Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 11
Jólasmákökur Þá er tími jólabakstursins að renna upp og ekki úr vegi að kíkja á nokkrar gamlar og traustar uppskriftir. Baronar 250 gr smjör 250 gr sykur 250 gr hveiti 200 gr kartöflumjöl L ÉSS Smjörlfkið, sykurinn og eggið hrœrt saman. Síðan er hveitinu og kartöflumjölinu bætt í og hnoðað. Rúllað í lengjur sem settar eru í kæli. Skornar niður í sneiðar. Egg, steyttur sykur og möndlur sett ofan á. Bakaðar Ijóst. Ömmukökur 500 gr. hveiti 1 tesk. hjartarsalt 250 gr púðursykur 1 egg 1 tesk. kardemommur Hnoðað deig, búnar til kúlur, þrýst á með gaffli {kross. Súkkulaðistengur 200 gr. smjörlíki 200 gr sykur 1 egg 1 tesk. vanilla 320 gr hveiti 1 msk kakó Hnoðað deig, búnar til mjóar lengjur sem skomar eru í ca 6 cm langar. Egg og kókosmjöl eða saxaðar möndlur sett ofan á og bakað. Fiimskt kaí íibrauð 375 gr hveiti 100 gr sykur 250 gr smjörÍfki Hnoðað deig, búnar til mjóar lengjur sem skornar eru í bita ca 6 cm. Þrýst á með gaffli. Egg, möndlur og sykur borið ofan á. Bakað ljóst. Hálfmánar 340 gr kartöflumjöl 200 gr hveiti 200 gr svkur 1 tesk. lyftiduft 1 tesk. hjartarsalt 200 gr smjörlíki 6 msk. mjólk 2 tesk. vanilla 2egg þykk sulta Degið hnoðað, látið standa í ca 15 mínútur, ekki í ísskáp. Flatt út frcmur þunnt, þó ekki svo að það rifni utan af sult- unni. Skornar út kökur undan glasi, sléttfull teskeið af sultu sett á hveija köku miðja. Kakan brotin saman og börmunum þrýst saman með fingurgómun- um eða gaffli. Bakað rnjög ljóst. Xfc^Mr. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 lendingar beri kalkún á borð á stórhátíðum og þar sem styttist í jól og áramót er ekki úr vegi að spá í matreiðsfu á þessum matarmikla fugli. Barbara Kristvins- son notar aðferðir sem hún ólst upp við í Bandaríkjunum og hún lærði hjá móður sinni og ömmu. „Hver fjölskylda hefur eigin- lega sína siði við meðferð kalkúnsins og meðlæti með honum," segir Barbara og er fús til að deila sínu fjölskyldu- leyndarmáli með lesendum Dags. „Eg geri ráð fyrir að fuglinn sé frosinn og því það þarf að byrja á að ætla honum Iangan tfma til að þiðna. Best er að hafa hann nokkra daga í ís- skápnum í stað þess að láta hann liggja á eldhúsborðinu og þiðna í hitanum þar. Það getur boðið hættunni á einhverjum sýkingum heim. Maður þvær fuglinn vel úr köldu vatni og þerrar bæði að innan og utan með eldhús- rúllu. Það þarf ekkert að krydda hann og forðast skal að setja á hann salt því það þurrk- ar hann upp. Svo er að búa til fyllinguna. Þar kemur fjölskylduleyndar- málið til sögunnar því hver og ein fjölskylda hefur sína upp- skrift af þvf og sú uppskrift gengur mann fram af manni. Eg nota brauðfyllingu og vand- ist því að nota sérstaka hráa, grófa kryddpylsu með en hún fæst ekki hér á landi svo við verðum að gera okkur að góðu að nota svínahakk. Það krvdda ég með salti og pipar. Sumir nota innmatinn úr fuglinum í fyllinguna. Það geri ég ekki en geymi innmatinn í kæli þar til kemur að sósugerð- inni.“ - Hvernig brauð notarðu? „Eg blanda saman tegundum bæði fínum og grófum, heil- hveiti og þriggja korna. Eg sker brauðið niður f teninga og set í ofnskúffu og leyfi því að þorna þar í nokkra daga og hræri í því eða sný því með höndunum við og við. Nú ef maður hefur ekki haft næga fyrirhyggju og skorið niður brauðið tfmanlega og þurrkað þá bregður maður fyrir sig ristinni, ristar brauð og sker það svo niður. FyHing í stóran kalkiin 5 bollar brauð hálft kíló svínakjötshakk 1 Iaukur 200 gr sveppir 3 stilkar sellerí 1 búnt steinselja og smá búnt salvía salt og pipar Laukur, sveppir og sellerí er steikt Iétt. . „Eg nota kjötsoð, smjör og Barbara Kristvinsson með kaikúninn sem bóndinn færði henni tiireiddan úr fríhöfninni. „Minn kaikúnn væri miklu fallegri, segir hún og um það efumst við ekki. mynd: hilmar þór. egg til að bleyta í fyllingunni. Það þarf að bleyta í henni þannig að brauðmolarnir leys- ist ekki upp heldur sjáist móta fyrir þeim sem molum en samt á allt að loða lauslega saman. Þá er það mátulega blautt. Svo er þessari fyllingu troðið í báða enda fuglsins, jafn- vel undir húðina við háls- inn. Svo er saumað fyrir með sláturgarni og vafið utan um leggi og vængi. Kalkúninn er nuddaður með bráðnu, ósöltu smjöri og ég tek grisjuklút sem búið er að dýfa í bráðið smjör og legg yfir hann. Fuglinn á að vera fallega gylltur þegar hann er bor- inn fram og fallegasta áferðin fæst með því að hafa svona klút yfir honum meðan hann steikist. Ofninn á að forhita í 250 gráður en hitinn er lækkað- ur niður í 175 gráður um leið og fuglinn er kominn inn. Svo þarf að dreypa feiti á kjötið á 10-15 mínútna fresti allan tímann." Tekur engan óratíma - Hversu lengi þarf fuglinn að vera í ofninum? „Það fer eftir stærð. Þumal- puttareglan er sú að fuglinn á að vera í ofninum í 30-40 mfn- útur fyrir hvert kíló. Reyndar eru undantekningar frá þeirri reglu. Ungir fuglar og þeir sem eru mjög feitir þurfa minni tíma. Til að athuga hvort hann sé tilbúinn stingur maður kjöt- hitamæli inn í þykka hluta annars innra lærisins. Eins er ágætt að taka upp skinnið á öðru Iærinu. Ef vökinn í kjöt- inu er tær þá er hann tilbúinn. Fleiri ráð eru tih Hristið annað lærið, ef Iiðurinn er laus þá er hann tilbúinn og vel það. Mér finnst hann þá reyndar vera orðinn heldur ofsteiktur svo þetta er sísta aðferðin. Sumir halda að það taki ein- hvern óratíma að steikja kalkún, en það er misskilning- ur. Þegar skorið er í kjötið þarf að athuga að ef verið er með ungan fugl þá hefur kjötið næst beini blóðugan, rauðan litarblæ. Látið ykkur ekki bregða. Það hefur eitthvað með óþroskaðan beinmerg að gera." Meðlætið „Meðan fuglinn er í ofninum þarf að huga að meðlætinu. En ekki má þó gleyma að ausa yfir steikina á réttum tímum, á tíu til fimmtán mínútna fresti." - Er einhver viss stærð af kalkún heppilegri en önnur, upp á bragð og kjötsafa að gera? „Það fór nú bara eftir fjöl- skyldustærð hversu stór fugl var keyptur vestra. íslensku kalkúnarnir eru miklu minni. Ég varð satt að segja hissa þeg- ar ég sá þá og verð oft að elda tvo. En þeir eru mjög bragð- góðir.“ - Hvað borðið þið svo með kalkúninum? „Ég hef sætar kartöllur. Þær eru dálítið líkar rófum. Ég af- hýði þær og sker þær niður í stóra bita og set þær á pönnu með smjöri og púðursykri og Iæt malla. Svo set ég sykurpúða (eins og eru í Swiss miss) yfir og læt þá bráðna og brúnast. Það er skylda að hafa svona sætar kartöflur með kalkún. Auk þess ber ég fram kart- öflumús, heimatilbúna og ýmislegt grænmeti með kalkúninum. Oft hef ég maís og belgbaunir í hvítri sósu úr mjólk, smjöri og hveiti. Sumir hafa líka perlulauk í slíkum jafningi. Svo er það trönuberja- sultan sem okkur fínnst al- veg ómissandi. Hér kaupi ég trönuber í frystiborðum verslana og bý til sultuna sjálf." Síðan er það sósan „Innmatinn sem við geymd- um setjum við á pönnu með vatni, lauk, sellerí og steinselju, pipar og gulrót. Þetta lætur maður sjóða hægt og það er mikilvægt að fá soðið gott í sósuna. Hún er gerð eins og venjuleg sósa, þykkt smá- vegis nteð hveiti eða sósujafn- ara og smá rjómi eða rjóma- bland skaðar ekki.“ Forréttur og nasl „Við höfum þann sið að bera fram bakka með allskyns hráu grænmeti sem forrétt á undan kalkúninum. Stundum er bakk- inn reyndar hafður á borðinu um Ieið og kjötið en þó yfirleitt borinn fram á undan, meðan allir eru að bíða eftir matnum. Þar er sellerí, blómkál, gulræt- ur, asíur, grænar og svartar ólífur og ýmislegt lystugt. Með þessu er drukkinn tómatsafi eða eplacider. Oft er líka höfð stór skál með hnetum á sófaborðinu, hnetum af mörgum tegundum. Það er eitthvað alveg sérstakt við það að brjóta hnetur!" GUN. Fuglinn á að vera fallega gylltur þegar hann er bor- inn fram og ýmiss konar meðlæti má hafa með. Matarmikill fugl Það færist í vöxt að ís-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.