Dagur - 15.11.2000, Page 1

Dagur - 15.11.2000, Page 1
1 Fjárskortur til lög- reglu hamlar raim sóknum og ýtir undir vanheilsu hjá afbrota- mönnum. Kurr meðal lögreglumanna vegna ástandsins. Sveinn Andri Sveinsson lögmað- ur og fyrrum borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks veltir upp spurning- um um forgangsröðun verkefna hjá lögreglunni í ljósi yfirvinnu- banns sem staðfest er að bafi harnlað rannsóknum og haft áhrif á réttarfarsleg úrræði í sakamálum. „Manni hefur ekki fundist vandamál að fá lögreglu- menn í yfirvinnu þegar kemur að því að passa tóm hílastæði á Þingvöllum eða halda hlífiskildi yfir stríðsglæpamönnum frá Kína. Þá virðist nóg fé vera til,“ segir Sveinn Andri. Lögmaðurinn falaðist nýverið eftir upþlýsingum frá lögreglunni vegna tafa sem urðu á afgreiðslu máls hjá skjólstæðingi hans í meintum 10 kg innflutningi á hassi. I opinberri fyrirspurn var lögreglan m.a. innt eftir því hvort fjárskortur hefði hægt á rannsókn- inni og einnig spurði Sveinn Andri hvaða skýr- ingar væru á því að aðeins ein skýrsla hefði ver- ið tekin af skjól- stæðingi hans á þremur vikum í gæsluvarðhaldi. Benda má á að áhrif einangrunar hafa mjög verið til umræðu und- anfarið. Fasta- nefnd á vegum Evrópuráðsins hefur gagnrýnt ís- lenskt réttarkerfi vegna ofnotkunar á gæsluvarð- haldi og fyrrverandi landlæknir, Olafur Ólafsson, lýsti því áliti ný- verið að hætta væri á verulegu heilsutjóni ef fangar væru lengur en 3 vikur í einangrun. Óviðimandi Sveinn Andri segir að svör lögregl- unnar hafi á köfl- um verið „út í hött“ og þá sér- staklega þau at- riði, þar sem fram kom að ekki væri hægt að svara hinu og þessu vegna leyndar um starfsaðferðir lög- reglunnar. „Það er algjörlega óviðun- íslensku réttarfari að kærði, þolandi þá andlegu þrekraun sem langvarandi einangrunarvist er, þurfi að sæta því að einangrun- arvistin dragist á langinn vegna þess að embætti Lögreglustjórans í Reykjavík þarf að halda sér innan Ijárlaga- ramma." Sýndarmarkmið ? Ahrif fjársveltis hjá framkvæmda- valdinu eru ekki síður áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið allt og Sveinn Andri segir að hann hafi orðið var við mikinn kurr meðal lögreglu- mannanna sjálfra vegna þess að rannsóknum þeirra sé stefnt í voða vegna peningaleysis. „Yfir- vinnukvótinn í fíkniefnadeildinni kláraðist í september og það var staðfest af fulltrúa lögreglustjór- ans við fyrirtöku rnáls skjólstæð- ings míns í héraðsdómi, að rann- sóknir mála hjá fíkniefnadeildinni núna, hefðu tafist vegna þesa yfir- vinnubanns. Þetta gerist á sama tíma og ég efast um að nokkur op- inber gjaldaliður njóti meiri skiln- ings út í þjóðfélaginu en aðgerðir gegn glæpamönnum í fíkniefna- geiranum. Stjórnmálamenn verða að vera samkvæmir sjálfum sér. Markmiðið um fíkniefnalaust ís- land hljómar sem hjóm eitt þegar lögréglumenn geta ekki unnið yf- ininnu." Dagur náði ekki tali af Sólveigu Pétursdóttur vegna þessa máls í gær. — BÞ Sveinn Andri: Næg yfirvinna hjá löggunni þegar vernda á stríðs- glæpamenn. Leitað Suð- ur með sjó Síðdegis í gær og í gærkvöldi stóð yfir víðtæk Ieit Suður með sjó, m.a. á Vatnsleysuströnd að Einari Erni Birgis- syni sem saknað hef- ur verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Þessi aukni kraftur í leitinni kom í kjölfar nýrra upplýsinga og vísbendinga sem lögreglu bárust. Um tuttugu lögreglumenn vinna að rannsókn málsins og samkvæml upplýsingum lögreglu var ekkert útilokað varðandi hugsanleg afdrif Einars, þar á meðal að honum hafi verið ráðinn bani. Lögreglan vildi í gærkvöld engar upplýsingar gefa um hinar nýju vísbendingar en að sögn Friðriks Björgvinssonar yfir- Iögregluþjóns í Kópavogi, sem stjórnar rannsókninni eru vísbend- ingarnar sem fram komu í gær þó ekki þess eðlis að hægt sé að tala um straumhvörf í málinu. Einar Örn Birgisson. í gær hóf Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, próflestur haustannar á þingpöllum Alþingis. Tilgangurinn var að benda á það aðstöðuleysi sem Háskóli íslands býr við og ítreka kröfur stúdenta um að ríkið veiti aukafjárveit- ingu til byggingaframkvæmda við skólann. - mynd: pjetur Kári Stefánsson forstjóri. Meiri tekjur deCODÉ deCODE aflaði 198,7 milljóna Bandaríkjadala í fyrsta almenna hlutafjárútboði fyrirtækisins í júlí sl. í septemberlok hafði fyrirtækið 210,4 milljónir Bandaríkjadala til ráðstöfunar í handbæru fé. Tekjur þriðja ársljórðungs voru 5,6 milljónir dala og hafa aukist rúmlega 57% frá sama tímabili í fyrra, að mestu vegna hækkunar álangatengdra tekna frá samstarfs- aðila fyrirtækisins. Útgjöld til rannsókna- og þróunarstarfsemi námu 11,7 milljónum dala og til stjórnunar- og almenns rekstrar- kostnaðar 4,4 milljónum, eða 16,1 milljón samtals. Tap fjórðungsins samkvæmt rekstrarreikningi nem- ur 7,6 milljónum og 24,9 milljón- um frá áramótum (2,2 milljörðum kr.). Uppgötvanir Islensk erfðagreining og F. Hoff- mann-La Roche tilkynntu í gær að vísindamönnum IE hefði tekist að staðsetja erfðavísi á litningi sem tengist útæðasjúkdómi, sem lýsir sér í minnkuðu blóðflæði til útlima og getur í verstu tilfellum leitt til útlimamissis. Þykir líklegt að ákveðinn breytileiki í þessum erfðavísi eigi þátt í myndun sjúk- dómsins. Niðurstöður eru sagðar sterkustu vísbendingar sem fund- ist hafa fyrir því að erfðir séu mik- ilvægur sjúkdómsþáttur. En lengi hefur verið vitað að reykingar, hreyfingarleysi, kólesterríkt fæði og hár blóðþrýstingu auka líkurnar á útæðasjúkdómi. ÍE og Roche tilkynntu einnig að vísindamenn IE hafi staðsett erfðavísi á litningi sem tengist beinþynningu og talinn er eiga stóran þátt í m^Tidun sjúkdómsins í einstaklingum sem bera ákveðinn hreytileika í honum. Samkvæmt samstarfssamningi fyrirtækjanna mun Holfmann-La Roche inna af hendi áfangagreiðslur vegna þess- ara kortlagninga og nýta þekking- una til að þróa ný meðferðar- og greiningarúrræði, segir í frétt frá IE. - HEI vinnur verk sín í hljóði PdOOffséé&iS? i Geislagötu 14 • Sími 462 1300 BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Bless bursti Nú á ég skilið að fá uppþvottavél

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.