Dagur - 15.11.2000, Qupperneq 9
MIDVIKUDAGVK 1S. NÓVEMBER 2 000 - 9
ÍÞRÓTTIR
Þriðji leikiiriim
gegn Pólverjuin
Mun Atli Edvaldsson, landslidþjálfari fá tækifæri til að fagna gegn Pólverj-
um í kvöld?
íslendingax og Pólverj-
ar leika sinn þriðja
knattspymulandsleik
þegar landslið þjóð-
anna mætast í Varsjá í
kvöld. Þá eru liðin 21
ár milli leikja, en síð-
ast mættust liðin í
Krakow árið 1979, þar
sem Pólverjar unnu
20.
í kvöld klukkan 17:00 að íslensk-
um tíma mætir íslenska karla-
landsliðið í knattsp>Tnu því pólska
í vináttulandsleik, sent fram fer á
Legia-leikvanginum í Varsjá. Þetta
er þriðji landsleikur þjóðanna í
knattspyrnu, en sá síðasti var leik-
inn í október árið 1979, eða fyrir
rúmu 21 ári sfðan og því löngu
kominn tími til að þjóðirnar reyni
með sér aftur. í síðasta leik sem
frarn fór Krakow, unnu Pólverjar
2-0 sigur og var hann seinni leikur
þjóðanna í undanriðli Evrópumóts
landsliða. Fyrri leikurinn fór fram
á Laugardalsvelli árið áður og þar
unnu Pólverjar einnig 0-2 sigur.
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari,
var í bvrjunarliðinu í báðum leikj-
ununt, en í seinni leiknum var
byrjunarliðið skipað eftirtöldum
Ieikmönnum: Markvörður: Þor-
steinn Bjarnason. Aðrir leikmenn:
Orn Oskarsson, Dýri Guðmunds-
son, Marteinn Geirsson, Jóhannes
Eðvaldsson (fyrirliði), Trausti Har-
aldsson, Alli Eðvaldsson, Ásgeir
Sigurvinsson, Arni Sveinsson,
Teitur Þórðarson, Pétur Péturs-
son. Varamenn: Arsæll Sveinsson,
Sigurður Halldórsson og Sigurlás
Þorleifsson. Þjálfari liðsins svar
Rússinn Jurí Ilitchev.
Annax leikur í ágúst
Það mun hafa verið að tilstuðlan
formanrta knattspyrnusambanda
þjóðanna, þeirra Eggerts Magnús-
sonar og Michal Listkiewicz, sem
er góðir kunningjár eftir að hafa
starfað saman í nefnd á vegum
UEFA, að leiknum var komið á og
mun hugmyndinni lýrst hafa skot-
ið upp í vor. Eggert sagði á blaða-
mánnafundi í Varsjá í fyrradag að
þeim félögum hefði lundist tími til
kominn að þjóðirnar mættust altur
á knattspyrnuvellinum eftir 21 árs
hlé og að þegar sé ákveðið að þjóð-
irnar munu mætast aftur á ágúst á
næsta ári.
íslenska liðið hélt til Póllands á
mánudagsmorguninn og eftir
millilendingu í Kaupmannahöfn
var lent í Varsjá um kl. 16:30.
Leikmönnum var eldti til setunnar
boðið, því strax um kvöldið var tek-
in létt æfinga á Legia-leikvangin-
urn þar sem landsieikurinn fer
fram. Völlurinn er í ágætu ásig-
komulagi, en hann er í eigu pólska
hersins og öll aðstaða nokkuð
komin til ára sinna.
Að sögn Atla Eðvaldssonar eru
allir Idárir í slaginn, en ein breyt-
ing hefur verið gerð á hópnum
sem valinn var í upphafi, þar sem
Arnar Gunnlaugsson Ieikmaður
Leicester gefur ekki kost á sér
vegna meiðsla. Hefur Atli valið
Ivar Ingimarsson, leikmann Brent-
ford í staðinn, en ívar á einn A-
landsleik að baki, gegn Suður- Afr-
íku árið 1998, en sá leikur fór frarn
í Þýskalandi.
Endanlegur 16 vianna hópnr
gegn Pólverjuni:
Marktnenn: Birkir Kristinsson
(Stoke) og Árni Gautur Arason
(Rosenhorg).
Aðrir Ieiknienn: Rúnar Krist-
insson (Lokeren), Eyjólfur Sverris-
son (Hertha Bcrlin), Arnar Grét-
arsson (Lokeren), Ríkharður
Daðason (Stoke), Hermann
Hreiðarsson (Ipswich), Ivar Ingi-
marsson (Brentford), Helgi Kol-
viðsson (Ulm), Brynjar Björn
Gunnarsson (Stoke), Auðun
Helgason (Lokeren), Iiygg\'i Guð-
mundsson (Trornsö), Heiðar
Helguson (Watford), Arnar Þór
Viðarsson (Lokeren), Eiður Smári
Guðjohnsen (Chelsea) og Bjarni
Guðjónsson (Stoke).
Tíu leíknienu erlendis frá
Lið Pólverja er geysisterkt og hefur
Jerzy Engel, landsliðsþjálfari, valið
tíu leikmenn í hópinn, sem Ieika
með liðurn utan Póllands. Flestir
leika með liðum í Þýskalandi, eða
fimm þeirra og einnig eru í hópn-
um leikmenn sem leika í Hollandi
og á Italíu. Einnig er í hópnum Ní-
geríumaðurinn Emmanuel Olisa-
debe, sem nýverið fékk pólskan
ríkisborgararétt, en hann hefur
staðið sig mjög vel með pólska
landsliðinu í sínum fyrstu leikjum
og hreinlega slegið í gegn. Annars
hefur Engel verið að þreifa sig
áfram með landsliðið, þar sem
mikil uppbygging stendur nú yfir
og hefur hann notað um þrjátíu
leikmenn í síðustu þremur leikjum
liðsins.
Pólshi landsliðshópurinn:
Markverðir: Adam Matysek (B.
Leverkusen) og Jakub Wi-
erzchowski (Ruch Chorzów).
Aðrir leikmenn: Jacek Zielinski
(Legia Daewoo), Tomasz KIos
(Kaiserslautern), Tomasz Hajto
(Schalke), Tomasz Waldoch
(Schalke), Tomasz Kos (N/nberg),
Michal Zewlakow (Excelsior
Mouscronj, Marek Kozminski
(Brescia), Radoslaw Kaluzny
(Wisla), Olgierd Moskalewicz
(Wisla), Tomasz Rz.asa (Feyen-
oord), Piotr Swierczewski (Bastia),
Tomasz Zdebel (Genclerbiligi),
Tomasz Frankowsld (Wisla), Pawel
Kn'szalowicz (Amica), Emmanuel
Olisadebe (Hoop Polonia), Bartosz
Karwan (Legia Daewoo).
Hagkvæmt að sameina
Vinnuhópur sem framkvæmda-
stjórn ISI skipaði sl. vor lil að gera
úttekt á hagkvæmni þcss að sam-
eina ISÍ og UMFÍ, í kjölfar sam-
þykktar þar að lútandi á síðasta
þingi ISÍ, skilaði skýrslu um ntálið
til framkvæmdastjórnar ÍSI sl.
fimmtudag. Vinnuhópurinn, sem
skipaður er þeim Snorra Olsen,
Hafsteini Pálssyni og Engilbert Ol-
geirssyni, fékk ráðgjafarfyrirtækið
Deloitte og Touche til að gera
hlutlausa úttekt á málinu og er
niðurstaða hópsins og ráðgjafalyr-
irtækisins sú, að fjárhagslega,
skipulagslega og félagslega sé hag-
kvæmt að sameina ÍSÍ og UMFÍ.
Leggur vinnuhópurinn eindregið
til að UMFÍ verði boðið til við-
ræðna um hugsanlega sameiningu
saintakanna.
A vefsíðu ISI segir að fram-
kvæmdastjórn ISI hafi samþykkt
einróma á fundi sínum sl. fimmtu-
dag að senda forystu UMFÍ bréf
og óska eftir viðræðum um efni
skýrslunnar og framhald málsins.
Samkvæmt ummælum Þóris
Jónsson, formanns UMFÍ, á síð-
asta íþróttaþingi, gæti sameining-
arróðurinn reynst erfiður, þar sem
formaðurinn sagði að sameining
væri ekki á dagskrá ungmenna-
hreyfingarinnar.
Sveiim Áki endurkjöriim formaður ÍF
Sveinn Áki Jörundsson var um helgina endurkjörinn formaður
íþróttasambands fatlaðra til næstu tveggja ára á þingi sambandsins
sem haldið var á l lótel Sögu. Reyndar var öll stjórn sambandsins
endurkjörin, en í henni sitja auk Sveins Aka, þau Camilla Th. Hall-
grímsson, varaformaður og Þórður Árni Hjaltested, Kristján Svan-
bergsson og Olafur Þ. Jónsson, meðstjórnendur. I varastjórn sitja þau
Svava Árnadóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Erlingur Þ. Jóhannes-
son.
Störf þingsins voru með hefðbundnum hætti og var þar kynnt ný
stefnumótun, auk þess sem samþykkt var tillaga að lagabreytingum
til samræmingar við Iög ÍSÍ. Einnig var samþykkt tillaga urn að þing
1F verði framvegis haldið f\'rir lok aprílmánaðar annað hvert ár.
18-ára landslið kvenna til Spánar
Olafur Þór Guðbjörnsson, Iandsliðsþjálfari 18 ára Iandsliðs kvenna í
knattspyrnu, hefur valið 16 manna hópinn sem leikur í milliriði Evr-
ópumóts 18 ára landsliða, sem leikinn verður á Spáni um næstu
mánaðamót. Islenska liðið er í riðli með Hollandi, Spáni og Póllandi
og því ljóst að keppnin verður erfið hjá stelpunum.
Hópnrinn er skipaðtir eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir: María B Agústsdóttir (Stjörnunni) og Þóra R Rögn-
valdsdóttir (Val).
Aðrir leikmenn: Björg Þórðardóttir (Breiðablik), Helga M Vigfús-
dóttir (Breiðablik), Silja Þórðardóttir (FH), Lind Hrafnsdóttir (ÍBV),
Embla S. Grétarsdóttir (KR), Elfa B Erlingsdóttir, fyrirliði (Stjörn-
unni), Lilja Kjalarsdóttir (Stjörnunni), Ásta Árnadótlir (Þór), Guð-
rún S. Viðarsdóttir (Þór), Elín Anna Steinarsdóttir (Val), Guðný
Þórðardóttir (Val), Laufey Jóhannsdóttir (Val), Málfríður Sigurðar-
dóttir (Val) og Margrét L. Hrafnkelsdóttir (Val).
Liðið heldur utan laugardaginn 25. nóvember og verður fyrst flog-
ið til London þar sem dvalið verður frarn á sunnudag og tekin létt æf-
ing. Á sunnudag heldur liðið síðan til SeviIIa á Spáni þar sem það
dvelur við æfingar og leiki í sex daga.
Fyrsti leikur liðsins er gegn Hollendingum, mánudaginn 27. nóv.,
sá næsti gegn Spánverjum miðvikudaginn 29. nóv. og sá síðasti gegn
Pólverjum, föstudaginn 1. des.
50 leikmenn tilnefndir
Franska knattspvrnutímaritð, France Football, sem stendur að vali
„Knattspyrnumanns Evrópu" birti í gær nöfn þeirra fimmtíu knatt-
spyrnumanna sem tilnefndir eru til kjörsins fyrir árið 2000. Flestir
leikmannanna eru franskir, eða alls ellefu, en næstir konia Argent-
ínumenn og ltalir sem eiga sex leikmenn á listanum og í fjórða sæti
Hollendingar sem eiga fimm leikmenn á listanum. Þar á eftir koma
Brasilíumenn með fjóra menn og síðan Portúgalir sem eiga þrjá og
þar á meðal þann sem þykir líklegastur til að hreppa hnossið, en það
er Luis Figo, leikmaður Real Madrid, sem flestir virðast tippa á sem
„Leikmann Evrópu" árið 2000. Það verður hlutverk íþróttafrétta-
manna víðs vegar að í Evrópu að greiða atkvæði í valinu og ntunu úr-
slit atkvæðagreiðslunnar verð tilkynnt kringum áramótin.
Flestir leikmannanna á listanum Ieika með félögum á Italíu, eða alls
22, en þar á eftir koma ensk og spænsk lið sem hvor um sig eiga 11
menn á listanum. Af einstökum félögum, þá hefur Manchester
United vinninginn, á sex menn á listanum.
Tilnefndir leikmenn:
Anderson (Lyon), Anelka (PSG), Angloma (Valencia), Barthez
(Man. Utd), Batistuta (Roma), Beckham (Man. Utd), Bergkamp
(Arsenal), Blanc (Intcr Milan), Crespo (Lazio), Davids (Juventus),
Desailly (Chelsea), Deschamps (Valencia), Figo (Real Madrid), Gall-
ardo (Monaco), Geremi (Real Madrid), Giggs (Man. Utd), Sukur
(lnter Milan), Henry (Arsenal), Inzaghi (Juventus), Jardel
(Galatasaray), Kahn (B. Munchen), R. Keane (Man. Utd), Kluivert
(Barcelona), Lopez (Lazio), Maldini (AC Milan), Mboma (Parma),
Mendieta (Valencia), Milosevic (Parma), Nedved (Laz.io), Nesta
(Lazio), Gomes (Fiorentina), Raul (Real Madrid), Recoha (Inter Mil-
an), Fernando Redondo (AC' Milan), Rivaldo (Barcélona), Carlos
(Real Madrid), Costa (Fiorentina), Scholes (Man Utd), Shevchenko
(AC Milan), Simone (Monaco), Stam (Man. Utd), Toldo (Fiorent-
ina), Totli (Roma), Trezeguet (Juventus), Veron (Lazio), Vieira
(Arsenal), Wiltord (Arsenal), Zahovic (Valencia), Zenden (Barcelona)
og Zidane (Juventus).
Byrjunarlið Islands gegn Póllandi Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu, tilkynnti í gærkvöld byrjunarlið Islands í vináttu-
landsleiknum gegn Pólverjum í kvöld og er það skipað eftirtöldum
leikmön num:
Markvörður: Arni Gáutur
Arason.
Aðrir leikmenn: Auðun
Helgason, Eyjólfur Sverrisson,
Hermann Hreiðarsson, Arnar
Þór Viðarsson, Heiðar Helgu-
son, Brynjar Björn Gunnars-
son, Rúnar Kristinsson, Try'ggvi
Guðmundsson, Eiður Sntári
Guðjohnsen og Ríkharður
Daðason.
Varamenn: Birkir Kristins-
son, Arnar Grétarsson, Helgi
Kolviðsson, Bjarni Guðjónsson
og ívar Ingimarsson.
Arni Gautur aftur í landslidsmarkid.