Dagur - 12.12.2000, Side 9
I’RIÐJUDAGU R 12. DESEMBER 2000 - 9
ÍÞRÓTTIR
Hiörtur Már vanu
giul á NM unglinga
Ægir-ingurínn efni/egi, Hjörtur Már Reynisson, vann til þriggja verðlauna á
NM unglinga I Noregi.
Fem verðlaun urðu
uppskera okkar fólks á
Norðurlandamóti ung-
linga í sundi sem uin
helgiua fór fram í
Fredrikstad í Noregi.
Ægir-inguriim Hjörtur
Már Reynisson vann til
þriggja verðlauna, þar
af eitt gull og Njarð-
víkingurinn, Jón Odd-
ur Sigurðsson, vann
ein silfurverðlaun.
1 Ijörtur Már Reynisson úr Ægi,
gerði það heldur betur gott á
Norðurlandameistaramóti ung-
linga í sundi um helgina, þegar
hann vann til gullverðlauna í 100
m flugsundi á öðrum keppnisdegi
mótsins. Áður hafði hann unnið
silfur í 200 m flugsundi á fyrsta
degi mótsins, þar sem hann bætti
eigið piltameti um 91/100 úr
sekúndu og náði þar með lág-
markinu inn á Evrópumeistara-
mót unglinga sem fram fer næsta
sumar. Hjörtur bætti svo við sín-
um þriðju verðlaunum á mótinu
á sunnudaginn, þegar hann vann
til silfurverðlauna í 50 m IIug-
sundi á tímanum 25,71 sek., sem
er nýtt íslenskt piltamet. Þar með
hafði Hjörtur unnið til verðlauna
í öllum flugsundsgreinum móts-
ins, en hann keppti einnig í 400
m skriðsundi, þar sem hann varð
í sjöunda sætinu á 4:10,10 mín.
1 gullsundinu háði Hjörtur
Már harða keppni við Danann
Fredrik Seistrup og kom aðeins
2/100 úr sekúndu á undan hon-
um í mark á tímanum 57,09 sek.,
en besti tími Hjartar í greininni
er 56.13 sek. í 200 m flugsund-
inu synti Hjörtur á 2:07,01 mín.,
en sigurvegarinn, Daninn Anders
Frahm, hafði nokkra yfirburði og
synti á 2:05.67 mín. I 50 m
flugsundinu kom Hjörtur Már
13/100 úr sekúndu í mark á eftir
sigurvegarnum, Kristian Outinen
frá Danmörku.
Jón Oddui vann silfur
Fjórðu verðlaun íslensku kepp-
endanna á mótinu. vann Njarð-
víkingurinn Jón Oddur Sigurðs-
son, þegar hann synti 50 m
bringusund pilta á 30,17 sek.,
sem er hans hesti tími og dugði
honum til silfurverðlauna. Var
hann aðeins 4/100 úr sek. á eftir
sigurvegaranum Erik Dorch frá
Svíþjóð. Jón Oddur varð í 9. sæti
í 50 m skriðsundi á 24.99 sek., í
5. sæti í 200 m bringusundi á
2:24,20 mín. og í 4. sæti í 100 m
bringusundi á 1:05,84 mín. Allt
eru þetta persónuleg met hjá
þessum unga og efnilega sund-
manni.
Anja Rfkey Jakobsdóttir, SH,
setti tvö persónuleg met á mót-
inu, þegar hún náði 5. sætinu í
50 m baksundi á 31,26 sek. og 6.
sætinu í 100 m skriðsundi á
1:01:16 mín. Hún var síðan ná-
lægt sínu besta í 100 m bak-
sundi, þar sem hún náði 5. sæt-
inu á 1:07,80 mín. og í 200 m
baksundi, þar sem hún lenti í 8.
sætinu á 2:31,20 mín.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir,
Ægi, náði 4. sæti í 200 m flug-
sundi á 2:29,54 mín., sem er að-
eins 4/100 úr sek. frá hennar
besta. Hún lenti í 8. sætinu í 50
m bringusundi á 35,50 sek., 5.
sætinu í 200 m skriðsundi á
2:11,95 mín. og einnig 5. sætinu
í 100 m bringusundi á 1:16,09
mín.
Þau Gunnar Steinþórsson,
Ægi og Berglind Osk Bárðardótt-
ir, SH, náðu sér ekki á strik á
mótinu, en Gunnar lenti í 6. sæti
í 100 m skriðsundi á 54,25 sek.,
scm er tæplega sekúndu frá hans
besta, 1 1. sæti í 50 m skriðsundi
á 25,22 sek, 7. sæti í 100 m flug-
sundi á 1:01,00 og 8. sæti í 200
m fjórsundi á 2:17,17 mín.
Berglind Ósk náði best 5. sæt-
inu í 200 m bringusundi, þegar
hún synti á 2:41,51 mín. og varð
síðan í 7. sætinu í 100 m
bringusndi á 1:16,82 mín. og 1 1.
sætinu í 200 m skriðsundi á
2:1 5,66 mín.
Haukar með tíu mörk í pokahominu
Flaukar unnu tíu marka sigur, 34-24, á
norska liðinu Sandefjord, þegar liðin
mættust í fyrri leik sínum í íjórðu umferð
EHF-bikarsins í handbolta, en leikurinn
fór fram á sunnudaginn í íþróttahúsi
Hauka að Ásvöllum. Góð byrjun
Haukanna, sem skoruðu fyrstu fjögur
mörk leiksins, virtist slá norska liðið al-
gjörlega út af laginu og náðu þeir aldrei
að veita Haukunum þá mótsspyrnu sem
flestir áttu von á. Haukarnir spiluðu mjög
öfluga vörn í upphafi leiks og fyrir aftan
hana stóð Bjarni Frostason, markvörður í
miklu stuðu, en hann varði alls 19 skot í
leiknum, þar af 15 í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 14-8 og eftir að
hafa gert fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik var mest allt lof’t úr norsku
víkingunum og aðeins spurning hve sigurinn vrði stór. Auk Bjarna í
markinu áttu þeir Halldór Ingólfsson og Einar Örn Jónsson, stjörnu-
leik hjá Haukum og einnig stóðu þcir Shamkuts og Þonarður Tjörvi
vel fyrir sínu. Annars var allt Haukaliðið vel með á nótunum og von-
andi að tíu mörk í pokahorninu dugi til að tryggja þátttöku í fimmtu
umferðinni. Halldór lngólfsson var markahæstur Haukanna með tíu
mörk, þar af fimm úr vítum. Einar Örn var næst markahæstur með
átta mörk og voru þau flest skoruö í seinni hálfleiknum, en þá fór
hornamaðurinn knái á kostum. Línumaðurinn Shamkuts skoraði
fimm mörk og Þorvaröur Tjön'i fjögur, en aðrir minna.
Zidane knattspymumaður ársins
Frakkinn, Zinedine Zidane, var í gærkvöldi kjörinn knattspyrnumaður
ársins 2000 á hátíðarsamkomu FIFA, sem fram fór í Róm á Italíu. AUs
1 50 landsliðsþjálfarar tóku þátt í kosningu og hlaut Zidane alls 370 at-
kvæði, Portúgalinn Figo 329 og Brasilíumaðurinn Rivaldi 263 at-
kvæði. Alls 59 þjálfarar völdu Zidane í fl'rsta sætið og var Atli Eðvalds-
son ekki þar á meðal, en hann mun hafa gefið Figo sitt atkvæði, sett
Rivaldo í annað sætið og Zidane í það þriðja. Zidane hlaut titilinn ein-
nig árið 1998, eftir að hafa orðið heimsmeistari með Frökkum, en
Rivaldo hlaut hann á síðasta ári.
Topp tíu í kjörinu: Zinedine Zidane 370 David Beckham 41
Luis Figo 329 Thierry Henry 35
Rivaldo 263 Alessandro Nesta 23
Gabriel Batistuta 57 Patrick Kluivert 22
Andrei Shevchenko 48 Francesco Totti 14
Pele og Maradona Á hátíðarsamkomu knattspvrnumenn aldarinnar FIFA var einnig tilkvnnt um útnefningu á besta
knattspyrnumanni aldarinnar og hlutu Brasilíumaðurinn Pele og
Argentínumaðurinn Diego Maradona báðir þann titil. Erfitt reyndist
að gera upp á milli kappanna, en Pele var kjörinn bestur af FIFA-for-
ystunni og lesendum „FIFA Magazine, á meðan Diego Armando Mara-
dona hlaut yfirburðakosningu á vefsíðu FIFA.
1 þeim hluta kosninganna, sem Pele sigraði í, hlaut hann yfirburða
kosningu eða alls 72,75%, en Alfredo Di Stefano lenti í öðru sætinu
með 9,75%, næstur á undan Maradona sem hlaut 6%.
I vefsíðukosningunni fékk Maradona hins vegar 53,6% atkvæða,
Pele sem varð f öðru sætinu 18,53% og Eusebio þriðji með 6,21%.
Eiður Smári skoraði tveimu gegn Derby
Eiður Smári Guðjohnsen, fram-
herji Chelsea, skoraði tvennu og
átti þátt í tveimur öðrum mörk-
um þegar lið hans vann 4-1 sigur
á Derby í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu um helgina. Eiður
Smári stimplaði sig þar með
heldur betur inn hjá liðinu, eftir
að hafa nýlega látið í það skína
við Claudio Ranieri, knatt-
spyrnustjóra félagsins, að hann
væri allt annað en tilbúinn til að
verma varamannabekk Lundúna-
liðsins. Hvort það var fjarv'era
Jimmy Floyd Hasselbainks vegna
leikbanns, sem tryggði Eið
Smára sæti í Iiðinu skal ósagt lát-
ið, en víst að erfitt verður fyrir
Ranieri að ganga framhjá kapp-
anum eftir slíka framistöðu.
Mikið markaregn einkenndi
leiki ensku úrvalsdeildarinnar
um helgina og voru skoruð alls
33 mörk, þar af fimm mörk eða
fleiri í fimm þeirra. Þar á meðal
var leikur meistara Manchester
United gegn Charlton, sem end-
aði með 3-3 jafntefli eftir að
United hafði náð 3-1 forystu og
haldið henni þar til um ellefu
mínútur voru til leiksloka. Leik-
menn Charlton eru þekktir fyrir
allt annað en að gefast upp og
það sönnuðu þeir á lokakaflan-
um, þegar leikmenn United féllu
í þá gryfju að draga sig allt of aft-
arlega á völlinn. Fimm fasta-
menn vantaði í lið United, þá
Fabien Barthez, Dvvight Yorke,
Teddy Sheringham, Paul Scholes
og Dennis lrvvin.
Parlour með þreiuiu
5-0, stórsigur Arsenal á
Newcastle þar sem Ray Parlour
skoraði þrennu, gefur liðinu
aukna von um að geta haldið í
við United í kapphlaupinu um
meistaratitilinn, en sex stig skilja
nú liðin að í toppsætum deildar-
innar. United er með 40 stig í
toppsætinu, en Arsenal 34 í öðru
sætinum, fjórum stigum meira
en Hermann Hreiðarsson og fé-
lagar í Ipsvvich, sem um helgina
unnu 0-1 útisigur á Liverpool.
Það er sjötti útisigur liðsins í níu
útileikjum á tímabilinu, sem
verður að teljast framúrskarandi
árangur hjá nýliöunum, sem
urðu fyrstir til að sigra Liverpool
á heimavelli í vetur.
Leice'ster, lið Arnars Gunn-
laugssonar, sem fyrir umferðina
var í þriðja sæti deildarinnar, tap-
aði 1 -0 gegn Coventry og téll við
það niður í fjórða sæflð, með sín
29 stig, eða jafnmörg og Sunder-
land sem vann 1-0 heimasigur á
Middlesbrough í fyrsta leik Boro
eftir að Terry Venables kom lið-
inu til hjálpar.
Leikmenn Manchester Citv
voru heldur betur í stuði þegar
þeir tóku á móti Everton á Maine
Road og unnu þar 5-0 sigur, eftir
sex tapleiki í deildinni í röð.
Enn einn markaleikurinn var á
heimavelli nýliða Bradford, þar
sem Ledley King skoraði fv'rsta
mark leiksins strax eftir 10 sek-
úndna leik og mun það vera met
í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum
lauk með 3-3 jafntefli eftir að
Tottenham hafði haldið 3-2 for-
ystu þar til á síðustu mínútunni,
þegar Italanum Benito Carbone
tókst að jafna fyrir Bradford.
Urslit annarra lcikja urðu þau
að Southampton vann 1-0 sigur á
Leeds, þar sem James Beattie
skoraði Dýrlingana, hans sjötta
mark í síðustu sex leikjum og
West Ham og Aston Villa gerðu
1-1 jafntefli