Dagur - 12.12.2000, Síða 11

Dagur - 12.12.2000, Síða 11
I’RIDJVDA G UR 12. DESEMBER 2 000 - 11 TQpur ERLENDAR FRÉTTIR Htnir stóru fá stöðvunarvald Smærri ríki í Evrópu- sambandinu telja sig hafa horið skarðan hlut frá horði á leið- togafundinum í Nice. Þýskaland, Bretland, Frakkland og Italía geta gegnið sigri hrós- andi frá leiðtogafundi Evrópu- sambandsins í Nice um helgina því þar tókst þeim að margra mati endanlega að innsigla yfir- ráð sín í sambandinu. A fundin- um var verið að stokka upp vægi einstakra þjóða í sambandinu, auka vægi meirihlutaákvarðana og síðast en ekki síst að draga úr vægi neitunarvalds og ákveða við hvaða mörk eða atkvæðamagn ætti að miða til að unnt væri að stöðva framgang mála í ráð- herraráðinu. Þetta er Iiður í und- irbúningi fyrir frekari stækkun sambandsins. Niðurstaðan varð sú að í uppstokkuninni bafa þessi fjögur stórveldi tryggt sér nægjanlega stóran hluta af þeim atkvæðum sem ráða málum Evr- ópusambandsins, þannig að ef þau standa saman geta smærri ríkin ekki undir neinum lcring- umstæðum staðið gegn ákvörð- unum þeirra. Fjögur ríki ná að stöðva Það sem ntenn voru að deila um eru vægi atkvæða aðildarþjóð- anna í ráðherraráðinu efir stækkun, eða samtals 339 at- kvæði. Niðurstaðan var sú að stöðvunarvald verður \að 91 at- kvæði eða sem nemur urn 61% af fólksfjölda innan Evrópusam- bandsins. Þar af fengu ofan- greind fjögur ríki 30 atkvæði hvert, og er hlutur Þýskalands þar augljóslega minnstur því fólksfjöldinn í Þýskalandi cr um 20 núlljónum meiri en í Bret- landi, Frakklandi eða Italíu. Spánn kemur næstur inn með 28 atkvæða vægi og Pólland sem verður fyrsta kommúnistaríkið til að ganga inn mun fá það sama. Raunar höfðu Frakkar gert kröfu um að vægi Póllands yrði enn minna, en fengu því ekki framgengt. Minnihluti atkvæða Engu að síður er Ijóst að með því að hafa einungis að baki sér minnihluta atkvæða, eða 91 at- kvæði, sem gætu þá verið þrjú af stórveldunum að viðbættu ein- hverju litlu ríki, þá er hægt að stöðva öll mál í ráðherraráðinu. Franski utanríkisráðherra stað- festi einmitt í gær að með bandalagi fjögurra þjóða væri hægt að stöðva allar ákvarðanir, en hann hætti því við að slíkt væri farsælt fyrir bandalagið. Svipaður tónn var hjá breskum embættismanni úr samningavið- ræðunum sem sagði nauðsvnlegt að hafa þetta svona til að tryggja það að þrjú stærstu ríkin í sam- bandinu lentu ekki í því að verða undir í einhverri tiltekinni kosn- ingu. Óánægja hiima smærri Smærri ríkin hins vegar, undir forustu Portúgala hafa viljað hafa neitunarvaldsþröskuldinn nokkur hærri, t.d. við 104 at- kvæði þannig að þau hefði meiri möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatökuna og að nauðsyn- legt yrði fyrir stóru ríkin að hafa samráð við þau til að tryggja meirihluta. Og gagnrýnin hefur ekki látið á sér standa, því háværar raddir hafa verið uppi um að með þess- ari niðurstöðu sé einungis verið að try'ggja völd og áhrif hinna stóru og styrkja en draga að sama skapi úr samvinnuferlinu og nauðsyninni á samráði og eðlilegu samrunaferli. Rannsóknamefnd fyrir botni Miðjarðarhafs JERUSALEM - Sérstök rannsóknarnefnd und- ir forsæti Bandaríkjamanna byrjaði í gær að rannsaka uppreisnina sem geisað befur á her- teknu svæðunum í Palestínu síðustu 10 vikurn- ar. Nefndin átti viðræður við bæði ísraelska og palestínska leiðtoga, en mikið óvissuástand í ísraelskum stjórnmálum var þó talið hafa yfir- skyggt allar þær viðræður. I rannsóknarnefnd- inni eiga sæti fimm manns og er öldungardeild- arþingmaðurinn Géorge Mitchell í forsvari. Ræddi nefndin bæði við Ehud Barak og Yasser Arafat. Clinton sáttasemjari á N írlandi? DUBLIN - Clinton Bandraíkjaforseti er tilbúinn til að íhuga það að taka að sér sáttasemjarahlut- verk í deilum á Norður-Irlandi þegar kjörtímabili hans lýkur í Bandaríkjunum í lok næsta mánað- ar. Þetta kom fram hjá talsmanni l lvíta hússins í gær. Norður-Irland hefur verið mjög mikilvæg- ur hluti í utanríkismálastefnu Clintons í átta ár og þessar yfirlýsingar koma fram rétt áður en Clnton fer í sína þriðju og síðustu opinberu heimsókn til Norður-írlands sem forseti Banda- ríkjanna. Jólum ekki frestað í Bethlehem BETHLEHEM, Vesturbakkanum - Borgarstjórinn í Bethlehem skor- aði á kristna menn í gær að halda heilög jól í borginni, enda væri þetta borgin þar sem frelsarinn er sagður hafa fæðst, þrátt fyrir að uppreisn væri þar í gangi og ofbeldisverk væru nánast daglegt brauð og hefði hrætt llesta ferðamenn á brautu. „Við skorum á pílagríma að koma hingað um jólin og láta allar sögusagnir um að hér hafi menn ákveðið að fresta jólahaldi sem vind um eyru þjóta," sagði Hanna Nasser borgarstjóri í viðtali. I Bethlehem hafa hótel og gististaðir ver- ið tómir að undanförnu vegna uppreisnarinnar á hernumdu svæðun- um en hún hefur staðið í á 11. viku og um 300 manns hafa Iátið Iíf- ið. Kosningar í Hæstarétti WASHINGTON - Lög- fræðingar George W. Bush og Als Gore fluttu í gær mál umbjóðenda sinna fyrir Hæstarétti í einhverjum mesta lögfræðislag sem átt hefur sér stað í Bandaríkj- unum, en niðurstaða réttar- ins gæti ákveðið hver verð- ur næsti forseti Bandaríkj- anna. I gær fóru fram eins og hálfs ldukkustundar yfir- heyrslur og málflutningur lögmannanna um það hvort forsetaefnanna muni hljóta kjörmennina 25 í Flórída. Al Gore og George Bush. Bill Clinton. ■ FRÁ DEGI T ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 337. dagur ársins, 29 dagar eftir. Sólris kl. 11.11, sólarlag kl. 15.32. Þaufæddust 11. desem- her •1711 Skúli Magnússon landfógeti. •1821 Gustave Flaubert, franskur rithöf- undur. • 1863 Edvard Munch, norskur listmálari. • 1884 Örn Arnarson skáld. • 1915 Frank Sinatra, sá hinn eini. • 1929 John Osborne, breskt leikskáld. • 1938 Connie Francis, bandarfsk dægur- lagasöngkona. • 1940 Dionne Warw iek, bandarísk dægur- lagasöngkona. • 1954 Guðrún S. Gísladóttir leikkona. IL DAGS Þettagerðist 11. desem- her • 1870 sór maður að nafni Joseph Heyne Raynie embættiseið sem fulltrúadeildar- þingmaður í Bandaríkjunum, sem er ckki frásagnarvert fyrir annað en hörundslit mannsins, sem var dökkur, en áður hafði ekki maður með dökkan húðlit sest á þing í Bandaríkjunum. • 1901 var í fyrsta sinn sent símskcyti milli Evrópu og Bandaríkjanna, og var þar ítalskur eðlisfræðingur að verki. • 1904 voru í fvrsta sinn kveikt rafljós á Is- landi. • 1913 fannst málverkið Mona Lisa eftir Le- onardo da Vinci á hótelherbergi á Italíu, tveimur vikum eftir að |m' var stolið af Louvre safninu í París. • 1987 var Hótel ísland tekið í notkun. Stekkjarstaur Stekkjarstaur er jólasveinn dagsins. Hann kom til byggða í nótt fvrstur bræðranna þrettán, sem áður hrelldu og skclfdu en koma nú lil að gleðja börnin og létta landsmönnum lífið rétt í þann mund sem neysluæði þeirra nær árlegu hámarki. Hið sanna, góða og fagra finnur veginn. Matthías Jochumsson Heilahrot Til er óbrigöul og einföld aðferð við að segja „spaks manns spjarir" ón þess að saman komi á manni varir. Hver er hún? Lausn á síðustu gátu: Leyndarmál. Vefur dagsins Mikinn fróðleik um göðsögur frá ýmsum löndunt er að finna á alfræðibókarfonr i bjá ww'w.pantbeon.org/mylhica Vísa dagsins Laust óg bergið berum lmúa. Bergið laukst í hálfa gált. Sá ég Ijóðagullið góða glitra í skuggans myrku nált. Örn Arnarson (Magnús Stefánsson)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.