Dagur - 15.11.2000, Side 16
16- MIDVIKUDAGVR 15. JV Ó V E M 11 E R 2000
JML
(auviW
Gunnar Úrvarsson og Lu Hong meö tviburadæturnar Erlu og Sunnu - myndir: pjetur
Lu finnst mest gaman að mála jökla, fjöll og fossa. Hér er hún hjá einni af
sínum Þórsmerkurmyndum
Kínverska listakonanLi
Hong kom tilíslandsfyr-
irtíu ámm, heillaðistaf
íslensku landslagi, hitti
mannsemhúnvildi
eyða ævinni með og
ákvað að setjast hérað.
„Við Gunnar, maðurinn minn,
kynntumst nokkrum mánuðum
eftir að ég kom til landsins og
segja má að ástin hafi kviknað í
Skaftafelli. Við höfum líka bæði
dálæti á þeim stað síðan;
myndefnið þar er líka óþrjótandi,"
segir Lu sem kveðst hafa mest
gaman af að mála jökla, fjöll og
fossa.
Lu fæddist austur í Kínaveldi
laust eftir miðja öldina og var
fyrst kvenna til að ljúka námi í
hefðbundinni kínverskri lands-
lagsmálun frá virtasta listahá-
skóla Peking, Zhongyang Meishu
Xueyuan. Reyndar var það ekki
heiglum hent að komast að í
þeim skóla því inntökuskilyrðin
voru afar ströng. Eftir útskriftina
starfaði Lu um tíma í Listasafni
Pekingborgar en hélt síðan til að
Japan að læra japönsku og jap-
anska myndlist. Það var þar sem
hún hitti nokkra Islendinga sem
vöktu áhuga hennar á íslensku
landslagi. „Þeir töluðu um ís-
lenska náttúru af mikilli aðdáun
og sýndu mér myndir. Mig dauð-
langaði að sjá þetta land með eig-
in augum og fanga það á pappír-
inn svo ég kom hingað sem ferða-
maður árið 1990 og hef ekki farið
til baka,“ segir Lu og brosir hlý-
lega til Gunnars. „Nei ekki til að
eiga þar heima,“ áréttar hann en
segir þau hjón hafa farið þrisvar
til Kína á þessu tíu ára tímabili.
„í fyrravor fórum við með tví-
buradæturnar okkar. Pær voru
þá svo litlar að það var ekki mik-
ið hægt að ferðast um með þær
og við héldum okkur mest í Pek-
ing hjá fjölskyldu Lu og vinum.“
Þrjú mál töluð á heimilinu
„Tvíburadæturnar eru þriggja ára
og heita Sunna og Erla. Meðan á
viðtalinu stendur eru þær í
skemmtilegum leik undir einu
borðinu í stofunni og þar tala þær
saman ýmist á íslensku eða kín-
versku. Foreldrarnir tala hins veg-
ar saman ýmist á kínversku eða
ensku því þótt Lu skilji íslensku
allvel þá talar hún hana lítið enn-
þá en kveðst ákveðin í að bæta úr
því. Gunnar hefur hins vegar lagt
sig niður við kínverskuna. „Eg hef
verið að reyna að ná smá hrafli í
kínversku, þótt ég hafi ekki haft
tíma til að einbeita mér að því. Eg
gat sagt nokkur orð þegar ég fór út
síðast, bjargað mér á veitingastöð-
um og svona en vildi gjarnan setj-
ast á skólabekk og læra kínversku
betur." Hann bætir því við að
hann gæti vel hugsað sér að búa í
Kína. „Mér Iíkaði mjög vel þar og
er hrifinn af Peking og kínverskri
menningu."
Málað með æfa
fomum aðferðum
Lu er einmitt einn af boðberum
kínverskrar menningar hér á
landi. Hún hefur haldið nokkrar
sýningar á myndum sínum sem
hún vinnur með aldagamalli kín-
verskri aðferð. Hún notar kín-
verskt blek sem hún blandar sjálf
að ævafornum sið, penslarnir
hennar eru handgerðir úr geita-
hári og hún málar á handgerðan
pappír sem unninn er úr bamhus
eftir 2000 ára gamalli hefð. „Þetta
verður allt að passa saman," segir
hún og bætir \lð að pappírinn
leiki stórt hlutverk. „Þetta er ekki
bara venjulegt hvítt blað. Pappír-
inn drekkur í sig litina og dreifir
þeim á sérstakan hátt og svo mála
ég b'ka á bakborðið til að fá vissa
skugga í myndina."
Aðspurð um hvernig á því
standi að kínverskar konur hafl
ekki tileinkað sér þessa grein list-
málunar fyrr en hún lagði stund
á hana svarar hún „Það tíðkaðist
ekki að konur færu upp um fjölf
að mála, þótti of áhættusamt og
erfitt. En ef til vill hefur þetta
breyst eins og margt annað síðan
ég flutti frá Kína.“
Skrifast á við skyldfólkið
Móðir Lu dvelur nú hjá dóttur
sinni en faðir Lu veiktist og lést
fyrir Ijórum árum. Hún gat ekki
farið út þá enda ófrísk að tví-
burunum og þótt henni h'ki vel að
búa á lslandi segir hún stundum
erfitt að vera svo langt frá fjöl-
skyldunni. Hún kveðst skril’ast á
við skyldfólk sitt í Kína og eins séu
nokkrir kunningjanna komnir með
tölvur. Gunnar er tölvunarfræð-
ingur og hefur auga fyrir tækn-
inni. „Tölvueign er ekki eins al-
menn í Kína og hér en tækniþró-
unin hefur samt verið ör þar síð-
ustu ár. Fyrst þegar ég fór út voru
talnagrindur víða notaðar í versl-
unum til samlagningar en í fyrra
voru þær að mestu horfnar og
tölvur komnar í staðinn. Kínverjar
eru komnir lengra í tækninni en
\4ð á sumum sviðum enda stunda
þeir hátækniframleiðslu."
Hrifnust af gömlu
meisfnru im in
Lu vann um tíma hins ýmsu störf
útí á vinnumarkaðinum, við um-
önnun, þrif og fiskvinnslu en eftir
að dæturnar komu í heiminn hef-
ur hún helgað sig uppeldinu og
listinni. Tómstundir segjast þau
hjón nota til ferðalaga og stund-
um fari þau á myndlistarsýningar.
„Við erum hrifnust af myndum
gömlu Iandslagsmálaranna enda
er landslag okkar áhugasvið, segir
Lu Hong að lokum." — GUN
Fyrstu mynd-
skeramir í 4 6 ár
Tveir iðnaðamem
fengu afhent sveinsbréf
í myndskurði ígærog er
það ífyrsta sinn síðan í
júní 1954 sem nemar
útskrifast í þeirri grein
hérá landi.
„Ég er búin að vera að fást við út-
skurð í meira en tuttugu ár svo
þetta er stór dagur," segir Anna
Lilja Jónsdóttir, sem hlaut sveins-
bréf í gær ásamt Erni Sigurðs-
syni. Flún kveðst hafa farið á
mörg námskeið hjá skurðlista-
skóla Hannesar Þorsteinssonar
áður en hún settist á skólabekk í
Iðnskólanum fyrir nokkrum árum
þar sem hún stundaði nám í
grunndeild tréiðnaðar og hús-
gagnasmíði auk þess sem hún
sótti námskeið í myndskurði hjá
Sveini Olafssyni.
Myndskurður er löggilt iðn-
grein þar sem fengist er við út-
skurð í tré eftir teikningu en
formlegt skólanám í greininni
hefur ekki verið hægt að stunda
hér á landi undanfarna áratugi,
fyrr en nú. „Við Örn útskrifuð-
umst sem myndskerar á síðasta
ári og síðan voru verk okkar
metin til sveinsprófs," segir
Anna Lilja. Aðspurð kveðst hún
vonast til að geta haft atvinnu af
myndskurðinum í framtíðinni.
„Ég er auðvitað með bekk heima
og er svona að reyna að fóta mig
íþessu.“ — gun
Anna Lilja Jónsdóttir og Örn Sigurðsson tóku við sveinsbréfunum í gær við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.
Hér sjást þau með myndskurðarverk sín. - mynd: pjetur