Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Xfc^wir laugard. 25.nov. kl. 20.00 föstud. 1. des. kl. 20.00 laugard. 2. des. kl. 20.00 laugard. 9. des. kl. 20.00 Síðustu sýningar fyrir jól Samstarfssýning Leikfélagsins og Vitlausa leikhópsins: T-veir wisÞ/jfe| rvit ;lat isif wmu Trúðaleikurinn eða Skralli og Lalli eftir Aðalstein Bergdal Frurti^ýning laugard. 2. deSvÆI. 15.00 sýningNv,v sunnud. 3. des. kl. T^.OO '* \ Leikarar: Aðalsteinn Bergdal og Skúli Gautason Leikmynd: Þórarinn Blöndal, Búningar: Þórarinn og Kristín Sigvaldadóttir Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson Tónlist: Skúli Gautason. Leikstjóri: Þráinn Karlsson TRÚÐABOLIRNIR KOM- NIR skemmtileg gjöf fyrir börnin Kortasalan enn í fullum gangi! Jólagjöfin í ár fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu og alla hina. Gjafakortí leikhúsið. íniniiiliiiBnlínllni.il iLEIKFÉLAG AKHRFYRARI Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is í nánd við Nóbelsskáld Halldór Kiljan Laxness vélritar við Kaldakvíst rétt hjá heimili sínu að Gljúfrasteini. Myndin, sem var tekin um 1950, er i bókinni. Margt var skrif- að um Nóbels- skáld Islendinga á tuttugustu öldinni, og vafa- laust munu fjöl- margar ritgjörð- ir og bækur um manninn og skáldið Halldór Kiljan Laxness koma út á næstu árum og áratugum. Eitt rit af þessu tagi hefur þegar séð dagsins ljós í jóla- bókaflóði ársins - Nærmynd af Nóbelsskáldi - en þar lýsa marg- ir samferðamenn persónulegum kynnum sínum af Halldóri. i bókinni eru 26 greinar og viðtöl á ríflega 400 blaðsíðum. Rit- stjóri bókarinnar, Jón Hjaltason sagnfræðingur, tekur fram i for- mála að höfundarnir hafi ekki verið settir á neinn samræming- arbás. Enda eru þcssi skrif hver með sínum hætti. I sumum greinum/viðtölum er daglegt líf Halldórs í fyrirrúmi, í öðrum er mun almennari umfjöllun um skáldið, og á stundutn segja höfundar eða viðmælendur meira frá sjálfum sér eða öðru fólki en Halldóri. Þar sem ekki er um samræmingu að ræða kemur einnig fyrir að sagt er frá því sama á nokkrum stöðum, jafnvel sömu gamansögurnar af Halldóri. Þótt flestir þættir bók- arinnar virðist samdir sérstak- lega vegna útgáfu hennar eru bér einnig greinar sem birst bafa áður. Þau sem næst stóðu Valiö á höfundum/viðmælend- um í bókinni er nokkuð fjöl- breytt. Ymsir úr nánustu fjöl- skyldu Halldórs segja hér frá, og fólk sem vann á heimili hans, en etnntg margir sem áttu einkum saman við hann að sælda vegna skáldverkanna. Frá sjónarhóli þess sem hér skrifar er mestur fengur að skrif- um og ummælum þeir- ra sem tengdust Hall- dóri nánustu böndum. Það á við um frásagnir barna skáldsins - Mar- íu, elsta barnsins sem Halldór átti utan hjónabands, Einars Laxness, son skáldsins af fyrra hjónabandi, og Sigríðar, elstu dóttur Halldórs og Auðar, síð- ari konu hans. Eins gefur Jón Gunnar Ott- ósson, sem var tengda- sonur Halldórs, skemmtilega lýsingu á samskiptum þeirra. Ymis sérkennilegheit skáldsins og daglegar venjur koma skemmti- lega fram hjá sumum höfundum: „Þegar ég man fyrst eftir Halldóri, þá var hann afskaplega sinn- ugur um allan sinn klæðnað og sumir köll- uðu hann spjátrung. Klæðnaðurinn og fatasmekkur- inn sem hann hafði var framúr- stefnulegur, venjulegum mönn- um þótti það hið undarlegasta mál þegar Halldór klæddi sig upp á og var oft hlegið að klæðaburði hans,“ (bls. 287) segir Jón Guðmundsson á Reykjum. „En af þessari snyrtimennsku hans og fágaðri framkomu spratt sá furðulegi misskilning- ur, sem ég varð var við hjá sum- um mönnum, að Halldór væri montinn, liti stórt á sig og þætt- ist yfir aðra hafinn. En það var nú öðru nær," segir Hörður Oskarsson prentari (bls. 196- 197). Örvandi tíð Það er ekki mikið farið ofan í hina pólitísku hlið á Halldóri í þessari bók. Sjálfur bregður hann þó upp skemmtilcgri mynd af stöðu sinni á baráttu- tímum fyrri hluta tuttugustu aldarinnar: „Það var mjög örvandi tíð og ég er þakklátur fyrir að hafa Ient þar in medias res í bókstaflegum, Iíkamlegum skilningi - eins og maður á blánkuskóm í miðri skothríðinni," hefur Árni Bergmann eftir honum (bls. 402). En Halldór stóð ekki einn. Á það minnir Einar Laxness með eftirfarandi orð- um um foreldra sína: „En þau áttu sannar- lega góða að, sem tóku þátt í þessu lífi þeirra, studdu þau og uppörvuðu og skynj- uðu frá fyrstu tíð mik- ilvægi Halldórs fyrir íslenskar bókmenntir, og hvers af honum mætti vænta, ef snilli- gáfa hans fengi ótrufl- uð að njóta sín“ (bls. 82). Þessi staðreynd kemur glöggt fram hjá mörgum þeim sem hér ausa af brunni minninga sinna. Þau ummæli staðfesta orð Einars Laxness að margir einstaklingar verðskuldi að þeirra sé niinnst þegar lífs- saga Halldórs er skráð. Og það er einn af kostum bókarinnar að hún gefur ekki aðeins fróðlegar svipmyndir af daglegu lífi skáldsins, heldur dregur einnig fram í dagsljósið sumt af því ágæta fólki scm var óþreytandi að gera honum kleift að helga sig skáldgyðjunni. NÆRMYND AF NÓBELS- SKÁLDl. Ritstjóri: Jón Hjaltason. Útgefandi: Bókaútgáfan Hól- ar. BÓKA- HILLAN Sápuóperan eða lífið Renée Zellweger og Morgan Freeman eru I aðalhlutverkum í þessari óborgan- legu gamanmynd. ★ ★ ★ Nurse Betty. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Morgan Freem- an, Chris Rock og Greg Kinna- er. Leikstjóri: Neil LaBute. Það er merkilega bjart vfir þessari gamanmynd, miðað við það hve svartur húmorinn verður að telj- ast. Og þótt söguþráðurinn sé ekki bara ótrúlegur, heldur nánast súr- realískur á köflum, þá er hérna ekkert dellumakerí á ferðinni. Þarna cr vandað til allra verka og heil hugsun er greinilega að baki þessari snotru gamanmynd. Hér segir frá ungri konu, Betty Si/.emore, sem er gift drulludela nokkrum, Del að nafni, sem fer með hana eins og gólftusku. Bettv lætur sig dreyma um að verða hjúkrunarkona, en það er tómt mál um að tala. Delinn tekur það eldd í mál. Tilvera hennar cr það ömurleg, að eina leiðin sem hún eygir, til þess að f’á eitthvað út úr Iífinu, cr að fýlgjast með uppáhaldssápuóp- erunni sinni og láta sig dreyma um sæta lækninn sem þar er í aðal- hiutverki. Svo gerist það einn dag að eigin- mannsófétið fær heim til sín tvo skuggalega menn, sem hann á í viðskiptum við. Leikar fara svo að þeir kála honum, en taka ekki eft- ir því að Betty er í næsta herbergi og sér hryllinginn. Betty átti svo sem nógu erfitt fyrir, en að horfa upp á viðbjóðs- legt morð á eiginmanninum ríður henni að fullu ancnega. Hún fer gjörsamlega úr sambandi við raunveruleikann og telur sig vera stadda í sápuóperunni sinni. Og er sannfærð um að sæti Iæknir- inn sé fyrrverandi kærastinn hennar, en sjálf sé hún hjúkrun- arkona. En loksins veit þessi ógæfusama kona nákvæmlega hvað hún á að gera við líf sitt. Hún hefur fundið tilgang sinn. Morðingjarnir tveir átta sig hins vegar fljött á því að eigin- konan sá voðaverkið, sem þeir frömdu, en grípa í tómt því hún er lögð af stað þvert yfir Banda- ríkin til að finna gamla kærast- ann, lækninn sem er ekki til í al- vörunni heldur aðeins persóna í sápuóperu. Það er Renée Zellweger sem leikur Betty hjúkrunarkonu, og smellpassar í hlutverkið. Margir kannast væntanlcga við hana úr Jerry Maguire, þar sem hún lék á móti Tom Cruise, og Me, Myself and Irene, þar sem hún Iék á móti Jim Carrey. Morðingjana tvo leika þeir Morgan Freeman og Chris Rock. Freeman fer þarna svolítið á skjön við lyrri hlutverk sín, en gerir það Ijómandi vcl eins óg hans er von og vísa. Chris Rock er ekki síðri, en hann mun vera sjónvarpsstjarna vestra og kjaft- hákur mikill. Saman eru þeir al- veg hreinl kostulegt par, sem set- ur sterkan svip á myndina. Það er stór kostur á þessari mynd að söguþráðurinn er aldrei fyrirsjáanlegur. Þess vegna er heldur ekki rétt að vera að rckja hann mikið frekar hér til þess að spilla ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá myndina. Það er líka kostur við þessa mynd að hún hangir ekki í þvf aö vera dæmigerð gamanmynd, því hún hleypur út undan sér við hvert tækifæri og snýr sér Ieik- andi upp í blóðuga ofbeldismynd í anda Tarantinos þegar svo ber undir á milli þess að vera hin Ijú- fasta ævintýramynd sem minnir um margt á Caldrakarlinn í Oz. Það boðar reyndar sjaldnast mikla gæfu, að finna tilgang sinn í sápuóperu. En eins og glöggt má sjá í þessari mynd, getur stundum verið nauðsynlegt að snúa veruleikanum á hvolf’ til þess að komast út úr honum og finna nýjan og betri heim. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.