Dagur - 12.12.2000, Síða 4
é - ÞRIDJUDAGVR 12. D E S E M B F. R 2 0 0 0
Dnpvr
FRÉTTIR
Frá mótmælaaðgerðum við Reykjanesbrautina í gær. - mynd: úfnir
Framkvæmdiun hraðað
við Reykjanesbrautina
Hjálmar Amason: Hægt að
hraða tvöföldun Reykja-
nesbrautar. Kristján Páls-
son: Hægt sé að ljúka verk-
inu í árslok 2003.
„Það cr hægt að hraða framkvæmdum
við tvöföldun Reykjaneshrautar og það
er verið að vinna í því máli af þing-
mönnum Reykjaness," sagði Hjálmar
Arnason alþingismaður í samtali við
Dag í gær.
Hann segir að stór áfangasigur hafi
unnist síðastliðið vor þegar tvöföldun
Reykjanesbrautar var komið inn á
vegaáætlun. Næsti sigur segir Hjálmar
að hafi verið yfirlýsing samgönguráð-
herra við fyrirspurn sinni á Alþingi í
vor um hvort ekki væri hægt að hraða
framkvæmdunum. Þar sagðist Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra vera
opinn fyrir því að flýta Iramkvæmdum.
Höimun og umhverfísmat
„Málið er núna í eðlilegum farvegi,
sem er hönnun og umhverfismat. Allt
kæruferlið varðandi umhverfismat tek-
ur lungann af næsta ári og því verður
ekki hægt að hefja framkvæmdir á
næsta ári. Sá tími verður notaður, og
það er raunar hyrjað nú þegar, að ræða
við ýmsa aðila hvað varðar íjármögn-
unum. Menn vilja ná flýtifé inn í fram-
kvæmdina og hins vegar að ræða við
verktaka. Það er fullur vilji þing-
mannahópsins að standa þannig að
þessu," segir Hjálmar.
Hann segir stefnt að því að bjóða
verkið út árið 2002 og þá sé það spurn-
ingin hvað hægt verður að vinna verk-
ið hratt þegar framkvæmdir hefjast. Að
öllum þessum þáttum er þingmanna-
hópur Reyknesinga að vinna.
FólM liðux ekki vel
„Fólk í kjördæminu er að vonum af-
skaplega slegið yfir öllum þessum
hræðilegu slysum á Reykjanesbraut-
inni. Ég bý í Reykjanesbæ og ek þessa
braut tvisvar á dag og veit alveg hvern-
ig ástandið er og ég veit líka hvernig
fólkinu lfður á Reykjanesi vegna
ástandsins. Því líður ekki vel," sagði
Kristján Pálsson alþingismaður.
Hann segir að það sé bara veriö að
ræða málið um tvöföldun brautarinnar
en ekki að taka neinar ákvarðanir enda
sé hér ekki um áhlaupaverk að ræða.
Hann bendir á að þegar sé til fjármagn
til að hefja framkvæmdir við tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar. Þess vegna
væri hægt að byrja en spurningin er
hve mikið er hægt að flýta hönnun og
að koma verkinu í heildarútboð og að
hefjast handa. Sömulciðis að verkinu
ljúki á sem allra skemmstum tíma.
„Menn eru ckki sammála um hvað
verkið geti tekið stuttan tíma. Ég held
því fram að hægt sé að Ijúka verkinu í
árslok 2003,“ segir Kristján Pálsson.
- s.DÓR
Skoðanakönnun fer nú
fram á Bókavef Hrafns Jök-
ulsson á Strik.is þar sem
leitað er að vinsælasta rit-
höfundi íslands. Valiö stend-
ur milli 35 rithöfnnda scm fæddir
eru fyrir 1965 og er hægt að kjðsa
fiiinn höfuiida. Þegar þessuni und-
anrásum lýkur tekur viö „Bikar-
kcppni íslenskra ritliöfunda" og fer
hún fram með útsláttarfyrirkomu-
lagi, þannig að fyrst er „keppt“ í 16
manna úrslitmn og síöan koll af
kolli uns ehni stendur uppi sem sig-
urvegari. Þegar þetta er skrifaö hafa
tæplega 1100 greitt atkvæöi og er
óhætt að segja að speiman sé mikil.
Hallgrhnur Helgason hcfur tckið
forvstuna af Einari Má Guömunds-
syni en Vigdís Grhnsdóttir og Guð-
bergur Bergsson koina í humátt á
eftir. Síðasti maður í 16 manna úr-
slitin þessa stmidhia er Björn Tli.
Bjönisson, cn Siguröur Pálsson,
Guðmundur Andri Thorsson og Sig-
fús Bjartmarsson narta í liæla hans.
AthygH vekur aö gamlir og virtir
höfundar á borð við Svövu Jakobs-
dóttur og Tlior Vilhjálmsson eru
neðarlega á blaði og sama máli
gegnir um spútnikhm Ólaf Jóhann
Ólafsson. Kosningabaráttan er
greiniiega hörð og heyrst hefur að
sumir rithöfundar séu ófeimnir aö
hringja út „stuðningsmannalið"
sitt og virkja þaö til að kjósa...
Haiigrimur
Helgason
með forustu.
Einar Már
Guðmunds-
son.
Olafur Jó-
hann Úlafs-
son neðar-
lega á blaði.
Kennurum fhmst kaffi gott og kennarar eru félags-
verur. Kemiarar eru vanir skipulagi og þcgar þctta
þrennt kemur saman hlýtur útkoinan að verða skil-
virkt kaffistarf í verkfaUi. í miðstöð framJialds
skólakennara, Hamri á AkurcyTi, gctur að Uta ágæt-
is minnisblað um störf sérstakrar ncfndar. Sú lieitir
kaffinefnd og ber ábyrgð á því að keimarar séu ekki
þurrbrjósta jTir dagtnn. Fyrsti liður minniblaðsins
hefur vakiö káhhu þeirra sem eiga leið um Hamar
þessa dagana. Helsta mhmisatriði kaffinefndar er
nefnilega: „Hella upp á kaffi“...
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Valgerikir
Sverrísdóttir
tönaðar- og viðskiptaráðherra
Samtök íslenskra áhættu-
Jjárfesta voru stofnuð ígær.
Tilgangurinn ertn.a. sá að
auka fagmennsku í áhættu-
og nýksköpunarfjárfesting-
um. Ráðherra ávarpaðiJund-
inn.
Þurfum sterkan fjármagnsmarkað
- Er full ástæða til þess að stofna félag um
áhættufjárfestingu, og hvað er áhættufiár-
festing?
„Áhættufjárfestar eru í flestum tilfellum
þeir sem taka áhættu á frumstigi í fjárfesting-
um af ýmsu tagi. Það er orðinn fullkomin
ástæða til þess að stofna félag um áhættufjár-
festingu eins og Eignarhaldsfélag Aljrýðu-
bankans og Nýsköpunarsjóður eru að standa
að en að þessu koma auk þess aörir fjárfestar
og fjármagnsmarkaðurinn auk nýsköpunarað-
ila sem eru að leiða sarnan sína krafta. Það
sýnir að jiessum aðilum er fullkomin alvara að
heiðursgestur stofnlundar samtakanna var
Javier Ésharrv, framkvæmdarstjóri samtaka
áhættufjárfesta í Evrópu. Tilgangurinn er ein-
nig sá að mati stofnenda að efla skilning
stjórnvalda, almennings og annarra á áhættu-
fjárfcstingum og mikilvægi þeirra fyrir ný-
sköpun í atvinnulífinu. Það er mjögjákvætt að
eitt af markmiðum félagsins er að starfa með
stjórnvöldum að bættu starfsumhverfi fyrir
áhættufjárfestingar og nýsköpun ásamt því að
vera umsagnaraðili fyrir opinbera aðila um
mál sem varða áhættufjárfestingar. Aðilar að
samtökunum munu verða fyrirtæki, félög og
einstaklingar sem stunda áhættufjárfestingar
og hafa næga fagþekkingu til að teljast
áhættufjárfestar."
- Nií er á brattann að sæltja í efnahagslíf-
inu, a.m.k. um stundarsakir. Er þessi stofn-
un tímabær f Ijósi þeirra staðreynda?
„Það verður ekki horft fram bjá því að við
Islendingar höfunt notið einstakrar efnahags-
legrar velfcrðar allan seinni hluta áratugarins
og nteð yfir 4% samfelldan árlegan hagvöxt.
Ástæður þessa mikla hagvaxtar eru m.a. að
finna í hinu aljijóðlega viðskiptaumhverfi og
einnig breytingum sem orðið hafa á innlend-
um aðstæðum. Skipulagsbreytingar fjár-
magnsmarkaðarins hafa tekiö undraskamman
tíma og innan við þrjú ár eru liöin síðan ríks-
bönkunum Éandsbanka og Búnaðarbanka var
breytt í hlutafélög. Nú er lýrirhugað að sam-
eina þá. Um það er nokkuð góð samstaða
þrátt fyrir nokkur mólmæli í upphafi. Augu
manna hafa opnast lyrir því hversu gríðarlega
mikilvægt er fyrir okkur að búa við sterkan
fjármagnsmarkað og geta telJt fram eins öfl-
ugum bönkum og takmarkað bolmagn okkar
leyfir á hinum alþjóðlega samkeppnismark-
aði.“
- Telurðu að aðgengi að áhættufiánnagni sé
orðið auðveldara en það varfjrir einhverjum
misserum?
„Það hefur tekið miklum breytingum. Fyrir
um áratug síðan voru virkir áhættufjárfestar
teljandi á fingrum annarrar handar. Frumstig-
um nýsköpunarinnar var ekki vel sinnt og veð
í steinsteypu var í flestum tilfellum lyldlatriði.
Umskipti fjármagnsmarkaðaðarins hafa ekki
hvað minnst áhrif á framboð af áhættufé og
viðrnið þess markaðar. Tilkoma Nýsköpunar-
sjóðs í ársbyrjun 1998 hafði mikil áhrif, bæði
vegna þess að þar kom fram nýtt Ijármagn og
til varð vísir að samkcppni um fjárfestingar-
v'erkefni. Áherslur sjóðsins bcindust í fyrstu
að fjármögnun nýrra fyrirtækja og á síðari
misserum eru þess allmörg dæmi að sjóðurinn
veiti fyrirtækjum þróunarljármagn eða hug-
myndafé í tengslum við álitlcgar viðskiptahug-
myndir. Þessi þróun er ákaflega ánægjuleg og
lýsir framvindu markaðarsins í hnotskurn.“
- Þii nefndir farsæla nýsköpun. Hver er
hún?
„Greið samskipti á milli vísindamanna, fyr-
irtækja og áhættufjárfesta eru grundvallarat-
riði íyTÍr farsælli nýsköpun. Vel hefur tekist til
að kalla þessa aðila sarnan við upphaf stofn-
unar félags áhættufjárfesta. Það lofar góðu.“
- GG