Dagur


Dagur - 01.12.2000, Qupperneq 6

Dagur - 01.12.2000, Qupperneq 6
6 - FÖSTUDAGUR 1 . DESF.MBER 2 000 ÞTÓÐMÁL _____ XJja^wr ___ Útgáfufélag dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sueinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAUÍK OG ÞUERHOLTI 14, REYKJAUÍK Sírnar: 4B0 bioo og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Simar auglýsingadeiidar: (REYKJAU(K)563-i6i5 Ámundi Ánrundason (REYKJAUÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYkjauík) Fordæmi foringjanna í fyrsta lagi Æðstu ráðamenn ríkisins gefa hroðalegt fordæmi um meðferð á skattfé almennings. Fjáraukalögin sem nú liggja fyrir þing- inu sýna að ráðherrar og stofnanir sem heyra undir þá hafa farið átta þúsund milljónir króna fram úr þeim fjárveitingum sem samþykktar voru á Alþingi fyrir árið 2000. Sumt af þess- ari mildu umframeyðslu á sér skýringar í vanmati á aðstæðum þegar fjárlög voru samin og samþykkt. Annað ber vitni um al- gjört stjórnleysi í útgjöldum vegna framkvæmda ríkisins og skort á virku eftirliti með því hvernig farið er með fjármuni al- mennings. í öðru lagi Eitt hrikalegasta dæmið um stjórnleysið er endurnýjun safna- hússins við Hverfisgötu, Þjóðmenningarhússins, en sú fram- kvæmd var á ábyrgð forsætisráðherra. Alþingi samþykkti til verksins 93 milljónir króna, en í reynd var eytt meira en tvö- faldri þeirri upphæð eða 193 milljónum króna. Ríkisendur- skoðun segir að ekkert eftirlit hafi verið með þessum fram- kvæmdum. Svo virðist sem tugum milljóna hafi verið mokað út og suður án þess að ákvarðanir væru teknar með eðlilegum hætti, hvað þá að eftirlit væri með því sem gert var. Þetta óða- got helgaðist af því að halda átti snobbhátíð til að vígja þetta hús á tilteknum degi. Þegar slík veisluhöld eru í hættu sýnir forsætisráðherra augljóslega ekki neinn nánasarskap - slík að- haldssemi á einungis við þar á bæ þegar kemur að málefnum aldraðra og öryrkja. í þriðja lagi Alþingi er einnig í slæmum málum vegna umframkeyrslu við framkvæmdir. Þingið samþykkti að setja 113 milljónir króna í að innrétta skrifstofur fyrir þingið og þótti ýmsum meira en nóg. Framkvæmdirnar fóru hins vegar 83 milljónir fram úr fjárlögum og kostuðu því tæplega 200 milljónir króna. Það er alvarlegt áfall fyrir þingið að halda ekki betur utan um opin- berar framkvæmdir á eigin vegum. Þau skilaboð sem þingið og forsætisráðuneytið senda til þjóðarinnar með þessu háttarlagi eru vítaverð. Elías Snæland Jónsson Merkilegt samstarf Stórstígar framfarir í tækni, sérstaklega spennandi fram- vinda upplýsingatækninnar og tenging upplýsingatækni við menntun og menntastofn- anir á Islandi liafa á umliðn- um misserum blásið Garra í brjóst trú á framtíðina. Þessi tenging er nefnilega lykillinn að framtíðinni og þjóð eins og Islendingar geta skapað sér ótalmörg tækifæri í samfélagi þjóðanna með því að svara kalli ti'mans á þessu sviði. Af þessu sökum befur Garri eins og aðrir miklar áhyggjur af fra m ba Idsskól aken n - araverkfallinu. Þar kunnum við að vera að tapa dýrmætum tíma sem æska lands- ins |iarf á að halda til að geta staðið sig í hinni alþjóðlegu sam- keppni. Og það sem ef til vill er enn verra, verkfallið kann að verða til þess að brottfall verði meira en ella úr skólum - og hver veit nema þarna falli einmitt brott hinir frjóu hugar, sem liefðu getað skipt sköpum á orrustuvelli framtíðarinnar. Sprotastarfsemi Enoölsýnin borgar sig ekki og Garri hefur reynt að horfa á hjörtu hliðarnar. Enn er skólastarf í fullum gangi í grunnskólum og svo er auð- vitað rífandi gangur í rann- sóknum og skólastarfi í há- skólum þjóðarinnar. En eins og menn vita er það ekki síst í Háskóla íslands sem finna má framsæknustu hugmyndirnar og þar skjóta sprotar nýrrar þekkingar rótum og margir ná að vaxa upp og verða að merkilegum atvinnurekstri. Það er því gleðiefni að tengsl háskólans og atvinnurekstrar- ins eru sífelll að aukast og Rektorinn og forsetinn. hafa trúlega ekki verið meiri í aðra tíð. Tilhugsunin ein um þennan vaxtarbrodd fær Garra til að gleyma um stund áhvggjum vegna kennaraverk- falls í framhaldsskólum. Metnaöarfullt verkefni Og í gær og í fýrradag er óhætt að segja að Garri hafi endanlega sannfærst um að allt er hér á réttri leið - eins og Davíð segir. Þá var kynnt ný og metnaðarfull áætlun þar sem frumkvæði og rannsóknar- reynsla Háskóla ís- lands og sú sérþekk- ing sem þar hefur safnast upp er spyrt saman við þróunar- starf hjá einu frems- ta upplýsingatækni- fyrirtæki landsins, Landsímanum. Eðlilega var hlásið til kynningarlundar um málið með tilheyrandi lúðra- þyt og undirskriftum, og fjöl- miðlar boðaðir á staðinn til að færa þjóðinni þessar jákvæðu og framsæknu fréttir. For- stjórar, rektorar og deildarfor- setar létu sig ekki vanta enda verkefnið göfugt: að þýða símaskrána á 10 tungumál! Auðvitað munu nöfn lands- manna ekki þýdd, en ofan \dð nafnarunu skrárinnar mun þá til dæmis í dönsku útgáfunni standa „navn“ en ekki „nafn" og í stað „heimilisfangs" mun standa „adresse". Hér er auð- vitað um tímamótaverkefni að ræða sem á eftir að opna ís- lenskar dyr út um allan lieim og enn einu sinni hcfur sann- ast hversu snjallt það getur verið að fá upplýsingatækni- geirann til að vinna með há- skólastolnunum í ýmsum sprotaverkefnum. CARRi ODDUR ÓLATSSON skrifar ÍV'leð sambandslögunum sem gengu í gildi I. desember 1918 var ísland viðurkennt sem sjálf- stætt og fullvalda ríki. I lögunum var kveðið á um að eftir aldar- Ijórðung gætu landsmenn ákveðið algjör sambandsslit við Dan- mörku og stofnað lýðveldi ef þeir kærðu sig um. 1. grein samhandslaga er skýr og einföld: „Danmörk og Island eru frjáls og fullvalda ríki, í sam- bandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst i þessum sambandslögum. Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti kon- ungs". Ekki var mikið um dýrðir fyrsta fullveldisdaginn, þegar íslenski fáninn var dregin að húni. Skuggi spænsku veikinnar grúfði yfir nýja höfuðstaðnum og frostaveturinn mikli var að hefjast. Því var lítill hátfðarbragur á þjóðlífinu þótt merkasta áfanga sjálfstæðisbar- áttunnar væri náð og reyndar þeim síðasta, því lýðveldisstofn- Sjálfstæðið gleymt og grafið unin var rökrétt framhald sem fólst í þeim góða samningi sem Is- lendingar og Danir gerðu mcð sér og gekk í gildi 1918. Engin hátíðabragur Álykta má að ömurleikinn vegna mannskæðrar farsóttar og harð- asti vetur aldarinnar skvggi á full- veldistökuna. 1. des- ember náði aldrei að verða hátíðisdagur í huga þjóðarinnar. Á uppgripaárunum eftir fyrra stríð vék þjóðleg reisn fyrir gróðahyggj- unni, eins og á öðrum góðæristímum, og síð- an lagðist dauð hönd kreppunnar yfir athafna- og stjómmálalíf og kempur grenjuðu hver framan í aðra í úrræðalcys- inu, heldur en að silja með hend- ur í skauti. Það var tímabil hinna stóru pólitíkusa. Dagurinn sem Island varð frjálst og fullvalda ríki er næstum gleymdur, nema vegna þess þá er frídagur í skólum. Þá sitja kcnnar- ar og nemendur heima í misjöfnu iðjuleysi. Ef einhver þjóðleg taug væri í menntakerfinu og þjóðmenning- arleg reisn yfir kennaraliðinu væri vel hægt að verja I. desember til að fara lítillega yfir sjálfstæðisbar- áttu formæðra og -feðra og kenna hvaða gildi það hefur að vera frjáls og fullvalda þjóð og hvaða skyldur það legg- ur Iýðnum á herðar. Kannski er það borin von að álykta svo sem að sjálfstæði þjóðar sé nokkurs virði eða um- talsvert á tímum aljijóðavæðingar og fjöl|ijóðahyggju. Dægur- lagagúrúar, tölvulúðar og stera- fýllt íþróttafrík eiga sviðið og eru þjóðmenning þeirra kynslóða sem sitja heggja vegna við kenn- arapúltið. Því kann að vera ráð- legast að sem flestir s:tji heima á fullveldisdaginn, Markleysi Um skeið reyndu námsmenn á háskólastigi að gera 1. desember að sínu einkafullveldi. Almúginn fékk reykinn af réttunum þegar eitthvert menningarlegt sterti- mennið flutti ávarp, sem útvarpað var og heyrðist á þeim vinnustöð- um sem viðtæki var haft í gangi. En stúdentum í námi hélst ekki lengi á þessum feng sínum. Þrátt fýrir íyrirganginn varð fullveldis- dagurinn aldrei þeirra dagur og er fyrir löngu orðinn gjörsamlega marklaus og íýlgir honum lítill sem enginn hátíðisbragur. Ef einhver er að reyna að gera eitthvað í minningu fullveldis fer það fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra fólks, enda er samfé- Iagið allt komið í snemmbúinn jólaham og hefur öðru að sinna en að leggja liugann að sjálfstæði Iandsins og gildi þess að vera ls- lendingur. íslenski fáninn var lög- tekinn 1. des. 1918. .Ebt^wr Erréttaðfella niður jólaskemmtanir í skól- um, svo reglur um 170 kennsludaga á vetri haldist? (1 sumuin skóluni í Reykjavík verða jólaskemmtanir felldar nið- ur f áðurnefndu skyni, eða þá haldnar með nýju sniði.) Þorsteinn Sæberg skólastjóri í Árbæjarskóla ogfomtaður Slwlastjórafélags íslauds. „Ef hægt væri að halda jóla- skemmtanir á hefðbundnum skóladegi, er það í lagi skv. skilgrein- ingum mennta- málaráðuneytis. Þar erum við að tala um þær skemmtanir sem þeir sem nú eru komnir til vits og ára þekkja; að einn dag í desember komst þú í skólann í sparifötun- um á svokölluð „jólaböll". Með áréttingu ráðuneytis leggjast skemmtanir með þessu gamla lagi hins vegar af hér í Reykjavík og |)að finnst mér vera afskaplega miður. Jólunum sér þó víða stað með öðru lagi í skólastarfinu." Sigrún Elsa Smáradóttir fnlltníi í FrxdshtráðiReykjavíkur. „Eg tel að rétt sé að halda 170 kennsludögum á vetri, en það er æskilegt að gera slíkt með öðrum hætti en að fella niður jólaskemmtanirnar. Rétt er J)ó að minna á að fýrirkomulag þessa er undir skólunum sjálfum komið, fræðsluráð hel’ur fvrst og síðast umsjón með að grunn- skólalögum sé fý'lgt. En til Jiess að áðurnefndur fjöldi kennsludaga haldist velja skólarnir sér ýmsar leiðir, sumir hafa meðal annars breytt fýrirkomulagi foreldravið- tala - og fellt niður foreldradaga og treysta á vikulega viðtalstíma." Áslaug Brynjólfsdóttir Umboðsmaðurforeldra ogskóla í „Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skóla- starfið Jiannig að hörn fái sínar jóla- skemmtanir, því ckki þarf að leggja marga daga undir þær. Nú eru flestir skólar orðnir einsetnir og því er til dæmis hægt að hafa „litlu jólin" síðdegis, enda þótt kennt sé til dæmis fyrri hluta dags. Þá er líka hægt að flétta ýmislegt skemmtilegt sem tengist jólunum inn í kennsluna sjálfa - og það er raunar gert." Ögmundur Jónasson alþingismaður. „Sannast sagna myndi ég sjá mjög eftir litlu jólunum og gref ég þær röksemdir upp úr eigin endurminn- ingum. Bæði þeg- ar litið er á undirbúninginn sem olt kallaði á sameiginlegt átak og svo síðan sjálft skemmtanahaldið þá er ég sannfærður um að um- stangið hafði félagslegt gildi, auk Jiess sem það gladdi hjartað. Og er það ekki tilgangurinn í lífinu?" Reykjavtk.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.