Dagur - 24.10.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 24.10.2000, Blaðsíða 9
 ÞRIHJUD AGU R 24. OKTÓBER 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Taplausar á toppmun Eftir leiki fimmtu umferðar Nissandeild- ar kveiina eru Hauka- stelpumar taplausar í toppsæti deildariuuar ásamt Stjömuuui sem fylgir þeim fast eftir. FH komið í þriðja sæt- ið eftir óvæutau úti- sigur á Gróttu/KR Eftir fimmtu umferð Nissan- deildar kvenna i handknattleik, sem lauk um helgina, eru Hauk- ar og Stjarnan með fullt hús stiga í toppsætum deildarinnar. A laugardaginn unnu Haukar fimm marka sigur, 16-21, á Víkingum í Vfkinni í frekar slökum leik, þar sem Haukastelpurnar höfðu for- ystuna svo að segja allan leikinn. Aðeins í upphafí höfðu Víkings- stelpurnar árangur sem erfiði og spiluðu þá glimrandi vörn með Helgu Torfadóttur að baki sér í miklu stuði. Það tók Haukana þó ekki langan tíma að finna leiðina í gegn og eftir að staðan var 5-5 var Ieikurinn þeirra í einu og öllu, nema þá hvað varðar mark- vörslu Helgu Torfadóttur, sem alls varði 15 skot í Ieiknum. Ekki var eins mikið að gera hjá Jenný Asmundsdóttur í Haukamarkinu, þar sem Víkingar komu vart bolta í gegnum sterkan varnarmúr Haukanna sem styrktist eftir því sem á leikinn leið. Þar voru þær Harpa Melsted og Auður Her- mannsdóttir bestar, en á móti frekar mislagðar hendur í sókn- inni, en þar fóru þær Brynja Steinsen og Sandra Anulyte fremstar í flokki. Víkingsstelp- urnar náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit í leiknum, nema þá Guðrún Guðmannsdótt- ir, sem varð þeirra marka- hæst með 6/1 mörk. Hjá Haukum var Harpa marka- hæst með 5/2 mörk, en eins og oft áður úr ansi mörgum tilraunum. ÍRennán stíga á botn- inuiii Á föstudaginn brugðu Stjörnu- stelpur undir sig betri fætinum og heimsóttu IR-stelpurnar í Breiðholtið, þar sem Garðabæj- arliðið vann átta marka sigur, 16- 24. IR-stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 3-1 áður en loksins kviknaði á Stjörnunum. I kjölfarið fylgdu fimm Stjörnumörk í röð og stað- an orðin 3-6 áður en ÍR-liðið bætti við sínu fjórða marki. Það varð um leið þeirra síðasta mark í hálfleiknum, en á á móti skor- uðu Stjörnurnar sjö mörk breyttu stöðunni í 4-13 fyrir leik- hlé. ÍR-liðið byrjaði seinni hálf- leikinn álfka og þann fyrri og skoruðu tvö fyrstu mörkin áður en Stjörnurnar tóku við sér. En eins og í fyrri hálfleik fjaraði krafturinn fljótlega út og tók Stjarnan þá öll völd á vellinum og hélt þetta átta til níu marka forskoti til loka leiksins. Hjá ungu liði ÍR voru þær Heiða Guðmundsdóttir og Bergiind Hermannsdóttir bestar og varð Heiða markahæst með 7/3 mörk. Einnig átti Anna Margrét Sigurð- ardóttir ágætan leik, en hún skoraði tvö mörk og var einnig drjúg við að fiska víti. Þar með er IR-liðið ennþá án sigurs í deild- inni og hvílir eitt á botninum. Hjá Stjörnunni var Nfna Björns- dóttir best og markahæst með 8 mörk og Halla María Helgadóttir næst með 5 mörk. Sóley Hall- dórsdóttir, átti ágætan leik í markinu, sérstaklega í fyrri hálf- leik og varði alls 16 skot. Hildur skoraði sex úr sex FH-liðið Iyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar, eftir óvæntan eins marks sigur,22-23, á Gróttu/KR á Nesinu á laugardaginn. Leikur- inn var mjög jafn og spennandi og leiddu liðin til skiptis fram í seinni hálfleikinn. Grótta/KR hafði eins marks forystu í Ieik- hléi, en fljótlega í upphafi seinni hálfleiks náði FH þriggja marka forskoti sem heimaliðinu tókst að vinna upp, fyrr en í lok leiks- ins. ar munaði mestu um góða markvörslu Jolöntu Slaikiene, en hún varði alls 18 skot í leiknum. Annars var mikið um mistök á báða bóga og skotnýtingin í heildina frekar slök. Hildur Páls- dóttir er þar þó undanskilin því hún nýtti sín skot hundrað pró- sent og varð markahæst FH-inga með 6 mörk. Fyrir utan Jólöntu í markinu átti Hafdís Hinriksdótt- ir einna bestan leik, með 5/3 mörk og einnig áttu þær Björk og Judit góða spretti. Hjá Gróttu/KR voru þær Alla Gor- korian og Ágústa Edda Björns- dóttir bestar og var Alla þeirra markahæst með 6/1 mörk. Marina skoraði 14 mörk í Eyjum Framliðið gerði góða ferð til Vestmannaeyja á föstudaginn og vann þar sex marka sigur á IBV. Marina Zoueva var í miklu stuði og skoraði hvorki meira né minna 14/8 mörk. Eftir jafna byrjun náðu Framstelpurnar góð- um tökum á leiknum og höfðu mest náð átta mark forystu sem var meira en Eyjaliðið réði við. Eftir sjö marka forystu í hálfleik, 9-16, gaf Framliðið aðeins eftir í upphafi seinni hálfleiks og náðu Eyjastelpurnar þá að minnka muninn í fjögur mörk um miðjan hálfleikinn. Þá tóku Framstelp- urnar aftur við sér og þá sérstak- lega Marina Zoueva, sem skoraði hvert markið af fætur öðru og var munur fljótlega aftur orðinn átta mörk. Zoueva var eins og venju- Iega allt í öllu hjá Fram og segja 14 mörk allt sem segja þarf. Hjá IBV bar mest á þeim Amelu Hag- ic og Anitu Eyþórsdóttur og voru þær markahæstar með 5 mörk hvor. I Valsheimilinu að Hlíðarenda fór fram leikur Vals og KA/Þórs og vann Akureyrarliðið þar sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur. Lokatölur leiksins urðu 14-19 og er nánar sagt frá honum í Akur- eyrarblaði. Spennan 1 hámarki Átta leikir fara fram í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í kvöld og eiga fjórir knatt- spyrurisar, Juventus, Bayern, United og AC Milan þar góða mögu- leika á að tryggja sig áfram í keppninni. I síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tókst þremur liðum, Arsenal, Valencia og Real Madrid að tryggja sig áfram í aðra lotu keppninnar og Valencia um leið að tryggja sér sigur í sínum riðli, C-riðli. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í keppninni, þannig að ennþá er ekki vitað hvaða þrettán lið muni fylgja áðurnefndum þremur Iiðum áfram í aðra lotu keppninnar. I kvöld gætu þó lín- ur farið að skýrast, en þá fara frarn átta leikir í fimmtu umferð E, F. G og H-riðils, þar sem spennan er reyndar hvað mest og ennþá allt opið upp á gátt. I E-riðli cr staðan mjög spenn- andi, en þar eru Juventus og Deportivo efst og jöfn með sex stig, en Panathinaikos í þriðja sætinu með fimm stig, tveimur meira en Hamborgarar sem eru Tekst Beckham og félögum að tryggja sig áfram. með þrjú á botninum. Juventus á heimaleik gegn Hamborgurum sem mæta til leiks án tveggja lyk- ilmanna sem eru íranski fram- herjinn Mehdi Mahdavikia sem er upptekinn með landsliðinu og Argentínumaðurinn Rodolfo Cardoso sem er mciddur. Italska liðið sem er ósigrað í riðlinum verður að teljast sigurstranglegra og mun með sigri tryggja sig áfram í kcppninni. I hinum leik E-riðils mætast spænska liðið Deportivo La Coruna og gríska liðið Panathinaikos í La Coruna og líldegt að það verði hreinn úr- slitaleikur um það hvort liðið kemst áfram. í F-riðli er staða Bayern Munchen best, en Iiðið hefur þar þriggja stiga forskot á Rosenborg og Paris SG. Bæjarar fá Helsing- borgara í heimsókn í kvöld og þar geta þeir með sigri tryggt sig áfram í keppninni. Helsingborg er með þrjú stig í botnsætinu og á tölfræðilega möguleika, en verða þá að vinna þýska risann, sem verður að teljast ólíklegt á heima- velli þeirra í M^nchen. I hinum Ieik F-riðilsins mæta Arni Gautur Arason og félagar hjá Rosenborg Iiði Paris SG í París og er líklegt að það verði hreinn úr- slitaleikur um það hvort liðið kemst áfram, þar sem þau eru nú jöfn með sex stig í 2.-3. sæti. I G-riðlinum er staðan enn meira spennandi, en þar er Manchester United með eins stigs forystu í toppsætinu á And- erlecht og PSV Eindhoven og á í kvöld útileik gegn Anderlecht. Ovíst er hvort þeir Roy Keane, fyrirliði og framherjinn Teddy Sheringham geti Ieikið með United, en báðir þurftu þcir að yfirgefa völlinn gegn Leeds á laugardaginn. Einnig er vafi á því hvort Ronny Johnsen geti leildð, en hann meiddist einnig í leikn- um gegn Leeds. Sigri United í leiknum ættu þeir að vera örugg- ir áfram, en að öðru Ieyti er allt opið upp á gátt. Dynamo Kiev sem er með fjögur stig í botnsæt- inu á fræðilega mögulega, en verður þá að sigra PSV í kvöld á heimavelli sínum í Kænugarði til að eiga möguleika. Sem sagt, allt opið upp á gátt. í H-riöli eru Leeds og AC Mil- an jöfn í toppsætunum með sjö stig, en Besiktas og Barcelona í neðri hlutanum með fjögur stig. Þar stefnir því í hörkuleiki, þar sem Leeds fær Barcelóna í heim- sókn á Elland Road og Besiktas tekur á móti AC Milan í Instan- búl. Barclóna verður að sigra á Elland Road til að eiga mögu- leika og ættu meiðslavandamálin hjá Leeds að auðvelda þeim róð- urinn, en alls cllefu Iykilmenn eiga nú við meiðsii að stríða hjá enska liðinu. Með sigri í Instan- búl tryggir AC Milan sig áfram í keppninni, en fari á hinn veginn eru Tyrkirnir komnir með góða stöðu fyrir síðustu umferðina. Leikir kvöldsins: E-riðill: Deportivo - Panathinaikos Juventus Hamburger SV F-riðilI: Bayern Múnchen - Helsingborg- Paris SG - Rosenborg G-riðilI: Dynamo Kiev - PSV Eindhoven Anderlecht - Man. United H-riðill: Besiktas- AC Milan Leeds - Barcelona Úrslit og staða Handbolti Nissandeild karla Úrslit: HK - Grótta KR 27-30 Fram - UMFA 25-24 FH - ÍBV 27-19 Stjarnan - Breiðablik 29-26 Nissandeild kvenna Úrslit: IR - Stjarnan 16-24 ÍBV - Fram 18-24 Grótta/KR - FH 22-23 Valur - KA/Þór 14-19 Víkingur - Haukar 16-21 Staðan: Stjarnan 5 5 0 104:81 10 Haukar 5 5 0 137:95 10 FH 5 3 2 124:114 6 Fram 5 3 2 112:107 6 ÍBV 5 3 2 101:102 6 Grótta/KR 5 2 3 119:98 4 Víkingur 5 2 3 101:100 4 Valur 5 1 4 74:102 2 KA/Þór 5 1 4 92:121 2 ÍR 5 0 5 75:119 0 2. deild karla Úrslii: Víkingur - Þór Ak. 22-21 Fylkir - Fjölnir 27-32 Körfubolti Kiörísbi karinn 8-liða úrslit: Keflavík - Njarðvík 84-97 Njarðvík - Keflavík 85-78 Hamar - KR 77-66 KR - Hamar 97-72 Þór Ak. - Grindavík 80-89 Grindavík - Þór Ak. 107-101 Tindastóll - Haukar 94-70 Haukar - Tindastóll 80-88 (Njarðvík, KR, Grindavík og Tindastóll homin dfram í undanúrslit.) Úrvalsdeild kvenna Úrslit: Keflavík - ÍS 66-58 Staðan: Keflavík 2 2 0 150:92 4 ÍS 2 11 118:116 2 KR 10 1 50:60 0 Grindavík 1 0 1 34:84 0 KFÍ 0 0 0 0:0 0 1. deild ltarla Úrslit: Árm./Þrótt. - Stjarnan 67-73 ÍS - Breiðablik 67-98 Þór Þorl. - ÍA 85-88 Stjarnan - Selfoss 77-64 Snæfell - Árm./Þrótt. 95-77 Höttur-ÍV 72-75 Fótbolti Enska úrvalsdeildin Staðan eftir leiki helgarinnar: Man. Utd 10 6 3 1 26:8 21 Arsenal 10 6 3 1 17:10 21 Liverpool 10 5 3 2 17:13 18 Newcastle 10 5 1 4 11:8 16 Leicester 10 4 4 2 7:6 16 Ipswich 10 4 3 3 14:1 1 15 Charlton 10 4 3 3 16:16 15 Tottenh. 10 4 2 4 15:14 14 Leeds 9 4 2 3 14:13 14 Chelsea 10 3 4 3 19:14 13 Aston V. 9 3 4 2 1 1:8 13 Sunderl. 10 3 4 3 8:11 13 Everton 10 3 3 4 13:16 12 Man. City 9 3 2 4 12:14 11 Coventry 10 3 2 5 11:21 1 1 Middiesb. 10 2 4 4 15:16 10 Southampt 9 2 4 3 12:13 10 West Ham 10 1 5 4 12:14 8 Bradford 10 1 3 6 4:16 6 Derhv 10 0 5 5 14:26 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.