Dagur - 15.11.2000, Page 2
2- MIDVIKVDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
Dagur
FRÉTTIR
Skelfilegt öryggis-
levsi fyrir austan
Brýnt að koma sjúkra-
fhigsmáliun Austfirð-
iuga í lag sem fyrst.
Engir samningar um
sjúkraflug á landinu
öllu.
Einar Rafn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslustofn-
unar Austurlands, segir Austfirð-
inga mjög uggandi vegna þess að
sjúkraflugsmál eru í ólestri í
fjórðungnum. Ofremdarsástand
hefur verið í þessum málum síð-
an í maí og ekki liggur fyrir
hvenær úr rætist. „Þetta er óþol-
andi. Vitund Austfirðinga um að
þessi þáttur öryggisþjónustu sé
ekki til staðar, gerir fólk óöruggt
og óhamingusamt," segir Einar
Rafn.
Heilbrigðisráðuneytiö er í við-
ræðum við bjóðendur eftir að
sjúkraflug á landinu öllu var
boðið út en á meðan ríkir „kaos“
fyrir austan, að sögn Einars
Rafns. Flugfélag
Austurlands var
til langs tíma
mikilvæg ör-
yggistaug en það
hefur nú hætt
starfsemi. Síðan
í vor er engin
flugvél á svæð-
inu sem hægt er
er að nota til
sjúkraflugs og á
sama tíma eru
engir samningar
í gildi í landinu
um sjúkraflug.
„Þegar við höf-
um hringt í
neyðartilfellum
undanfarið hef-
ur það verið al-
gjörlega undir
hælinn lagt að nokkur sé viðlát-
inn til að sinna okkur og það er
skelfileg upplifun," segir Einar
Rafn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er
eitt öflugasta öryggistækið þegar
slys eða bráð veikindi eru annars
vegar en við-
bragð hennar
veltur algjörlega
á veðurskilyrð-
um. Vont veður
getur þannig
orðið til þess að
þyrlan þarf að
fljúga með
ströndinni og
þegar þannig
háttar til tekur
það hana 3-4
klukkutíma að
komast austur.
ítrekuð
vandamál
Slys tveggja sjó-
manna sem urðu
að bíða klukku-
stundum saman
eftir sjúkraflugi er langt í frá eina
tilfellið sem upp hefur komið, að
sögn framkvæmdastjóra Heil-
brigðisstofnunar Austurlands.
Nokkrum sinnum hefur undan-
farið verið leitað eftir sjúkraflugi
og staðfesting fengist á að von
væri á vél innan skamms en ekk-
ert orðið úr. Skýringarnar hafi
verið skortur á tiltækum flug-
mönnum hjá viðkomandi félagi
enda hefur enginn skipulagða
bakvaktarneyðarskyldu sem
stendur. „Þetta getur valdið
mannskaða hvenær sem er og ég
vona að ráðuneytið flýti aðgerð-
um sínum eins og kostur er.“
Miðstöð á Akureyri
Þess má geta að Heilbrigðis-
stofnun Austurlands hefur sam-
þykkt þá tillögu að miðstöð
sjúkraflugs verði á Akureyri. Sú
samþykkt er hyggð á þeirri for-
sendu að gerð verði út öflug flug-
vél með mannskap sem myndi
ekki aðeins nýtast til að sækja
sjúka og slasaða heldur einnig til
að flytja læknishjálp og hjúkrun
á staðinn. Tiltölulega skamman
tíma tekur einnig að komast frá
Akureyri til allra staða landsins
enda er kaupstaðurinn miðsvæð-
is á landsvísu. Ovíst er enn hvort
Austfirðingum verður að þessari
ósk. - BÞ
Einar Rafn Haraldsson: Ástandið
getur valdið mannskaða hvenær
sem er.
Nýr tölvuvírus er kominn.
Jólaormux
í tölvuimm
í gær smituðust tölvur fjöl-
margra Islendinga af nýjum
ormi sem gengur undir nafninu
Navidad. Veiru- og ormafræð-
ingurinn Friðrik Skúlason sendi
í gær frá sér fréttatilkynningu
þar sem hann varar fólk við orm-
inum.
Ormurinn dreifir sér með
töivupósti og sendir sjálfan sig
áfram sem viðhengi. Skráin
heitir NAVIDAD.EXE, og það er
gríðarlega mikilvægt að fólk
opni alls ekki þessa skrá. Orm-
urinn getur að sögn Friðriks
Skúlasonar haft alvarleg áhrif á
starfshæfni tölva og getur komið
í veg fyrir að hægt sé að keyra
forrit í þeim.
Eins og nafn ormsins bendir
til rekur hann uppruna sinn til
Spánar. „Navidad" þýðir einmitt
jól á spænsku, en víst er að
tölvunotendur geta vel hugsað
sér skemmtilegri glaðning en
þennan ófögnuð.
Kirkjan í keng
Með Sigurbirni Einarssyni efldist vegur hinnar íhaldssömu guðfræði að
nýju og um leið varð kirkjan nánast ríki I ríkinu. Áherslan varð á kirkjuna
sjálfa sem stofnun með langa sögu og merkar hefðir, að sögn sr. Gunn-
ars Kristjánssonar á Reynivöllum.
íslenska þjóðkirkjan
er ekki bara í kreppu,
heldur kengbogin.
Hún er íhaldssöm,
einangruð og lúin,
segir séra Guunar
Kristjánsson.
I nýjasta hefti Andvara er að
finna hressilegar hugleiðingar
séra Gunnars Kristjánssonar,
prófasts og sóknarprests á Reyni-
völlum í Kjós, um þróun íslensku
þjóðkirkjunnar á tuttugustu öld.
Gunnar er þar ómyrkur í máli og
segir þjóðkirkjunni óspart til
syndanna.
Gunnar segir að kirkjan sé
„fjarri því að vera eins keik og
ætla mætti og vera ætti.“
„Lúther sagði að maðurinn
væri ‘kengboginn inn í sjálfan
sig’,“ segir Gunnar. Hlutverk
kirkjunnar sé að „leysa manninn,
rétta úr honum, gefa honum
nýja von og nýjan kraft til að
lifa.“ Hins vegar sé vandséð
hvort hún sé fær um að sinna
þessu hlutverki eins og komið er
fyrir henni, enda sé hún sjálf
komin í keng.
Gunnar segir að kirkjan hafi
„einangrast frá þjóðinni með því
að vera fjarri vettvangi þegar um
málefni samfélagsins er að
ræða.“
Ennfremur segir: „Hún hefur
þróast í þá áttina að helga sig
helgiathöfnum og skapa sér með
þeim hætti ímynd sem hæfir
þeirri guðfræði sem hún hefur
helst iðkað á síðari hluta aldar-
innar, þ.e.a.s. íhaldssamri guð-
fræði.“
Hins vegar hafi kirkjan „haklið
velli með því að standa vörð um
helgiathafnir á tímamótum í ævi
einstaklinga, fjölskyldna og sam-
félags," segir Gunnar.
Hann segir raunar að framan
af öldinni hafi frjálslynd guð-
fræði smám saman verið að ryðja
sér til rúms innan þjóðkirkjunn-
ar. Akveðin umskipti hafi hins
vegar orðið þegar Sigurbjörn
Einarsson tók við biskupsemb-
ætti árið 1959.
IVIeð Sigurbirni hafi vegur
hinnar fhaldssömu guðfræði
eflst að nýju og um leið hafi
kirkjan orðið nánast ríki í rfkinu.
Aherslan verður á kirkjuna sjálfa
sem stofnun með langa sögu og
merkar hefðir, en „áður höfðu
kirkjunnar menn fremur talað
um trúna, kristnina eða kristin-
dóminn."
Eftir að Sigurbjörn lét af emb-
ætti áttu frjálslyndari viðhorf þó
greiðari aðgang að yfirstjórn
kirkjunnar, samkvæmt frásögn
séra Gunnars. Hins vegar sé
„hinum langa og íhaldssama
kafla í sögu kirkjunnar1' langt í
frá Iokið. „Hann hefur að margra
mati haft í för með sér atgervis-
flótta frá kirkjunni og gert hana
að áhrifalítilli stofnun með tak-
markað aðdráttarafl fyrir ungt
fólk skapandi í hugsun, þar sem
fátækleg umræða um trú og lífs-
gildi hefur farið fram og skilað
litlum sýnilegum árangri í al-
mennri þjóðfélagsumræðu," seg-
ir í grein Gunnars.
„Kirkjan heldur á ný út í óvis-
su nýrrar aldar, lúin eftir mikil
afmælishátíðahöld," segir Gunn-
ar í lok greinar sinnar. Tíminn
muni hins vegar leiða í Ijós
„hvort henni tekst að rífa sig úl
úr gamla tímanum og rétta úr
hognu baki og brjótast út úr eig-
in heimi.“ — GB
Cleo Lane á Broadway
Jasssöngkonan Cleo Laine er væntanleg til Islands, f þriðja sinn,
ásamt eiginmanni sínum John Dankworth og hljómsveit og ætla að
halda tvenna tónleika 28. og 29. nóvember. - iiei
HlutafjárauJoimg í Samherja
Útgerðarfyrirtækið Samherji hélt hluthafafund í gær þar sem sam-
þykkt var hlutafjáraukning að upphæð 285 milljónir króna, eða 20%,
sem er um 2,5 milljarðar króna að raunvirði miðað við gengi hluta-
bréfa í Samherja. Eftir það er hlutafé í Samherja 1.660 milljónir
króna að nafnvirði.
Þessi hlutafjáraukning er vegna fyrirhugaðrar sameiningar útgerð-
ar- og fiskverkunarfyrirtækisins BGB-Snæfells í Dalvíkurbyggð við
Samherja um næstu áramót. KEA selur sinn hlut í fyrirtækinu gegn
hlutabréfum í Samherja. Núverandi hluthalar BGB-Snæfells eignast
26% í Samherja en núverandi eigcndur Samherja um 74%. KEA verð-
ur stærsti einstaki hluthafinn með 17% hlut. Kosinn var ný stjórn
Samherja á fundinum. 1 henni eiga sæti 5 menn og tilnefndi KEA
einn aðalmann og annan í varastjórn. — gg
Verdhækkanir hjá horginni
Á fundi borgar-
ráðs í gær voru
afgreiddar ýmsar
gjaldskrárhækk-
anir sem eiga að
koma til fram-
kvæmda í byrjun
næsta árs, eða
eftir einn og hálf-
an manuð. Þess-
ar hækkanir eru í
tengslum við
fjárhagsáætlun
borgarinnar
2001 og bitna
mest á öldruðum
og barnafjöl-
skyldum.
Sem dæmi þá
hækkar verð fvrir heimaþjónustu aldraðra úr 200 í 230 krónur, eða
15%. Innritunargjatd í opið félagsstarf hækkar úr 400 í 500 krónur,
eða um 25%. Þá hækkar kaffibollinn í þjónustumiðstöðvum aldraðra
úr 75 krónum í 80 krónur. Ennfremur hækkar gjaldskrá Ieikskóla um
3,5% og gjaldskrá gæsluvalla hækkar úr 100 krónum í 150 krónur,
eða um 50%. —GRii
Gjaldskrá leikskóla hækkar um 3,5% og gjaldskrá
gæsluvalla hækkar úr 100 krónum 1150 krónur.