Dagur - 15.11.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 15.11.2000, Blaðsíða 10
10- MIÐVIKUDAGUR 1S. NÓVEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL Nióurgreidd náttúru- spjöll í Mývatnssveit Nú þegar verið er að minnka niðurgreiðslur af alls konar nauðsynlegum afurðum og hækka álögur á sjúklinga berst mér í hendur í Dagur þar sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra boðar niðurgreiðslu á kostnaði við námuvinnslu úr Mývatni. Þetta er viðtal þann 8. nóvember síðastliðinn við Björn Þorláksson. Gengið gegn ráðum vísiiida maiiiia Umdeildur úrskurður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra um að heimila námu- vinnslu í Syðri-Flóa Mývatns féll í upphafi þessa mánaðar. 1 úr- skurðinum er gengið gegn ráð- um þeirra líffræðinga sem hafa rannsakað Mývatn og ráðgjafa- stofnana á sviði náttúrufræða, þ.e. Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn, Líffræðistofn- unar Háskóla lslands, Náttúru- fræðistofnunar Háskóla Islands og Veiðimálastofnunar. Ekkert líffræðilegt álit liggur fyrir þar sem mælt er með námuvinnslu, ekki einu sinni álit þriggja erlendra sérfræðinga sem lásu rannsóknarskýrsiur um Mývatn, og iðnaðarráðherra vitnar í. Eg hef hins vegar frétt að þessir erlendu sérfræðingar hafi ekki komið í Mývatnssveit, heldur lesið rannsóknir annarra á vatninu. En iðnaðarráðherra telur álit þeirra samt vendipunkt í málinu, skv. Dagsviðtalinu. Bæði skipulagsstjóri og um- hverfisráðherra úrskurða um að opna megi hina nýju námu. Sú ákvörðun er að sjálfsögðu pólítísk; annað stóð sennilega aldrei til því að líffræðirann- sóknir geta tæpast nokkurn tíma skorið úr um hvort menn vilji taka náttúrufarslega áhættu, bara um það hversu mikil hún er. Ef úrskurðurinn hefði verið gegn námuvinnslu hefði að vísu verið hægt segja að hann væri byggður á áliti h'ffræðinga - svo afgerandi er það nú - en hann hefði samt verið byggður á þeirri varúðarreglu að framkvæmdaað- ili þyrfti að sanna skaðleysi framkvæmda. Sú regla ætti að gilda um Mývatn, fremur en annars staðar, enda vatnið friðað með sérstökum lögum og er eitt af rúmlega 1000 svæðum á al- þjóðlegri skrá, svókallaðri Rams- arskrá, um mikilvæga votlendis- staði. Vöktunaráætlanir I úrskurðinum eru tólf skilmálar um rannsóknír og vöktun. Túlk- un skipulagsstjóra og umhverfis- ráðherra er sú að þessar rann- sóknir og vöktun séu í samræmi við fyrrnefnda varúðarreglu, og að námugreftrinum verði hætt ef í ljós kemur óásættanlegur skaði. í Degi 3. nóvember síð- astliðinn segir reyndar Gunnar Orn Gunnarsson framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar að það sé sjálflokað ef notuð sé strangasta túlkun á skilmálunum. Það er trúlega rétt metið. Komið hefur fram að slíkar rannsóknir og vöktun séu mjög dýrar og því befur verið velt upp hver eigi að borga. En er það ekki nokkuð ljóst? A ekki fram- kvæmdaaðili að borga slíkan kostnað eins og annan kostnað við framleiðsluna? A að niður- greiða slíkan kostnað af hálfu ríkisins? Mér er spurn. Og hver á að dæma um túlkun skilyrðanna? Kísiliðjan sjálf? Má eitthvað spara þegar íjallað er um svo þýðingarmikil náttúru- verðmæti sem Mývatn er? Af viðbrögðum námumanna er tæpast að heyra að þeim þyki fýsilegt að sú opinbera stofnun sem fer með málefni náttúru- verndarsvæðisins, þ.e. Náttúru- vernd ríkisins, muni hafa um það að segja. Efnislitil skýrsla uin atvinnumál Er námuvinnslan hagkvæmur og mikilvægur rekstur, byggður á skynsamlegri nýtingu náttúru- auðlindar? Nei, svo er ekki - eins og fram kemur í áliti líf- fræðinga um áhættu gagnvart þeim vistfræðilegu ferlum sem eru einstök í Mývatni óg'iipplýs- ingum framkvæmdastjóra í Degi um taprekstur verksmiðjunnar undanfarið. Aftur á móti kemur fram í máli iðnaðarráðherra að gríðarlegir atvinnuhagsmunir séu í húfi fyrir Mývetninga og nærsveitamenn (a.m.k. ef rétt er eftir haft í Degi). Eg og fleiri höfum gagnrýnt ekki bara það að atvinnuhags- munir séu teknir fram fyrir þá mikilvægu náttúruverndarhags- muni sem í húfi eru, heldur höf- um við véfengt þær tölur sem hafa verið birtar um að allt að „Ekkert líffræðilegt álit liggur fyrir þar sem mælt er með iiámiiviimslu.“ 75 manns muni missa vinnuna í Mývatnssveit ef lokun Kísiliðju kemur til. Þessar tölur eru byggðar á skýrslu Byggðastofn- unar frá 1997. Ekki er í skýrsl- unni fjallað um aðgerðir sem til greina koma ef verksmiðjunni er lokað eða um aðra kosti í at- vinnu í sveitarfélaginu eða sýsl- unni. Þetta kemur fram í for- sendum skýrslunnar. Tölurnar 75 manns, sem eiga að missa vinnuna, og 210, sem færu á brott, eru nánast ágiskanir. Ilvorki er tekið tillit til mótvæg- isaðgerða f atvdnnumálum né að neinn þeirra sem tapar starfi við lokun verksmiðjunnar muni skapa sér annað starf. Þessi skýrsla er því miður mark- og efnislítið plagg. Enda forðast Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra að vísa til hennar í úr- skurði stnum þótt meirihluti sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps og skipulagsstjóri geri svo. A Mývatnssveit að verða námuvinnslusvæði í stað nátt- úruverndarsvæðis? Þá má benda á að námugröft- urinn hefur e.t.v. gert silungs- veiðar sem atvinnu að engu, eins og sjá má af aflatölum síð- ustu áratuga. Ný náma rétt við einna mikilvægustu riðastöðvar bleikju í vatninu eykur enn áhættuna. Möguleikar á sókn í ferðamennsku sem atvinnu munu minnka vegna námu- vinnslunnar ef haldiö verður fast við að breyta Mývatnssveit endanlega í námuvinnslu- og iðnaðarsvæði. Ekki má heldur gleyma því að meirihluti sveitar- stjórnar Skútustaðahrepps hefur ályktað mjög glannalega um af- nám friðunar Mývatns. Því skal ekki móti mælt að trúlega verður einhver fólks- fækkun í Mývatnssveit, verði verksmiðjunni lokað. Eg spái því hins vegar að sú fólksfækkun verði vel innan við helmingur af því sem Byggðastofnun telur. Þétta er hins vegar ágiskun noltkurn veginn jafnmikið út í bláinn og ágiskun Byggðastofn- unar - en betri að því leyti að í minni ágiskun er gert ráð fv'rir því að Mývetningar séu fram- takssamt og atorkusamt fólk sem gefst ekki upp við mótlæti. Niðurgreiðsla kostnaðar Kísiliðjan mun nú rekin með tapi, sbr. fyrrnefnt viðtal við framkvæmdastjórann. Því ekki nota tækifærið og hætta starl’- seminni nú þegar náman í Ytri- Flóa er tæmd? Því leggja út í kostnað við endurbætur og taka þá stórkostlegu áhættu sem skipulagsstjóri og umhverfisráð- herra undirstrika með vöktunar- skilmálum sínum? Hvers vegna ætti íslenska ríkið yfirleitt að niðurgreiða rányrkju í Mývatni? Ef íslenska ríkið hefur pen- inga til að niðurgreiða námu- vinnslu mætti eins nota þá pen- inga til að greiða kostnað við landvörslu og náttúrurannsóknir og til að aðstoða heimafólk við að byggja upp atvinnu þar sem náttúra svæðisins er nýtt á sjálf- bæran og skynsamlegan hátt. Til lengri tíma litið yrðu allir ánægðari ef nú yrði hætt að dæla úr vatninu. Islenska ríkið sem meirihlutaeigandi verk- smiðjunnar ætti að hafa alla þræði í hendi sér hvað það varð- ar. Gleymum því ekki að það er rangt að skemma Mývatn. ÞAÐ ER ÞJÓÐARSKÖMM!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.