Dagur - 15.11.2000, Side 20
20- MIÐVIKUDAGU R 1S. NÓVEMBER 2000
• Ða^ur
Vakiiing í
frj ál sum
Barna- og unglingamót í frjáls-
um íþróttum var haldið á Húsa-
vík á vegum HSÞ um síðustu
helgi og var þátttaka gríðarleg og
keppendur flestir kornungir. Og
að venju fjölmenntu foreldrar og
voru starfsmenn mótsins, enda
þörf fyrir marga slíka þar sem
keppt var í fjölmörgum greinum í
cinu út um allan íþróttasal og
hlaupið, stokkið og kastað í
senn.
Töluverð vakning virðist vera í
frjálsum íþróttum á svæðinu,
kannski í kjölfar olympíuleik-
anna í Sydney og mikill áhugi var
greinilegur hjá krökkunum. Sér-
staklega var greinilegt að fleiri
ungmenni voru mætt frá Húsa-
vík en oft áður, enda hafa for-
eldrar í bænum tekið höndum
saman um að efla þátttöku barna
á Húsavík í frjálsum íþróttum,
líkt og foreldrar í nærsveitum
hafa gert ineð glæsibrag á und-
anförnum árum. JS
Kastað mæðinni milli keppnisgreina.
Fyrst í mark.
Fullkomin einbeiting i langstökk/nu.
Leiðrétting
I stuttfrétt um mannabreytingar í bæjarstjórn Húsavíkur í fyrri
viku kom fram að Grfmur Kárason, bæjarfulltrúi Húsavíkurlistans
hefði ekki setið síðasta bæjarstjórnarfund. Þetta er alrangt, því
Grímur mætti og sat sem fastast. Það var hins vegar félagi hans
Gunnar Bóasson sem ekki gat setið þennan fund. Þeir félagar eru
beðnir velvirðingar á þessari handvömm blaðmanns sem’sat fund-
inn en virðist hafa skilið athyglisgáfuna eftir heima. JS
Aðalsteinn Árni Baldursson í hópi systkina sinna. F.v. Björn Gunnar, Úlafur, Linda, Aðalsteinn og Leifur Vilhelm.
Bauð upp á rúss-
neska kjötsúpu
Aðalsteinn Árni Baldursson, sá
harðskarpi verkalýðsleiðtogi og for-
maður Verkalýðsfélags Húsavíkur
og Alþýðusambands Norðurlands
með meiru, varð fertugur 11. nóv-
ember s.l. og bauð að sjálfsögðu til
veislu, sem var í raun sameiginlegt
fertugsafmæli þeirra hjóna Aðal-
steins og Elfu Oskar Jónsdóttur
sem varð fertug 10. október s.l.
Um 100 manns komu til að
samfagna þeim hjónum enda vina
og frændgarðurinn stór og Aðal-
steinn hefur einnig með störfum
sínum áunnið sér vinsældir í
heimahéraði og raunar víðar. Af-
mælisveislan var haldin í sal verka-
lýðsfélaganna þar sem uppi hanga
myndir af formönnum verkalýðsfé-
lagsins og öðrum baráttumönnum,
flestum af vinstri vængnum. Og
það þótti því vel við hæfi að leið-
toginn Aðalsteinn skyldi bjóða upp
á gríðarlega næringarríka rúss-
neska kjötsúpu í afmælinu og töl-
uðu sumir um að pólitískur rétt-
trúnaður hafi ráðið ríkjum á mat-
seðlinum.
Margir urðu til að mæra afmæl-
isbarnið með ræðum, m.a. flutti
Linda systir Aðalsteins honum
drápu sem og Kristbjörg Sigurðar-
dóttir félagi hans í verkalýðsmál-
um. Þá var að sjálfsögðu mættur á
staðinn góðvinur Aðalsteins, Stein-
grímur J. Sigfússon alþingismaður
sem talaði fallega um félaga sinn
og ekki síst um búfræðinginn Aðal-
stein sem notaði sínar fáu frístund-
ir til að sýsla með sauðfé, sem
Steingrímur taldi harla heppilega
og holla afslöppunaraðferð.
Daginn eftir afmælið var Aðal-
steinn Árni svo rokinn á þing ASI
þar sem átök munu harðari þessa
dagana en alla jafnan í fjárhúsinu
hans norður á Húsavík. JS
TUíbúa
Hvanuns
byggðar
Enn er hlýtt og vurlegt veður,
vermir hugann sólin hlíð.
Aldna, heiður himinn gleður,
Hvamms-tbua, fjalls við hlið.
Valdr ætíð von í harmi.
Vinir styrkja rofin hönd.
Þá mun létta heimsins harmi,
og hlýjir straumar ylja lönd.
Á haustmorgni 2000,
Sigurður Sigurjónsson.
www.visir.is
FYiSTUR MEO fRÉHIRNAR
Sjónarsviptir
að Búrfelli
eins og um leið séð eftir að hafa
gert innkaup sín annars staðar
en hjá Jóhönnu og Frímanni.
Eins og ég sagði áðan þá var
alltaf jafnnotalegt að koma í'
Búrfell. Eg hafði stundum látið
þau orð falla að Búrfell væri
ágætis viðbót við félagsþjónust-
una á staðnum. Frímann og Jó-
hanna voru „félagsráðgjafar" af
guðs náð og komu öllum í gott
skap sem litu við hjá þeim.
Ég vil þakka Jóhönnu og Frí-
manni sem og fyrri eigendum
Búrfells fyrir frábæra þjónustu í
gegnum árin. Vonandi ber fram-
tíðin það í skauti sér að tími
kaupmannsins á horninu muni
koma aftur.
SQFFIA
GISLA
DOTTIR
SKRIFAR
Eg var ekki há f loftinu þegar far-
ið var að senda mig f Búrfell eft-
ir lítilræði. Þá réðu þar ríkjum
OIi og Inga. Það var notalegt að
koma til þeirra og þessi notaleg-
heit héldust í búðinni þó skipt
væri um eigendur.
Fréttin í síðustu viku um lok-
un Búrfells var sorgleg og ég
velti því hreinlega fyrir mér hvort
það væri mér að kenna? Eflaust
hafa margir Húsvíkingar hugsað