjafa skemmtikrafti, sem hef- ur allt á hornum sér og er of- ur viðkvæmur fyrir öllu og öll- um og er vissulega ánægjulegt að sjá, hve vel leikaranum hefur tekist að skapa nýja persónu í þessu hlutverki. Aðalsteinn Bergdal fer með hlutverk Kalla Frímanns, fyrr- um samstarfsmanns Villa Breiðfjörðs í skemmtibransan- um. Áðalsteinn gerir í heild tekið mjög vel. Honum hefur lánast að móta persónu, sem í miklu flestum tilfellum sam- svarar sér; gamlan mann, sem gerir sér fulla grein fyrir því, að hans tími er liðinn, og sætt- ir sig við það. Skúli Gautason leikur Benna Breiðfjörð, ungan um- boðsmann skemmtikrafta. Skúli gerir víða mjög vel, einkum í fyrri hluta verksins, en í hinum síðari er sviðsferð hans á stundum nokkuð and- kannaleg einkum í atriðinu í uppökustúdíóinu, og fas hans einnig, einkum framan af at- riðinu í vistarverum Villa Breiðíjörðs. Sunna Borg leikur hjúkrun- arkonu, sem sinnir Villa og kemur fram í seinni hluta verksins. Samleikur hennar og sjúklingsins er með ágætum. I smærri hlutverkum eru Jón- steinn Aðalsteinsson, sjón- varpsleikstjóri, Herdís Jóns- dóttir, leiksviðsstjóri, Þórarinn Blöndal, myndatökumaður, og Tinna Smáradóttir, sem leikur hjúkku; yfirdrifinn og kostu- legan dæmigerving hinnar heimsku ljósku og gerir það vel. Leikstjórn Sögu Jónsdóttur er almennt vel unnin. Hún hefur valið til þess að gera rólegt „tempó“, sem gefur kost á því, að hinar ýmsu hlið- ar verksins ná að njóta sín. Þessu „tempói“ er vel haldið uppsetninguna alla, nema á litlu bili undir lok fyrri hluta, þegar svo virðist sem vindur fari nokkuð úr seglum. Einnig hefur Saga jafnan haft vak- andi auga með fasi og sviðs- ferð. Þó bregður út af góðri samfellu á stundum. Þegar hefur verið þetta minnst, en einnig henti þetta til dæmis í fasi höfuðpersónanna Villa og Kalla, þegar hreyfingar þeirra urðu um of unglegar, einkum í átakaatriðum þeirra í sjón- varpsstúdíóinu. Umgerð sýningarinnar, hljóðmynd og lýsing falla vel að henni. Hið sama er um búninga. í heild tekið er hér um góða byrjun starfsárs að ræða; uppsetningu, sem virð- ist eindregið hafa það til að bera, sem glatt getur margan leikhússgestinn. Umbúðimar eða lífið Guðsteinn Bjarnason skrifar Hvað ersvona ómerkilegt við það að vera trúður? Það var mikið hlegið í Iðnó á sunnudagskvöld þegar Trúðleikur Hallgríms II. Helgasonar var frumsýnd- ur. Og um leið fengu heila- sellurnar í áhorfendum nóg að starfa, því öllu góðu gamni fylgir þó nokkur alvara. Leikararnir tveir, þeir Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson, brillera í hlutverk- um sínum sem trúðarnir Skúli og Spæli, sem eru ekki bara í trúðsgervi heldur sannir trúðar frá náttúrunnar hendi. Spæli virðist vera kominn aðeins lengra en Skúli á vegferð vitundarinnar um heim- inn og er farinn að velta því fyrir sér hvort það væri nú ekki skárra að gera eitthvað annað en að vera trúður. Honum finnst ekkert gaman lengur að láta bara hlæja að sér. Hann vill njóta virð- ingar í samfélaginu, og hugsar sem svo, að úr því allir hlæja að trúðum, þá geta þeir varla verið mikils metnir. Allar þessar vangaveltur hans um að vera „eitthvað annað“ snúast hins vegar meira um umbúðir en innihald. Hann sér það fyrir sér í hillingum að vera skrifstofu- maður, en hefur í raun og veru ekki hug- mynd um hvað hann ætti að fást við sem skrifstofumaður. Hann áttar sig meira að segja á því að skrifstofumaður er ekkert endilega neitt annað en jakkafotin sem hann klæðist, eða „skjalataska með maimi utan Tveir trúðar: sá óhamingjusami og sá lífsglaði. á“, en það nægir honum alveg. Umbúðirnar sjálfar steypa manneskjima í ákveðið form hvernig svo sem innihaldið er. Skúli hins vegar er fullkomlega sáttur við hlutskipti sitt sem trúður. Hann kann að njóta lífsins án tillits til þess hvort um- búðirnar séu nægilega merkilegar, enda finnst honum bara rosalega gaman að vera til og þar komast engar efasemdir að. Ekki fyrr en hann prófar að fara í for- stjóragervið reyndar - þá fyrst fer honum að líða ónotalega. Þótt það sé fyrst og fremst trúðleikur- inn og skrípalætin sem halda íjörinu uppi, þá eru það hreint ekki tómir aulabrand- arar eða hallærishúmor. Þvert á móti, því bæði er oftast nær stutt í alvöruna, eins og vera ber í alvöru trúðleik, og svo er gamanið það ferskt og hugmyndaríkt að áhorfendur þurfa hreint ekki að ganga út með hálfgert samviskubit yfir aulaskapn- um í sjálfum sér að láta plata sig til þess að hlæja að einhverju sem er ekki neitt neitt. Tónlistin á reyndar líka verulegan þátt í að halda uppi stemningunni í salnum. Svo heppilega vill líka til að Halldór Gylfason er ekki bara leikari, heldur líka söngvari í hljómsveit sem heitir Geirfugl- arnir, og þeir hafa lagt sýningunni lið með lögum sem njóta sín vel í þessu sam- hengi. Satt að segja gengur allt upp í þessari sýningu, leikmynd, lýsing og búningar falla fullkomlega að efninu og greinilega allt unnið af natni og útsjónarsemi. Ef nefna mætti eitthvað aðfinnsluvert, þá er það helst að þessi óborganlega skemmtun var engan veginn nógu löng. Satt að segja virtust áhorfendur almennt hissa á því að nærri tveir tímar væru liðn- ir þegar leikritið var búið. Kannski var það líka vegna þessa, sem manni fannst kannski sem dvelja hefði átt aðeins lengur við einmanaleika Skúla eftir að Spæli var búinn að yfirgefa hann. Sá tími leið jafnhratt og annað í þessari sýn- ingu, þannig að einhvern veginn varð kannski svolítið minna úr því atriði en ástæða hefði verið til. En það er algert aukaatriði. Ef menn vilja skemmta sér vel skelli- hiæjandi eina kvöldstund þá er sem sagt tvímælalaust óhætt að mæla með Trúð- leiknum í Iðnó. LEIKLIST

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.