Dagur - 15.11.2000, Page 11

Dagur - 15.11.2000, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 1S. NÓVEMBER 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Teldst á lun dauða- refsmgu í Haag RafmagnsstóHinn er algengasta tól bandarískra böðla. Þjóðverjar mótmæla aftöku þýskra ríkis- borgara í Arizona Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fengið mál til meðferðar sem varðar bandarískt réttarkerfi og rétt dómstóla til að kveða upp dauðadóma. Málsatvik eru þau að tveir þýskir ríksiborgarar voru dæmdir til dauða fj'rir morð og teknir af lífi. Þýsk yfirvöld kærðu málið og krafist er bóta en um- fram allt er dauðarefsingu mót- mælt. En það sem lögfræðingar setja helst fyrir sig er, að þýsku mönnunum var ekki sagt að j>eir ættu rétt á að tala við þýska kon- súlinn í Arisóna, þar sem glæp- urinn var framinn og dómur upp kveðinn og honum fullnægt. Þannig nutu þeir ekki réttar- verndar sem þeir áttu skilvrðis- laust rétt á. Bandarísku lögfræðingarnir í Haag telja að mál þetta heyri ekki undir Alþjóðadómstólinn, þar sem hans hlutverk sé að kveða upp úr um hvort alþjóða- samningar eru brotnir eða ekki. Um dauðarefsingu eru engir slíkir samningar til. Mál þetta hófst 1982 þegar bræðurnir Walter og Karl LaGrand stungu bankastjóra til bana með bréfahníf í Marana skammt frá Tuscon. Þegar þeir voru dæmdir til dauða á sínum tíma kom í ljós djúpstæður ágreiningur milli ríkja Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna vegna dauðarefsingar. I engu Evrópu- sambandsríki eru dauðarefsingar löglegar og eru Bandaríkjamenn leynt og ljóst ásakaðir um refsi- gleði og sérstaklega fyrir fjölda dauðadóma og fullnustu þeirra. En Bandaríkjamenn telja að það séu frekleg afskipti af innan- ríkismálum þeirra þegar aðrar jrjóðir gagnrýna opinberar aftök- ur. Ekki virðist almenningur ves- tra vera fráhverfur slíku réttar- fari, ef miðað er við það mikla traust sem þeir hafa á ríkisstjór- anum í Texas George W. Bush, en í ríki hans eru kveðnir upp fleiri dauðadómar en í öllum öðrum fylkjum Bandaríkjanna samanlagt. Bandaríksu lögfræðingarnir viðurkenna að dómstóli í Arisóna hafi orðið á í messunni að segja sakborningunum ckki frá þeim rétti sín um, að hafa samt við konsúl þess lands sem þeir voru ríkisborgarar í. A því hefur þeg- ar verið beðist afsökunar. Lögfræðingur Arizonafylkis heldur því fram, að sakborning- arnir hafi átt erfiða ævi í Þýska- landi áður en þeir fluttu til Bandaríkjanna. Móðir þeirra er þýsk en faðirinn bandarískur hermaður, sem gegndi herþjón- ustu í Þýskalandi. Bræðurnir voru fæddir utan hjónabands og áttu misjafna ævi, foreldrarnir sinntu þcim lítið og þeir voru á fósturheimilum. Faðirinn er blökkumaður og vegna þess upp- runa nutu þeir ekki jafnréttis. Þannig er óhamingja Karls og Walters rakin til Þýskalands. En málið snýst ekki um þá tvo, enda hefur böðulllinn í Arizona lokið verki sínu hvað þá varðar. En margir útlendingar bíða af- töku í bandarískum fangelsum og snúast réttarhöldin í Haag um rétt ríkja til að dæma saka- menn til dauða og taka þá af lífi. I sfðustu viku var mexíkanskur maður tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða unga stúlku. Honum var beðið griða af andstæðingum dauðarefsingar heima og erlend- is en allt kom fyrir ekki. Bush ríkisstjóri neitaði bæði náðun og frestun. Það hefur margoft komið fram að meirihluti Bandaríkjamanna er hlynntur dauðrefsingum fvrir alvarlega glœpi og á meðan svo er þýðir lítið fyrir andstæðinga svo róttækra dóma að mótmæla eða reyna að breyta réttarfarinu. Þrír skotnirígær JERUSALEM - ísraelskirher- menn skutu til bana þrjá palestínska táninga sem voru að mótmæla í gær. Israelski herinn er að herða allt umsát- ur sitt um Vesturbakkann, svæði sem lýtur stjórn Palest- ínumanna, og kemur þessi aukna harka í kjölfar dráps á fjórum Israelsmönnum í fyrra- dag.Israelski forsætisráðherr- ann, Ehud Barak hætti á síð- ustu stundu í gær við fund sem ísraelskur hermadur beinir bíl í burtu hann hugðist eiga með Tony wð vegartálma inn á Vesturbakkann. Blair forsætisráðherra Breta, en flýtti sér þess í stað heim til Israel til að takast á við það hættuástand sem vaxandi spenna og stig- mögnun átaka hefur skapað. Eins og venjulega ber Israelsmönnum og Palestínumönnum ekki saman um hver voru nákvæmlega tildrög þess að unglingarnir sem drepnir voru í gær voru skotnir. Fresturiim útmuiiiiiii WASHINGTON - Fylkisdómari í Flórida úrskurðaði í gærkvöldi að tímamörk til að ákvarða niðurstöðu um úrslit kosninganna skyldu vera kl 10:00 í gærkvöldi. Þar með verður ekld endurtalið eins og demókratar og A1 Gore höfðu gert sér vonir um. Þá er einungis eftir að teija utankjör- staðaatkvæðin en almennt er talið að þessi ákvörðun dómarans auki veru- Iega líkurnar á því að Bush verði for- seti. Hins vegar var í gærkvöldi fast- lega búist við að Gore og fylgismenn hans myndu áfrýja málinu til Hæsta- réttar Flórída og var hugsanlegt að þar yrði málinu snúið við. Enn eru jafnframt í gangi fjöldi einkamála vegna hinna svokölluðu „butterfly ballots" eða fiðrildakjörseðla þar sem fólk greiddi atkvæði röngum manni vegna villandi uppsetningar seðlanna. Verður Bush næsti forseti? Bítlamir á toppinn LONDON - Bítlarnir eru enn á ný að ryðjast inn á vinsældalista heimsins með Iögum sem eru sum hver 30 ára gömul. Plötubúðir vítt og breitt um Bretland hafa til- kynnt um líflega sölu á nýrri safn- plötu fjórmenningana frá Liver- pool sem heitir einfaldlega „1“ og er því nú spáð að platan verði komin í 1. sæti um helgina. Tals- maður HMV plötukeðjunnar sem gefur út safnplötuna segir að við- brögðin séu hreint ótrúleg og þrátt fyrir að bítlaaðdáendur eigi flestir allar bftlaplöturnar þá seljist þessi plata eins og heitar lummur. A þessari plötu eru 27 lög sem komust á sínum tíma í fyrsta sæti á vinsældalista. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 320. dagur ársins, 46 dagar eftir. Sólris kl. 9.57, sólarlag kl. 16.27. Þau fæddust 1S. nóv- ember • 1892 Finnur Jónsson listmálari. • 1907 Claus von Stauffenberg, þýskur herforingi sem lagði á ráðin um að ráða Hitler af dögum. • 1892 Erwin Rommel, þýskur hershöfð- ingi. • 1930 J. G. Ballard, breskur spennu- sagnahöfundur. • 1942 Daniel Barenboim, ísraelskur pí- anóleikari og hljómsveitarstjóri. • 1943 Kristján Tómas Ragnarsson yfir- læknir. • 1954 Alexander Kwasniewski, forseti Póllands. Þetta gerðist 15. nóv- ember • 1889 að og Pedro II. keisari neyddur til að fara frá völdum. • 1956 lauk ungversku byltingunni með því að Sovétmenn settu stjórn til valda í landinu, sem var hliðholl þeim. Fjöldi manns hafði þá látið lífið frá því þús- undir sovéskra skriðdreka réðust inn í landið þann 4. nóvember til að bæla niður uppreisnina. • 1969 voru Samtök frjálslyndra og vin- stri manna stofnuð. • 1978 fórust 197 manns, þar af átta ís- lenskir flugliðar, þegar þota í eigu Flug- Ieiða hrapaði í lendingu á Sri Lanka. Þetta er mesta slys íslenskrar flugsögu. • 1990 samþykkti borgarstjórn Reykjavík- ur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan. Vísa dagins Ó, þii tímil Ó, þúflug! Ormagleðin búna, mínumfyrri hraðla hug horfin varstu núna. Ifig'j’/ i'ftírl 19 ö Bólu-Hjáljn; gáöVJöm itt m\\j Afmælisbam dagsins Bandaríski leikarinn Sam Waterston er sextugur í dag. Hann hefur leikið í fjöl- mörgum bíómyndum og sjónvarpsþátt- um, m.a. í Serial Mom frá John Watcrs, Crimes and Misdeameanors frá Woody Allen, og f Killing Fields. Hann lærði frönsku og bókmenntir í háskóla, en sneri sér sfðan að leiklistinni. Hann var tuttugu og fimm ára þegar hann lék í fyrstu bíómvndinni sinni, en hún hét Plasthvelfing Normu Jean og var gerð af Juleen Compton. f'blj) lj ÓIIU/I I =p!/I(|í|Ú go IIf Á Vandamálin og leyndardómarnir gefa lífinu gildi. Guðbergur Bergsson Heilabrot Það sem greinir líf\'erur frá dauðum hlut- um er lífið sjálft. I sumum dauðum hlutum er þó alltaf hægt að finna líf. Og meira að segja hjarta, lifur og lungu að auki. Við hvaða dauðu hluti er hér átt? Lausn á síðustu gátu: Ur upphafsstöl- um orðanna í setningunni má lesa HAUST. Vefiix dagsfns Vísindavefurinn íslenski hefur vakið athygli fyrir skýr og greinargóð svör við ólíklegustu spurningum. Þeir sem vilja fá svolítið öðru vísi svör og stundum dálítið furðulegri spurningar gætu hins vegar kíkt á vef dags- ins, þar sem dr. Jekyll og herra Hyde eru fyrir svörum: http://drjek2mrhy.tripod.com/ ojfcúij llltj PfJjintúly»nú 'Ujiil'tA r'ii'ij i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.