Dagur - 01.12.2000, Síða 2

Dagur - 01.12.2000, Síða 2
2 - LAU GA RDAGUR 1 . DESEMBEK 2 000 . FRÉTTIR Flutningur hættulegra efna um HvaHjarðargöng varharðlega gagnrýnd á þingi í gær. Dómsmálaráðherra boðar endurskoðiin á reglugerðum um landflutninga á hættulegum efnum. Guðjón Guðmundsson segir ástandið í Hval- fjarðargöngunum óþolandi Flutningar á hættulegum efnum eftir Reykjanesbrautinni og í gegnum Hvalfjarðargöngin komu til umræðu í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær. Sigríður Jó- hannesdóttir spurði dómsmála- ráðherra hvort og þá hvenær hún hygðist setja strangari reglur um þessa flutninga en nú gilda. Sigríður benti á að allt flug- vélaþensín og olíur væru flutt með bifreiðum eftir Reykjanes- brautinni, sem engan veginn anni þeirri umferð sem þar fer um. Allt flugvélabensín, sem ut- anlandsflugið noti er flutt eftir Reykjanesbrautinni. Engar regl- ur gildi um þessa flutninga til dæmis að þeir skuli fara fram að næturlagi. Þá benti hún á að nú bærust fréttir af hræðilegu slysi í jarð- göngum í Austurríki. Þess vegna sagðist hún spyrja hvort andvara- leysi Islendinga í þessum efnum sé forsvaranlegt. Hún sagðist vilja sjá reglur um hvaða efni mætti flytja um jarðgöng, eins og Hvalfjarðargöngin og á hvaða tímum sólarhringsins. Reglur í endurskoðiui Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði að settar hefðu verið tvær reglugerðir sem varða flutning á hættulegum farmi á vegum. Frá árinu 1998 er til reglugerð um flutning á hættu- legum farmi og hins vegar reglu- gerð um starfsþjálfun stjórnenda ökutækja sem flytja þessi cfni. Hún sagði reglurnar í samræmi við það sem tíðkaðist í nágranna- löndum okkar. Samt væri hafin endurskoðun á þeim reglum sem í gildi eru hér á landi um flutn- ing hættulegra efna. Guðjón Guðmundsson hefur lengi gagnrýnt þær reglur sem gilda um flutninga á hættulegum efnum um Hvalfjarðargöngin. Hann sagði að enda þótt bannað væri að flytja þessi efni um göng- in frá klukkan 10:00 á föstudags- morgni til miönættis á sunnu- degi væri það alls ekki nóg. Hann sagði það fráleitt að leyfa þessa ílutninga þegar mikil umferð er um Hvalfjarðargöngin á virkum dögum. Það séu flutt 180 tonn af gasi þarna um á ári og þeir flutningar fari fram á morgnana þegar mjög mikil um- ferð er um göngin. Guðjón hefur flutt þingsályktunartillögu um þetta mál sem er nú til meðferð- ar í samgöngunefnd og sagðist hann vonast til að hún fengi hraða og góða meðferð hjá nefndinni. - S.DÓR Úr vinnslusal Norðurmjólkur á Akureyri. Norð- urinj ólk Nýtt lyrirtæki, Norðurmjólk hf. varð til í gær með samruna nokkurra félaga. Eins og fram hefur komið hefur á undanförn- um mánuðum verið unnið að stofnun sameiginlegs félags KEA og mjólkurframleiðenda sem annast mun mjólkurvinnslu á Húsavík og Akureyri. I gær var undirrituð samruna- áætlun sem felur í sér samruna MSKEA ehf., MSKÞ ehf. og Grana ehf. en Granir er hlutafé- lag í eigu Auðhumlu sem er samvinnufélag í eigu mjólkur- framleiðenda í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Hluthafar í Norðurmjólk verða tveir, það er Kaupfélag Eyfirðinga og Auð- humla, og munu mjólkurfram- leiðendur geta eignast allt að 34% í hinu nýja félagi. Stjórn Norðurmjólkur skipa þeir Eiríkur S. Jóhannsson, Er- lingur Teitsson, Haukur Hall- dórsson, Stefán Magnússon og Tryggvi Þór Haraldsson. - BÞ Khunbulla blásin af Ekkert verður af stofnun nýs skemmtistaðar við Gránufélags- götu á Akureyri. Vilji hafði verið fyrir hendi til að stofna nektar- dansstað en skipulagsyfirvöld lögðust gegn þeim áformum, að sinni a.m.k., enda er svona starf- semi ekki talin hæfa umhverfinu. Vilborg Gunnarsdóttir, for- maður skipulagsnefndar Akur- eyrarbæjar, segir að aldrei hafi fylgt nánari útslitun á fyrirhug- aðri starfsemi skemmtistaðarins, þannig að hún geti ekki svarað því hvort bærinn hafi verið að blása af enn eina „klámbúlluna'* eða ekki. „Við erum hins vegar að vinna að aðalskipulagsbreyting- um og það er verið að skoða hvort blönduð starfsemi geti átt rétt á sér í þessu hverfi. Megin- rökin gegn þessari framkvæmd eru að þetta er iðnaðarsvæði en hins vegar er ekki bara iðnaður á þessu svæði og við munum skoða þessi mál í áframhaldinu. Það er heilmikið mál að breyta aðal- skipulagi, það kostar mikla pen- inga og tekur Iangan tíma. Við erum núna að safna upp fjölda mála um allan bæ til að fara með í þessar breytingar." Meirihluti bæjarbúa er gegn nektardansstöðum á Akureyri samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Akureyrarbær lét Gallup vinna fyrir sig. Vilborg segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og ckki heldur að Akurcyringar kjósi hömlur á opnunartíma veitinga- húsa. Bærinn hafi enda leitað viðbragða víða áður en ákveðið var að endurskoða frjálsan opn- unartíma. - BÞ Skuldir fmmifaldast Hreinar skuldir bæjarsjóðs Garðabæjar á hvern íhúa hafa fimmfaldast á einum áratug, eða frá árinu 1990. I upphafi áratug- arins námu skuldírnar 21 þúsund króna á hvern íbúa en voru komn- ar í 105 þúsund um síðustu ára- mót. Einar Sveinbjörnsson bæjar- fulltrúi í minnihluta bæjarstjórn- ar segir að hækkun útsvarsins samkvæmt Ijárhagsáætlun næsta árs sé afleiðing af skuldasöfnun- inni, eða úr 11,24% í 12,46%. Þá hefur hallinn á rekstri bæjarsjóðs á þessum áratug verið að jafnaði um 7,1% af tekjum. Fjárhagsáætlun Garðarbæjar 2001 var samþykkt fyrirskömmu. Þrátt fyrir þessa hækkun útsvars- ins verður það með því lægsta í landinu þar sem flest sveitarfélög hækka útsvar sitt í 12,70%. Þessa útsvarshækkun ætlar bæjarstjórn Garðabæjar að nota til greiða nið- ur skuldir og til uppbyggingar skólamannvirkja. Heildarskuldir bæjarsjóðs nema um 2 milljörð- um króna. Aætlað er að tekjur bæjarsjóðs verði um 1,8 milljarð- ar króna á næsta ári og þar rúmur 1,5 milljarður af útsvarinu, eða 88,1% af sameiginlegum tekjum. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur nemi um 516,5 miUjónum króna, eða 28,7% af tekjum. Það hlutfall mun ekki liafa verið hærra síðan 1991. Sem fyrr er mestum út- gjöldum varið til fræðslumála, eða 42% af rekstrartekjum. Um 17,4% af gjöldunum fara til fé- lagsþjónustunnar og 8,5% til æskulýðs- og íþróttamála. Helstu framkvæmdirnar verða í tengslum við uppbyggingu nýs íbúðahverfis í Hraunsholti vestra, nýs leik- skóla, undirbúning við nýtt íþróttamannavirki í Hofstaðamýri og byggingu 10-12 leiguíbúða fyr- ir námsmenn. - GRH Afturkallar tryggingaleyfi Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað heimild Lloyd's vátryggjandans, samstarfsaðila Félags íslenskra bifreiðaeigenda um svonefnda FIB- tryggingu, til þess að hafa með höndum Iögboðnar ökutækjatrygg- ingar hér á landi. Að gefnu tilefni vill stjórn Alþjóðlegra hifreiðatrygg- inga á íslandi sf. (ABÍ), sem ber m.a. ábyrgð á tjönum sem valdið er af óvátry'ggðum ökutækjum, árétta: „Afturköllun Fjármálaeftirlitsins á heimildinni miðast við 24. nóvember s.l. Af hálfu aðstandenda FÍB- tryggingar hefur þó til þessa ekki orðið vart nokkurra opinberra leið- beininga eða skýringa um stöðu bifreiðaeigenda, sem hafa vátryggt hjá þessum vátryggjanda. - BÞ Mistök í upplýsingagjöf „Okkur þykir leitt að starfsfólk han fengið rangar upplýsingar. Hið rétta er að verkalýðs- fargjöldin eru í gildi til 10. dcsember nk. Við erum núna búin að tryggja að allir hafi réttar upplýsingar um þetta. Astæðan fyrir þessu virðist mistök í upplýsingastreymi innan fyrir- tækisins,“ segir Jón Karl Olafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands. Eins og fram kom í Degi í gær stóð a.m.k. hluti sölumanna Flugfélags Islands í þeirri trú að þegar væri búið að afnema öll verkalýðsfargjöld en þau standa sem fyrr segir til 10. desember nk. Skorið verður úr því innan tíðar hvort verkalýðsfargjaldasamningar verði framlengdir. - bþ Stöpull Wegeners endurgeröur Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar afhjúpaði í gær steinstöpul á Arnarnesi sem þýski vísindamaðurinn Al- fred Wegener reisti árið 1930 og hefur nú verið endurgerður. Wegener reisti stöpul- inn á Arnarnesi ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að sanna landrekskenn- inguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.