Dagur - 12.12.2000, Síða 21
ÞRIÐJVD AGV R 12. DESEMBER 2 00 0 - 21
Akureyri-Norðurland
....... ——
Loksins vaim KA
framlengiiigu
Atli Hilmarsson, þjálfari KA, segir að enginn glans hafi verið yfir varnar-
leiknum en sóknarleikurinn hafi gengið mjög vel.
Nýtt undirbúnings-
tímabil í janúar
vegna heimsmeist-
arakeppninnar.
Skipta þarf nm gír og
fara í leikþjálfun og
þrekþjálfun. Ein-
hverjir æfingaleikir í
janiíar
Leikur KA gegn Vestmannaey-
ingum fór í framlengingu, sá
þriðji í vetur hjá KA. Tveir fyrri
leikirnir sem fóru í framleng-
ingu töpuðust, en nú vann KA
framlenginguna örugglega.
Staðan í hálfleik var jöfn, 1 5-
15, og 28-28 eftir venjulegan
leiktíma. KA var yfir er mfnúta
var eftir eftir að IBV hafði leitt
allan seinni hálfleik en IBV
jafnaði og KA var með boltann
síðustu 30 sekúndurnar, en
tókst ekki að tryggja sér sigur.
KA liðið lék hins vegar fram-
lenginguna af miklu Öryggi og
þá datt markvarslan einnig í
gang, en hún hafði nánast ekki
verið nein frani að því. Lokatöl-
ur urðu 36-32 fyrir 1V\ og er lið-
ið nú í 5. sæti með 14 stig, jafn-
mörg og Afturelding, en lakari
markamun. Bestu menn KA
voru línumaðurinn Andreas
Stelmokas sem skoraði 10 mörk
og Guðjón Valur Sigurðsson
með 9 mörk, þar af 6 úr vítum.
Atli Hilmarsson, þjálfari KA,
segir að enginn glans hafi verið
yfir varnarleiknum en sóknar-
leikurinn hafi gengið mjög vel. I
stöðunni 6-2 hafi liðið slakað
alveg ótrúlega á og fékk á sig 5
mörk í röð sem hafi verið mjög
slæmt því það hefði verið hægt
að gera út um leikinn í þeirri
stöðu með því að halda áfram á
sömu braut.
„Kannski það hafi verið eitt-
hvað vanmat í þeirri stöðu
vegna þess hversu vel byrjaði,
en fyrir Ieikinn var ekkert van-
mat í gangi. Þeir höfðu tapað
síðustu fimrn leikjum og við
vissurn því að þeir yrðu erfiðir
og gæfust aldrei upp. Eg er
mjög ánægður að vinna loks leik
sem fer í framlengingu, en
deildin er mjög jöfn svo ég er
feginn öllum stigum. Við eigum
Ieik gegn HK á laugardaginn í
Kópavogi en síðan er hlé í deild-
inni til 4. febrúar vegna heims-
meistarakeppninnar í Frakk-
landi en þá fáum við Blikana í
heimsókn.
Það kernur því inn nýtt undir-
búningstímabil í mótið, við
þurfum að skipta urn gír og fara
í leikþjálfun og þrekþjálfun. Við
vcrðum að.fá einhverja æfinga-
leiki í janúar, það er lykilatriði
að fá einhver lið hingað til að
spila. Við erum með Iandsliðs-
menn í burtu. Guðjón Valur er í
landsliðshópnum sem fer til
Frakklands og svo fer Andreas
til Litháen en þeir eru að leika í
undankeppni Evrópukeppninn-
ar á sama tíma og heimsmeist-
arakeppnin fer fram. Jónatan
Magnússon er í 21 árs liðinu og
þrír í 18 ára liðinu svo það
verða margir í burtu á þessum
tíma. En það þýðir ekkert að slá
slöku við þvf við verðum að vera
tilbúnir í febrúarbvrjun," sagði
Atli Hilmarsson.
GG
Sigur bjarnarhúnanna ungu var
mjög sannfærandi
Bjömiim
vann SA
öragglega
Björninn vann SA 13-7 í síð-
asta leiknum á íslandsmótinu í
ísknattleik fvrir áramót. Sigur
bjarnarhúnanna ungu var mjög
sannfærandi, þeir léku mjög
vel en varnarleikur SA var ein-
nig út og suður og götóttari en
hengilrifið troll.
Mörk SA gerðu þeir Rúnar
Rúnarsson 2/1, Clark
McCormick 2/0, Sveinn
Björnsson 1/1, Stefán Hrafns-
son 1/1, Guðni Helgason 1/0
og Leifur Finney 0/1. Hjá Birn-
inum skoruðu þeir Jónas Breki
Magnússon 3/4, Sigurður Ein-
ar Sveinbjarnarson 3/2, Ágúst
Torfason 3/0, Sergei Zak 2/9,
Glenn Hammer 1/2 og Brynjar
Þórðarson 1/0. Leikmenn
Bjarnarins fengu brottvísanir í
20 mínútur og eina útilokun en
leikmenn SA 25 mínútur og
eina útilokun. Björninn er efst-
ur í úrslitakeppninni, SA í 2.
sæti, SR í 3. sæti og Gull-
drengirnir í 4. sæti.
GG
Ásdls
færði
KA/Þór
sigur
Lið KA/Þórs í úrvalsdeild kven-
na í handknattleik vann örugg-
an sigur á ÍR fyrir sunnan um
helgina. Staðan í hálfleik var
1 1-5 fyrir KA/Þór og þann mun
skóp Asdís Sigurðardóttir öðr-
um fremur en hún var mjög
grimm í sóknarleiknum og skor-
aði 7 af ellefu mörkum liðsins. 1
seinni hálfleik var hún tekin úr
umferð og skoraði þá eklci mark.
En þessi forysta dugði liðinu og
sætur sigur í höfn, 18-1 3.
En það má ekki gleyma varn-
arleik KA/Þórs liðsins sem var
nú annar og betri en í mörgum
leikjum liðsins þar á undan.
Liðið fékk nú eldd á sig nema
1 3 mörk í leik en eftir 9 urnferð-
ir er liðið með 4 stig og með Val
og ÍR neðan við sig á stigatöfl-
unni. Markatalan er 170-211,
þ.e. liðið hefur fengið á sig 23
mörk að meðaltali í leikjunum
9, en fyrir leikinn við IR var
meðaltalið 25 mörk. Aðrir
markaskorarar hjá KA/Þór voru
Eyrún Gígja Káradóttir með 5
mörk, Ása Marta Gunnarsdóttir
2, Martha Hermannsdóttir 2,
og Inga Dís Sigurðardóttir 2.
Sigurbjörg Hjartardóttir varði
10 skot í leiknum. Heiða Guð-
mpndsdóttir var markahæst ÍR-
inga með 8 mörk. GG
Norðfírðingar griniinir
Kvennalið KA virtist aldrei trúa því að þær
gætu unnið sterkt lið Þróttar.
KA lék tvo leiki við
Þrótt Neskaupstað
um helgina í 1. deild-
inni, bæði í kvenna-
og karlaflokki, og
tapaði öllnm fjórum
leikjunum.
Á laugardag töpuðu stelpurnar
0-3 og fóru hrinurnar 9-25, 13-
25 og 25-29. Kvennalið KA virt-
ist aldrei trúa því að þær gætu
unnið sterkt lið Þróttar enda við
ramman reip að draga þar sem
Þróttarar hafa ekki enn tapað hr-
inu í vetur. Það var aðeins í síð-
ustu hrinu leiksins að KA stúlkur
stóðu aðeins í Þrótti. Eftir þenn-
an leik var erfitt að fmynda
sér að nokkurt Iið gæti staðið
í Norðfirðingunum í vetur.
Á sunnudag léku liðin aftur
og enn vann Þróttur 0-3.
Hrinurnar fóru 10-25, 15-25
og 13-25, eða með öðrum
orðum, öruggur sigur Þrótt-
ara.
Karlalið KA tapaði einnig
sínum leik á Iaugardag 0-3.
Hrinurnar fóru 24-26, 16-25
og 18-25. Shailen Ramdoo,
þjálfari og leikmaður KA, tók
út leikbann í leiknum og bar
leikur KA manna þess greini-
leg merki. Allt sjálfstraust
vantaði í leik Iiðsins og ekki bætti
úr skák þegar Magnús Stefáns-
son einn af fastamönnum liðsins
þurfti að fara af leikvelli í annar-
ri hrinu leiksins. Móttaka KA
liðsins var slæm og Iiðið vantaði
áræðni og einbeitingu. Ungt lið
Þróttar Neskaupstaðar stóð sig
ágætlega og bætti þremur mikil-
vægum stigum í sarpinn.
Á sunnudag stóð liö KA
meira í Þrótturum og unnu
tvær hrinur en leikurinn fór
2-3. Þróttarar unnu fyrstu
hrinuna 24-26, KA vann þá
næstu 25-16, síðan vann
Þróttur þá næstu 16-25, KA
jafnaði leikinn með því á
vinna fjórðu hrinuna 25-22
en úrslitahrinuna unnu
Þróttarar 11-15. Með smá-
heppni gátu KA-menn inn-
byrt sigur en Þróttarar sýndu
mikinn karakter og fóru með
sigur. Hörkubarátta var í öll-
um hrinum og átti Shailen
Ramdoo, þjálfari KA stórleik í
liði I<A, en á móti kom að
Magnús Stefánsson lék ekki
með vegna meiðsla. GG
Þórsarar fara áfram
Úrvalsdeildarlið Þórs vann
nauman sigur á 1. deildarliði
Stjörnunnar, 90-82, í bikar-
keppninni í körluknattleik og
það var ekki fyrr en undir lokin
að Þórsarar hrístu Stjörnumenn
af sér og skoruðu síðustu 6 stig
leiksins án þess að Stjörnumenn
næðu að svara fyrir sig. Clifton
Bush var sem stundum áður
bestur Þórsara, gerði 23 stig og
hélt Þórsliðinu gangandi. Her-
mann Hermannsson gerði 19
stig en Óðinn Ásgeirsson, sem
hefur átt mjög góða leiki í allt
haust var eitthvað miður sín, en
skoraði þó 9 stig.
Fyrrum landsliðsmaður, Jón
Kr. Gíslason, er þjálfari Stjörn-
unnar og leikur einnig með þeim.
Hann er að gera þar góða hluti
og kemur þeim vafalaust up]i í
úrvalsdeildina í vetur.
Stólarnir tapa
Tindastóll, sem er í 2. sæti úr-
valsdeildarinnar, varð hins veg-
ar að sætta sig við ósigur í afar
hörðum leik gegn Hamars-
mönnum í Hveragerði, 78-81,
og eru þar með úr leik í bikar-
keppninni í ár. Hamarsmenn
voru yfir eftir fyrstu tvo leik-
hlutana, 43-40 en Tindastóll
kornst svo yfir 68-59 eftir þriðja
leikhluta, en tókst ekki að fylgja
því eftir. Að venju var Shawn
Myers stigahæstur með 25 stig
og hann á nú varla dapran leik
með liðinu. Svanur Birgisson
skoraði 13 stig en stigahæstur
hjá Hamri var Chris Dade með
32 stig og Pétur Ingvarsson með
22 stig, en hann var bestur
heimamanna og það sker sem
leikur Tindastóls braut á þegar
mest á reyndi eftir þriðja leik-
hluta.
Dregið verður í næstu umferð
í bikarkeppninni í Heklusporti í
vikunni.
GG