Dagur


Dagur - 12.12.2000, Qupperneq 19

Dagur - 12.12.2000, Qupperneq 19
Leitað að sorp- stað í Eyjafirði Bæjarstjórinn á Akur eyri tekur jáJkvætt í hugmyndir Skagfird- inga um eiim sorp- haug fyrir allt Noró- urlaud en aðrir kostir verða þó fyrst skoðað- ir. Mikill kostnaður samfara breytingum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir vert að skoða þá möguleika sem Skagfirðingar eru að athuga, að allt sorp á Norður- landi verði urðað á einum stað. Kólkuós hefur verið nefndur sem dæmi í þessum efnum en bæjar- stjórinn á Akureyri segir að Eyfirð- ingar muni fyrst líta sér nær og verja góðum tíma í að rannsaka þessi mál áður en ákvörðun verð- ur tekin. Kostnaður við breytingar sé gífurlegur og vond dæmi séu um afleiðingar skyndiákvarðana í sorpmálum þjóðarinnar. „Eyfirðingar hafa rætt það lengi og lagt töluverða vinnu í að finna nýjan sorpurðunarstað sem leyst gæti Glerárdal af hólmi. Sú leit hefur enn engan árangur borið en nú er verið að skoða staðhætti hér í Eyjafirði. Héraðsnefnd Eyja- íjarðar samþykkti í gær að leita leiða áfram og leggja í kostnað við mat á umhverfísáhrifum en það er ástæða til að taka það fram að úr- bætur í þessum málum eru mjög kostnaðarsamar," segir Kristján Þór. Gagnrýnir umhverfis- ráðuneytid Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- Frá sorphaugum Akureyringa á Glerárdal, en verið er að leita að nýjum sorpurðunarstað sem leyst gæti þennan af hólmi. stjóri í Skagafirði, sagði í Degi í síðustu viku að hann teldi sjálfur sjálfsagt að ræða við Eyfirðinga um einn sameiginlegan urðun- arstað ef ósk bærist um það og Kristján Þór segir rétt að halda öllum möguleikum opnum í þeim efnum. Bæjarstjórinn á Akureyri ítrekar hins vegar að menn verði að fara sér hægt. Hann bendir á dæmi þess að fyrirmæli ríkisvaldsins hafi reynst sveitarfélögum dýrkeypt og vísar þar til ákvörðunar um sorpbrennslustöðina í Hnffsdal á Vestfjörðum og uppbyggingu á sorpbrennslustöðinni Funa. Aðild umhverfisráðuneytisins að því máli varð til þess að sveitarfélagið lenti í klemmdri stöðu og var ýtt út í fjárfesting- ar án þess að tími gæfist til að íhuga þau mál nógu gaumgæfi- lega að mati Kristjáns Þórs. Dalvíkingar lltt spenntir Samkvæmt heimildum Dags er helst litið til þriggja staða í Eyjafirði f augnablikinu sem hugsanlegs framtíðarsvæðis fyrir sorpurðun. Þeir eru Hella á Árskógssandi, Samkomugerði 1 í Eyjafjarðarsveit og Skriðu- land í Arnarneshreppi. Sam- komugerði og Hella eru á þessu stigi taldir álitlegustu kostirnir en margt er órannsakað enn. Umhverfisnefnd Dalvíkur- byggðar mun ræða það á næsta fundi sínum hvort Hella sé heppilegt svæði en samkvæmt heimildum Dags er meirihluti Dalvíkinga Iítt hlynntur slíkri fyrirætlan. BÞ Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaveðurspámaður Spá „fíúk- mygJingi“ Þorsteinn Þorsteinsson fugla- veðurspámaður á Akureyri spáir því að f vikunni megi búast við „fjúkmyglingi", „snjómaldringi" eða „fjúkslitrum". I fuglaveður- spánni segir að það hafi verið fátt um fugla í bænum í „þeim dulvarma sem verið hefur að undanförnu og því erfiðara með hávísindalegar spár hvað veður- far varðar.“ Á athugunardegi, sem var sl. laugardagur, í þeim „armanda og flugtaskúrum sem þá voru, sást aðeins einn hrafn, og var hann á flugi yfir hinu glæsta Glerártorgi. það mátti ráða af veltiflugi hans, að fjúk- myglingur gæti orðið innan tfð- ar,“ eins og segir í spánni, sem Gísli Jónsson hefur skráð. Þá segir ennfremur: „Þá tók seimaraftur eftir því, að æðar- fuglar hafa heldur þokast innar í fjörðinn, sem gæti bent til nepju sem endaði í snjómaldringi eða fjúkslitrum. En við skulum sjá hvað setur." Spáin endar síðan á þessari vísu eftir Ketil Indriða- son á Fjalli: Upp við skjá er ýlustrá, úti er lágur kliður. Stjörnur háum himni frá horfa á oss niður. Til gamans má geta þess að í desember fvrir fimm árum var tíðarfarið ekki ósvipað því sem það er nú, lítill snjór og langvar- andi hlýindi búin að vera. Þá spáði fuglaspámaður umhley'p- ingum og hlýju veðri áfram mið- að við árstíma, hita nálægt frost- marki og auðri jörð. Þröfin vex fyrir aðstoð Hjálpræðisheriim á Aluireyri salnar fyrir þá sem ekki ná að gera sér dagamun um jólin. Sá hópur fer stækkandi þrátt fyrir góðaærið. í gærkvöldi hóf Hjálpræðisher- inn á Akureyri að taka á móti um- sóknum frá fólki sem óskar eftir að fá peningaúthlutun úr söfnun Hersins fyrir þessi jól. Að sögn Erlings Níelssonar hjá Hjálpræð- ishernum er þörfin því miður talsverð fyrir aðstoð af þessu tagi í bænum og hefur verið um nokkur undanfarin ár og þrátt fyrir góðærið segir hann að sá hópur sem þurfi á aðstoða að halda fari stækkandi. „Fólk leitar þá eftir þessari aðstoð til okkar og annarra sem eru að veita svona hjálp. En það sem við skil- greinum í dag sem neyð eða þörf er vitaskuld töluvert annað en það sem við hefðum kallað þörf fyrir einhverjum áratugum síðan. I dag eru kröfurnar öðruvísi en áður og viðmiðanirnar eru aðrar. En það er talsvert um barnafjöl- skyldur leita til okkar og þá er þetta gjarnan fólk sem rétt nær endum saman og hefur ekkert af- gangs til að gera sér dagamun eins og maður gjarnan vill gera um jólin,“ segir Erlingur. Hjálpræðisherinn gengst fyrir innsöfnun fyrir jólin til að standa straum af þessum úthlutunum og þarf að reiða sig á örlæti al- mennings. Tekið verður á móti umsóknum á hverju kvöldi fram að jólum á milli kl 19:00 og 20:00 og að sögn Erlings má reikna með að úthlutunin fari fram þann 20. desember. Hann vill þó ekkert segja til um hversu mikið muni koma í blut hvers og Rannveig Óskarsdóttir umsjónarmaður fatamarkaðar Hjálpræðishersins á Hvannavöllum. eins, slíkt muni ráðast af því hversu mikið safnist og hversu margir sæki og svo muni það ráð- ast af fjölskylduaðstæðum ein- staka umsækjanda. 1 síðustu viku gekkst Hjálpræð- insherinn fyrir fataúthlutun á Hvannavöllum 10, en þá gafst fólki kostur á að velja sér föt á fatamarkaði Hersins endur- gjaldslaust. Erlingur segir að nokkuð hafi verið um að fólk nýtti sér þessa úthlutun, en þó væri eins og fólk veigraði sér dá- lítið við að koma á svona uppáko- mu. Það væri að mörgu ieyti þægilegra fyrir það að koma á föstudögum þegar verið væri að selja einn haldapoka af fötum á 500 krónur, sem í sjálfu sér væri nánast gjöf, því þarna væri um að ræða fínasta fatnað. Tekið er á móti fatnaði hjá Hjálpræðishernum að Hvanna- völlum og er sérstaklega auglýst eftir sparifatnaði nú fyrir jólin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.