Dagur - 01.12.2000, Page 14
14- FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
SMA AUGL YSING AR
íbúð óskast________________________
Tveir námsmenn frá Akureyri óska eftir
að taka á leigu 3 herbergja íbúð í Reykjavík
frá áramótum.
Upplýsingar í síma 461-2703 eftir kl. 18.00
Til leigu __________________________
Vantar þig íbúð til leigu á stór Reykja-
víkursvæðinu, í viku eða yfir helgi.
Hef eina fullbúna húsgögnum og helstu
þægindum á mjög góðum stað, stutt í allt.
Upplýsingar í síma 464 1138 eða 898 8305
íbúð til leigu á Akureyri!
Mjög góð 4ra herbergja íbúð til á
Brekkunni frá miðjum desemberjeða
áramót). Góð umgengni og öruggar greiðs-
lur skilyrði. Fyrirframgreiðasla hugsanleg.
Áhugasamir leggið inn upplýsingar um fjöl-
skyldustærð og greiðslugetu á auglýsin-
gadeild Dags Akureyri. Merkt "Brekka"
www.visir.is
FVRSTUR MEÐ FRÉTTiRHAR
Þökkum innilega auösýnda vináttu, samúð
og hlýhug viö andlát og útför
INGIGERÐAR EYJÓLFSDÓTTUR,
Skúlagötu 40a, Reykjavík.
Georg Jón Jónsson, Sigríöur Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Elfa Kristín Jónsdóttir,
og fjölskyldur þeirra.
Astkær móöir mín, tengdamóöir, amma,
langamma og systir,
SESSELJA VALDEMARSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíö,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 4. desember kl. 13.30.
Valdemar Gunnarsson, Brit Mari Gunnarsson,
Kristín Irena Valdemarsdóttir, Jón Mainó Sævarsson,
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Halidór Arnfinnsson,
Berglind Mari Valdemarsdóttir
barnabarnabörn
Benedikt Valdemarsson.
TILBOÐ
SMÁAUGLÝSINGUM
FYRSTA BIRTING
800 KR.
ENDURBIRTING
400 KR.
Ofangrelnd varð mlöast vlfi staðgreiðslu aöa VISA / EURO
■ Sími auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeiidar er 460 6161 ■
ORÐ DAGSINS 462 1840
STJÖRNUSPÁ
■ LÍF 06 LIST
Vatnsberinn
Það er fjaðrafok
á himnum og
englarnir komnir
í hár saman. En
á endanum taka
þeir tilboðinu frá
dún- og fiður-
hreinsuninni.
Fiskarnir
Taktu forskot á
sæluna, en
forðastu æluna
sem fylgir bræl-
unni á jólaglögg-
miðunum.
Hrúturinn
Enginn tapar
átta núll, sem
ekki á það skilið.
Og þá er bara að
brúa bilið.
Nautið
Það er gáfulegra
að naga blýant-
inn sinn en telja
peninga sem ekki
eru til.
Tvíburarnir
Einkavæddu
heimilisreksturinn
og seldu sjálfum
þér á uppboði.
Þú færð skatta-
afslátt út á 10
ára uppsafnaðan
taprekstur.
Krabbinn
Þú ferð í bæinn
með brauð í
poka til að gefa
hungruðum önd-
unum á tjörninni
eða á skyggni-
lýsingafundinum.
Ljónið
Þú reiðir ekki vit-
ið í þverpokun-
um með höfuðið
á kafi í halda-
pokanum.
Kaupæði er ekki
dyggð.
Meyjan
Stekkjarstaur er
því miður forfall-
aður vegna fótar-
meins, en bróðir
hans Kortagleyp-
ir leysir hann af í
desember.
Vogin
Þó færð óskiljan-
leg SMS skila-
boð frá JMJ og
dettur svo í það
með DAS.
Sporðdrekinn
Tilfinningasam-
bandið fer sömu
leið og SÍS. En
lengi lifir í göml-
um hræðum.
Bogamaðurinn
Láttu ekki þung-
lyndið ná tökum
á þér í skamm-
deginu. Hafðu
samband við
gleðiefnafræð-
inginn.
Steingeitin
Ekki setja öll
eggin í sömu
körfu. Vorhænan
verþir þar líka.
Þjóðhættir Áma og kiljiibækur
„Þessa dagana einbeiti ég mér að bókum eftir
Arna Björnsson þjóðháttafræðing og með þeim
hætti er ég að afla mér heimilda um jólasiði og -
venjur Islendinga fyrr og síðar. Bækur Ama eru
ákaflega greinargóðar og verða drjúgt veganesti við gerð þáttanna
Malt & Appelsín á Aksjón, en ég er annar tveggja umsjónarmanna
þeirra og þar munum við fjalla um jól hér á Eyjafjarðarsvæðinu," seg-
ir Hrafnhildur Reykjalín á Dalvík. „Annars er ég ákaflega ástríðufull-
ur bókalesandi og festi sjaldan blund á brá nema hafa gluggað í ein-
hverjar bækur. Eftirlætisbók mín fyrr og síðar er Veröld Soffíu sem er
eftir norska höfundinn Jostein Gaarder en í þessari bók er á ákaflega
skemmtilegan hátt fjallað um heimspeki - þar sem unglingsstúlka er
útgangspunkturinn. Einnig les ég allar enskar kiljubækur sem ég
kemst yfír, ekki síst eftir John Grisham."
Musica Latina og Madonna
„Sveifla, hiti og dúndrandi taktur einkenna
Suður-Ameríska tónlist og hún er hiklaust eftir-
læti mitt. Enda er ólgandi kraftur þessarar tón-
listar með þeim hætti að maður hlýtur að heill-
ast af. Hér nefni ég til dæmis Gypsy Kings, Danicllu Mercury, Mam-
bo Kings og eru þá aðeins fáeinir listamenn þessarar tónlistarstefnu
nefndir, sem í fáum orðum sagt einkennist af hita, krafti og ástríðu.
Uppáhaldstónlistarmaðurinn minn hlýtur að vera Madonna, bæði
íyrir góða tónlist en fyrst og fremst það sem hún stendur fyrir sem
manneskja. Þar á ég við þessa einstöku metnaðargirni hennar, en í
gegnum árin hefur Madonna sýnt og sannað að hver sá sem hefur
raunverulegan metnað til að ná langt tekst það. Trúin flytur fjöll. -
Tveimur söngvurum sem ég þekki tekst svo að láta mig fá gæsahúð,
hvor með sínu lagi, annars vegar Pavarotti og svo samstarfsmaður
minn í þáttunum; Friðrik Omar.“
Dogma og American History X
„Síðasta mynd sem ég sá voru Englar alheimsins
og sú mynd fannst mér alveg stórkostlega vel gerð
og handritið vandað. Framlag leikaranna í mynd-
inni var alveg stórkostleg, oft grét ég en hló þess á milli. Þetta er
mynd sem skilur mikið eftir sig og hefur mikinn boðskap. En af þeim
m)Tidum sem ég hef séð á síðustu misserum og sitja í mér eru ann-
ars vegar Dogma, þar sem Ben Affleck og Matt Damon leika fallna
engla - og er myndin í raun ádeila á kristna trú. Hin myndin er Amer-
ican History X og aðalleikarinn þar er Edward Norton. Þar segir frá
strák sem alinn er upp í umhvcrfi mikilla fordóma og er dæmdur fyr-
ir morð - en í fangelsinu skoðar hann eigin hugarheim og þarf að
takast á við sinn innri mann. Báðar þessar myndir sem ég nefni hér
eru rétt eins og strákurinn í síðarnefndu myndinni þurfti að gera; þær
kveikja í manni og vekja til umhugsunar.“
Bbehbib
Gengisskráning Seölabanka íslands
30. nóvember 2000
Dollari 87,19 87,67 87,43
Sterlp. 124,08 124,74 124,41
Kan.doll. 56,71 57,07 56,89
Dönsk kr. 10,084 10,142 10,113
Norsk kr. 9,372 9,426 9,399
Sænsk kr. 8,654 8,706 8,68
Finn.mark 12,6487 12,7275 12,6881
Fr. franki 11,4651 11,5365 11,5008
Belg.frank 1,8643 1,8759 1,8701
Sv.franki 49,73 50,01 49,87
Holl.gyll. 34,1269 34,3395 34,2332
Þý. mark 38,4522 38,6916 38,5719
ít.lfra 0,03884 0,03908 0,03896
Aust.sch. 5,4654 5,4994 5,4824
Port.esc. 0,3751 0,3775 0,3763
Sp.peseti 0,452 0,4548 0,4534
Jap.jen 0,7924 0,7976 0,795
írskt pund 95,4917 96,0863 95,789
GRD 0,2209 0,2223 0,2216
XDR 111,79 112,47 112,13
EUR 75,21 75,67 75,44
Ikrossgátan
Lárétt: 1 gróp 5 sáölönd 7 reykir 9 rugga
10 fjörug 13 hreysi 14 rökkur 16 leyni 17
gleöi 18 kyn 19 angan
Lóörétt: 1 gripahús 2 aur 3 mjóróma 4 son-
ur 6aumingja 8 áfengi 11 þyrla 13 galli 15
viröi
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rasp 5 vaöur 7 blik 9 gá 10 bekki
12iöki 14önn 16 jór 17dátar 18 liö 19nam
Lóörétt: 1 rabb 2 svik 3 pakki 4 hug 6 rák-
ir 8 leyndi 11 iöjan 13kóra 15náö