Dagur - 24.10.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 - S
FRÉTTIR
Skattahækkim á
höfuðborgarsvæði
Ari Skúlason: Ari Edwald: Ögmundur Jónasson: Einar Már:
Engin kátína. Of snemmt að ræða. Þarf trausta tekju- Oflítiðskref
stofna.
Pétur Blöndal:
Þurfum skattalækkun
ekki hækkun.
ísóifur Gylfi:
Vantar mótvægi árið
2002.
Tillögiiin iim 0,33% út-
svarshækktm árið
2002 ánþess að skatt-
ar ríkisiiis lækki á móti
illa tekið. Ljóst að
skattahækkunin mun
fyrst og fremst lenda á
höfuðhorgarsvæðinu
vegna lækkunar fast-
eignagjalda á lands-
hyggðinni
Ef tillögur nefndar um fjármál
sveitarfélaga ná fram að ganga
óbreyttar mun koma upp sú staða
árið 2002 að á höfuðborgarsvæð-
inu verður 0,33% skattahækkun en
út á landi lækka fasteignaskattar á
móti þannig að um raunverulega
skattahækkun verður þar ekki að
ræða.
I tillögum nefndarinnar er gert
ráð fyrir 0,33% útsvarshækkun á
næsta ári en á móti lækki ríkið
skatta um jafnháa upphæð. En
2002 er lagt til að útsvar hækki aft-
ur um 0,33% cn engin skattalækk-
un komi á móti frá ríkinu nema
hvað fasteignaskattar á lands-
byggðinni lækka.
Engin kátína
„Þetta er örugglega skattahækkun
á höfuðborgarsvæðinu nái tillögur
nefndarinnar fram að ganga. Og
það er mjög erfitt að sætta sig við
slíkt. Ut á Iandi sýnist mér að ekki
verði um skattahækkun að ræða
vegna lækkunar fasteignaskatta. Ef
af þessu verður munum við auðvit-
að setjast niður og ræða málið og ef
ég þekki mitt fólk rétt verður engin
kátína yfir þessari skattahækkun,"
sagði Ari Skúlason, framkvæmda-
stjóri ASÍ.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir að
erfitt sé leggja dóm á þetta því það
fari eftir því hvemig sveitarfélög
nýti sér þessa heimild til útsvars-
hækkunar.
„Ef sveitarfélög nýta sér þessa
heimild til hækkunar þá mun það
rýra kaupmátt fólks. Þessi breyting
á tekjustofnum hefur ekld verið í
kjarasamningum hjá okkur. Svo má
ef til vill segja að of snemmt sé að
ræða málið þar sem aðeins er um
tillögur að ræða,“ sagði Ari Edwald.
Velferdarkerfiö og skattheimt-
an
Ögmundur Jónasson alþingismað-
ur segir að eins og tillögurnar blasi
við sér sé verkefnið að breyta tekju-
skiptinu milli ríkis og sveitarfélaga.
„Ríkið hefur verið að færa verk-
efni yfir til sveitarfélaganna án þess
að nægir tekjustofnar hafi fylgt
með. Ég get vel skilið þá gagnrýni
sveitarfélaganna að þeint finnist
sinn hlutur of rýr. Hins vegar þegar
rætt er um niðurskurð á sköttum
þá legg ég áherslu á að ég vil öfluga
velferðarþjónustu á vegum ríkis og
sveitarfélaga og til þess þarf trausta
tekjustofna beggja aðila. Og við
verðum að horfast í augu við það
að við gerum það ekki nema með
skatthcimtu," segir Ögmundur
Jónasson.
Einar Már Sigurðarson alþingis-
maður segir það jákvæða í þessu sé
að ríkið hafi þarna viðurkennt að
hallað hafi á sveitarfélögin í fjár-
hagslegu tilliti. Hins vegar sé þetta
of lítið skref eins og sýnt hafi verið
fram á með talnalegum rökum.
„Miðað við stöðu ríkissjóðs
hefðu menn í þessari stöðu hæg-
lega getað mætt aukinni Ijárþörf
sveitarfélaganna með því að lækka
hlutdeild ríkisins í tekjuskattinum
á móti. En það liggur ljóst fyrir að
taka þarf tekjustofna sveitarfélag-
anna til nákvæmar skoðunar þan-
nig að þau njóti Ijölþættari tekna
en nú er,“ segir Einar Már Sigurð-
arson
Á móti skattahækkun
„Mér finnst að sveitarfélögin, eins
og aðrir sem vantar peningar, eigi
að hagræða hjá sér og spara. Þegar
almenningur lendir í því að eiga
ekki lyrir útgjöldum vegna eyðslu
verður hann að skera niður. Ég er
og hef verið þeirrar skoðunar að
það eigi frekar að horfa til þess að
lækka skatta á almenningi hcldur
en hækka þá því skattar hafa hækk-
að umtalsvert umfram bæði verð-
lag og mannljölda," segir Pétur H.
Blöndal alþingismaður.
Isólfur Gylfi Pálmason alþingis-
maður segir að sér Iítist vel á margt
í tillögum nefhdarinnar. Þar sé að
finna ýmislegt sem komi sveitarfé-
lögunum vel. „Hins vegar lýst mér
illa á að hækka skatta 2002 með
því að engin skattalækkun kcmur á
móti 0,33% útsvarshækkun," sagði
ísólfur Gylfi Pálmason.
- S.DÓR
Toluverð offita
í Hafnarfirdi
„Niðurstöðumar benda til
þess að talsverður
50 ára einstaklinga sé í
verulegri áhættu að fá
hjarta- og æðasjúkdóma.
Töluvert er um offitu,"
segir í útdrætti erindis um
rannsókn sem gerð var á
áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma meðal
fimmtugra Hafnfirðinga,
sem sagt var frá á vísinda-
þingi heimilislækna. Til-
gangur rannsóknarinnar,
sem er samvinnuverkefni
milli heilsugæslustöðv-
anna á Akureyri og Sól-
vangs í Hf. og Hjarta-
verndar. Þátttakendur
fengu ráðgjöf um breyt-
ingu á lífsstíl, með hollu
mataræði og aukinni
hreyfingu og ráðgert er að
Holdafar ógnar heilsu Hafnfirðinga en þeir eru þó
ekkert einsdæmi á landinu.
endurtaka rannsóknina
eftir ár til að kanna áhrif
þeirra leiðbeininga.
I Hafnarfirði náði rann-
sóknin til allra sem fæddir
voru árið 1950 og áttu lög-
heimili á svæði Sólvangs,
hvar af 57% tóku þátt, 82
karlar og 80 konur. Karl-
arnir vógu 86,5 kg. að
meðaltali (BMI= líkams-
þyngdarstuðull 27,2), en
konurnar 73,6 kg.
(BMI=26.1). Lítill munur
var á slagbilsþrýslingi (126
mmHg og 123), en hins
vegar á hlébilsþrýstingi (83
mmHg hjá körlun en 78
hjá konum). Meðalkó-
Iesterólgildi, mmól/1, var
6,3 hjá körlum en 5,9 hjá
konum.
-HEI
Kærðir iyrir „hálfvitaskap66
Fyrirtækið Bíósjálfsalar Video-
heima hefur luert Landssímann til
Samkeppnisstofnunar fyrir að mis-
muna viðskiptavinum og misnota
markaðsráðandi stöðu sína. Bíó-
sjálfsalar telja að Landsíminn hafi
lagt fram „hálfvitalega skýringu"
fyrir mcintum brotum sínum á
samkeppnislögum.
Fyrirtækið Bíósjálfsalar var sett á
laggirnar í kringum ísraclska
tækninýjung, sem gerir fólki kleift
að leigja myndbönd með vélvædd-
um hætti. Tölvukerfið að baki
byggir á netsamskiptum og samdi
lyrirtækið við Landsímann um
þjónustu, þar sem skilaboð eru
send til starfsmanna Bíósjálfsala ef
bilanir koma upp. Síðan gerðist
það hins vegar að Landssíminn
hætti fyrirvaralaust að senda skila-
boð til starfsmanns Bíósjállsala
sem kaupir símaþjónustu sína frá
Tali, samkeppnisandslæðingi
Landssímans. „Fengum við þær
skýringar frá starfsmönnum
Landssímans að nú væri hætt að
senda svona boð í símanúmer frá
Tali hf. vegna þess að það væri ekki
hægt að rukka móttakanda boð-
anna. Það er að okkar viti hálfvita-
leg skýring," segir Arndís Þórðar-
dóttir hjá Bíósjáifsölum, sem gerir
þá kröfu að Samkeppnisstofnun
skikki Landssímann lil að senda öll
skilaboð án frekari tafar. - FÞG
4 sóttu um flugslysaraimsóknir
Fjórir sóttu um stöðu formanns Rannsóknarnefndar flugslysa cn um-
sóknarfrestur rann út 20. október sl. Þeir sem sóttu eru Helga Halldóra
Þórarinsdóttir, Karl Alvarsson, Þormóður Þormóðsson og Þorsteinn Þor-
steinsson. Þau eru öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. - BÞ
Íslenskír sjúklingar glaðastir
Sjúklingar á lslanoi eru almennt sáttir við þjónustu heimilislækna og í
heild ánægðari með þessa þjónustu en sjúklingará hinum Norðurlöndun-
um. Þetta var meðal niðurstaðna úr rannsókn sem heimilislæknar á 35
heilsugæslustöðvum víðs vegar urn land gerðu og greindu frá á nýafstöðnu
vísindaþingi sínu. En 17 önnur Iönd tóku þátt í rannsókninni á vegum
Evrópudeildar alþjóðasamtaka heimilislækna.
Þátttakendur voru beðnir að svara 25 spurningunt, m.a. um tiðhorf til
heilsugæslunnar og aðgengileika að henni og gefa einkunn frá 1 (slæm
útkoma) til 5 (mjög góð). Alls bárust rúmlega 1.100 svör. Um 93% skjól-
stæðinga töldu sig fá nægan tíma í læknisviðtalinu (78% á hinum Norð-
urlöndunum), 93% töldu lækninn hlusta nægilega vel (85% á Nl.) og 97%
þeirra virtu þagnarskylduna (92% á Nk). Meiri gagnrýni kom á aðgengi.
Um 75% gáfu viðunandi einkunn við aðgengi í móttökuna í síma (59% á
Nl.), og allt niður í 16% á einni heilsugæslustöðinni. Um 76% sögðu
lækna taka vel á tilfinningalega viðkvæmum málum, sama hlutfall og á
Norðurlöndum. -HEI
Hæstíréttur hafaaði geðrannsókn
Hæstiréttur felldi á föstudag úr gildi úrskurð dómara Héraðsdóms Reykja-
ness unt að maðurinn, sem ákærður er tyrir að bana ungri konu með því
að fleygja henni fram af svölunt fjölbýlishúss við Engihjalla, skuli sæta sér-
stakri geðrannsókn. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allar gölur frá
28. maí vegna rannsóknar á láti ungrar konu, sem féll fram af svölum á
10. hæð hússins að Engihjalla 9 í Kópavogi hinn 27. sama mánaðar.
Akæru\aldið krafðist að manninum yTði aðallega gert að sæta sérstakri
geðrannsókn, en til vara rannsókn geðlæknis til að meta þroska hans og
heilbrigði, andlegt og likamlegt. Hæstiréttur gat hins vegar ekki séð að til-
efni væri lyrir sérstakri geðrannsókn. Væri ekki annað séð en að maður-
inn sé samþykkur öflun vottorðs sálfræðings Fangelsismálastofnunar og
þyrfti því ekki atbeina dómstóla til að afla slíkra gagna. - FÞG