Dagur - 15.11.2000, Síða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 1S. KÓVEMBER 2000
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
Jóhannes
Sigurjónsson
johannes@simnet.is
„Og úr því að ég
er hættur að vera
fréttastjóri get ég
leyft mér að vera
afspymu jákvæður
og staðhæfa að
nánast allir flokk-
arnir hafa núna
óvenju hæfa leið-
toga, þótt ólíkir
séu.“
- Páll Magnússon í
viðtali í Degi -
Völsimgar á toppiim á ný!
Gengi Völsunga í knattspyrnu og öðrum íþróttum hcfur verið heldur svona
rýrt á undanförnum árum og af þeim sökum ekki verið mikið Ijallað um
þetta ágæta og fornfræga íþróttafélag á Húsavík í fjölmiðlum. En nú hef-
ur orðið heldur betur breyting á og heilmikil umfjöllun hefur verið um
Völsunga f ræðu og riti að undanförnu. Þetta tengist ekki síst þeirri stað-
reynd að nú er hún loksins komin út, bókin um Völsunga, mikið verk og
fagurlega myndskreytt og verður örugglega jólagjöfin á Húsavík í ár. Það
ætti ekki að draga verulega úr vinsældum bókarinnar meðal íþróttaáhuga-
manna þó ekki sé eingöngu fjallað um Völsunga í þessu riti, því þar mun
lítillega vera vikið að þýska tónskáldinu Wagner í framhjáhlaupi.
Bókin heitir reyndar „Wagner og Völsungar" og er eftir þann víðfræga
sportista og glúntasöngvara, Arna Björnsson. Arni hefur hingað til ekki
þótt vera verulega áhugasamur um fótboltafélög og hefur lítt um þau fjall-
að sem fræðimaður, en lengi er von á einum og batnandi manni er best að
lifa.
Áróöursgildi Lífsleiöa
Út er komin nú bók í ritröðinni „Lífsgleði" þar sem rætt er við valinkunn
og glaðleg gamalmenni sem jafnan horfa á björtu hliðarnar. Eldri borgari
var að fletta þessari bók í búð á dögunum og var satt að segja ekki kátur
þegar hann tautaði: „Þetta er nú ögn gáfulegt. A sama tíma og við gamla
fólkið eru í harðvítugri kjarabaráttu og erum að halda því fram að við lepj-
um dauðann úr skel, þá er dælt á markaðinn bjartsýnisbókum um gamla
fólkið þar sem allt er í lukkunnar velstandi undir heitinu „Lífsgleði". Þetta
er ekki gott innlegg í kjarabaráttuna og væri nær að gefa út, a.m.k. tíma-
bundið, ritröðina „Lífsleiði", þar sem eingöngu yrði rætt við gamalt fólk
sem hefur það verulcga skítt og lifir nálægt hungurmörkum. Menn verða
stöðugt að hafa í huga áróðursgildið þegar þeir eru í kjarabaráttu“.
Sagði gamli maðurinn og keypti ekki bókina „Lífsgleði", af hags-
munapólitískum ástæðum.
Pamela Anderson giftist
Tommy Lee tvisvar. Nú ætlar
hún að giftast í þriðja sinn
Marcus Schenkenberg en
hann er fyrirsæta og nokkru
yngri en hún. Marcus hefur
verið ötull við að lýsa yfir ást
sinni á Pamelu í fjölmiðlum.
„Hún er fallegasta, frægasta
og kynþokkafyllsta kona í
heimi,“ sagði hann á dögun-
um. Einhver hafði orð á því
að það væri miður að hann
hefði ekki haft orð á gáfum
hennar eða persónuleika, en
kannski er ekki af miklu að
taka á því sviði. Marcus segist
ekkert vilja fremur en eiga
börn með Pamelu. Einn slúð-
urdálkahöfundur sagði að
víst væri að börnin yrðu falleg
en sennilega ekki sérlega
greind.
Pamela Anderson og Marcus
Schenkenberg stefna á hjóna-
band og eru óþreytandi við að
lýsa yfir ást sinni í fjölmiðlum.
FINA OG FRÆGA FOLKIÐ
Pamela og
Marcus
fDwmr
Úr leik SA og SR á Akureyri fyrr í vetur.
Jafutefli hjá
erkifjeiiduin
Eftir fínim leiM í 1.
deild karla í íshokkí,
eru Bimimir með fullt
hús stiga í toppsæti
deildariimar eftir þrjá
leiki. SA er í öðm sæt-
inu með þrjú stig eftir
þrjá leiM, en íslands-
meistarar SR em á
botninum með eitt stig
eftir íjóra leiM, en lið-
ið fékk sitt íyrsta stig
um helgina, eftir 6-6
jaínteíli gegn SA á
sunnudaginn.
Gömlu stórveldin í íshokkíinu, SR
og SA, gerðu 6-6 jafntefli þegar
liðin mættust á sunnudaginn í
Skautahöllinni í Laugardal og var
þar hart barist að venju. Svo hart
að sumir lágu óvígir eftir og aðrir
með brotin nef eða aðrar smá-
skeinur sem vel eru þekktar í þess-
ari hörðu íþrótt. Heimamenn sem
áttu harma að hefna frá því í
fyrstu umferðinni fyrir norðan,
þar sem þeir töpuðu 10-6, byrjuðu
með miklum látum á sunnudag-
inn og höfðu skorað þrjú mörk
þegar sex mínútur voru liðnar af
leiknum, án þess að norðanmönn-
um tækist að svara lyrir sig. Þá
loksins vöknuðu norðanmenn til
lífsins svo um munaði og skoruðu
þeir þijú mörk á móti einu marki
sunnanmanna það sem eftir lifði
lotunnar og staðan því orðin 4-3
SR í vil. SA-liðið hélt sama dampi
í annarri lotunni, vann hana 0-2
og þar með var staðan orðin 4-5
fyrir SA. Í þriðju lotu fór að bera
til tíðinda, en þá skoruðu norðan-
menn strax á fyrstu mínútu og
staðan þá orðin 4-6 fyrir SA. Þá
fór heldur betur að hitna í kolun-
um og þegar lotan var rétt hálínuð
var Sigurður Sigurðsson rekinn
nefbrotinn í sturtu fyrir gróft brot
gegn bcsta leikmanni SR, Svían-
um Hendrich Sverremo, sem í
kjölfarið var borinn af velli og spil-
aði ekki meira með. Þessi síðasta
Iota einkcnndist af útafrekstrum
og reyndist það norðanmönnum
ofviða að spila ýmist einum eða
tvcimur Ieikmönnum færri það
sem eftir lifði leiks. SR-ingar létu
það hins vegar ekki á sig fá að hafa
misst útaf sinn besta mann og
sýndu sínar bestu hliðar á síðustu
mínútunum og hinn eldfljóti
Rússi, Vladimir Baranov, skoraði
tvö síðustu mörk leiksins og jafn-
aði í 6-6, sem urðu lokatölurnar.
Mörk/stoðscndingar: SA: Rún-
ar Rúnarsson 2/1, Stefán Hrafns-
son 2/1, Haraldur Vilhjálmsson
1/1, Sigurður Sigurðsson 1/0,
Sveinn Björnsson 0/1, Björn Jak-
obsson 0/1. SR: Vladimir Bara-
nov 2/2, Hendrich Sverremo 2/0,
Helgi Páll Þórisson 1/0, Davíð
Kristinsson 1/0, Elvar Jónsteins-
son 0/1, Snorri Rafnsson 0/1, Sig-
urbjörn Þorgeirsson 0/1.
Brottrekstrar: SA 33 mínútur
+ 1 útilokun. SR 18 mfnútur.
Staðan:
Björninn 3 3 0 0 40:1 2 6
SA 3 1 1 1 24:25 3
SR 4 0 1 3 16:43 1
Íshokkí enginn hamaleikur
Það er greinilegt að íshokkí er
enginn barnaleikur, alla vega ekki
þegar í alvöruna í meistarafloldd
er komið. Mikill hraði og harka
einkenna oft Ieikina og er þá öll-
um hugsanlegum brögðum beitt.
Skemmtileg lýsing er á leik SR og
SA á vefsíðu Bjarnarins, þriðja
Iiðsins í deildinni og segir þar eft-
irfarandi: „Leikur SR og SA í gær-
kvöldi var ágætlega spilaður af
báðum liðum, en það einkenndi
þó Akureyringa hversu grófir spil-
arar þeir eru, og virðast þeir ekki
ætla að læra það að kylfuna sem
þeir eru með í hendinni eigi að
nota á pukkinn, en ekki á bakið á
andstæðingnum. Dómarinn í Ieik-
unum náði þó að halda Ieiknum
mjög vel gangandi og spilaðist
leikurinn ágætlega mest allan tím-
ann. Leikurinn fór þannig í lot-
um, 1 lota 4 -3, 2. lota 4-5 og 3.
lota 6-6.“
Akureyringar fá þama svellkald-
ar kveðjur frá Björnunum og má
því búast við að norðanmenn
hugsi sér „kátt til kulsins", þegar
liðin mætast á svellinu á Akureyri
á laugardaginn. Síðast þegar liðin
mættust, í fyrstu umferðinni í
Laugardal, unnu Birnirnir stóran
sigur, 13-8.
Alþjóðlegt ískokkiniot
í næstu vihu
I næstu viku fer fram alþjóðlegt ís-
hokkímót hér á landi sem ber
nafnið „Fire on lce“. Fjögur er-
lend lið munu rnæta til keppni,
þar af þijú bandarísk háskólalið
frá Oakland, Arizona og Kaliforn-
íu, auk Ice Pirates Hockey Club
frá NcwYork. Tvö íslensk úrvalslið
taka einnig þátt í mótinu, annars
vegar landslið skipað þeim leik-
mönnum sem eru að spila hér
heima og hins vegar 18 ára lands-
liðið styrkt erlendum leikmönnum
sem eru að spila hér á landi um
þessar mundir. Leildð verður
bæði norðan og sunnan heiða og
fer keppnin fram dagana 21. - 26.
nóvember.