Dagur - 24.10.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGVR 24. OKTÓBER 2 000 - 11
Thypr
ERLENDAR FRÉTTIR
Bush er kominn framúr Gore en
stjórnmálaskýrendur eru sammála
um að allt geti gerst.
Algjör óvissa uni úr-
slit forsetakosninga
Bush hefur uáð yfir-
höndiimi í skoðana-
könnunum en munur-
inn varla marktækur
og enn getur allt skeð
eins og þeir segja í
fótboltanum
Þegar aðeins tvær vikur eru til
kosninga í Bandaríkjunum eru
gerðar skoðanakannanir ótt og
títt. Það eru einkum forseta-
kosningarnar sem athyglin bein-
ist að, enda veigamesta embætt-
ið sem kosið er til. Hins vegar er
aðeins eitt sæti í Oldungadeild-
inni sem fylgst er með af áhuga,
en það er annað sæti New York
fylkis, sem Hillary Rodham
Clinton sækist eftir. Gamla
kempan Moynihan er að hætta í
pólitík vegna aldurs. Engu er lík-
ara en að forsetafrúin sé ein í
framboði til Öldungdeildarinnar,
því varla er minnst á aðra fram-
bjóðendur á þeim vígstöðvum.
En það eru forsetakosningarn-
ar sem mestu máli skipta, ekki
aðeins í Bandaríkjunum, heldur
er íylgst með þeim af áhuga um
allan heim því það skiptir máli
hver velst til forystu í risaveld-
inu, sem nú er öflugra en dæmi
eru um í veraldarsögunni.
Skoðanakannanir sem gerðar
voru um helgina sýna að Bush er
kominn fram úr Gore og var á
sunnudagskvöldi með 45% fylgi
en Gore hafi 41% fylgi. I gær,
mánudag, stóð meðaltal skoð-
anakannanna þannig að Gore
var að rétta við og stóðu pró-
sentutölurnar þannig að hann
var kominn með 42% fylgi en
Bush 44%. Er munurinn tæpast
marktækur og þeir sem telja sig
sérfræðinga í kosningasspám
vestra telja, að frambjóðendur
stóru flokkanna verði hnífjafnir
fram að kosningum og muni
endanlegar kosningatölur einar
skera úr um hvor verður forseti.
Frambjóðandi Græna flokks-
ins, neytendafrömuðurinn
Nader hefur 5% fylgi og fram-
bjóðandi Endurreisnarflokksins
Buchanan fær 1% atkvæða. 7%
þeirra sem taka þátt í skoðana-
könnunum eru óákveðnir, en all-
flestir kjósendur eða 86% virðast
þegar hafa gert upp hug sinn. En
slagurinn stendur um þá óá-
kveðnu og munu frambjóðendur
neyta allra ráða til að laða þá til
sín.
Bush hefur meira fylgi allra
aldursflokka nema 70 ára og
eldri. Gore hefur 5% meira fylgi
meðal öldunganna. Langmest
fylgi Bush er meðal ungmenna á
aldrinum 18-24 ára. I þeim ald-
ursflokki eru margir tæknilega
sinnaðir og taka fullan þátt í raf-
eindabyltingunni, sem haldið er
að gangi yfir.
í Bandaríkjunum er kynþátta-
hyggja rík og hefur mikil áhrif á
stjórnmálin. 51% hvítra hyggjast
kjósa Bush á móti 36% sem velja
Gore. Helmingi fleiri spænsku-
mælandi kjósendur munu kjósa
Gore en Bush. 79% blökku-
manna munu sömuleiðis styðja
Gore. Bush nýtur 13% meira
fylgis karla en Gore en 9% fleiri
konur munu taka varaforsetann
framyfir ríkisstjórann í Texas.
Sem sjá má er baráttan milli
frambjóðenda stóru flokkanna
hörð og treysta fáir sér til að spá
um úrslitin, sem eru eins tvísýn og
þau geta orðið. Frambjóðendur
ferðast nú milli landshluta og
reyna að koma eins víða við og
mögulegt er og ná beinu sambandi
við kjósendur. Þeir munu ekki
halda fleiri sameiginlega kosn-
ingafundi og er ekki að sjá að þeir
eigi nein sérstök tromp á hendi
sem líklega eru til að afla fylgis eða
kasta rýrð á keppinautinn.
Kosningabaráttan hefur verið
sviplaus. Sjónvarpskappræðurn-
ar hafa ekki orðið til að vekja
sérstakan áhuga á öðrum hvor-
um frambjóðandanum. Allt sem
fram kom á þeim framboðsfund-
um var íyrirséð, jafnvel klæða-
burður frambjóðendanna var
eins sviplaus og baráttumálin,
enda ber þeim helst til lítið á
milli, þótt þeir reyni að greina
sig hvor frá öðrum í veigalitlum
málum. -OÓ
Ósamkomulag umþjóðstjóm
JERÚSALEM - Ekkert samkomuíag náðist í
gær milli þeirra Ariels Sharons og Ehud
Baraks um stjórnarsáttmála að þjóðstjórn í
Israel. Þetta kom fram hjá einum af tals-
manni Likudbandalagsins á fundi með
fréttamönnum. „Þau drög að sáttmála sem
Barak kynnti voru einfaldlega óaðgegnileg,"
sagði Silvan Shalon talsmaður Likudbanda-
lagsins. Hann bætti því við að engu að síð-
ur væri fyrirhugaður fundur með flokksleið-
togunum í dag, þriðjudag. Helsti ásteyting-
arsteinninn í þessum þjóðstjórnarviðræðum
er sá að Likudbandalagið - sem í dag er hel-
sti stjórnarandstöðuflokkurinn - vill tryggja
sér raunveruleg áhrif á það hvernig og hvort
haldið verður áfram friðarumleitunum og
friðarviðræðum við Palestínumenn. Fundur Sharons og Baraks kem-
ur í kjölfar þess að Barak hafði lýst því yfir að friðarferlið væri kom-
ið í strand og að ekki þýddi að halda áfram viðræðum um að stöðva
ofbeldisverk á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu.
Ehud Barak, forsætis-
ráðherra ísraels
Ekki hægt að kafa að Kursk
MOSKVA - Stormur var á Barents-
hafi í gær sem olli því að norskir og
rússneskir kafarar sem voru tilbún-
ir til að fara niður að hinum
sokkna kafbáti, Kursk, urðu að
fresta öllum aðgerðum sínum.
Hugmynd kafaranna var að skera
gat á skrokk kafbátsins til þess að
fara þar inn og ná út líkum mann-
anna 118 sem fórust með bátnum
á sínum tíma. Það að komast í
gegnum innra byrði kafbátsins er
það verkefni sem er hvað erfiðast í þessari áætlun og til marks um
það var viðtal í rússnesku sjónvarpi við skipasmið sem lýsti því að það
væri ærið verkefni fyrir hvern sem er að skera sig í gegnum 10 centi-
metra þykkt stál jafnvel á þurru landi. Að gera það á hafsbotni væri
gríðarlegt mál. Þessu verkefni hefur hins verið frestað nú þar til
veðrið gengur niður.
Kafarar bíða átekta með að fara
niður að Kursk.
Kim og Albright funda
PYONGYANG, Norður Kóreu - Madeleine Al-
briht utanríkiráðherra Bandaríkjanna átti sögu-
legan fund með Kim Jong-il leiðtoga Norður-
Kóreu í gær en embættismenn í Washington
skilgreindu þessar viðræður sem „mikilvægar".
Talsmaður utanríkisráðuneytisins bandaríska
Richard Boucher sagði fréttamönnum í gær að
viðræðumar myndu halda áfram í dag, þriðju-
dag en fyrirfram hafði einungis verið búist við
að fundur þeirra Kims og Albright yrði stuttur. I
kvöldverðarboði í gær sagði Albright í ræðu sem
hún hélt að við yrðum öll að gera hvað við gæt-
um til að koma í veg fyrir ógn í samfélagi þjóð-
anna, minnka spennu og byggja upp gagnkvæmt
traust. „Við verðum öll að sinna okkar skyldu ef
kaldastríðinu á í raun og veru að ljúka sem og sú sársaukafulla upp-
skipting Kóreu sem því fylgdi að hverfa,“ sagði Albright.
Madeleine Albright
■ FRÁ DEGI
ÞRIÐJLJDAGUR 24. OKTÓBER
298. dagur ársins, 68 dagar eftir.
Sólris kl. 8.46, sólarlag kl. 17.36.
Þau fæddust 24. október
• 1814 Rafael Carrera, einræðisherra í
Guatemala.
• 1869 Guðmundur Friðjónsson skáld á
Sandi.
• 1876 Saya San, leiðtogi uppreisnar
gegn Bretum í Burma árin 1930-32.
• 1904 Moss Hart, bandarískt Ieikskáld.
• 1925 Luciano Berio, ítalskur hljóm-
sveitarstjóri og tónskáld.
• 1939 F. Murray Abraham, kvikmynda-
leikari.
• 1944 Vésteinn Lúðvíksson rithöfund-
ur.
• 1947 Kevin Kline, handarískur leikari.
Þetta gerðist 24. október
• 1795 skiptu Prússland, Austurrild og
Rússland á milli sín síðustu leifunum
af Póllandi, sem varð ekki til á ný sem
TIL DAGS
sjálfstætt ríld fyrr en í Iok fyrri heim-
styrjaldarinnar 1918.
• 1901 fór kona að nafni Annie Edson
Taylor fram af Níagarafossum í
tunnu, og komst ómeidd út úr þeirri
svaðilför.
• 1945 voru Sameinuðu þjóðirnar
formlega stofnaðar.
• 1969 gaf Richard Burton henni EI-
ísabetu Taylor demantshring sem
kostaði meira en milljón dollara og var
meira en scxtíu og níu karöt að þyngd.
• 1975 hófust sjónvaqjsútsendingar í lit
hér á landi.
• 1975 var kvennafrídagurinn á Islandi
og mættu þá 25 þúsund manns á úti-
fund á Lækjartorgi í Reykjavík.
Vísa dagsins
Yndisbesta elskan mín,
ástum festa baugalfn!
Hjartað góða þckki’ ég þitt,
það er ljóðaefniö mitt.
Jónas Hallgrímsson
Afmælisham dagsins
I dag eru hundrað ár liðin frá fæð-
ingu Karls O. Runólfssonar tónskálds
og trompettleikara. Hann var fæddur
í Reykjavík, Iærði upphaflega prent-
iðn en stundaði síðan tónlistarnám á
Islandi og í Kaupmannahöfn. Eftir
hann liggja (Jölmörg tónverk, bæði
einsöngslög og kórverk ásamt ballett-
um, kantötum, sónötum og sinfóní-
unni Esju, svo nokkuð sé nefrít. Hann
var einnig frumkvöðull að stofnun
Sambands íslenskra lúðrasveita. Karl
lést árið 1970.
Þegar eitthvað er fyndið, þá skaltu at-
huga hvort ekki leynist í þrí dulinn sann-
leikur.
Gcorgc Bcrnard Shaw
Heilabrot
Geturðu raðað tölunum frá 1 og upp í 9 í
talnaferning, með þrjár tölur í hverri röð og
þrjár tölur í hverjum dálki, þannig að út
koman sé alltaf sú sama hvort sem lagöar
eru saman tölurnar þrjár í hverri röð cða
hverjum dálki, og sama útkoman á líka að
fást þegar skáraðirnar tvær eru Iagðar sam-
an.
Lausn á síðustu gátu: Blöðrur.
Veffang dagsins
Á Netinu er fullt af ljómandi góðum síð-
um um Bangsímon, sem er besti vinur
barnanna. Meðal þeirra betri má ncfna
wwvv. the-hundred-acrc-wood.com/,
www.just-pooh.com/
og worldkids.net/pooh/l 00aker.html.