Dagur - 15.11.2000, Qupperneq 19
(iU'i wa^
VÍKUR m BLAÐID
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri.
Sameigin-
legt tilDoð
Húsavíkurkaupstaður bauð út
lánsfjármögnun á lokahluta
hinna miklu orkuframkvæmda
sem bærinn hefur staðið í undan-
farin misseri og óskaði eftir til-
boðum í jafnvirði 641 milljónar
íslenskra króna í erlendum mynt-
um, þ.e. Ijölmyntaláni. Utboðið
var sent átta aðilum, þ.e. Lands-
banka, Islandsbanka FBA, Bún-
aðarbanka, Kaupþingi, Islenskum
verðbréfum, MP verðbréfum,
Verðbréfastofunni og Ráðgjöf og
efnahagsmál.
Aðeins eitt tilboð barst í láns-
fjármögnun orkuframkvæmd-
anna og var það sameiginlegt til-
boð Islandsbanka FBA og Lands-
banka Islands. „Næsta skref í
málinu er að setjast niður með
þessum eina tilboðsgjafa og fara
yfir málið,“ sagði Reinhard Reyn-
isson, en tilboð voru opnuð í gær.
Hann sagði að það hefði í sjál-
fu sér ekki komið á óvart að ekki
hefðu borist fleiri tilboð frá ís-
lenskum aðilum og þegar fór að
líða á tilboðstímann þá fengu
bæjatyfirvöld meldingar um að
íslandsbanki FBA og Landsbanki
væru að skoða það að senda inn
sameiginlegt tilboð. „Við böfðum
bins vegar ákwðnar vonir um að
erlendir aðilar sem hölðu sýnt
málinu áhuga myndu hugsanlega
bjóða í þetta í gegnum verðbréfa-
fýrirtækin, en það kom því miður
ekkert út úr því,“ sagði Reinhard.
JS
Veitmgahús-
iö Salka
Unnið er af krafti við breytingar
á gömlu verslunarhúsum KÞ,
Jaðri og Söludeild, en þar verður
opnaður veitingastaðurinn
Salka þann 7. desember n.k.
Búið er að gera búsin upp að
utan og var mikið verk og Spari-
sjóður Þingeyinga flytst úr
Sölku n.k. föstudag og þá verður
hafist handa \áð lokafrágang á
veitingastaðnum að innan, en
hann verður á tveimur hæðum í
Söludeild en eldhúsið verður í
Jaðri.
Að sögn Barka Emilssonar,
eins af eigendum, er töluvert
eftir að gera, en hann er bjart-
sýnn á að verkinu verði lokið í
tíma. „Það verður eins og venju-
lega í svona framkvæmdum, far-
in hin íslenska leið með ógurleg-
um afköstum síðustu dagana,"
sagði Börkur.
Þegar Salka opnar verða þrír
góðir matsölustaðir starfræktir á
Húsavík, en fyrir eru Gamli
Baukur og Hótel Húsavík. JS
Ráöimevtiö mim
styrkja flugmtuna
Samgönguráðimeytið
og BSH ehf. á Ilúsavík
hafa gert með sér
samning uin stuðning
ráðuneytisins við
rútuferðir milii Húsa-
víkur og Akureyrar í
tengslum við flugferð-
ir þangað og í sam-
starfi við Flugfélag ís-
lands. Um er að ræða
tvær ferðir á dag, sex
daga vikimnar. Bæjar-
yfirvöld á Húsavík
hafa ekki komið að
þessu máli.
Samgönguráðherra hafði lýst því
yfir í fjölmiðlum að ráðuneytið
myndi ekki veita fé til að koma
aftur á flugsamgöngum við
Húsavík, en hins vegar teldi
bann möguleika á að styrkja
áætlunarferðir frá Húsavík til Ak-
ureyrar landleiðina í tengslum
við flugið og það hefur nú gengið
eftir og að sögn Björns Sigurðs-
son, framkvæmdastjóra BSH
ehf. verður farið að aka eftir nvrri
áætlun n.k. föstudag.
Björn gerði sjálfur tilraun til
að fjölga ferðum og stilla þær
inn á flug til Akureyrar, þegar
flugsamgöngur lögðust af við
Húsavík, en að sögn hans voru
undirtektir bæjarbúa ekki eins
góðar og efni stóðu til á þeim
tíma. „Menn notuðu þessa
þjónustu nær eingöngu sem
síðasta kost, þ.e. þegar ekki var
hægt af einhverjum ástæðum
að komast með einkabíl," sagði
Björn. En hann vonast til að
nýting verði betri nú þegar
meira hefur verið Iagt í undir-
búning og kynningu þessarar
þjónustu.
Bagalegt
Rútuferðirnar verða á sama
tíma alla virka daga frá Húsa-
vík, kl. 8 og kl. 18 í tengslum
við flugferðir frá Akureyri kl.
9.40 og 19.40. Ráðuneytið
styrkir tvær ferðir á dag alla
daga vikunnar nema á laugar-
dögum, en Björn er einnig með
ferðir á laugardögum og sunnu-
dögum kl. 10.45 þannig að hægt
er að ná 12.10 vélinni frá Akur-
eyri.
Fyrir utan þessar ferðir eru
miðdegisferðir á virkum dögum
frá Húsavík til Akureyrar kl.
13.30 og 17. „Það er spurning
bvort við fellum íýrri ferðina nið-
Björn Sigurðsson.
ur sem reyndar yrði nokkuð
bagalegt fyrir heimafólk sem hef-
ur notað þessa ferð í nokkrum
mæli, sérstaklega frá Akureyri,
en reynslan mun leiða það í ljós.
Maður er hins vegar að velta því
fyrir sér, á meðan flugsamgöngur
liggja niðri, hvort heimaaðilar
sæju sér fært að koma að þessu
máli, t.d. til að halda þessari
miðdegisferð úti. Það eru for-
dæmi fyrir þessu og t.d. er eitt
bæjarfélag sem gerir þetta og
selur þá ákveðnum fýrirtækjum
í bænum tiltekinn sætafjölda á
mánuði. Ef áhugi er fyrir hendi
hér gæti bæjarfélagið hugsan-
lega gert eitthvað svipað og
komið á samstarfi við stærri
fyrirtæki sem þurfa að senda
fólk í töluverðum mæli suður,
og þau gætu þannig sparað sér
kostnað við akstur á einkabíl-
Neyðanírræði
Að sögn Björns er gert ráð fýrir
að þetta samstarf gildi til vors,
a.m.k. til að byrja með og svo
verði reynslan að skera úr um
framhaldið, sem auðvitað ráðist
af því hvort flugsamgöngur befj-
ist til Húsavíkur á ný og þá
hvenær. „En því miður sýnist
mér fátt benda til þess að við
fáum Húsavíkurflug á næstunni
sem að mér eins og öllum öðr-
um Húsvíkingum þykir auðvitað
óásættanlegt og er rosalegt bak-
slag fýrir okkur öll hér, ekki síst þá
sem starfa í ferðaþjónustunni,"
segir Björn Sigurðsson. En á með-
an þetta ástand ríki þá verði að
bregðast við því með einhverjum
bætti og þar á mcðal þessu von-
andi tímabundna neyðarrúrræði,
sem Björn segir að flugrúta til Ak-
urevrar sé í raun og veru. JS
Leikfélag Húsavíkur frumsýnir leikritið Nitouche n.k. laugardag k. 17.00. Myndin er tekin á æfingu nú i vikunni. Nánar á baksíðu Víkurblaðsins.