Dagur - 15.11.2000, Side 17
O^fýtr
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 - 17
BÆKUR
Gátubók
í bókinni 1000
gátur eru þús-
und gátur.
Vaka-Helgafell
gaf einu sinni
út 444 gátur og
svo 555 gátur
en nú er þeim
öllum safnað saman í bókina
1000 gátur, að viðbættri einni
til að fylla þúsundið.
Fjöldi teikninga eru í bók-
inni, en útgefandinn segir að
enginn sé of gamall til að
spreyta sig á góðum og
gáskafullum gátum. Vonandi
endist manni aldur til að fá
og njóta bókarinnar 1001
gáta.
Lífsreynsla
Kominn er út
níunda bókin í
safninu Lífs-
gleði - minn-
ingar og frá-
sagnir, sem
Hörpuútgáfan
gefur út. í
þessu bindi
riíja fimm aldnir íslend-
ingar upp liðnar stundir og
segja frá lífsreynslu.
Séra Birgir Snæbjörnsson
rifjar upp sögur frá æsku-
slóðum á Akureyri.
Jón Guðmundsson bóndi
og oddviti á Reykjum í Mos-
fellsbæ segir gjörla frá sam-
ferðamanni og sveitunga,
Stefáni Þorlákssyni í Reykja-
hlíð, sem margir kannast við
eftir lestur Innansveitar-
króníku Halldórs frá Lax-
nesi.
Margrét Thoroddsen hús-
móðir og viðskiptafræðingur
riíjar upp æskuminningar
frá Reykjavík á fyrri hluta
aldarinnar.
Páll Gíslason yfirlæknir
minnist læknisstarfa á Pat-
reksfirði og Norðfirði um
miðja öldina, þegar aðstæð-
ur í heilbrigðismálum voru
aðrar og frumstæðari en nú.
Ragnheiður Þórðardóttir
húsmóðir á Akranesi, ekkja
Jóns Árnasonar alþingis-
manns, segir frá bernskuár-
um á Skaganum.
Er tími trúar-
iirnar liðinn?
HORIM HEIM-
SPEKINGSiniS
skrifar
Hvað verður um
trú mannsins á
þriðja árþús-
undinu? Eftir að
stóru trúar-
brögðin komu
fram fyrir hálfu
þriðja árþús-
undi hefur trúin
mótað h'f manna
meira en nokk-
uð annað. Trú-
arlegar stofnan-
ir hafa staðist
betur tímans tönn en nokkrar
aðrar stofnanir. Pað er fróðlegt
að skyggnast inn, sjá hvaðan við
komum, hvar við stöndum og
hver framtíðin gæti hugsanlega
orðið.
Þetta er talað í byrjun
þriðja árþúsundsins þegar
mannkynið hefur ekki enn náð
sér eftir hin trúarlegu áföll
sem það hefur orðið fyrir á
síðari hluta tuttugustu aldar í
kjölfar heimsstyrjaldarinnar
síðar. Upp úr 1950 hætta
kirkjur í Evrópu að vera þjóð-
kirkjur nema að nafninu til.
Ein megin ástæðan kann að
vera of þröng skilgreining
kirkjunnar á því hvað kristin
trú er. Undir nasisma og
marxisma missti stór hluti
mannkynsins mennsku sína.
Stórmenni eins og Freud, Sar-
tre og Russell áttu stóran hlut
í að gera flesta vinstrisinnaða
gáfumenn fráhverfa trú. Há-
skólarnir kenndu ungu fólki
að trú hefði enga merkingu.
Það væri ekki hægt rökfræði-
lega að sannreyna staðhæfing-
ar hennar.
Eftir því sem heimurinn
opnaðist og blandaðist meir
varð trúarleg íjölbreytni fyrir-
ferðarmeiri. Trúaðir menn
fóru að skiptast í ótal trúar-
hópa sem stundum áttu í ill-
deilum sín á milli. Enn eitt
stórveldið til að breyta trú
Enn eitt stórveidið tii að breyta trú manna i Evrópu á minni tíð var sjónvarpið og op-
inn frjáls markaðsheimur sem fyllti mannfólkið af hugmyndum sínum. Sjálfsímynd,
stælar, stöðutákn og sýndarverule/k/ urðu orð dagsins.
manna í Evrópu á minni tíð
var sjónvarpið og opinn frjáls
markaðsheimur sem fyllti
mannfólkið af hugmyndum
sínum. Sjálfsímynd, stælar,
stöðutákn og sýndarveruleiki
urðu orð dagsins. í þessu um-
hverfi vilja hljóðar bænir
gleymast og djúpstæð trúarleg
tilfinning á erfitt með að
skjóta rótum í þessum jarð-
vegi. Stundum finnst mönnum
að íjölmiðlarnir drottni yfir
hugum manna á svipaðan hátt
og kirkjan á miðöldum. Það er
ekkert svigrúm fyrir neitt
annað.
Við þetta bætist það að öll
jörðin er orðin einn heimur,
sömu siðir, sama menning,
sama tækni, sömu skemmtan-
ir um allan heim. Þetta gildir
ekki um kristna trú eingöngu.
Þetta gildir í enn ríkari maúi
til dæmis í Suður- og Austur-
Asíu.
Þýðir þetta að tími trúar-
innar sé liðinn?
Ég held ekki. Ég held að
trúin sé enn þar sem hún hef-
ur alltaf verið, í sál hins ein-
staka manns. Ég held hún
verði þar áfram. Ég er ekki
eins viss um trúarlegar stofn-
anir. Þær geta komið og farið
og það er ekkert nýtt að kenn-
ingar þeirra og túlkanir breyt-
ist. Það hafa þær alla tíð gert.
Við skulum heldur ekki
gleyma því að heimur okkar
eins og hann er í dag verður
fljótlega allt annar á þriðja
árþúsundinu. Mjög snemma á
þriðja árþúsundinu.
Ef til vill liggja helstu mis-
tök fortíðarinnar í því að trúar-
stofnanir hafa skilgreint
sig alltof þröngt. Þegar
margar trúarstofnanir
skilgreina sig á þann hátt
verður hver og ein um-
kringd af íjandmönnum
vegna þess eins að aðrar
stofnanir skilgreina sig
öðruvísi. Ilvers vegna ætti
það ekki að vera trú-
manni nóg að eiga guð að
föður, fjölskvlduföður alls
mannkynsins? Þurfa trú-
menn í raun og veru á
nokkrum öðrum skil-
greiningum að halda?
Þetta sameinar þá og ger-
ir þá að bræðrum og
systrum. Þrengri skil-
greining sundrar þeim,
skipar þeim í fjandsam-
legar fylkingar og þeir
fara að hegða sér þveröf-
ugt við það sem trú
þeirra segir þeim að
gera.
Kristnidómur leggur
höfuðáherslu á kærleika.
Trúarstofnun sem skil-
greinir sig þröngt verður
mannhatrinu að bráð. Allir
utan hópsins eru sagðir óvinir
hans, sem þessum söfnuði
finnst rétt og sjálfsagt að sýna
ijandskap.
Sá sem trúir því að guð sé
íjölskyldufaðir alls mannkyns-
ins en ekki aðeins sumra, hlýt-
ur að bera hlýjan hug til allra
manna hvar sem þeir eru í
heiminum. Mér finnst ekki
ósennilegt að þriðja árþúsund-
ið þurfi að endurskoða og end-
urskilgreina hugtök eins og trú
og trúarbrögð. Því færri orð
sem menn nota í þeirri skil-
greiningu því betri verður hún.
Ef ég mætti ráða yrði hin sam-
eiginlega trúarjátning aðeins
þrjú orð: Guð er til. Allt annað
eru neðanmálsskýringar og
flestar óþarfar vegna þess að
þær segja sig oftast sjálfar.
Steingnmskan
Á sínum tíma lét Steingrímur
Hermannsson þau orð falla í ein-
hverju samhengi að efnahags-
vandi Islendinga væri að miklu
leyti huglægur. Það er að menn
mættu ekki kjafta úr sér kjarkinn
með svartagallsrausi um að hag-
fótur þjóðarlíkamans væri að
kreppast saman, heldur skyldum
við ævinlega líta með bjartsýni
fram á veginn. Á sínum tíma þótti
póh'tískum andstæðingimi Stein-
gríms þessar kenningar vera fjar-
stæðukenndar - og sumir gengu
raunar svo langt að fullyrða að
forsætisráðherrann heíði yfirgripsmikla
vanþekkingu á efnahagsmálum.
„Enginn vandi að drepa í dróma“
Það er um áratugur síðan þetta feikrit
um sannleikann í efnahagsmálum ís-
lendinga var á sviðinu. Árin eru sem sagt
orðin nógu mörg til þess fyrnst hafi yfir
])að sem sagt var þá. Eða að minnsta
kosti hafa leiðtogar Sjálfstæðis-
flokksins farið mikinn að undan-
förnu og vísað á bug öllum kenn-
ingum um að kvöldsett sé orðið á
því góðærisskeiði sem hér hefur
ríkt undanfarin ár. Þar hefur for-
sætisráðherra farið fremstur.
Fleiri hafa talað á svipuðum
nótum. Óli Björn Kárason segir í
leiðara DV í fyrradag að ein
mesta hætta sem steðji að ís-
Iensku efnahagsh'fi sé vaxandi
svartsýni um framtíðina. „Það er
enginn vandi - að drepa allt í
dróma og draga skipulega
kjarkinn úr mönnum, kann að þjóna
póhtískum markmiðum en gengur gegn
hagsmunum almennings og íslenskra
fyrirtækja," segir ritstjórinn í leiðara sín-
um, sem er hér væntanlega að vara við
spádómum verðbréfaspekúlanta og ann-
arra sem nú þykjast sjá mörg hættuein-
kenni í efnahagslííi þjóðarinnar. Um
hvort spádómarnir eru á rökum reistir
MENIMiniGAR
VAKTIN
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
„Þeir sem eitt sinn töluðu
um hve fráleitt væri að
efnahagsvandinn væri
huglægur eru nú allt í
einu orðnir sammála
Steingrími. En átta sig ef
til vill ekki á þvl, “ segir
m.a. í greininni
vil ég ekki, sakir vanþekkingar í hag-
fræði, dæma, en bendi lúns vegar á að
þeir sem eitt sinn töluðu um hve fráleitt
væri að efnhagsvandinn væri huglægur
eru nú allt í einu orðnir sannnála Stein-
grúni. En átta sig ef til vill ekki á því.
Málsvöm fyrir Mávnesing?
Þau atriði sem hér eru nefnd í menning-
arvakt dagsins eru ekki hugsuð sem nein
málsvörn fyrir Steingrím Hermannsson.
Sá Mávnesingur getur svarað fyrir sig
sjálfur og virðist líka heldur betur ætla
að gera það í þriðja bindi ævisögu sinnar.
En rétt er hins vegar að undirstrika að
stundum gerir ijarlægöin ijöllin blá og
mennina mikla - og að hlutirnir fá oft
nýtt inntak og merkingu þegar þeir eru á
líðandi stund skoðaðir í ljósi fortíðar.
sigurdur@dagui: is