Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 8
LÍFíÐ í LANDÍNU
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
Börn virðast
lesa mikið á
fyrstu árum
sínum í
skóla, en
hætta því að
mestu um
tólf ára aldurinn. Sum
byrja aftur síðar. Hvað
veldur þessu. Er aðeins
lesið um jólin. Dagur
kannaði málið.
Eru íslensk skólabörn meira og
minna að hætta að lesa. Þessa
ályktun má draga af tölum um
útlán bóka í söfnum grunnskól-
anna í Reykjavík. Þar kemur
fram að þegar komið er upp í
8. til 10. bekk skólanna detta
útlánin niður í um tvær bækur
á vetri á bvern nemanda að
meðaltali. Ungir krakkar eru á
hinn bóginn miklir lestrarhest-
ar og hverjum nemanda í 1. til
3. bekk að jafnaði lánaðar um
15 bækur á vetri hverjum.
Hætta tólf ára
að lesa bækur
I viðtali í Degi á dögunum
sagði Margrét Björnsdóttir hjá
Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur
það mynstur sem hér að fram-
an er lýst vera alþekkt. „Það er
svona um 12 ára aldur sem
krakkar hætta eiginlega að lesa
bækur, en byrja síðan aftur um
17 ára aldur,“ sagði Margrét
Björnsdóttir hjá Skólasafna-
miðstöð Reykjavíkur í viðtal-
inu. Krakkar á aldrinum átta til
tíu ára, sem náð hafa góðum
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Les ekki
æskan lengur?
Æskan les í Brekkuskóla á Akureyri. Svo virðist sem bókalestur barna og unglinga sé að dragast saman. En hvað veld-
ur? Glepur annað eða er afþreyingarframboð úr öðrum áttum slíkt að bókalestur kemst ekki lengur að. mynd: brink.
leshraða, segir hún að lesi
geysilega mikið. „Það verður
ótrúlega mikil breyting við 1 1
til 12 ára aldur og það er al-
þjóðlegt fyrirbæri. Það virðist
sem á þessum unglingsárum sé
hópurinn svo miklu meira
virði, heldur en að sitja einn
með bók,“ segir Margrét.
Tveir hópar
1 tímaritinu Bókasatninu ár-
angi 1998 er grein eftir dr. Sig-
rúnu Klöru Hannesdóttur dós-
ent þar sem hún segir að allra
mest sé lesið á íslandi í kring-
um jól og fram yfir áramót. „I
heildina má segja aö talsvert sé
lesið um jólin. Þeir sem á ann-
að borð lesa, lesa talsvert mikið
og hafa lokið við tvær til þrjár
bækur á tímabilinu frá jólum
og fram í miðjan janúar. Því má
hugsanlega skipta unga fólkinu
á Islandi í tvo hópa, annan scm
les talsvert og hinn sem les
ekki neitt," segir Sigrún Klara.
- Og hún heldur áfram og segir
að samkvæmt könnun séu
yngstu börnin mjög áhugasöm
við að lesa. En þegar komi að
tólf ára aldrinum sé augljóst að
dregið hafi úr lestri „Minnstur
er lestraráhuginn meðal 16 ára
og tæpur helmingur þeirra sem
búa á landsbyggðinni og eru I 6
ára hafa litið í bók um jólin.
Stelpur lesa meira en strákar í
öllum aldursflokkum en munur
milli landsbluta er lítill.”
Lestrarlífið
Ýinsir fleiri hal’a og skrifað um
þessi efni eða kunna á þeim
nokkur skil. Dagur leitaði til
nokkurra þeirra og kannaði
lestar- og barnabókalífið í land-
inu, einsog það birtist mönnum
nú við þúsaldarmót.
Vantar bækur
úr íslenskum veruleika
„Ég held að rithöfundar ættu að forðast að hlaupa eftir einhverjum duttl-
ungafullum tískubólum nútímans í skrifum sínum fyrir börn, “ segir Guðrún
Helgadóttir, sem er einn afkastamesti barnahöfundur landsins.
Fæ mikil viðbrögð frá
börnum. Þau yngstu
elska að láta lesa fyrir
sig. Þurfum vandaðar
íslenskar bækur en ekki
aðeins samprent sem
kemur út á ótal tungu-
málum.
„Krakkar upp að tólf ára aldri
eru áreiðanlega einhverjir dug-
legustu bókalesendur landsins,
þó lestur krakkanna detti síðan
niður þegar á gelgjuskeiðið kem-
ur. Kennarar og starfsmenn
bókasafna hafa gert alveg ótrú-
lega mikið til þess að hvetja
krakka til lestrar og lyft að því
leyti algjöru Grettistaki. Hvernig
sem þetta fólk svo aftur nennir
því fyrir þau lélegu laun sem
það hefur,“ segir Guðrún Helga-
dóttir rithöfundur og fyrrverandi
alþingismaður. Hún er einn af-
kastamesti barnabókahöfundur
landsins, hefur skrifað alls tutt-
ugu bækur fyrir yngstu kynslóð-
ina.
Hugarheimur barna
alltaf sá sami
„Eg held að rithöfundar ættu að
forðast að hlaupa eftir einhverj-
um duttlungafullum tískubólum
nútímans í skrifum sínum fyrir
börn. Það sem er vinsælast í
dag er komið úr móð á morgun.
Sumir rithöfundar hafa fallið í
þá freistingu að nota í texta
slanguryrði sem svo eru orðin
úrelt eftir eitt til tvö ár,“ segir
Guðrún Helgadóttir. „Rithöf-
undar í dag ættu af stömu
ástæðu til dæmis ekkert að fara
að skrifa um hlaupahjól eða
Pókémonmyndir. I dag nýtur
Harry Potter mikilla vinsælda og
sá er rammgöldróttur. En þá er
ekki þar með sagt að aðrar sögu-
persónur sem höfundar barna-
bókar eru að skrifa þurfi eða eigi
að vera það.“
Aðspurð segir Guðrún Helga-
dóttir að ef smekkur og viðhorf
ungra lesenda hafi eitthvað
breyst á undanförnum árum þá
sé það helst að í dag vilji börnin
ofurlítið meiri spennu í bækurn-
ar. „En að öðru leyti er þetta
mjög svipað og áður var. Hugar-
heimur barna er alltaf sá sami.
Tilfinningarnar þær sömu og
mörgum börnum reynist erfitt
að bíða eftir því að verða stór.
Um þetta er verðugt að skrifa."
Lífssýn manns
alltaf í textanum
Sá sem þetta skrifar minnist enn
tuskubrúðunnar Páls Vilhjálms-
sonar í Stundinni okkar fyrir um
aldarfjórðungi. Henni léði Gísli
Rúnar Jónsson rödd, en textann
skrifaði Guðrún Helgadóttir.
„Auðvitað vildi maður opna
börnum nýja sýn með þessum
texta, því ég hef alltaf þá barna-
legu hugsjón að hægt sé að gera
heiminn ofurlítið betri. Og auð-
vitað hlýtur Iffssýn manns að
koma fram í textanum, cn hins-
vegar má maður ekki fara að
bera einhverjar pólitískar skoð-
anir í börn. Þar verður að fara
afar varlega.11
Sem áður segir hefur Guðrún
Helgadóttir gefið út alls tuttugu
barnabækur, en fyrir þessi jól
kemur út skáldsagan Oddaflug
og það er fyrsta bókin sem hún
skrifar fyrir hina eldri. „Það er
mér ný reynsla áð skrifa bækur
fyrir eldri aldurshópana, og ég
held að ég fái minni viðbrögð frá
þeim en börnunum. Þau hafa
mikið samband við mig og til
dæmis hef ég núna í allan dag
setið við tölvuna og verið að
svara þeim vegna barnabókaviku
sem nú stendur yfir í grunn-
skólum lancjsins. Og börnin
spyrja mig margs.“
Elska að láta lesa fyrir sig
Guðrún Helgadóttir kveðst hafa
áhyggjur af því hve fáar vand-
aðar íslenskar barnabækur komi
út í dag. „Hér er að vísu að
koma út einhver mýgrútur af
bókum sem eru samprent bóka
á ótal tungumálum. En hér
vantar bækur sem eru úr ís-
lenskum veruleika. Ur þessu
þarf að bæta og ég teldi réttast
að þarna yrði gert eitlhvert átak
sem ríkið kæmi að og legði lið.
En mikilvægastur er þó þáttur
foreldra; að þau lesi fyrir börnin
sín strax frá unga aldri. Engin
börn þekki ég sem ekki elska að
lesið sé fyrir þau og sú er líka
raunin að þau börn sem lesið er
fyrir læra fljótt að lesa og eru
miklu betur talandi en önnur."