Dagur - 12.12.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 12.12.2000, Blaðsíða 1
Reykjanebrautina á annatíma. Þrýst á tvö- földun Reykjanes- brautar. „Sofandi64 stjómmálamenn verði „strikaðir út“. Hópur fólks kom saman við Grindavíkurveg í gær og lokaði allri umferð um Reykjanesbraut með því að leggja bifreiðum á ak- veginn í rúmar þrjár klukku- stundir. Upplausnarástand skap- aðist þegar hundruð bíla komust hvorki lönd né strönd. Lögreglan í Keflavík var lokuð af þegar hún kom á staðinn og varð fjöldi fólks fyrir miklum óþægindum. Guðni Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Keflavík, sagði að aðgerðirnar þefðu valdið usla og skapað óþægindi. Nokkur harka var í aðgerðunum og sagði varðstjórinn að lögreglumenn hefðu vísvitandi verið lokaðir inni þegar þeir komu á staðinn. „Við vitum ekki enn hverjir standa að þessu en við erum að reyna að koma sjúkrabíl í gegn með fótbrotna konu sem var ekið á hérna í Keflavík,“ sagði Guðni á fimmta tímanum í gær þegar lömun umferðarinnar hafði var- að í eina og hálfa klukkstund. Hann sagði að mótmælin hefðu ekki verið tilkynnt fyrirfram til neinna opinberra aðila. Sjúkra- bílnum var skömmu síðar hleypt í gegn. Margir þeirra sem voru á leið í flug urðu frá að hverfa og gáfust upp á biðinni vegna mótmælanna. Töf á flugi Flug frá Keflavík tafðist vegna aðgerðanna og gripu Flugleiðir til þess ráðs að fljúga með áhafn- ir til Keflavíkur. Ollu aðgerðirn- ar talsvert miklum pirringi hjá þeim sem voru að reyna að kom- ast í flug en Iengsta töfin á flugi var um 40 mínútur. Þjóðbraut dauðans lokað Aðstandendur mótmælanna vildu ekki tjá sig um hverjir væru upphafsmenn en sögðu að „Þjóð- braut dauðans væri lokað tíma- bundið'1. Þeir vilja að Reykjanes- braut verði tvöfölduð strax og Iýsti einn þeirra hulduhernum sem „höfuðlausum en öflugum". Menn væru tilbúnir að koma aft- ur jafnvel í dag ef þörf krefur, eða þar til stjórnmálamenn aðhefð- ust eitthvað. „Stjórnmálamenn sem vakna ekki núna þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af fram- tíð sinni sem stjórnmálamenn, því þeir verða einfaldlega strikað- ir út,“ sagði annar mótmælandi sem var á staðnum þegar Dagur ræddi við þá í gær. Lá við slagsmálum Mönnum bar saman um að legið hefði við slagsmálum hjá sumum sem voru að missa af flugi í gær en flestir hefðu haldið stillingu. Meðfram eyjunni við gatnamótin höfðu mótmælendur kveikt á kertum til minningar um þá sem látist hafa á Reykjanesbraut und- anfarin ár. SMS skilaboð með farsímum voru notuð í að stefna mönnum saman og sagði einn talsmanna mótmælendanna: „Við munum áfram vinna þverpólitískt og mun ekki verða spurt hverjir eru upp- hafsmenn, eða hvaðan SMS skeytin koma upprunalega." BÞ/gj Sjd einnig viðtöl við þingmenn ú bls. 4 Neyðarástand á Reykj anesbraut Upplausnarástand þegar hópur fólks lok- aði allri umferð um Tjón á annan inilljarð Byrjað var í gær að kanna orsakir þess að eldur kviknaði í Isfélagi Vestmannaeyja sl. laugardags- kvöld en þá um morguninn lauk sökkvistarfi eftir 33 tíma törn. Þótt rafmagn kunni að vera þar einhver orsakavaldur er ekkert útilokað í þeim efnum m.a. fkveikja. Sérfræðingar frá Brunamála- stofnun og Tryggingamiðstöðinni könnuðu vegsummerki á bruna- stað í gær auk rannsóknarlög- reglumanna. Talið er að tjónið geti numið hátt á annan milljarð króna en engin slys urðu á fólki. Þetta er einn mesti eldsvoði árs- ins til þessa og er mikið áfall fyr- ir atvínnulífið og afkomu fjölda manns í Eyjum. Hins vegar var Isfélagið vel tryggt hjá Trygginga- miðstöðinni. Á sameiginlegum fundi forráðamanna ísfélagsins með starfsfólki í gær kom fram að margir munu fá vinnu við hreinsun og þrif auk þess sem stefnt sé að því að byggja fyrir- tækið upp á ný svo það geti að minnsta kosti tekið þátt f næstu loðnuvertíð. Sja ítarlega umjjöllun á blað- st'ðum 12 og 13 mmm mmmm ■■■■■■ Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka er ómyrkur I máli. Ekki mmið af einhverj- um eimim „Ég ætla ekki að fara að túlka neitt orð viðskiptaráðherra eða það sem hún hefur látið frá sér fara. Það er ekki mitt hlutverk," segir Pálmi Jónsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans, en kastast hefur í kekki milli Val- gerðar Sverrisdóttur og banka- ráðsins vegar afskipta ráðherra af sameiningarferlinu. „Hér í Búnaðarbankanum hefur verið unnið á fullu alla helgina og raunar alla daga að undirbúningi og samræmingu á einstökum þáttum mála. Stund- um í ágætu samstarfi við starfs- menn Landsbanka Islands. Þessi mál verða aldrei unnin af einhverjum einum manni, held- ur eru kvaddir til sérfræðingar eftir eðli máls hverju sinni og málin unnin sem best má verða af þeim. Hér í Búnaðarbankan- um er faglega unnið, ekki síst af bankastjórum bankans en ein- nig af öðrum starfsmönnum bankans," sagði Pámi Jónsson bankaráðsformaður í samtali við Dag í gær. Sjá blaðsíðu 5 m I- 12 til jóli dagar a *Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu. BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.