Dagur - 01.12.2000, Síða 8

Dagur - 01.12.2000, Síða 8
8 - FÖSTUDAGUK 1. DESEMBER 2000 ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is Hjálmar Árnason alþingismaður. Og svo er það hinn Á fyrsta ári Hjálmars Árnasonar á Alþingi lentu þeir í orðaskaki hann og Sig- hvatur Björgvinsson. Þá var Hjálmar jónsson líka komin á þing. Eí'tir karpið orti Sighvatur þessa vísu: Hjálmara tvo í hópmnn ég tel hérna um sinn. Annar er séra og sómir það vel, en svo er það hinn. Og nú gerðist það á dögunum að Hjálmar Jónsson fékk embætti dómkirkju- prcsts og hættir því á þingi og þá orti Sighvatur: Leggðu oss drottinn líkn með þraut sent löngumfyrr. Þvt Hjáhnar séra er horfinn á braut en hinn er kyrr GIILLKORN Ússur Skarphéðinsson. „Hæstvirtur mennta- málaráðherra hefur í raun hagað sér eins og hvumpinn fíH í g/ervörubúð og komið eins og sprengja inn í þessa samninga." Össur Skarphéðinsson á Alþingi í umræðum um kennara- verkfallið. Leynihráðirrinn Sportveiðiblaðið er komið út fullt af skemmtilegu efni fyrir veiðimenn af öllum stærðum og gerðum. Nýr þáttur hefur göngu sína í blaðinu sem heitir Ekki veiðimenn. Það er Jó- hannes Sigurjónsson, blaðamaður Dags á Húsavík sem ríður á vaðið og skrifar fyrsta þáttinn. Hann gerir nokkuð grín að veiðimönnum og segir m.a: „Þarf ekki annað en að hlýða á mærðarhjalið í mönnum á borð við Orra Vigfússon um að all- ir smákallarnir verði stórmenni á bökkum Laxár og að þar sé hver sporður ævintýri út af fyrir sig. Nú, eða hlusta á þruglið úr Sigmari B. Haukssyni um leyniþráðinn sem liggur á millí manns og bráðar og gott ef ekki hunds og rauðvínsflösku ein- nig þegar best lætur. (Reyndar hefur það hent þekkta eðalveiðimenn að skjóta hundinn en ekki bráðina, en það er nú önnur saga eða sjónvarpsþáttur).... Jóhannes Sigur- jónsson blm. Húsavík. Látið Lewinski velja Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi, er búinn að leysa þann vanda sem steðjar að Bandaríkjamönnum við að velja sér forseta. Lausn Hákonar er svona: Ekki má ahmigann kvelja, við ættum að hætta að telja. Ilelst mundi vera að hátta þá bera og láta svo Leivinski velja. Hákon Aðal- steinssson skóg- arbóndi. Semdu fyrir oss sálmakver Séra Hjálmar Jónsson hætir þingmennsku um áramótin og gerist dómkirkju- prestur 1. febrúar. Hagyrðingar fara alltaf af stað þegar þeir geta ort um kollega sína. Olafur Stefánsson Borgfirðingur orti í tilefni þessa: Býður þar annar akur hans aö erja í garði skaparans. Semdu fyrir oss sálmakver svo að við munum eftir þér. FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Hljómsveitin Monkees á sviði síðast þegar hún kom saman árið 1997. Frá vinstri: Mickey Dolenz, Davy Jones og Peter Tork „Hei, hei vith te Monkís Apakettirnir vinsælu, The Monkees, sem urðu gríðarvin- sælir í íslenska sjónvarpinu á árunum rétt fyrir og um 1970 ætla nú að koma saman á ný og fara í hljómleikaferð á næsta ári. Þeir félagar hafa raunar áður farið í hljómleika- ferð eftir að sjónvarpsþættirnir hættu, það var fyrir um fjórum árum og gekk sú ferð gríðar- lega vel. Monkees var hljóm- sveit sem var heinlínis stofnuð til að leika í sjónvarpsþætti. Hugmyndin var að fanga stemninguna sem myndast hafði í kringum vinsældir popphljómsveita eins og Bítl- anna. Það eru þrír „apakettir" sem taka þátt í hljómleikaferðinni, sem hefst í mars undir yfir- skriftinni „Monkees-manían snýr aftur“. Þeir sem verða með eru Davy Jones (sá litli sæti), Mickey Dolenz (sá hrokkinhærði) og Peter Tork (þessi með slétta hárið) . Til að byrja með er miðað við að hljómleikahaldið verði einkum í Bandaríkjunum en ef vel gengur mun verða auðvelt að víkka út ferðaáætlunina og fara vítt um heiminn. Jafnvel þótt Monkees hafi verið búin til í kringum sjón- varpsþátt þá átti hljómsveitin ýmis metsölulög áður en hún lagði upp laupana árið 1969, lög sem urðu gríðarlega vinsæl á árunum 1966-1968, og heyr- ast stundum enn hjá Gesti Einari Jónassyni í þætti hans Grátt í vöngum. Þetta eru lög eins „Daydream Believer,” „I’m a Believer,” og "Last Train to Clarksville”. -Dagpur YMISLEGT Öm jafnaði metametið Orn Arnarson bætti enn einu íslands- metinu í metasafn sitt á mánudags- kvöldið, á árlegu meta- og lágmarka- móti SH, þegar hann synti 400 m fjór- sund á tímanum 4:23,69 mín. Gamla metið átti Arnar Freyr Ólafsson, fræn- di Arnar úr Þorlákshöfn, en það var 4.25,21 mín., setl í Eyjum vorið 1992. Þar með á Örn öll Islandsmetin í bak- , skrið-, flug- og fjórsundum í 25 m hraut, en í umfjöllum um Bikarkeppni SSI í þriðjudagsblaði Dags, var sagt að Örn vantaði tvö met, í 400 m fjórsundi og 100 m flugsundi, til að slá gamalt metamet Guðmundar Gíslasonar, sem á sínum tíma átti öll metin í áðurnefndum fjórum sundaðferðum. Þar var ekki rétt farið með, því Örn hafði þegar bætt rnetið í 100 m flugsundi, en það gerði hann á sundmóti Ægis í síðasta mánuði, þeg- ar hann synti á 54,74 sek. Metið hafði hins vegar ekki verið fært inn á metaskrá SSl og því vissi íþróttadeild Dags ekki betur en met Sel- fyssingsins Friðfinns Kristinssonar stæði enn óhaggað. Þar með hef- ur Örn því þegar jafnað metamet Guðmundar og skipar sér þar með á bekk með besta og fjölhæfasta sundmanni þjóðarinnar til þessa, en Guðmundur var einnig góður bringusundsmaður og setti seinna met í 1000 m bringusundi. Tvö boðsundsmet voru einnig sett á Iágmarkamóti SH og voru þau bæði sett af karlasveit Ægis, í 4x100 og 4x50 m bringusundi. Sveitin synti 4x50 metrana á 2:03,66 mín. og vann þar naumlega blandaða sveit SH ogÆgis. Gamla metið, 2:05,35, átti sveit SH og var það sett í desember á síðasta ári. Síðan synti Ægis-sveitin, sem var skipuð þeim Jakobi Jóhanni Sveinssyni, Gunnari Steinþórssyni, Hirti Má Reynissyni og Núma Snæ Gunnarssyni, 4x100 metrana á 4:30,44 mín. og sló þar með átta ára gamalt met SFS um tæpar 12 sekúndur. Elofsson og Varis sigruðu í Beitostolen Svíinn Per Elofsson sigraði á fyrs- ta heimsbikarmótnu í 10 km skíðagöngu karla með frjálsri að- ferð, sem fram fór f Beitostolen í Noregi í fyrradag. Sigur Elofssons var nokkuð öruggur, en hann var 21,8 sek. á undan Finnanum Sami Repo, semi varð í öðru sæti. Norð- maðurinn Thomas Alsgaard varð í þriðja sæti 23,4 sek. á eftir sigur- vegaranum. Miklar væntingar eru gerðar til Elofsson í keppninni um Varis á verðlaunapalli ásamt, þeim heimsbikarinn og telja margir Belmondo og Smigun. nokkuð öruggt að hann verði næsti skíðagöngukóngur heims. Enginn íslenskur keppandi tók þátt í Beitostolen þar sem Islendingar hafa ekki kvóta til að senda kepp- endur til þátttöku í heimsbikarmótum eins og staðan er í dag. þess í stað verður áherslan lögð á þátttöku íslenska A- landsliðsins í Skand- inavíubikarnum í vetur auk annarra móta sem fram fara á svæðinu. Einhver bið verður því á því að Islendingar taki þátt í heimsbikarmót- um í bili en með áframhaldandi framförum liðsins verður þess von- andi ekki langt að bíða. Framundan er alþjóðlegt mót í Idre í Svíþjóð næsta laugardag þar sem íslensku strákarnir verða á meðal þátttak- enda og síðan alþjóðlegt mót í Sarna í Svíþjóð næstkomandi sunnu- dagy I fyrradag fór einnig fram keppni í 5 km göngu kvenna með frjál- sri aðferð og sigraði finnska stúlkan Ixaisa Varis þar eftir harða kepp- ni við þær Stefaniu Belmondo frá Italíu og Kristinu Smigun frá Eist- landi. Belmondo varð í öðru sætinu aðeins 0,8 sek. á eftir Varis og Sníigun í þriðja sætinu 1,3 sek. á eftir sigurvegaranum. Þetta var annar sigur hennar í heimsbikarmóti. Sigur Varis í Beitostolen var hennar annar heimsbikarsigur á ferlinum. Kristinn Magnússon frá í 6 vikur Kristinn Magnússon, skíðakappi frá Akureyri, verður frá æfingum og keppni næstu 6 vikurnar eftir að hafa slasast á hné á FlS-mótinu í G%cllevare á sunnudaginn. Kristinn, sem er í íslenska Evrópubik- arliðinu í alpagreinum, keyrði þar út úr braut í seinni umferð stór- svigskeppninnar, eftir að hafa náð 20. besta tímanum í fyrri ferðinni. Eftir heimsókn til sérfræðings í fyrradag kom í Ijós að innra Iiðband hafði laskast, en ekki slitnað. Talið er að Kristinn geti aftur hafið æf- ingar um miðjan janúar, en sem kunnugt ér stundar hann nám við skíðamennaskólann í Geilo. Flemmen frá keppni vegna meiðsla Adrine Flemmen, helsta von Norðmanna íkvennaflokki alpagreina í heimsbikarnum, verður frá keppni í að minnsta kosti 6 vikur eftir að hún sleit liðband í hægra hné við upphitun fyrir heimsbikarmótið í Aspen á laugardaginn. Hún var meira og minna frá á síðasta keppn- istímabili og meiðsli hennar nú gera það að verkum að hún mun lík- lega missa af heimsmeistaramótinu í St. Anton í lok janúar n.k.. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Norðmenn, sem gerðu miklar væntingar til hennar. Úrn Arnarson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.