Dagur


Dagur - 15.11.2000, Qupperneq 5

Dagur - 15.11.2000, Qupperneq 5
M IDVIKUDAGU R 1S. N Ó V E M B E H 2000 - S FRÉTTIR Skattt ekj ur borgar aukast um 13,7% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur að ekkert sveitarfélag hafi náð eins mikillli skuldalækkun og borgin. Útsvarið hækkar. Rekstur 76,5% af skatttekjum. Mest til fræðslumála. Fjár- málaleg óstjóm. I frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2001 er gert ráð fyrir því að skatttekjur borg- arsjóðs muni aukast um 13,7%. Þar munar mest um hækkun út- svars í 12,7%. Aformað er að greiða niður skuldir borgarsjóðs um 2,8 milljarða króna á næsta ári og þar af um hálfan milljarð með auknum skatttekjum. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri telur að ekkert sveitarfélag hafi náð eins mikillli skulda- lækkun og borgin, enda lækka heildarskuldir á hvern íbúa um ríflega 21 þúsund krónur. Inga Jóna Þórðardóttir oddviti minni- hlutans í borgarstjórn telur hinsvegar að fjárhagsáætlunin sýni enn og aftur fjármálalega óstjórn R-listans þar sem heild- arskuldir hækka um 3,5 millj- arða á milli ára. Mest til fræðslumála A blaðamannafundi í gær kom fram að meðal stærstu verkefna borgarinnar á næsta ári er skóla- byggingar og knattspyrnuhús í Grafarvogi ásamt mikilli upp- byggingu í umhverfis- og orku- málum. A næsta ári sér einnig fyrir endann á tveimur stórum átaksverkefnum, þ.e. einsetn- ingu grunnskólans og hreinsun strandlengjunnar. Af einstökum málaflokkum fer mest af hvcrri skattkrónu til fræðslumála, eða 29%, 11% til leikskóla og annað eins í félagsþjónustu og 10% í götur og holræsi. Hækkun rekstrargjalda er mest til fræðslumála, eða 41% og munar þar að mestu um tölvumál og aukin stjórnendakvóta. Áætlað er að til reksturs fari um 76,5% af skatttekjum næsta árs á móti 96,4% árið 1994.Gert er ráð fyr- ir að Orkuveitan fjárfesti á næsta ári fyrir 5,4 milljarða króna á sama tfma og áformað er að lán- tökur fyrirtækisins nemi um 4,5 milljörðum. Reiknað er með að hagnaður af fyrirtækinu aukist um 8,6% og verði rúmur 1,1 milljarður króna. Óstjóm Inga Jóna Þórðardóttir oddviti minnihlutans í borgarstjórn seg- ir að afleiðingin af óstjórn R-list- ans í fjármálum borgarinnar á undanförnum árum birtist m.a. í því að R-listinn telur óhjákvæmi- legt að nýta útsvarsheimildir til fullnustu. Það þýðir að útsvars- tekjur næsta árs munu gefa 2,2 milljarða til viðbótar við það sem áætlað er að innheimtist á þessu ári. Hún bendir einnig á að til viðbótar við auknar álögur og meiri skatttekjur vegna góðæris hefur borgin á undanförnum árum sett gríðarlega fjármuni í reksturinn í formi holræsagjalds, stórhækkaðra arðgreiðslna, millifærslu vegna leiguíbúða borgarinnar auk þess sem Orku- veitunni hefur verið gert að greiða marga milljarða til borgar- sjóðs. - GRH Jón skoðar tilboðið í Valhöll „Eg er að skoða þetta tilboð," sagði Jón Ragnarsson eigandi Hótels Valhallar í samtali við Dag í gær. Sem kunnugt er hef- ur breski athafnamaðurinn Howard Kruger, gert Jóni nýtt tilboð í hótelið og er það uppá 470 millj. og er um margt svipað hinu fyrra - að því er Jón segir. Aðspurður kvaðst Jón ekkert hafa heyrt frá Þingvallanefnd vegna þessa tilboðsins, en í sín- um huga breytti það engu til eða frá enda hefði nefndin enga lög- sögu yfir hótelinu. Hins vegar kvaðst Jón að sjálfsögðu kynna málið fyrir hreppsnefnd Þing- vallasveitar, en sveitarsjóður hefði lögum samkvæmt for- kaupsrétt að eigninni ef til þess kærni. - PÞG. / SBS. VerkfaH boðað á kaupskipum Brytar og matsveinar á kaupskip- um hafa boðað verkfall eftir fimm daga, eða frá og með 20. nóvember n.k. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þeir krefjast hliðstæðra launahækk- ana og aðrir yfirmenn á kaup- skipum, eða sem nemur hátt í 60% hækkun grunnlauna. Brytar og matsveinar á kaupskipum eru tæplega tveir tugir manna þar sem þeir fyrrnefndu eru í meiri- hluta. Komi til verkfalls mun það að öllum líkindum stöðva sigling- ar kaupskipa til og frá landinu og hafa áhrif á starfsemi Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs. Kjarasamningar bryta og mat- sveina á kaupskipum voru lausir um síðustu mánaðamót. Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnuh'fsins segir það skjóta skökku við að fámennasti hópurinn af þeim sem enn sé ósamið við á kaupskipum séu að boða til verkfalls á sama tíma og viðræður standa yfir við þá og aðra yfirmenn á skipunum. Af hálfu atvinnurekenda var í gær verið að fara yfir málið og m.a. hvort ekki hafi verið löglega stað- ið að atkvæðagreiðslu um verk- fallsboðunina. Hjá brytum voru t.d. 12 á kjörskrá og þar af greid- du 5 atkvæði, eða tæplega helm- ingur. - GRH Félag um hótel á Seyðisfirði Hlutafélag hefur verið stofnað um 36 herbergja hótelbyggingu á Öldunni á Seyðisfirði. Sigurjón Sighvatsson, sem fyrir skömmu keypti gamla bankann til að inn- rétta þar hótel, er sagður tilbú- inn að leggja fram fé í hótclfélag- ið á Seyðisfirði. Tilgangur félags- ins er að efla menningartengda ferðaþjónustu á Seyðisfirði og standa vörð um aldamótabæinn Seyðisfjörð, þ.e. endurskapa þá ímynd. Til stendur að gera gamla hót- elið á Seyðisfirði upp og laga fé- lagsheimilið Herðubreið að ráð- stefnuhaldi og veitingarekstri. Til stendur að leigja gömul hús, m.a. Norðurgötu 2, sem hefur staðið autt um tíma en hýsti áður versl- un og jafnvel nýta fleiri gömul hús við þá götu þar sem bankinn stæði við endann og mynda þan- nig heildarmynd. IVlörg hinna gömlu og glæsilegu húsa á Seyð- isfirði fengju þannig nýtt og glæsilegt hlutverk. Á stofnfund hótelfélagsins mætti Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Húsfriðunarnefnd- ar ríkisins. Hann var fylgjandi þeim áformum sem fram komu á fundinum um nýtingu þeirra gömlu húsa sem heyra undir nefndina. Á Seyðisfirði er mikill áhugi á því að gera upp hús ÁTVR og gamla sjúkrahúsið. Það yrði vegleg viðbót við áðurnefnd- ar nýtingarhugmyndir gamalla húsa á Seyðisfirði, sem óvíða á landinu er meira af. - GG 60.000 fyrir akstur án réttinda 23 ára Þingeyingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 60.000 króna sektar til ríkissjóðs. Maðurinn er fund- ur sekur um umferðarlagabrot aðfaranótt sunnudagsins 2. júlí 2000. Þá ók hann, sviptur ökurétti, bifreið eftir þjóðvegi 1 á Svalbarðsströnd og áleiðis yfir Víkurskarð þar til lögreglan stöðvaði akstur hans upp á skarðinu. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu strax. Ákærði viðurkenndi brot sín en hann hefur áður komið við sögu lög- reglu. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins var ákvörðun um refsingu ákærða frestað skilorðsbundið til tveggja ára með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 22. október 1999 vegna fjársvika. Þá var hann þann 1 5. febrúar sl. dæmdur til sektargreiðslu og sviptingar öku- réttar vegna ölvunaraksturs. „Með heimild í 60. gr. almennra hegningarlaga þykir rétt að áður- nefndur skilorðsdómur haldi sér og refsing hans verði ákveðin sérstak- lega fyrir brot ákærða í þessu máli,“ segir í dómi héraðsdóms. - RÞ Morðmálið fyrir luktum dyrum Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Ólafar Pétursdóttur dómstjóra Hér- aðsdóms Reykjaness um að þinghald í morðmálinu f Keflavík skuli fara fram fvrir luktum dyrum, en Þór Jónsson fréttamaður hafði kært þann úrskurð Olafar. Hæstiréttur taldi að með því að ákveðið hefði verið að reka sem eitt mál morðmálið sjáll't og nauðgunarmál því óbeint tengdu séu „í ýms- um atriðum slík tengsl milli sakarefna samkvæmt ákærunum að örðug- leikum væri háð að greina að meðfcrð þeirra fyrir dómi. Þegar af þeir- ri ástæðu verður ekki komist hjá því að ákvörðun um að dómþing verði háð fyrir luktum dyrum taki til málsins í heild. Verður hinn kærði úr- skurður því staðfestur." - FÞG Framhald á loðnuveiðum Víkingur AK, nótaskip í eigu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, land- aði á Akranesi í gær um 1.200 tonnum af loðnu sem veiddist út af Vest- fjörðum. Víkingur landaði fullfermi af loðnu sl. fimmtudag en hélt þó ekki strax á miðin aftur vegna brælu. Veiðin fékkst á þremur nóttum. Loðnan syndir nú á undan sterkum straumi og stefnir hraðbyri austur á bóginn norður fý'rír Horn, senni- lega að Kolbeinseyjarsvæðinu norður af landinu, líkt og hún hefur oft gert í gegnum árin á þessum árstíma. - GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.